Þjóðviljinn - 03.08.1990, Síða 12
Hann ráfar um bæinn
þegar aðrir sofa
Á meðan flestir Reykvíkingar sofa, ráfar Siggi um götur borgarinnar í
leit að náttstað. Hann finnur alltaf eitthvað, en oft ekki fyrr en undir
morgun. Stundum hallar hann höfði í hálfkláraðri byggingu, einhvers
staðar þar sem hann finnur opnar dyr. Hann er sautján ára götubarn
og á að baki margra ára óreglu- og afbrotaferil. En hann er ekkert
einsdæmi. Fjöldi unglinga er utangarðs í Reykjavík án þess að kerfið
hafi megnað að koma í veg fyrir það.
„Ég hef ekki pælt í af hverju þetta er svona. Þetta bara er svona. Það
er alltaf hægt að finna sér einhverja afsökun, en ég hef ekki pælt í
þessu. Mér finnst ég vera frjáls svona og það fær mig enginn ofan af
þessu. Ekki eins og er. En þetta gengur auðvitað ekki endalaust,
einhvern tímann verður maður að hætta. Ég stefni að því að leigja mér
herbergi í haust og fá mér vinnu. Jafnvel að fara í skóla," segir hann.
Hann segist vera frjáls, en maður á bágt með að taka hann trúan-
legan. Tveir kunningjar hans hafa framið sjálfsmorð.
Brotnar tennur
Hann ber merki þess lífernis
sem hann hefur stundað á undan-
förnum árum. Að minnsta kosti
þrjár framtennur eru brotnar
eftir hnefahögg, hann er veiklu-
legur að sjá. Fötin sem hann
gengur í fara greinilega ekki
reglulega í þvottavél, en hann
segist ekki eiga önnur. Jakkann
hefur hann fengið að láni hjá vin-
konu sinni.
Framtíðarvonir Sigga eru ekki
háleitar, enda er fortíð hans ekki
glæsileg. Hann stefnir að því að
leigja sér herbergi í haust, áður
en vetur gengur í garð. Það er
erfitt að vera húsnæðislaus í
Reykjavík, sérstaklega á vet-
urna.
Siggi er ekki hans rétta nafn, en
hann kærir sig ekki um að segja
sögu sína þannig að hægt verði að
bera kennsl á hann.
Hann á að baki margra ára ó-
reglu, hefur verið á flestum ung-
lingastofnunum sem völ er á, og á
yfir höfði sér dóma fyrir ýmis
konar afbrot. Hann er einn af
þeim sem koma daglega til þess
að ræða við starfsmenn útideildar
unglinga. Þar líður honum vel, en
að öðru leyti hefur hann ekki
fagra sögu að segja af hjálpark-
erfí hins opinbera.
„Meðferð er bara heilaþvott-
ur,“ segir hann.
í spírann
hjá pabba
Siggi fæddist í Reykjavík, en
ólst upp í sjávarplássi á Suður-
landi. Foreldrar hans voru báðir
sjúklingar. Mamma hans var
langdvölum á sjúkrahúsum, veik-
indi drógu pabba hans til dauða
þegar Siggi var 14 ára.
Siggi komst fyrst í vímu þegar
hann var tíu ára. Þá stalst hann í
spírann hjá pabba sínum og
drakk sig fullan. Á næstu árum
Sautján ára götubarn
í Reykjavík segir frá
jókst drykkjan hröðum skrefum
og auk þess fór hann að stelast í
lyf foreldra sinna. Hann át
svefnpillur, dísur og annað. Af-
brotaferill hans hófst snemma og
fyrr en varði lauk skólagöngu
hans. Barnaverndaryfirvöld og
skólayfirvöld komu sér saman
um að hann ætti ekki framtíð fyrir
sér í plássinu og sendu hann á
Unglingaheimili ríkisins. Þá var
hann þrettán ára og á unglinga-
heimilinu komst hann í kynni við
fólk sem komið var mun lengra út
á óreglubrautina en hann sjálfur.
Nær dauða
en lífi
„Þá fyrst byrjaði þetta fyrir al-
vöru. Það var auðvelt að smygla
vímugjöfum inn á heimilið og
maður át töflur, sniffaði
kveikjaragas, allt sem gat komið
mér í vímu. Ég kynntist þarna
krökkum sem voru komnir
lengra en ég í þessu og sumir
þeirra eru ágætir vinir mínir
núna,“ segir hann.
Eftir tveggja mánaða dvöl á
heimilinu í Kópavogi fór hann
aftur austur, en ekki til frambúð-
ar. Pabbi hans dó þegar Siggi var
fjórtán ára og í kjölfarið flutti
fjölskyldan til Kópavogs. Síðan
hefur Siggi þvælst á milli stofn-
ana. Þar til hann varð sextán ára
fór hann margsinnis á unglinga-
heimilið, án árangurs. Þrisvar
sinnum lenti hann á unglingageð-
deildinni við Dalbraut og þar var
Unglingana þyrstir í tengsl við fu
Mikill fjöldi unglinga finnur sér athvarf hjá starfsmönnum útideildar
unglinga viö T ryggvagötu. Sumir eru í sambandi við deildina í áraraðir,
sumir koma daglega. Enda segir Bergljót Sigurbjörnsdóttir, forstöðu-
maður útideildar, að unglinga þyrsti í tengsl við fullorðið fólk.
Útideildin er ekki mikið bákn
og starfsmenn hennar eru ekki
margir. En þeir eru í reglulegu
sambandi við hundruð unglinga
og sumir unglinganna koma dag-
lega til þess að spjalla við starfs-
menn. Útideildin er opin frá níu
til fjögur alla virka daga, og hægt
er að hafa samband við starfs-
menn í símum 20365, 621611.
Útideildin hóf starfsemi sína
árið 1977, í kjölfar óróleika með-
al unglinga í Breiðholti. Úti-
deildin heyrir undir unglinga-
deild félagsmálastofnunar borg-
arinnar, en hefur að mörgu leyti
sérstöðu innan kerfisins.
Bergljót bendir á að annars
staðar þar sem unglingar koma til
kasta kerfisins, hafa þeir yfirleitt
verið sendir af einhverjum aðila.
Við það verða valdahlutföllin
mjög starfsmanni kerfisins í hag.
Hjá útideildinni er þessu öðru
vísi farið. Starfsmenn hennar
verða sjálfir að fara út og komast
í kynni við krakkana, á heima-
velli þeirra.
Hypjið ykkur!
„Það er fullt af krökkum úti í
þjóðfélaginu sem eru í vand-
ræðum en sem hjálparkerfið nær
ekki til. Okkar hlutverk er að ná
tengslum við þessa krakka og
komast að því hvort þau þurfa á
hjálp að halda. Við þurfum því að
fara út á götuna og virða leikregl-
ur krakkanna.
Það sem við lítum á sem vanda-
mál er það ekki endilega frá sjón-
arhóli krakkanna. Við þurfum
því að læða inn hjá þeim efa-
semdum um það sem þau eru að
gera. Samskipti okkar við krakk-
ana verða að gerast á
jafnréttisgrundvelli, þau geta
þegið aðstoð okkar eða hafnað
henni. Það kemur vissulega fyrir
að samskipti byrja þannig að það
er hlegið að okkur og okkur er
sagt að hypja okkur. Sumir hafna
okkur með öllu. En yfirleitt tekst
okkur að vinna trúnað þeirra. Ég
er eiginlega alveg hissa á hvað
þau taka okkur vel,“ segir Bergl-
jót.
Fyrirbyggjandi
leitarstarf
Starf útideildar er nokkurs
konar fyrirbyggjandi leitarstarf.
Starfsmenn deildarinnar hitta
krakkana þar sem þeir halda til, á
götum úti, í leiktækjasölum, í fé-
lagsmiðstöðvum, í sjoppum og
víðar. Nokkuð er einnig um að
krakkarnir leiti sjálfír til deildar-
innar. Helstu samkomustaðir
krakkanna eru hreyfanlegir og
starfsmenn verða sífellt að vera
með þreifara sína úti.
En það er ekki nóg að hitta
ungling sem hugsanlega á í vand-
ræðum eða tilheyrir áhættuhópi.
Til þess að eiga von um að geta
hjálpað verður starfsmaður úti-
deildar að vinna trúnaðartraust
unglingsins og það getur að sögn
Bergljótar tekið langan tíma.
„Grundvöllurinn fyrir sam-
bandi okkar við krakkana byggist
á að þeir geti treyst okkur,“ segir
Bergljót.
Hún segir þorra unglinga vera
edrú um helgar og taka síðasta
strætó heim á kvöldin. En margir
falla ekki í það mynstur. Skjól-
stæðingar útideildar eru á aldrin-
um 12-20 ára og vandamál þeirra
eru ýmiss konar. Ákveðinn hóp-
ur er bara venjulegir krakkar sem
þurfa að geta talað við fullorðið
fólk, en fá þeirri þörf sinni ef til
vill ekki fullnægt á heimilinu.
Sinnuleysi
foreldra
Bergljót nefnir einnig áhættu-
hóp, sem á í vandamálum í skóla,
í vinnu eða heima fyrir. Krakkar í
þessum hópi geta verið veikir
fyrir neyslu vímugjafa.
Enn annar hópur á við veruleg
vandamál að stríða. Krakkar í
þeim hópi eru gjarna heimilis-
lausir, atvinnulausir, þeir neyta
Bergljót Sigurbjörnsdóttir: Sinnu-
leysi foreldra gagnvart ung-
lingum er áberandi vandamál.
vímuefna og eiga afbrotaferil að
baki.
„Við bjóðum þessum krökkum
upp á tengsl, tilfínningatengsl,
við fullorðna. Við aðstoðum þá
við að leysa ýmis vandamál
heima, í skólanum og í vinnu.
Við stöndum hér fyrir ýmiss
konar hópstarfi sem við teljum að
geti hjálpað. Þessir hópar verða
til eftir þörfum. Og ef þau vilja
það sjálf vísum við þeim til ann-
arra stofnana, meðal annars
meðferðarstofnana.
Orsakirnar fyrir vandamálum
þessara krakka eru í sjálfu sér
jafn margar og krakkarnir eru.
En mér finnst sinnuleysi foreldra
gagnvart unglingum áberandi.
En þá má spyrja við hvaða skil-
yrði foreldrar búa. Þeir búa
margir við mikið vinnuálag og
hér erum við farin að tala um pó-
litík, launapólitík og atvinnu-
leysi.
Hvað sem því líður er þetta
sinnuleysi alvarlegt vandamál.
Foreldrar hafa lítinn tíma fyrir
krakkana, ræða lítið eða ekki við
þá um þeirra áhugamál, drauma
og hugsanir, Afskipti foreldra af
unglingunum er oft meira í formi
nöldurs.“
Vonbrigði
og vonleysi
„Það er svo mikilvægt að for-
eldrar og börn nái að byggja upp
trúnaðarsamband áður en hinn
viðkvæmi unglingsaldur gengur í
garð. Ef ekki ríkir trúnaður á
milli þeirra áður, getur verið erf-
itt að vinna hann upp síðar.
12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. ágúst 1990