Þjóðviljinn - 03.08.1990, Page 11

Þjóðviljinn - 03.08.1990, Page 11
Líkams- rækt barna Litið inn á opið hús hjá Ungbarna- verndinni Um þriggja ára skeið hefur barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkurstaðiðfyriropnu húsi fyrir foreldra ungbarna. Opna húsið er á þriðjudögum milli þrjú og fjögur og þar gefst foreldrum ungbarna tækifæri á að koma og ræða við aðra foreldra um hitt og þetta sem tengist uppeldi hvítvoðunganna. Hjördís Guðbjörnsdóttir sýnir dæmi um einfalda líkamsæfingu fyrir ungbörn. Myndir Kristinn. Á hverju opnu húsi er síðan tekið fyrir ákveðið þema og má nefna að í sumar hefur verið rætt um brjóstagjöf, grát barna, svefn og svefnvenjur barna, slys og slysavarnir, félagsþroska barna, og líkamsrækt barna eins og víð munum koma að síðar. Næsta þriðjudag verður síðan fjallað um ungbarnanudd og þriðjudaginn þar á eftir rætt um mataræði barna. Hjúkrunarfræðingar barna- deildarinnar skipta á milli sín að sjá um opna húsið og þegar Þjóð- viljamenn litu inn á opið hús á þriðjudaginn var. Hjördís Guð- björnsdóttir að fjalla um lík- amsrækt barna. Nokkrar mæður voru mættar með krílin sín sem voru allt frá 7 vikna til 7 mánaða gömul. Hjördís fjallaði um það hversu algengt það er að börn fái litla hreyfingu í nútímaþjóðfélaginu. Allir séu að flýta sér svo mikið að engin leyfi börnunum að prófa sig áfram, til dæmis sé haldið á þeim út í bíl, þau síðan þau keyrð á áfangastað og haldið á þeim inn aftur. Hún sagði að þegar verið væri að tala um líkamsrækt barna væri ekki endilega verið að tala um neina skipulega þjálfun held- ur fyrst og fremst að börnin fengju nægjanlega hreyfingu. - Við íslendingar erum komn- ir á þá braut að áður brutu börn bein í leikjum, nú brotna beinin af vanþjálfun, börnin hafa ónóga stjórn á vöðvum sínum, sagði Hjördís. Börn hefðu fá tækifæri til að leika sér og fengju ekki að vera frjáls. Nauðsynlegt væri að gefa börnunum nægan tíma til að leika sér þó auðvitað yrði fólk að gæta þess að leikimir innihéldu hreyfingu. Margir leikir nútil- dags, tölvuspil, videoleikir og sjónvarpsgláp innihéldut.d. nán- ast enga hreyfingu. Hjördís sagði hægan vanda að byrja á smáu atriðunum, leyfa börnunum að ganga sjálfum í bíl- inn og úr, ganga meðfram innkaupagrindinni í stórmörkuð- unum og fá jafnvel að sækja eitthvað sjálf í hillurnar í stað þess að sitja pikkföst í innkaupakerrunni eins og svo al- gengt væri að sjá allt að þriggja ára gömul börn gera. Hjördís sýndi einnig nokkrar einfaldar æfingar sem hægt er að gera með börnunum. Æfingar þurfa alls ekki að vera flóknar, t.d. má láta börnin liggja á mag- anum, styðja á rassinn á þeim og halda einhverju fyrir framan þau og fá þau þannig til að líta upp og þjálfa sig í því að halda höfðinu uppréttu. Einnig má þjálfa styrk þeirra með því að taka í hendurn- ar á þeim og iáta þau taka á móti. Eða eins og Hjördís sagði: - Það er um að gera að hnoðast svolítið með þau, þau börn sem maður þjálfar eru miklu fljótari að taka við sér. Sigríður Jóhannesdóttir sagði opna húsið hafa gengið mjög vel og yfirleitt verið nokkuð vel sótt, allt að 20-30 foreldrar hefðu mætt í hvert skipti. Foreldrar virkuðu mjög áhugasamir og vildu fræðast. Reynt væri að brydda upp á ýmsum nýjungum þó auðvitað væri farið í sum atriðin með vissu millibili eins og matar- æði barna og brjóstagjöf. Sigríður sagði sérstaklega gott fyrir ungar mæður að geta komið á opið hús og hitt aðrar sem væru í svipaðri aðstöðu. Mæður væru oft einangraðar heima í þessu vinnuglaða þjóðfélagi okkar. Á opnu húsunum gætu þær spurt spurninga og fengið ráð við hin- um ýmsu vandamálum sem fylgja því að eiga ung börn. Sigríður sagði meginhlutverk ungbarnaverndarinnar að fylgj- ast með þroska barnanna og veita fyrirbyggjandi heilsuvernd. Barnadeildin fengi sendar fæð- ingartilkynningar og í framhaldi af því væri hringt í foreldra og þjónusta deildarinnar boðin fram. Hjúkrunarfræðingar heimsæktu síðan heimilin fjórum sinnum frá því að börnin væru þetta 9-10 daga gömul, þar til þau væru orðin 10 vikna og oftar auðvitað ef þörf krefði. Börnin væru skoðuð og vigtuð auk þess sem foreldarnir fengju ýmiiskon- ar fræðslu. Fyrsta læknisskoðunin færi fram við þriggja mánaða aldur- inn. Þá væru börnin vigtuð og mæld og fengju fyrstu sprauturn- ar, við barnaveiki, kíghósta, stíf- krampa og haemophilus inf- luenzae b. Sú flensutegund getur valdið heilahimnubólu og er ein- ungis eitt ár síðan byrjað var að sprauta við henni. Börnin væru síðan skoðuð reglulega við 4,6,7,10,14 og 18 mánaða aldur- inn og meðfram læknisskoðunun- um veittu hjúkrunarfræðingarnir , alltaf einhverja fræðslu. Við 21/2 ‘ árs aldurinn færi fram skoðun og svo lyki þessum hefðbundnu skoðunum með fjögurra ára skoðunninni, en sú skoðun væri mjög víðtæk. Þroski væri metinn og sjón og heyrn mæld og ef eitthvað athugavert kæmi fram væri vísað á sérfræðinga. En á hvaða aldri skyldi Sigríði finnast krílin skemmtilegust? - Það fer nú svo mikið eftir því hvernig þau eru blessuð börnin. Þau eru alltaf yndisleg þegar þau eru nýfædd og eru að byrja að brosa. Annars eru þau nú skemmtileg á öllum aldri ef þau eru heilsuhraust og allt er í lagi með þau, sagði Sigríður að lok- um. el Föstudagur 3. ágúst 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.