Þjóðviljinn - 03.08.1990, Page 17

Þjóðviljinn - 03.08.1990, Page 17
Þjóðemishyggjan ill og góð Við lifum í þversögninni miðri. Evrópuþankinn leggur undir sig poppið hvað þá annað, sig- ursælir slagarar tvinna saman evrópskar ástir: I love you, cara, komm zu mir, embrasse-moi. En á meðan sitja ráðgjafar frú Thatcher á bak við luktar dyr og ræða um leyndardóminn mikla: þjóðareinkenni Þjóðverja, og hvernig skuli við þeim bregðast í þeirri Evrópu þar sem allir elska alla eins og markaðurinn framast leyfir. Við erum alvön vangaveltum sem segja okkur að vera ekki með sérvisku í hinum samstillta Evrópukór: fullvalda þjóðríki sé úrelt og rómantísk hugmynd frá fyrri öld. Um leið heyrum við að Eistar, Lettar og Litháar og fleiri þjóðir um austanverða álfuna líti á þjóðríkið sjálfstæða sem lífsnauðsynina mestu. Grínið er að menn eru að þykjast taka fullt mark á hvorutveggja, þótt það gangi náttúrlega ekki upp. Þið munið hann Hitler En mest heyrum við hér og nú af því, að menn eru að hnýta í þjóðernishyggju og tengja hana við flest sem illt er. Þjóðernis- hyggja eflir fordóma og hatur, segja menn. Hitler og Le Pen hinn franski og margir fleiri dólg- ar minna okkur rækilega á hættur þessa fyrirbæris. Við ættum reyndar að vita það, að þjóðernishyggja er margs- konar. Veldur hver á heldur. Þjóðernishyggja er reist á stolti yfir því að vera sá, sem maður er. Hún getur líka belgt sig út með fyrirlitningu á þeim sem eru öðruvísi. Hún getur virkjað menn til góðra dáða og það er hægt að nota hana til að firra sjálfan sig ábyrgð - koma sökinni á vandkvæðum jafnt einstaklings sem heils samfélags yfir á “hina“, nágrannana, eitthvert smáþjóð- arbrot sem býr innan stærri heildar (Gyðinga, Armena, Ind- verja). Smáir og stórir Þjóðernishyggja sem grípur um sig hjá stórþjóð er venjulega háska bundin: hún er höfð til að réttlæta útþenslustefnu, land- vinninga og menningarkúgun á þeim sem herraþjóðin telur van- þróað fólk. Þjóðernishyggja smá- þjóða er aftur á móti oftast nær af hinu góða. Hún er slíkum þjóð- um nauðsyn til að þær eigi sjálfs- traust til að halda til streitu sínu framlagi til fjölbreytileika heimsins. Til að þær trúi því ekki að mál þeirra sé ómerkilegt sveitamannamál sem best sé að gleyma (því miður hefur sú van- metakennd leikið mál keltneskra þjóða mjög grátt). Til þess líka (og nú komum við að atriði sem menn gleyma of oft) að smáþjóð- armenn treysti sér til að leysa sjálfir með reisn efnahagsleg verkefni líðandi stundar. Evrópa og ræturnar Þjóðernishyggju er einatt hall- mælt nú upp á síðkastið vegna þess að menn eru að fegra fyrir sér samruna Evrópuríkja. Þetta kemur fram með ýmsum tilbrigð- um. Og nú skulum við skoða eitt dæmi, sem fram kom í viðtali Morgunblaðsins við dr. Össur Umskiptin koma fyrst nú Um það sem sagt er um danska menningu og sjálfstæði: reyndar eru þeir Danir margir, ekki síst úr menningargeiranum, sem farnir eru að ugga um sinn hag - reyndar ekki langt síðan einn slíkur tók mjög stórt upp í sig í því sama Morgunblaði um að búið væri að selja Danmörku fyrir skitna peninga. En allt um það: það er vitanlega alltof snemmt að spyrja um áhrif samrunaþróunar í Evrópu á menningu einstakra þjóða. Hún hefur ekki staðið ýkja lengi (breytingar í menning- arlífi, t.d. á stöðu tungumála smáþjóða í tvítunguástandi, ger- ast hægt framan af en síðan getur orðið stökkbreyting á skömmum tíma - vísast þar um til gelí- skunnar skosku og tíðinda í fleiri héruðum.). í annan stað er það núna fyrst með sameiginlegum innri markaði EB að menn geta farið að spyrja, hvort Danmörk sé sjálfstætt ríki í þeim skilningi sem menn hafa til þessa lagt í fullveldi. Það er núna sem komið er að afsali valds og réttar til yfir- Skarphéðinsson fyrir skemmstu. Ossur spyr sjálfan sig að því hvort íslendingar eigi að ganga í Evrópubandalagið. Hann svarar því ekki beint - en játast þeirri hugsun óbeint með ýmsum hætti. Hannsegirm.a. að „efhægt verð- ur að opna sterkari tengsl við Evrópu án þess að missa þá þjóð- legu rót sem íslendingurinn hefur þá tel ég það æskilegt". Og síðan kemur þessi klausa hér, sem öll stefnir í þá átt, að við þurfum í rauninni ekki að óttast um rótina þjóðlegu: Danir og Stalín og fleiri „Ég spyr: hverju hafa Danir glatað við að vera í Evrópu- bandalaginu? Lítur einhver á þá sem ósjálfstæða þjóð? Hverju hafa Portúgalir tapað? Það er einfaldlega fráleitt að EB hafi haft nokkur áhrif á þjóðerni þeirra eða menningu. Ég sé ekki betur en ýmis þjóðabrot innan vébanda Evrópubandalagsins rísi nú upp með mun sterkari sjálf- símynd en áður. Lítum líka á So- vétríkin. Þau eru að liðast í sund- ur. Af hverju? Ekki síst vegna þess að þrátt fyrir viðleitni Stalíns og eftirmanna hans tókst ekki að drepa eina einustu þjóð, nema ef til vill krímtartara, sem þeir fluttu yfir hálfan heiminn og myrtu þar að auki helminginn af. Þjóðm- enningin stendur allt af sér nema langvarandi einangrun“. Hér er margt að athuga. Árni Bergmann þjóðlegra stofnana svo um mun- ar. Það er rétt að sumar smáþjóðir í EB sem ekki hafa getað stofnað þjóðríki (t.d. Katalanar og Bask-. ar) vonast til að EB komi þeim til góða. Ekki síst af því, að þær vona að það sé betra að mið- stjórnarvaldið færist lengra burt frá sér - t.d. frá Madrid og París og til Brussel. En þótt slíkar vonir vakni, veit enginn hvaða hald þessum þjóðum verður í Evrópu- bandalaginu þegar spurt er um möguleika á að varðveita sér- stæða menningu: EB spyr fyrst og síðast um markaðslögmál og hag- ! kvæmni og hefur að líkindum til- hneigingu til að líta á þjóðlegheit sem aukabúgrein í ferðamanna- iðnaði fyrst og fremst. Kúgun og uppgjöf Svo eru það Sovétríkin. Maður áttar sig ekki á því hvað þau eru að gera í þessu samhengi. Þau eru að liðast í sundur - m.a. vegna þess að þjóðernishyggjan er öfl- ug, hvort sem er í Kákasus eða við Eystrasalt. Staða mála í So- vétríkjunum minnir líka á annað: þjóð ferst ekki vegna þess að hún sé kúguð (nema þá að gripið sé beinlínis til þjóðarmorðs). Kúg- un er vitanlega hinn mesti aflgjafi þjóðernishyggju, ekki síst þeirrar þjóðernishyggju smáþjóða sem mörgum afrekum hefur á veg komið. Hin sovéska saga sýnir einmitt, að kúgun er síður hættu- leg hinni þjóðlegu rót en uppgjöf smárra þjóðar fyrir einhverri til- tölulega ofbeldislausri alþjóða- hyggju - hvort sem hún gengur fram í nafni trúar, framfara eða markaðsnauðsynjar. Það er nógu slæmt þegar börnum smárra þjóða er bannað að tala móður- mál sitt í skólum (það gerðist reyndar ekki undir Stalín, þótt slæmur væri, en var útbreiddur siður á Spáni, Frakklandi og víðar). Enn verra er það, að for- eldrar trúa því, að það sé frama og tekjumöguleikum barna sinna fyrir bestu ef þeir læri allt á stór- þjóðarmáli og noti það sem mest, haldi jafnvel að móðurmálið sé óþörf byrði að bera í hagkvæm- ustum heimi allra heima. Einangrunin Að lokum er það svo klausan um að þjóðmenningin standi allt af sér nema langvarandi einangr- un. Það er rétt að einangrun er hættuleg smárri þjóð, ef hún er svo algjör að þjóðin ræður ekki við nútímann þegar hann loksins ryðst inn á hana (sbr. hvernig far- ið hefur fyrir Ínúítum á Græn- landi og fleiri smáum veiðiþjóð- um). En að öðru leyti segir sagan okkur, að smáþjóðamenning er blátt áfram til vegna vissrar ein- angrunar - sem þarf alls ekki að þýða að t.d. við íslendingar höf- um ekki vitað hvað menn voru að hugsa og skrifa með öðrum þjóð- um. Eða eins og dr. Hermann Pálsson sagði eitt sinn við mig í samtali um hnignun og dauða írskrar tungu: Svona hefði farið fyrir okkur líka ef ísland hefði verið staðsett svosem fimm hundruð kílómetrum sunnar á hnettinum. Einangrunartalið er reyndar óþarft nú á tímum: íslendingar eru svo sannarlegaa hraðtengdir við allt sem er að gerast á Vestur- löndum, bæði gott og illt. Og ef menn vilja taka sér eitthvað sem heitir menningarhelgi, þá er það ekki af fjandskap við evrópska né heldur amríska menningu. Held- ur vegna þess blátt áfram að menn vilja ekki hrökkva upp af sinni þjóðlegu rót í gauragangin- um í „heimsþorpinu" þar sem all- ir eru eins - hvort sem þeir tala ensku eina eða nokkur mál önnur að auki. Föstudagur 3. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.