Þjóðviljinn - 03.08.1990, Blaðsíða 9
„íslendingar eiga ekki alltaf auðvelt með að starfa í alþjóðlegum sam-
tökum. Það sýna síendurteknar hótanir okkar manna um að segja sig úr
Alþjóða hvalveiðiráðinu. Þarræðurhin frumstæða eiginhagsmunastefna:
Ef mínir hagsmunir eru ekki settir ofar hagsmunum heildarinnar þá klýf ég
samstöðuna. “
Fátt er okkur íslendingum
hugleiknara umræðuefni en við
sjálf. Endalaust getum við notið
þess að tala um ísland og þessa
óvenjulega bráðgáfuðu þjóð sem
í landinu býr. Lengst af höfum
við getað ástundað þessa iðju í
talsverðri fjarlægð frá öðrum
þjóðum en nú er engu líkara en
komið sé að kaflaskiptum.
Sú þjóðernisvitund sem Fjöln-
ismenn vöktu með þjóðinni
snemma á síðustu öld er enn við
bestu heilsu. Pað væri gott og
blessað væri hún ekki orðin löngu
úrelt. Stikkorðin fyrir nútíma-
samfélag eru býsna mörg: Evr-
ópa 1992 - alþjóðlegar stofnanir,
samstarf og samtök á mörgum
sviðum: aukinn ferðamanna-
straumur, samgöngur, samskipti,
fax, sími, sjónvarp. Þau benda öll
í eina átt: minnkandi þjóðernis-
hyggja vaxandi „alþjóðahyggja“.
Þjóðernishyggja í anda nítjándu
aldarinnar er víðast hvar í endur-
skoðun í nágrannalöndunum;
sumir segja daga hennar talda.
Þetta eigum við íslendingar
býsna erfitt með að skilja. Það
leynir sér ekki. Nefna má tvö
dæmi. Þátttaka okkar í Alþjóða
hvalveiðiráðinu er fyrra dæmið.
Verði ekki farið að okkar óskum
þá segjum við okkur einfaldlega
úr ráðinu. Hagsmunir heildarinn-
ar verða að víkja fyrir okkar sér-
stöku „hagsmunum". Annað
dæmi er notkun freons við útbún-
að skautasvells í Reykjavík.
Þarna geta íslendingar auðvitað
farið eigin leiðir, í það minnsta
smæðar sinnar vegna. Ozonlagið
kemur okkur ekki beint við. Bar-
átta fólks á alþjóðlegum vett-
vangi er svo sem góð og gild en
þurfum við nokkuð að leggja af
mörkum?
Af einhverri ástæðu finnst okk-
ur þægilegra að lifa í blekkingu
um okkur sjáif og umheiminn en
að horfast í augu við staðreyndir
og læra - eins og Fjölnismenn á
sínum tíma - að þekkja tímanna
tákn. Okkur finnst það ágætt
þegar leiðtogar þjóðarinnar gefa
jafnvel í skyn á hátíðastundum að
við séum öðrum þjóðum merki-
legri. En hvað segðu menn ef
slíkt hrykki upp úr forseta Þýska-
lands eða kanslara þess lands?
Hvers eðlis er þjóðernishyggja
okkar íslendinga, hversu ekta er
hún, hversu skynsamleg er hún?
Syngjum við ekki enn Ó, fögur er
vor fósturjörð þótt augljóst sé-
fyrir löngu að landið er að blása
upp; syngjum við ekki Ég vil
elska mitt land - en ættum að
syngja ég vil elska mitt uppblásna
land og Ó fögur er vor örfoka
fósturjörð? Sjálfsblekkingar
okkar um land og þjóð geta
gengið úr hófi, kröftunum mætti
beita miklu betur - og vissulega
er það gert í stórum stfl, sem bet-
ur fer.
Lýsingar á þjóðinni og á þjóð-
hátíðardeginum eru orðnar
margar og margvíslegar í tímans
rás. Þær veita fróðlegar upplýs-
ingar um þjóðernisvitund
landans. Sumar lýsingarnar eru
býsna háttstemmdar, aðrar ekki.
Ein slík er í hinni frægu bók Guð-
bergs Bergssonar, Astum sam-
lyndra hjóna. Sú bók gæti
reyndar verið eins konar dæmi-
saga um samband íslensku þjóð-
arinnar og hersins. Það er hinn
samlyndi hjúskapur sem höfund-
ur, sem er úr Grindavík, gerir skil
á kaldhæðnislegan hátt í þessari
fágætu bók sinni. Og einn þáttur-
inn fjallar um fjölskyldu í Kefla-
vík sem tekur sér far með rútunni
17. júní og ætlar að taka þátt í
hátíðarhöldunum í Reykjavík.
Það byrjaði með því að veðurspá-
in stóðst ekki og 1 staðinn fyrir sól
og blíðu var ausandi rigning og
kuldi allan daginn. Hjónin og
börn þeirra og vinir voru auðvit-
að öll léttklædd. Og fyrr en varði
var þeim pllum orðið heldur kalt í
höfuðborginni. Og í mannþröng-
og sál. Þannig fyrnist tilefni há-
tíðarinnar þegar frá líður. Það
sem gildir um þjóðhátíð gildir
líka á svipaðan hátt um þjóðern-
isvitund. - Raunar er þjóðinni
margt betur til lista lagt en að
halda hátíð yfirleitt. En það er
önnur saga.
arútgáfu af ómerkilegri heims-
menningu sem er eins konar sam-
ræmd meðalmennska, sprottin úr
yfirborðslegum tilhlaupum aug-
lýsingafjölmiðla sem finna enga
lykt nema af peningum. Úr þess-
um hrærigraut hefur orðið til al-
þjóðleg gerviþjóð í öllum álfum
elskandi það út af lífinu. Kannski
eru aðrir farnir að elska þetta
land meira en við sjálf. Hverjir
eiga ísland var spurt ekki alls
fyrir löngu. Þjóðsöngurinn svarar
þeirri spurningu óbeint: Guð á
Island! Við erum hér aðeins á
ferðalagi eins og aðrir, að vísu
getum við litið svo á að okkur sé
falið þetta blessaða land til varð-
veislu, nytja og skemmtunar.
Á tímum sterkrar alþjóða-
hyggju þar sem landamæri munu
brátt heyra til liðinni tíð víða, þá
er spurt um þjóðríkin smáu.
Hvað er sjálfstæði á okkar tím-
um, hvers virði er sjálfstæði, er
tími þess liðinn, er komið að
kaflaskiptum í mannkynssög-
unni? Kaflaskiptum þar sem lyk-
ilhugtakið er ekki sjálfstæði eða
þjóðerni heldur samstaða um að
eíska þessa jörð og það líf sem á
henni þrífst, líka menningararf
þjóða eins og okkar.
Kannski hefur nútíminn ekki
áhuga á neinu sem skipti máli í
vitund þeirrar kynslóðar sem
skundaði á Þihgvöll 1930 eða
1944, kannski hefur nútíminn að-
eins áhuga á afþreyfingu, fleiri
spennuþáttum, eurovision
Þjóð og gerviþjóð
inni týndu þau fljótlega hvert
öðru. Karlarnir fundu sér næga
brjóstbirtu til að gleðja sig við,
ein eiginkonan drakk þrisvar
kaffi á Hressingarskálanum fyrir
hádegi og fékk sér alltaf rjóma-
tertu með. í mannþrönginni og
bleytunni steig einhver ofan á fót-
inn á henni, reif sokkinn og
skemmdi skóna. Einn krakkinn
fékk pylsu í augað, þyrla frá varn-
arliðinu varpaði brjóstsykri yfir
mannfjöldann, konur og börn
keyptu sér kúrekahatta, blöðrur
og ís. Við illan leik kemst svo
fólkið allt til síns heima í Keflavík
og nær þar háttum undir morgun.
Þannig var þeirra þjóðhátíð.
Sem sagt ömurleg lýsing á
þjóðhátíð í Reykjavík. Bók þessi
kom út fyrir rúmum tveim ára-
tugum og vakti sterk viðbrögð
eins og vænta mátti og vafalaust
hefur vakað fyrir höfundi.
Þegar litið er á bréf séra Matt-
híasar Jochumssonar sem samdi
sjálfan þjóðsönginn í tilefni af
þjóðhátíðinni 1874 þá virðist eins
og hann skynji þá hátíð líka
blendnum huga (konungskoman:
„allt hennar skvaldur tildur fór
eins og framh j á mér“ segir hann).
Þar voru þó atburðir að gerast
sem breyttu íslandssögunni. Þess
ber þó að minnast að séra Matthí-
as hafði þá liðið miklar þjáningar
sorgarinnar sem lágu þungt á
honum að ekki sé meira sagt.
Samt orti hann við þær aðstæður
þjóðsönginn sem fyrst var fluttur
í Dómkirkjunni, en einnig við þá
athöfn var þjóðskáldið hálfpart-
inn úti á þekju af fyrrgreindum
ástæðum.
Það er ekkert undarlegt að
þjóðhátíð eigi sér ekki sama sess í
vitund manna alla tíð. Yngsta
kynslóðin hlýtur að spyrja hvers
vegna verið sé að halda hátíð 17.
júní. Svörin eru söguleg eðlis:
verið er að minnast atburða sem
þóttu merkilegir áður fyrr. En
slíkar upplýsingar nægja ekki
sem tilefni til að halda hátíð af lífi
Þjóðernishyggja er tvíeggjuð
og sjaldan af hinu góða. Styrjald-
ir eru til vitnis um að ekkert er
eins auðvelt að afskræma og
þjóðernisvitund. Ættjarðarást og
umhyggja fyrir eigin söguarfi er
hins vegar af hinu góða. Þjóðern-
isvitund hlýtur að breytast með
tímanum og setja arf sögunnar og
ættjarðarástina í samhengi við
líðandi stund innanlands og utan.
Fjölnismenn og Jón Sigurðsson
voru menn síns tíma. Lítum þar á
fáein atriði sem skipta máli nú.
Okkar tímar eru tímar aukinn-
ar fólksfjölgunar í heiminum,
mannfjöldasprengingarinnar.
Tímar skelfingar mengunar,
gróðureyðingar um allan heim,
útrýmingar dýrategunda. Tímar
þegar þörfin fyrir samstarf á al-
þjóðlegum vettvangi er brýnni en
nokkru sinni fyrr. Tímar þegar
allar þjóðir verða að starfa sam-
an, láta eitthvað af sínu eigin
stolti lönd og leið. Enginn hefur
leyfi til að lifa í þessum heimi eins
og aðrir komi honum ekki við.
Þjóðernisvitund án vitundar um
knýjandi þörf fyrir alþjóðlegt
samstarf er tímaskekkja og
hættuleg.
íslendingar eiga ekki alltaf
auðvelt með að starfa í alþjóð-
legum samtökum. Það sýna sí-
endurteknar hótanir okkar
manna um að segja sig úr Al-
þjóða hvalveiðiráðinu. Þar ræður
hin frumstæða eiginhagsmuna-
stefna: Ef mínir hagsmunir eru
ekki settir ofar hagsmunum
heildarinnar þá klýf ég samstöðu-
na. En sem betur fer er slíkur
hugsunarháttur, sem er tíma-
skekkja í alþjóðlegum sam-
skiptum, á undanhaldi. Þessir
erfiðleikar gætu stafað af sjálfs-
blekkingu, óeðlilegu mati á sjálf-
um sér, eigin þjóðerni í þessu til-
viki.
Matthías Johannessen skáld
segir í bókinni Stríð og söngur:
„(Erlend áhrif) eru á góðri leið
með að breyta íslandi í vasabók-
heims með döllösum og hjáguð-
um þeirra. Einkennalaus íslensk
þjóð er flökkulýður án ættjarðar
(90)... ég fæ ekki séð að við get-
um haldið áfram að lifa sams kon-
ar gervilífi og við höfum gert frá
lýðveldistöku. Við mælum
jafnvel lífshamingju í peningum.
Það hlýtur að koma að því að
önnur mælistika verði fundin.
(97).“
Þótt þessi orð skáldsins beri
keim af ákveðinni svartsýni á al-
þjóðahyggju nútímans (a.m.k.
ákveðna tegund hennar), þá
hljótum við að spyrja um íslenska
menningu nú um stundir á þenn-
an veg. Sem sagt: hver eru ein-
kenni íslenskrar menningar,
hvernig reiðir henni af í A) „ó-
merkilegri“ heimsmenningu og
B) í þeim straumum sem krefja
hana um ábyrga þátttöku á al-
þjóðlegum vettvangi? Þar vaknar
ný spurning: Hvers virði er ís-
lensk menning í slíkri alvöruþátt-
töku á alþjóðlegum vettvangi,
hvert er framlag hennar? Nú er
að sýna hvað í henni býr.
Þegar horft er um öxl, til
þeirrar sterku þjóðarvitundar
sem hefur einkennt íslendinga
lengst af þessari öld þá er ekki að
undra að margur spyrji hvort
ungt fólk hafi nokkurn áhuga á
þessu landi núna. Það skreppur í
skólaferðalag til Mið-Ameríku,
liggur þrjár vikur eftir stúdents-
próf á portúgölskum sandi eða
borðar ameríska hamborgara all-
an júnímánuð hjá spænskum
matseljurum í staðinn fyrir að
skoða landið sitt, í staðinn fyrir
að gróðursetja eina örsmáa trjá-
plöntu í uppblásinn mel á landinu
fagra. Efnalitlir foreldrar gráta
sig í svefn og reyna að verða sér
úti um aukavinnu til þess að börn
þeirra komist með og verði ekki
fyrir aðkasti í skólanum.
En í staðinn fyrir íslensk ung-
menni eru það Þjóðverjar og
Frakkar auk annarra sem hjóla
og ganga og aka um þetta land
keppni, heimsmseistarakeppni í
fótbolta, sem er ein af stórhátíð-
um samtímans og enn tiltölulega
óspillt af verslunarmengun eins
og sumar stórhátíðir kirkjunnar.
{slíkum heimi eru hugsjónamenn
og umhverfisverndarsinnar til
trafala. En sem betur fer er
heimurinn ekki þannig. Sem bet-
ur fer - það er í það minnsta mín
sannfæring- benda tímanna tákn
til þess að vilji manna til aukins
samstarfs á alþjóðlegum vett-
vangi fari vaxandi.
Spurning dagsins er sem fyrr
spurning um lífsgildi, um inni-
hald. Hvaða hugsandi maður
skynjar ekki vanda samtímans, í
það minnsta óljóst, tómleika
hans þrátt fyrir óendanlega kraft-
mikla bfla, ótrúlega þægilegar
ferðir fyrir skólafólk til karabíska
hafsins - eða var það Kyrrahafs-
ins - ótrúlega miklu af öllu? En
þeir skynja um leið ólýsanlega fá-
tækt hið innra, ólýsanlegan kvíða
og ótta venjulegs fólks, óhugnan-
lega sterka dauðahvöt, fíkn í
eiturlyf, grimmd, ofbeldi,
hraðari og hraðari akstur, burt
frá náttúrunni. Hrærigrautur þar
sem engin lykt er önnur eftir en af
peningum. Er það okkar heimur?
Eru þetta örlögin sem blasa, við
íslenskri menningu í heimi nútím-
ans? Menning sem er ekki skap-
andi er dauðadæmd, en menning-
arlíf sem lifir í tímanum, þver-
skallast ekki við kröfu samtím-
ans, er það lífvænlegasta af öllu
þessum heimi.
SéraGunnar
Kristjánsson
doktorersókn-
arprestur á
Reynivöllum í
Kjós.
Föstudagur 3. ógúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9