Þjóðviljinn - 03.08.1990, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 03.08.1990, Qupperneq 14
Þegar Úlfar Bragason setti „Snorrastefnu um norræna goöafræði og Eddu“, sem Stofn- un Sigurðar Nordals gekkst fyrir og haldin var í háskólabygging- unni Odda í síðustu viku, hóf hann mál sitt á langri tilvitnun í „Rímur af Úlfari sterka“ þar sem kenningarnar tvinnuðust saman eftir römmustu Eddulist. Sagði þar m.a. í mansöng fyrstu rímu: „Fuglar Sigtýs fljúgið enn fram af herjans hellu, skálir Óðins skuluð enn skenkja fólki snjöllu". Sýnir þetta ljóslega hvað skáld- skaparfræði Snorra og allt sem henni tengist er rík arfleifð með þjóðinni, þannig að varla getur komið upp sú staða að einhver angi af henni eigi ekki beint við og hitti ekki hnyttilega í mark. Þegar fræðimenn af fjölmörgum þjóðernum koma saman þrjá sumardaga í Reykjavík til að skoða nánar ýmislegar hliðar þessara fræða, goðafræði Eddu, skáldskaparmál, framlag Snorra sjálfs og áhrif fræðanna á síðari tímum, er því ekki verið að dusta rykið af einhverjum fornleifum heldur ræða um það sem er enn á dagskrá. Og það sannaðist á mar- gvíslegan hátt. „Lítill heimur“ eða þverskurður? En þetta er nú að segja fræði- mönnum og öðrum áhuga- mönnum um íslenskar bók- menntir, því sannleikurinn er sá, að gildi ráðstefna af þessu tagi hefur oft verið dregið í efa: ég minnist þess einu sinni að hafa heyrt virðulegan prófessor er- lendan ráðleggja nemendum sín- um eindregið að forðast slíkar ráðstefnur, því þar kæmi sjaldn- ast nokkuð nýtt fram heldur settu menn eitthvað saman í flýti til að komast stundarkorn í sviðsljósið, og frægur enskur rithöfundur hefur dregið ráðstefnur fræði- manna sundur og saman í háði í skáldsögunni „Lítill heimur“. Því er heldur ekki að neita að erindi á ráðstefnum eru yfirleitt harla misjöfn að gæðum. En jafnvel þó við sleppum því hvernig hin forna skáldskaparhefð og ýmsir angar hennar, eins og Rímurnar af Úlfari sterka, geta höfðað beint tii nútímans, er ljóst að ráðstefn- ur geta gefið harla góðan þver- skurð af því sem er á dagskrá í viðkomandi fræðum víða um heim, áhugamálum fræðimanna og þeim aðferðum sem þeir beita. Og það átti í hæsta máta við um þessa Snorrastefnu. Þeir sem héldu erindi komu víða að, ekki aðeins frá íslandi og nágrannalöndum þess heldur frá jafn fjarlægum hálfum og Rúss- landi og Ástralíu. Þrír erlendir fræðimenn, Englendingurinn Rory McTurk, Þjóðverjinn Kurt Schier og Frakkinn Francois- Xavier Dillmann, héldu fyrir- lestra sína á lipurri og reiprenn- andi íslensku - en alls voru fimm tungumál notuð á ráðstefnunni - og fjallað var um hin fjöl- breyttustu viðfangsefni, allt frá því hvernig Loki hefði nákvæm- lega komið Skaði til að hlæja með dyggri aðstoð geitarinnar og til notkunar fornra bragarhátta í skáldskap Jónasar Hallgríms- sonar og reyndar flest þar á milli. Þegar fjölbreytnin er svona mikil er ekki nema von að ýmsir freistist til að halda að ráðstefnan hljóti að hafa verið heldur sund- urleit og ruglingsleg, þótt hún hafi átt að snúast um einn kjarna, sem sé norræna goðafræði og þá einkum eins og hún birtist í ritum Snorra og þeim fornkvæðum sem hann styðst við. Hún var það að sjálfsögðu að vissu marki, en samt mátti greina þar ákveðna strauma og stefnur í þeim rann- sóknum sem nú er verið að stunda, og þegar á heildina er litið eru það þessar hreyfingar sem helst er ástæða til að gefa gaum. Tvenns konar viöhorf í fljótu bragði gæti litið svo út að tvenns konar viðhorf hafi ver- ið ríkjandi í þeim fræðum sem borin voru á borð á Snorrastefn- unni: annars vegar voru þeir sem vildu skilja og túlka norræna goðafræði út frá því samhengi sem hún er í, út frá menningu norðurslóða og þá með alls kyns textarýni og nákvæmum athug- unum á einstökum þáttum henn- ar, og hins vegar voru þeir sem töldu sig ná betri árangri með því sem einhvern tíma hefur verið nefnt „samanburðarfræði“, með því t.d. að bera saman guði eða goðsögur við fyrirbæri annars staðar á hnettinum, oft harla langt í burtu, sem þeir töldu að væru á einhvern hátt hliðstæð. En þótt þessi tvískipting sé raunveruleg og reyndar gamal- gróin í mannfræðum, eru „landa- mærin“ ekki alltaf ljós og stund- um annað á bak við aðferðirnar en sýnist í fljótu bragði. Þannig virðast þau vinnubrögð, sem kennd eru við franska goðsagna- fræðinginn Dumézil, vera „sam- anburðarfræði“ í anda margra mannfræðinga, en hann bar þó aldrei saman goðsagnir ólíkra þjóða nema unnt væri að sýna fram á skyldleika þeirra eða forn tengsl og goðsagnirnar væru þannig runnar af sömu rótum. Aðferðir hans eru því meira í ætt við það að skýra fyrirbærin í sam- hengi sem verður á einhvern hátt skilgreint. Á hinn bóginn kemur það einnig fyrir að menn beita hugmyndum úr raunverulegum „samanburðarfræðum" á nor- ræna goðafræði án þess að vitna beint í fyrirbæri í öðrum heims- hlutum, þannig að svo virðist sem fræðimaðurinn haldi sig beint við nánasta samhengið. Heilagt konungdæmi Þetta virðist kannske allt held- ur flókið, og getur lesandinn huggað sig við að það var ekki minni flækja sem hljómaði á stundum í eyrum Snorrastefnu- gesta. Vandinn er nefnilega sá, að mönnum hættir nú mjög til að beita alls kyns aðferðum, en án þess að huga að grundvelli þeirra og þeim hugmyndum sem að baki þeirra búa, - og án þess að velta því fyrir sér hvort þetta tvennt sé enn í fullu gildi eða þurfi ekki einhverrar endurskoðunar við. Sem dæmi um þetta mætti nefna umræðurnar um það hvort til hafi verið „heilagt konungdæmi“ á Norðurlöndum á tfmabilinu fyrir íslands byggð, sem sagt er frá í Ynglingasögu Snorra og ýmsar goðsagnir endurspegla: deilurnar um þetta hafa staðið yfir í ótalda áratugi með ýmsum hléum og á Snorrastefnu tók Ulf Drobin frá Gautaborg málið upp á nýjan leik, Lars Lönnroth svaraði hon- um og ekki var laust við að það skyti upp kollinum í fyrirlestrum ýmissa annarra. í grundvallaratriðum er þetta deilumál fremur einfalt. Ulf Dro- bin og skoðanabræður hans álíta, að í Svíþjóð og kannske víðar á Norðurlöndum hafi á forsögu- legum tíma verið við lýði eitthvað sem þeir nefna „heilagt konung- dæmi“ („sacred kingdom" á ensku) og svo vitna þeir skil- greiningum sínum til stuðnings í kafla í Ynglinga sögu, sem benda til þess að menn hafi trúað því að góðæri og frjósemi landsins yfir- leitt hafi verið tengt persónu kon- ungsins og því hafi honum verið fórnað þegar uppskerubrestur Anthony Faulkes frá Birmingham, sem þýtt hefur Snorra-Eddu á ensku, fjallaði um notkun bragarhátta Snorra í kvæðum eldriskálda. ■ T ,' :, ■ iiiiií „Hér ríður Óðinn hestinum Sleipni", mynd úr íslensku handriti frá 18. öld. varð. í svari sínu tók Lars Lönnroth upp þau gömlu and- mæli að textar Snorra séu of ungir og of mikið mótaðir af kristnum miðaldahugmyndum til að nokk- uð verði af þeim ráðið um hugar- heim og trúarathafnir heiðinna manna sex öldum áður eða meir. Þegar málið er sett upp á þenn- an hátt, virðist fyrst og fremst vera um það að ræða að skoða ákveðna þætti fornrar norrænnar menningar í sínu eigin samhengi, og niðurstaðan virðist fara eftir því hvaða trú menn hafa á heim- ildagildi frásagna 13. aldar varð- andi atburði sem áttu að hafa gerst mörgum öldum áður. En ekki er neitt útlit fyrir að umræð- um um það efni verði lokið í bráð. Málið horfir þó í rauninni allt öðru vísi við: deilurnar um „heilagt konungdæmi" eru nefni- lega einn mikilvægasti hlutinn af „samanburðarfræðunum", eins og þau hafa komið við sögu í nor- rænum fræðum, og sýna þau reyndar í hnotskurn. Það er því harla fróðlegt að líta á þær í því samhengi. Ynglingar og Uganda Hvað býr að baki þegar mönnum dettur í hug að bera kannske saman hugmyndir um konungdæmi á Kyrrahafseyjum, inni í miðju Úganda og svo í frá- sögnum Snorra Sturlusonar af Ynglingum, og draga síðan ein- hverjar lærðar ályktanir af þeim samanburði? Upphaflega byggð- ust þessi vinnubrögð á þeirri kenningu, að menn gangi jafnan gegnum nákvæmlega sömu „þró- unarstig“ og mismunur þjóð- flokka stafi af því að þeir séu komnir mislangt á þessari þróun- arbraut. Af því leiddi að það var fyllilega réttmætt að bera saman þjóðflokka á mismunandi stöð- um og tímum, ef menn litu svo á að þeir væru á sama “þróunar- stigi“, - eða nota upplýsingar um annan sem heimildir um hinn og bæta sér þannig upp heimilda- skort. Þetta var sú regla, sem John Lindow, kennari í Berkel- ey, orðaði svo í nokkrum hál- fkæringi í fyrirlestri sínum um Loka og Skaði á Snorrastefn- unni: „Ekkert er of langsótt fyrir þjóðháttafræðinga...“. Á slíkum grundvelli var smíðuð kenningin um „heilagt konungdæmi“, sem átti að vera tengt einhverju ákveðnu „þróunarstigi“ mann- kynssögunnar, og var hugmyndin um það sett saman úr brotum sem týnd voru upp hjá hinum og þess- um þjóðfélögum tengdum þessu „stigi“. Samkvæmt þessari kenn- ingu var vandinn ekki lengur sá að kanna hvernig konungdæmi hefði verið á Norðurlöndum fyrir víkingaöldina, en það var vitan- lega nokkuð erfitt viðfangsefni, heldur snerist málið um það hvort þar hefði verið „heilagt konungdæmi“ eður ei, og það var miklu einfaldara mál: ef hægt var að finna í fornum heimildum ein- hver merki, jafnvel óljós, um þau atriði sem tengd voru „heilögu konungdæmi", sýndi þetta að fyrirbærið hefði verið til á Norð- urlöndum á því þróunarstigi sem það var tengt. Á þessum grundvelli hefur ris- ið mjög mikil umræða, eins og dæmin sanna, svo mikil að það hefur farið fram hjá mörgum að grundvöllurinn sjálfur er fyrir löngu hruninn. Sú kenning að þjóðfélög manna gangi jafnan í gegnum sömu „þróunarstig" var ekki annað en tilgáta, sem aldrei reyndist hægt að styðja nokkrum raunverulegum rökum og flest virðist hrekja. Það er því ekki hægt að byggja neitt á henni, og ein afleiðingin er sú, að engin ástæða er lengur til að tala um „heilagt konungdæmi“ í sjálfu sér: eins og mannfræðingar í byrj- un aldarinnar skilgreindu það hefur það aldrei verið til og getur Litið inn á Snorrastefnu um Eddu og goðafræði Á Snorrastefnu. því ekki verið nein viðmiðun. Eftir stendur aðeins gamla spurn- ingin: hvernig var konungdæmi meðal norður-germanskra þjóða fyrir víkingaöldina og síðar? En hrun kenningarinnar um „þróun- arstigin" kippir ekki aðeins grundvellinum undan bollalegg- ingum um „heilagt konung- dæmi“: það verður sem sé að endurskoða öll samanburðar- fræði af þessu tagi og það sem af þeim er leitt. En það er marg- breytilegt, og mætti benda á ýms- ar þær bollaleggingar um „mæðr- aveldi“ á forsögulegum tímum sem nú eru í tísku. Nákvæmari aðferðir Á hinn bóginn hefur sú aðferð stöðugt eflst að reyna að skýra hin ýmsu atriði fornrar goðafræði út frá samhengi sínu, bæði þröngu og víðu, og þegar einhver atriði í samanburðarfræðum hafa verið unnin á þann hátt standa þau oft eftir í fullu gildi. Kom það vel í ljós á Snorrastefnunni, að aðferðirnar til að rekja hina for- nu texta í sundur, finna heimilda- gildi þeirra og skilgreina sam- hengið eru stöðugt að verða nák- væmari, og þá kemur einnig til sögunnar samanburður við það sem er sambærilegt. Jónas Krist- jánsson benti á að til að fá réttari mynd af heiðinni trú væri gagn- legt að gera skarpan greinarmun á heimildum og athuga svo út af fyrir sig hvernig hún birtist í þeim heimildum einum sem traustastar geta talist, en það eru heiðin skáldakvæði. í ljós kemur að þau gefa aðra og jafnvel að sumu leyti mildari mynd af heiðinni trú en þeir textar sem hafa orðið fyrir áhrifum af kristinni menningu. Komu þessar niðurstöður einum viðstaddra svo á óvart, að hann spurði hvort Jónas væri farinn að hallast sjálfur að trú forfeð- ranna... Viðfangsefni Francois-Xavier Dillmanns virtist mun þrengra. Hann rýndi í einn ákveðinn stað í Gylfaginningu, þar sem segir frá því að þau hjónakorn Njörður og Skaði hafi ekki getað orðið ásátt um íverustað sinn og samið um að búa til skiptis hvort hjá öðru. Samkvæmt þeim texta sem venjulega er farið eftir var skipt- ingin jöfn, þau bjuggu níu nætur á hvorum stað, en Dillmann benti á að þarna væri lesbrigði í hand- ritum, sem hefði hingað til farið fram hjá langflestum útgefendum en virtist vera upprunalegra: samkvæmt því skyldu þau dvelja níu nætur í Þrymheimum hjá Skaði en einungis þrjár nætur á heimili Njarðar í Nóatúnum. Maður gæti nú haldið að slfkt smáatriði sé ekki mikilvægt, en þetta ójafna hlutfall opnar leið til samanburðar við klassíska goða- fræði, sem er af sömu indóevr- ópsku rótunum runnin og hin norræna, og koma þá einmitt til sögunnar aðferðir Dumézils. Þessum aðferðum beitti Britt- Mari Nasström lipurlega til að fjalla á nýstárlegan hátt um gyðj- ur í heiðinni goðafræði, sem hún taldi að sameinuðu hver um sig mörg „hlutverk“ meðan guðir yrðu jafnan að láta sér nægja eitt, en að öðru leyti var Dumézil lítið á dagskrá á þessari Snorrastefnu, og hafa fróðir menn það fyrir satt að fræði hans hafi lítt borist hing- að á norðurslóðir enn sem komið er. Hins vegar var ekki laust við að vinnubrögð Levi-Strauss skytu upp kollinum í erindi Gro Steinsland, sem fjallaði um brúð- kaup guða og jötnameyja í eddu- kvæðum og hjá Snorra og leiddi að því rök að goðsagnir af þessu tagi hefðu verið notaðar sem hug- myndafræðileg útskýring kon- ungsvaldsins. Boðið upp á Óðins mjöð Dagskrá Snorrastefnunnar var of fjölbreytt til að hægt sé að gera henni nokkur skil í stuttu máli, en þess má geta að hún endaði á erindum um hándrita- hefð Snorra-Eddu og áhrif þess- ara fræða á síðari tímum. Og á sinn hátt komu þessi áhrif líka fram í fyrirlestri rússnesku fræði- konunnar Olgu Smirnitsköju, sem hefur lært tungu Snorra upp á eigin spýtur austur í Garðaríki og þýtt Snorra-Eddu á rússnesku auk Gísla sögu og Grettis sögu. Þessi fyrirlestur var svo fullur af harðvítugum lærdómi að engin von var til þess að venjulegur blaðamaður gæti botnað í því öllu saman. En vísindakonan gerska lauk svo máli sínu með því að bera hlustar munnum viðstaddra ramman boðnar bjór: Þeir í Odda þýddu þróttliga lög dróttir seiðberanda Snorra sáttvandir ok kvánir; þars á mœta móti, móðhress blaða pressir, frumsmiðs Eddu fróðar frúr herjuðusk með herrum. Kemur nú til kasta fræði- manna að birta vísindalega tex- taútgáfu af vísunni með skýring- um. e.m.j. 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. ágúst 1990 Föstudagur 3. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.