Þjóðviljinn - 03.08.1990, Page 4

Þjóðviljinn - 03.08.1990, Page 4
Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, er á beininu Sbekkun Reykjavíkur fylgja lakari Irfskjör Búseturöskun á íslandi hefur aldrei verið jafn mikil og á f jögurra ára starfstíma Byggðastofnunar. Er verulega aukin byggðaröskun óumflýjan- f leg? Byggðastofnun er nú á þeim tímamótum, að hún getur ekki lengur | lánað eða veitt fé til framkvæmda í sama mæli og áður. Hvenær fær hún 3 að njóta sín sem þróunarstofnun? Byggðastofnun hefur sitt fram að 3 leggja í umræðu um fiskvinnsluna, staðsetningu álvers og fólksflóttann “ til Reykjavíkur. Árið 1989 var fjórða heila starfsár Byggðastofnunar. Á starfstimabili hennar hefur orðið meiri byggðaröskun en nokkru sinni fyrr á íslandi. Er byggðast- efnan vonlaust verk? Nei, og ég er viss um að margt væri nú öðruvísi í byggðamálun- um, ef Byggðastofnunar hefði ekki notið við á þessu tímabili. En það má heldur ekki gleyma því að margar aðrar aðgerðir ríkisvaldsins snúast um byggðirn- ar, samgöngur, skólar, heil- brigðiskerfið. Og fleiri stofnanir og sjóðir en Byggðastofnun leggja fram fjármagn til eflingar byggðaþróun. Þegar kostnaðardæmi loðdýra- ræktarinnar var í fyrsta sinn tekið saman á síðasta ári brá mörgum við að sjá heildarfjár- festinguna. Getum við lent í feni ofíjárfestinga í atvinnugreinum, vegna þess að enginn hefur yfir- svn um aðgerðir og stuðning i heild? Þegar ég kom hér til starfa 1985 komst ég að því að ef lagt var saman fjármagn til loðdýrarækt- ar frá sjóðum, bönkum og stofn- unum fór það upp í 102-103%. En það er í raun lítil hætta á svona stjórnleysi núna, vegna þess að menn þurfa að hafa veð fyrir lán- um og samstarf ríkir milli sjóða og stofnana. Veðrými þarf að vera fyrir lántökum. Stjörnvöld hafa falið Byggða- stofnun mörg verkefni, nú síðast við að endurskipuleggja fjárhag útflutningsfyrirtækja með þjón- ustu við Atvinnutryggingasjóð og Hlutafjársjóð. Takið þið bara við skipunum að ofan eða getur Byggðastofnun haft frumkvæði? Þessi skylduverkefni skapa mikið álag á stofnunina. Við höf- um rætt hér innandyra um mörg verkefni sem vert væri að skoða en setið hafa á hakanum, vegna þess að bráðaðkallandi úrlausn- arefni ganga fyrir. Ég verð að viðurkenna að til- vist þessara tveggja sjóða í bráðum 2 ár hefur krafist mikils af vinnutíma starfsmanna, þama hefur verið ráðstafað 10 milljörðum til flestallra útflutn- ingsfyrirtækja þjóðarinnar. En þetta gengur yfir. Er aðeins verið að veita sumum fyrirtækjum og þéttbýlisstöðum gálgafrest með Hlutafjársjóði og Atvinnutryggingasjóði? Það hefur margoft verið skuldbreytt áður, í gegnum Byggðasjóð, Byggðastofnun, Fiskveiðasjóð og bankana. En ég hef áður bent á það, að veðrými margra fyrirtækja er þrotið. Sumum mun reynast erfitt að endurgreiða lán, það er rétt. En flest þeirra spjara sig. Nú er hlutverk Byggðastofnun- ar tvíþætt, sem lánastofnunar og þróunarstofnunar. Getur síðar- nefnda hiutverkið aukist? Það er augljóst, að lánveitingar Byggðastofnunar verða ekki lengur stundaðar með sama hætti og hingað til, nema stórkostlegir fjármunir komi til. Eiginfjárhlut- fall hennar var 33% þegar hún tók til starfa, en er nú komið nið- ur í 18%. Að mínu mati má það ekki fara niður fyrir 20%. Nú þegar er til fé í mörgum sjóðum sem geta veitt lán til fjár- festinga, - Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og Fiskveiðasjóð- ur, svo dæmi séu tekin. Það er mín von og ósk að þróunarhlut- verkið gæti aukist í framtíðinni og að stofnun fái fjárveitingar til að geta sinnt því hlutverki sínu. Við viljum geta stofnað fyrirtæki með heimamönnum og tekið þátt í rekstri þeirra ef við erum sannfærðir um að þau séu til góðs og geti skilað arði. Þetta þurfa ekki að vera ný fyr- irtæki, það kemur líka til greina að endurskipuleggja þætti hjá vel reknum fyrirtækjum sem skila hagnaði, en nýtast kannski ekki til fulls vegna offjárfestinga eða gamals tapreksturs. Sum iðnfyr- irtæki á landsbyggðinni hafa al- gera sérstöðu á sínu sviði, en við höfum ekki getað orðið þeim að liðsinni sem skyldi. Tap Byggðastofnunar í fyrra var 160 miljónir króna, eigið fé rýrnaði um 8% miðað við láns- kjaravísitölu, afföll vegna vaxta- taps rúmar voru 43 milljónir og afskrifaðar voru nær 243 miljónir króna af kröfum, hlutafé, ábyrgðum og skuldum. Kom þessi slæma útkoma á óvart? Nei, við höfðum vitað af þessu alllengi. Það tekur langan tíma að snúa þróuninni við. Stofnunin á enn eftir að verða fyrir ákveðnu tapi. Sennilega höfum við þegar afskrifað það sem af er þessu ári um 60 miljónir króna. Á hverjum bitnar samdráttur- inn sem þú boðar í lánveitingum helst? Á þjónustuaðilum úti á lands- byggðinni, ferðamálunum að ein- hverju leyti og að hluta til fisk- vinnslunni. í henni hafa samt mestar breytingar orðið, mörg- um frystihúsum hefur þegar verið lokað, td. á Suðurnesjum. Á sama tíma og afli minnkaði fjölgaði samt fiskvinnsluhúsum og sumir halda því fram að með um 40% minni flota gætum við dregið allan þann afla að landi sem nú er leyfilegur. Fiotinn hef- ur vaxið helmingi meira en aflinn undanfarin 20 ár. Hefur þú skýr- ingar á hvers vegna þetta gerðist? Við íslendingar erum ekki nógu áhyggjufullir um framtíð- ina, áttum okkur ekki á því að við getum setið hér uppi með svipað atvinnuleysi og Danir og Bretar. Það hefði vel verið hægt að skipu- leggja þessi mál, ef stjórnmála- menn hefðu viljað. Það er langt síðan skip voru tekin af frílista. Valdið til að stjórna þróuninni var fyrir hendi og meira að segja búið að stíga á bremsurnar. En menn misstu tökin á þeim. I ársskýrslu Byggðastofnunar er sterklega varað við þeirri þró- un að fiskvinnsian sé að flytjast úr landi og vakin athygli á því að við erum að keppa við styrktan fi- skiðnað Evrópubandalagsins. íslendingar þurfa að átta sig betur á stefnu ÉB í fiskveiðum og vinnslu. Þar er markvisst verið að byggja upp fiskvinnslu með byggðastyrkjum, sums staðar frá grunni, eins og núna í Zeebrúgge í Belgíu. Evrópubandalagið not- ar byggðastyrkina sem stofn- styrki til atvinnureksturs. Eini staðurinn í Norður-Evrópu þar sem þorskfiskur er að aukast í vinnslu og á markaði er líklega Humbersvæðið í Bretlandi og hverjum er það að þakka? Eng- um nema fslendingum. Meðan samdráttur í afla hefur hér verið 10% á ári eykst útflutningurinn, þar sem við erum að afhenda út- lendingum verðmæti til vinnslu. Sumir benda á að hefðbundinn fiskiðnaður sé tæplast iðnaður, í þeirri merkingu að hann geri hrá- efni verðmætara, og ef betra verð fáist fyrir ferskfisk erlendis en unninn afla, sé fiskvinnslukerfi okkar til einskis gagns og fárán- legt annað en selja vöruna fyrir sem hæst verð. Frysting er geymsluaðferð, en saltfiskverkun er iðnaður sem eykur verðmæti. Evrópubanda- lagið ver sig gegn fiskvinnslu okk- ar með verndartollum, neyðir okkur til að flytja fisk út með haus og sporði. Það væri auðveld- ara fyrir okkur að geta flutt út fersk flök á góðu verði. Okkur vantar fjármagn til að markaðsvæða, til að geta komið vörunni beint á neytendamarkað í samvinnu við erlendar sölukeðj- ur. Það er vart hægt að segja að við eigum nokkurt sterkt vöru- merki, sem er tákn neytandans fyrir gæði. í ársskýrslu Byggðastofnunar fyrir 1988 eru látnar í Ijós sérstak- ar áhyggjur af því hve Akureyri hafi veikst sem byggðakjarni. Ari síðar, í ársskýrslu fyrir 1989 er síðan varað við meiri samþjöpp- un á höfuðborgarsvæðinu og bent á að álver þar mundi leiða til áframhaldandi fólksfjölgunar þar og margfeldisáhrifa gæta á þrengra svæði en ef álver væri staðsett úti á landi. Má leggja saman 2 og 2 úr þessum skýrslum og álykta að Byggðastofnun vilji álver í Eyjafjörð? Starfsmenn Byggðastofnunar hafa umbeðnir útbúið skýrslu vegna staðarvals fyrir nýtt álver. Stofnunin hefur margoft bent á það hve straumurinn mundi þyngjast á suðvesturhorn lands- ins, ef það yrði reist þar. Nyrðra er umtalsverður hluti af bygg- ingariðnaði með mikla afkastag- etu óvirkur í dag. Margfeldisáhrif af álveri yrðu þau sömu, hvar sem álveri væri valinn staður, en dreifast meira yfir landið ef það yrði staðsett utan höfuðborgar- svæðisins. Hvernig rökstyður Byggða- stofnun það sem í ársskýrslu fyrir 1989 stendur, að aukin fólksfjölg- un í Reykjavík þýði um leið minni þjóðartekjur og lakari lífskjör? Vannýtingin á mannvirkjum úti á landi mundi aukast, hér þyrfti gífurlegar framkvæmdir bara í umferðarverkefnum, kostnaður mundi vaxa enn af byggingu þjónustustofnana, mengun og félagsleg vandamál aukast. Ennfremur mundi rekstr- arkostnaður við fiskveiðar og vinnslu aukast. Þetta er í rauninni spurningin um hvort íslendingar vilja búa í landinu öllu eða hvort þetta á að verða byggð meðfram Faxaflóa og eitthvað út frá honum. Straumurinn er þannig núna. Minnst fækkun er á þeim þéttbýl- isstöðum sem næstir eru Reykja- vík, t.d. fækkar meira í Rangár- vallasýslu en Árnessýslu og nokkurn veginn í réttu hlutfalli við fjarlægðina til Reykjavíkur. Hvað mundi hafa mest áhrif til að draga úr byggðaröskuninni núna? Samfara atvinnuuppbygging- unni eru bættar samgöngur úrslit- aatriði. Við höfum alltaf lagt áherslu á að atvinnusvæðin stækki og verði fjölbreyttari. Mikil breyting varð til dæmis á Suðurnesjum þegar vegir þar voru malbikaðir á sínum tíma. Sveitarfélögin hafa alltaf verið að taka fleiri og fleiri málaflokka undir sameiginlega stjórn. Hvernig líst þér á þær hug- myndir sem Byggðahreyfingin Útvörður hefur kynnt til að auka jafnrétti milli landshluta og færa ákvörðunar- og peningavald meira út í héruðin? fslendingar eru fámenn þjóð og hafa úr litlum fjármunum að spila. Endalaus uppdeiling á sjóðum leysir ekki vandann. Til að einingarnar geti tekið að sér stærri og fleiri verkefni þurfa þær sjálfar að verða stærri og sterkari. Ef sveitarfélögin sameinast og stækka geta þau framkvæmt meira og tekið við auknum verk- efnum. Því fylgir sjálfkrafa aukið vald í héraði. Það væri ekki til bóta að skipta litlu eigin fé Byggðastofnunar milli landshluta eða kjördæma. Eitt árið hefur einn landshluti fengið meira en hinir, en þann næsta öfugt. Ef at- hugaðar eru eftirstöðvar útlána eftir landshlutum í reikningi Byggðastofnunar geta menn sannfærst um að þetta er nokkuð jöfn skipting. 1988 átti Byggðastofnun hlut- afé í 14 fyrirtækjum, en í fyrra var talan komin upp í 23. Verður áframhald á þessu? Nei, það er ekki hægt með því eiginfjárhlutfalli sem Byggða- stofnun býr við núna. Víða á landsbyggðinni hefur ekkert eigið fé verið til. Við tókum til þess bragðs að gerast hluthafar í hjálparskyni víða til að koma fyrirtækjum á legg. Víða gengur þetta vel og skilar arði. Sem dæmi má nefna verksmiðjuna Límtré og Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum. Fiskeldi hcfur orðið fyrir mikl- um áföllum. 1991 er hins vegar fyrsta árið sem margar stöðvar fara að skila tekjum og 1992 fyrsta árið með fullum afköstum. Eru menn of fljótir á sér að fella dóma um möguleika fiskeldisins? Það er ekki alveg hægt að bera saman til fulls þau fyrirtæki sem Byggðastofnun hefur haft af- skipti af og hin, sem útlendingar fjármögnuðu að verulegu leyti og byrjuðu rekstur fyrr. Byggðast- ofnun tók að sér að fjármagna framkvæmdir á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi og hefur sérstaklega lagt eitthvað undir á fámennum stöðum eins og í Fljótum, Núpasveit og við ísafjarðardjúp. Þetta er víða mjög erfitt, en þó hef ég verulega góða trú á að þetta muni ganga upp, t.d. hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði. En það er vissulega erfitt að búa við það lága markað- sverð sem nú gildir. Framlag Ríkissjóðs til Byggð- astofnunar 1989 voru 175 miljón- ir króna. Hve mikið fjármagn þarf hún að þínu mati? Ég hef skrifað forsætisráðherra bréf með samþykki stjórnar Byggðastofnunar og farið fram að henni verði veittar 500 miljón- ir á næstu fjárlögum. Að hluta til að styrkja eiginfjármagnsstöð- una en einnig til undirbúnings- vinnu og styrkveitingar og til að nota sem eigið fé móti heima- mönnum í nýjum atvinnufyrir- tækjum á landsbyggðinni. 4 SIÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.