Þjóðviljinn - 03.08.1990, Side 5
Vestfjarðargöng
Vegarslóði inn í Tungudal
Þessir einbeittu kappar voru við veiðar í Elliðaánum í gær. Veiðin í sumar hefur verið nokkuð góð og hata
fengist þetta 20-25 laxar að meðaltali á dag. Laxarnir hafa flestir verið þokkalega vænir miðað við það sem
gerist í Elliðaánum eða 4 til 5 pund. Mynd: Jim Smart.
- ViS erum þessa dagana að
vinna við að leggja rúmlega
tveggja kflómetra langan vegar-
slóða að væntanlegum jarð-
Utanríkisráðuneytið
Áras íraka
fordæmd
Utanríkisráðherra hefur fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar, fordæmt
harðlega árás íraka á Kuwait. í
fréttatilkynningu frá ráðuneytinu
segir að árásin sé skýlaust brot á
sáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
Skorað er á stjórnvöld í Bagdad
að draga herlið sitt þegar og skil-
yrðislaust til baka og greiða
þannig fyrir friðsamlegri lausn á
deilu ríkjanna.
cl
gangamunna inni f Tungudal,
sagði Gfsli Eiríksson umdæmi-
sverkfræðingur Vegagerðarinn-
ar á Vestfjörðum þegar hann var
spurður hvernig undirbúnings-
vinnu fyrir jarðgangagerð á Vest-
ufjörðum miðaði.
Vegarslóði þessi er lagður til
þess að hægt sé koma tækjum að
þeim stað þar sem gert er ráð fyrir
að munninn verði. Slóðinn er
lagður þar sem væntanlegt vegar-
stæði verður.
Gísli sagði að í ár hefði verið
veitt 60 miljónum króna til
rannsókna og annarrar undirbún-
ingsvinnu vegna jarðganganna.
Þegar hafa verið boraðar holur
í Súgandafirði og tekin jarð-
vegssýni. Gísli sagði að sýnatöku
á stöðunum þremur þar sem gert
væri ráð fyrir að gangamunnan-
rnir verði, yrði lokið fyrir haust-
ið.
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5
BHMR-deilan
BHMR sveigt inn á þjóðarsáttina
Ríkisstjórnin setti bráðabirgðalög í gœr semfresta gildistöku 4,5%
hækkunar BHMRfram yfirþjóðarsátt. Ráðherrar telja lögin tryggja
framgang efnahagsstefnunnar
Eftir tæplega fimm klukku-
stunda fund ríkisstjórnarinn-
ar í gær, var ákveðið að setja
bráðabirgðalög sem fresta gildis-
töku 4,5% launahækkunar
Bandalags háskólamanna frá 1.
september og fram yfir gildistíma
þjóðarsáttarinnar. BHMR-
félagar fá sömu launahækkanir
og félagsmenn Alþýðusambands-
ins, 2% 1. desember, 2,5% 1.
mars og 2% 1. júní. Með bráða-
birgðalögunum er einnig sett á
tímabundin verðstöðvun og víxl-
verkunaráhrif 15. greinar samn-
ings BHMR eru tekin úr sam-
bandi. Lögin ná ekki til þeirra fé-
laga sem eiga eftir að semja á
vinnumarkaðnum og var með
þeim hætti komið til móts við
kröfur Alþýðubandalagsins. Geir
Gunnarsson og Hjörleifur Gutt-
ormsson greiddu atkvæði á móti
setningu bráðabirgðalaganna á
þingflokksfundi í gær.
Þrátt fyrir yfirlýsingar ráðherra
um annað, voru flestir sammála
um að ríkisstjómin hefði farið frá
ef ekki hefði orðið að lagasetn-
ingu í gær. Að loknum ríkis-
stjórnarfundi sem stóð frá klukk-
an 14 til klukkan 19.30, fóm ráð-
herrar í að kynna aðilum vinnu-
markaðar og stjómarandstöðu
innihald laganna. Lögin verða
ekki kynnt almenningi með form-
legum hætti fyrr en í dag.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði að loknum
fundi, að ríkisstjórnin teldi laga-
setninguna tryggja framgang
efnahags- og launastefnunar.
Hver sem afstaða aðila vinnu-
markaðarins kann að verða,
verður ekki snúið aftur með lög-
in, að sögn Steingríms.
Forsætisráðherra sagði alltaf
erfitt að setja bráðabirgðalög. En
það hefði orðið miklu meira áfall
ef efnaha^smarkmið og gildandi
Jarðboranir
ÖxaHjörður
á borðinu
Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra segir að verið sé að leita
eftir aukafjárveitingu til jarðbor-
ana í Öxarfirði. Um 20 miljónir
þarf til verksins, en heimamenn
munu leggja til 10 miljónir á móti
ríkinu. Jón segist hafa rætt þetta
mál við forsætisráðherra,
Byggðastofnun og fleiri aðila.
„Þetta er mjög áhugavert mál
að mínum dómi. Það er áhuga-
vert að finna rætur og skýringar
þess jarðgass sem fundist hefur
og einnig að kanna þetta háhita-
svæði. Ég á hins vegar ekki von á
að botn fáist í þetta mál alveg á
næstunni, en vonast til að það
verði sem fyrst,“ sagði Jón.
Eins og fram hefur komið í
Þjóðviljanum bíða heimamenn í
Öxarfirði eftir fjárveitingu til að
bora 1 kílómetra djúpa tilrauna-
holu á austurbakka Jökulsár á
Fjöllum. Talið er að jarðgas
leynist þar í jörðu, en að sögn
Björns Benediktssonar oddvita
er ekki spurning um hvort olía sé
þar, heldur hvort hún sé nýtan-
leg.
Einnig er talið að þarna sé
nokkuð stórt háhitasvæði sem
nýtanlegt væri fyrir annaðhvort
Landsvirkjun eða Rafmagns-
veitu ríkisins. Mikilvægt er fyrir
heimamenn að fá svar frá
stjórnvöldum hið fyrsta, því bor
sem þeir hafa til umráða nú,
verður fluttur burt innan
skamms.
Að sögn Jóns hefur hann einn-
ig rætt þetta mál við Steingrím J.
Sigfússon samgönguráðherra og
Guðmund Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra, en þeir eru þingmenn
Norðurlandskjördæmis eystra.
„Þeir hafa eðlilega áhuga á þessu
máli, og við munum reyna að
nota þann tíma sem borinn er á
svæðinu til að leysa þetta mál,“
sagði Jón Sigurðsson. ns
kjarasamningar ASÍ og VSÍ
hefðu runnið út í sandinn. Þegar
Steingrímur var spurður hvort
hann hefði viljað ganga lengra
með setningu bráðabirgðalaga,
sagðist hann frekar vilja orða
hlutina þannig, að hann hefði
ekki viljað ganga skemmra en
gert er.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði bráðabirgða-
lögin í samræmi við niðurstöðu
þingflokks Alþýðubandalagsins.
Samningsréttur þeirra sem eru
með lausa samninga væri ekki
takmarkaður og almenn lýðrétt-
indi væru ekki skert. Það væri þó
ljóst að tveir þingmenn væru með
aðra afstöðu, en afstaða meiri-
hluta þingflokksins væri engu að
síður skýr. Með setningu bráða-
birgðalaganna væri tryggt að sá
árangur sem náðst hefur í efna-
hagsmálum héldist.
Tvær tillögur gegn lagasetn-
ingu voru bornar upp á sameigin-
legum fundi framkvæmdastjóm-
ar og þingflokks Alþýðubanda-
lagsins í gær. Birna Þórðardóttir
og Stefanía Traustadóttir báru
fram tillögu þar sem öllum laga-
setningum var hafnað, og Amór
Pétursson bar fram tillögu um að
4,5% yrðu látin ganga til BHMR
og annarra samtaka og tíminn til
1. september notaður til að ná
samkomulagi. Báðum tillögun-
um var vísað frá með naumum
meirihluta, átta atkvæðum gegn
sex.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
hefur lýst yfir andstöðu sinni við
hvers kyns lagasetningu. En í gær
sendi stjórn Birtingar frá sér á-
lyktun þar sem skorað er á ríkis-
stjórnina að fara að augljósum
meirihlutavilja þjóðarinnar og
tryggja framhald stöðugleika,
jafnvægis og bættra lífskjara með
þeim ráðum sem henni em tiltæk,
eins og það er orðað. „Aðgerðir
nú verða að taka mið af hagsmun-
um yfirgnæfandi meirihluta
launamanna en ekki af stundar-
hag einstakra samtaka í stfl gam-
aldags verðbólgusamfélags,"
segir í ályktunni.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði sendu síðan frá sér tilkynn-
ingu í gær, þar sem lagasetning
sem ógildi gerða kjarasamninga
er harðlega fordæmd. Skora sam-
tökin á öll samtök launafólks að
fordæma setningu bráðabirgða-
laga.
-hmp
Aætiaðá
Nærri helmingur fyrirtækja í
landinu virðist ekki hafa skilað
skattarskýslum til skattstjóra í
ár, eða að gögn þeirra hafa ekki
þótt fullnægjandi. Við álagningu
skatta í ár er áætlaður skattur á
45% lögaðila í landinu sam-
kvæmt greinargerð sem fjármál-
aráðuneytið sendi frá sér um
álagningu skatta.
- Það er ekki til nein einhlít
skýring á þessu. Það er mikið um
að fyrirtæki séu á skrá, þótt þau
séu löngu hætt að starfa, einnig er
hugsanlegt að sá frestur sem fyr-
irtæki fá til að gera upp
ársreiknga sína sé of stuttur,
sagði Steinþór Haraldsson hjá
ríkisskattstjóra.
Alls hefur þeim fyrirtækum
sem áætlað er á, fjölgað frá því
1988 um 15%, en það ár var áætl-
að á 30% fyrirtækja. í fyrra var
áætlað á 40% þeirra.
Álagning á fyrirtæki í ár nemur
3.800 miljónum króna, það er
100 miljón króna hækkun frá í
fyrra í krónutölu, en að raungildi
hefur skattur á fyrirtæki lækkað
um 10-5%. Það er minni lækkun
en gert var ráð fyrir í tekjuáætlun
fjárlaga. Þær tölur sem fjármála-
ráðuneytið sendir frá sér um
skatta fyrirtækja miðast við áætl-
un, gert er ráð fyrir að þegar
endanleg álagning liggur fyrir
borgi fyrirtækin í ár allt að
fimmtungi minna í opinber gjöld
en þau gerðu árið sem leið. -sg