Þjóðviljinn - 03.08.1990, Side 8

Þjóðviljinn - 03.08.1990, Side 8
Útgefandi: Útgáfuféiag ÞjóðvBjans Afgreiðsla: » 68 13 33 Framkvaamdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjóran Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Auglýsingadeild: * 68 1310 - 6813 c Simftix: 68 19 35 Verð: 150 krónur i lausasölu 1 Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson Setning og umbrofc Prentsmiðja Þjóðv iljans hf. ÚÖlt: Þröstur Haraldsson Prentun: Oddi hf. Aösetur: Siðumúla 37,108 Reykjavik Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Það var ekki nákvæmlega hugsað hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni í kvöldfréttum Sjón- varps í gærkvöldi, þegar hann sagði að at- burðarásin sem endaði með setningu bráða- birgðalaga á kjarasamning BHMR væri um- ferðarslys. Sjúkrabíll ríkisstjórnarinnar ók ein- faldlega yfir á rauðu og bjargaði sjúklingi sín- um. Líðan hans er vitanlega eftir atvikum slæm. Ríkisstjórnin braut umferðarreglurnar, en það hefur verið gert áður. Allir stjórnmálaflokk- ar sem setið hafa í ríkisstjórnum á íslandi hafa átt aðild að lagasetningu í sambandi við vinnu- deilur. Að þessu sinni mátti greina sírenuvælið þegar í febrúar og það var búið að vara alla vegfarendur rækilega við. Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra leggur áherslu á, eins og aðrir ráðherrar Al- þýðubandalagsins, að með bráðabirgðalög- unum séu almenn lýðréttindi ekki skert og að réttur þeirra sem hafa lausa samninga sé ekki takmarkaður. Alþýðubandalagið hafnaði al- gerlega þeim tillögum innan ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér víðtækar skerðingar og takmark- anir. Eins og Svavar Gestsson segir í viðtali við Nýtt helgarblað Þjóðviljans í dag, eru mann- réttindaákvæði laga, stjórnarskrár og leikreglna í þjóðfélaginu sínum stað eftir sem áður. Hann segir að fyrir Alþýðubandalagið sé þetta meginatriðið, að rétturinn til uppsagnar, Yfir á rauðu samninga og verkfalla sé í fullu gildi. Að þessu leyti eru nýju bráðabirgðalögin eðlisólík lög- bindingum á laun og samningabanni, sem menn hafa kynnst við slíkar aðgerðir fyrr á tíð. Samningur BHMR var gerður við þær að- stæður að menn reiknuðu með verðbólgu á bilinu 25-35%, óstöðugleika í efnahagsmálum og á vinnumarkaði. Og svo aftur sé gripið til samlíkinga úr umferðinni, þá var samningur BHMR allur á nagladekkjum, til tryggingar gegn skakkaföllum. Ríkisstjórnin og aðilar á vinnumarkaði væntu þess að BHMR skipti yfir á sumardekk, eftir að færðin batnaði. En for- tölur báru ekki árangur. Ríkisstjórnin komst móð, en lítt sár, frá þess- ari orrustu. Sjálfstæðisflokkurinn missti sókn- arfæri sitt í bili. En því er ósvarað, hvort á þessi málalok verður látið reyna fyrir dómstólum með einhverjum hætti og hverjar niðurstöður reynast þar. Og andstætt því sem haldið hefur verið á lofti, um að yfirgnæfandi fylgi væri hjá almenningi við þessar aðgerðir, gaf skoðana- könnun sem gerð var á vegum Dagblaðsins Vísis það til kynna, að um 43% landsmanna væru lagasetningu andvígir. Flestir ef ekki allir Alþýðubandalagsmenn sem hafa tjáð sig um setningu bráðabirgða- laga á kjarasamninga lýsa því yfir að þau séu af hinu vonda, en geti reynst „ill nauðsyn", skásti kosturinn af mörgum vondum. Þessa röksemd hafa til að mynda herstöðvaand- stæðingar hlustað á um nokkurra áratuga skeið í deilunum um veru bandaríska hersins á íslandi. Staðreyndin er sú, að grundvallaratriði um- gangast Islendingar frjálslega. Þeir kippa sér margir hverjir varla meira upp við bráðabirgða- lög en ýmsar aðrar þjóðir annars staðar á hnettinum við herlög eða útgöngubann. Þetta venst. Það er ill nauðsyn. En þetta er ill hefð, ill arfleifð, og henni hlýtur að linna. Staða sú sem nú kom upp, að grunur lék á að ákveðinn hluti verkalýðshreyfingarinnar þyldi stjórnvöldum að setja lög á annan hluta hennar er aðeins staðfesting á því að aðferðir okkar til lausnar á vandamálum hafa keyrt okkur út í ranghala blindgötu. Það er ekki gott, að sú kynslóð sem vex úr grasi skuli alast upp við þann skilning, að stjórnvöld grípi inn í atburðarásina með um- deildum hætti, með bráðabirgðalögum, til að leysa vanda sem þau hafa komið sér að hluta sjálf í. Slíkt deyfir tilfinninguna fyrir lögum og rétti og almennu siðferði. Neyðarréttur er til. Og vel má rökstyðja það, að bráðabirgðalagasetningin núna sé hluti af (dví að vernda lýðræðið fyrir óeðlilegum þrýst- ingi þröngs hóps sem kemst í sterka stöðu. Hins vegar kalla þessi úrslit mála á ítarlega umræðu, ekki síst innan Alþýðubandalagsins, um verkalýðshreyfingu, vinnumarkað, réttar- ríkið og beitingu neyðarréttar. ÓHT MBR >XK-ÍR LE'rrr A£> és SKuU vera Aí> EV£>ií-E<S^JA 3RAMMÍÐ HTT EN gARA GENöUfc E.KKÍ AÐ ALLTT (SAW&i UPP... ER MÐ? 8 Sfe)A — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.