Þjóðviljinn - 03.08.1990, Síða 18
Langvarandi þurrkar, skortur
á drykkjarvatni, óbærileg molla
og loftmengun í stórborgum eru
þau vandamál sem brenna einna
heitast á stórum hluta megin-
landsbúa Evrópu í dag. Hitarnir
sem leikið hafa um vestan- og
sunnaverða álfuna að undan-
förnu hafa leikið margan mann-
inn grátt og það sem verra er, lítil
von er til að úr rætist á næstunni.
Víða hefur daglegt líf manna
gengið úr skorðum sökum þessa
og valdið mönnum þungum bú-
sifjum. Vegna hitanna hafa járn-
brautasamgöngur meira og
minna gengið úr skorðum vegna
þess að brautarteinar hafa orpist í
hitunum. í síðustu viku fór lest,
þéttsetin marókönskum túristum
á leið heim úr fríi, út af teinunum
nálægt Zaragossa á Spáni, með
þeim afleiðingum að 25 manns
slösuðust.
í Frakklandi varð að loka tíma-
bundið kjarnorkuveri þar sem
áin Garonne hitnaði um of og
nýttist ekki lengur til að kæla nið-
ur kjarnaofna orkuversins.
Að sögn talsmanns umhverfis-
verndarsamtakanna „Vinir jarð-
arinnar" (Friends of the Earth) er
hitabylgjan þess valdandi að eitr-
aður lofthjúpur liggur yfir flest-
um stórborgum Evrópu. í Aþenu
þar sem loftleysið er hvað verst,
gaf gríska blaðið Elfterotypia les-
endum sínum það hollráð að
forðast eftir fremsta megni að
draga ekki að sér andann.
A fimmtudaginn í sl. viku steig
hitinn í Aþenuborg upp í 40'
gráður á selsíus. Útvarpsstöðvar í
borginni útvörpuðu tilkynning-
um til borgarbúa um að þeim væri
ráðlegast að halda sig innandyra.
Pað er reyndar ekki nýtt vanda-
mál í Aþenuborg að íbúarnir líði
fyrir loftleysi - hvergi er
loftmengun af völdum útblásturs
bifreiða meira vandamál en þar.
„Forðistað draga andann“
Langvarandi hitar og þurrkar í Evrópu valda erfiðleikum víða um
álfuna en sólardýrkendur og vínræktendur kvarta ekki
Víða hefur komið til þess að
orðið hefur að skammta mönnum
drykkjavatn s.s. eins og í Frakk-
landi, á Spáni og Ítalíu. f París
hefur kveðið svo rammt að vatns-
skortinum að hárgreiðslumeist-
arar þar í borg geta ekki lengur
þvegið viðskiptavinum sínum um
hárið.
Samkvæmt upplýsingum ít-
ölsku Veðurfræðistofnunarinnar
má rekja vatnsskortinn þar í landi
til óvenju lítillar úrkomu þar í
langa tíð. Frá því í desember sl.
og fram til febrúarloka rigndi
helmingi minna þar en í meðalári
og enn helst hann þurr.
- Ástandið er orðið óbærilegt,
er haft eftir forstöðumanni ít-
ölsku stofnunarinnar, sem segir
ástæður lítillar ofankomu vera
háþrýsting yfir vestanverðu
Miðjarðarhafi. - Svona veður
höfum við ekki fengið á Ítalíu síð-
an á fimmta áratugnum.
Hitarnir og þurrkarnir að und-
anförnu valda því að víða er
gróður orðin illa þurr og skræln-
aður. Skógareldar hafa víða
kviknað og valdið miklum
skemmdum á gróðurlendi. Ekki
bætir úr skák að vatnsskorturinn
gerir það að verkum að sumsstað-
ar hefur verið nær óvinnandi veg-
ur fyrir slökkvilið að ráða niður-
lögum eldanna.
Þeir eru þó til sem gleðjast yfir
veðurfarinu og óska þess að það
vari sem lengst. Þar í flokki eru
sólardýrkendur sem undanfarið
hafa getað bakað kroppinn aldrei
sem fyrr og vínræktendur sem
eygja óvenjugóða vínuppskeru í
ár. Þann skugga ber þó á að
sólin hefur verið of heit fyrir
suma sólardýrkendur. Jafn norð-
arlega og í London þurfti fjöldi
manna sem sleikti sólina í Batt-
erseagarðinum um síðustu helgi
að leita læknishjálpar þar sem
þeir voru lémagna sökum hitans.
Heilbrigðisyfirvöld í Lundúnum
hafa beint þeim tilmælum til las-
burða fólks og gamalmenna að
halda sig sem mest í forsælu.
Veðurfræðingar á megin-
landinu eru almennt sammála um
að reikna megi með svipuðu
veðri einhverja daga enn.
-rk/The European
Línur teknar ad skýrast
Sveit Verðbréfamarkaðarins
sigraði sveit Eyþórs Jónssonar,
Sandgerði, í 1. umferð Bikar-
keppni BSÍ, í leik sem spilaður
var sl. miðvikudag. Þarmeð lauk
1. umferð keppninnar.
í 2. umferð er lokið þessum
leikjum:
Sveit Delta Hafnarfirði sigraði
sveit Einars Vals Kristjánssonar
frá ísafirði.
Sveit Estherar Jakobsdóttur
Reykjavík sigraði sveit Sigmund-
ar Stefánssonar Reykjavík.
Sveit Sigurðar Sigurjónssonar
Kópavogi sigraði sveit Ragnars
Magnússonar Reykjavík.
(jlokið er eftirtöldum leikjum í
2. umferð:
Guðlaugur Sveinsson Reykja-
vík mætir titilhöfunum í sveit
Tryggingamiðstöðvarinnar.
Karl Karlsson Sandgerði mætir
Fjólu Magnúsdóttur Reykjavík
(áður Modern Iceland-sveitin.
Grettir Frímannsson Akureyri
mætir Samvinnuferðum Reykja-
vík.
Ásgrímur Sigurbjörnsson Sig-
lufirði mætir Sveini R. Eiríkssyni
Reykjavík.
S. Ármann Magnússon
Reykjavík mætir Verðbréfunum
Reykjavík.
Áð þessum leikjum loknum
standa eftir 8 sveitir. Búast má
við að dregið verði í 3. umferð um
miðjan ágúst-mánuð.
Útför Alflreðs G. Alfreðsson-
ar fv. forseta Bridgesambands ís-
lands 1979-1980 var gerð frá
Njarðvíkurkirkju sl. föstudag.
Með Alfreð er genginn góður
maður, sem innti af hendi mikið
starf fyrir Bridgehreyfinguna í
landinu. Fjölskyldu hans er vott-
uð innileg samúð.
Þorfinnur Karlsson lést
fimmtudaginn 26. júlí, eftir lang-
varandi veikindi. Þorfinnur var
mikill áhugamaður um framgang
Bridge hér á landi og mikill
keppnismaður á árum áður.
Hann var bróðursonur okkar
frægasta bridgespilara, Einars
Þorfinnssonar.
Kynni okkar Þorfinns hófust
um 1970 hjá Ásum í Kópavogi og
allar götur síðan höfum við verið
góðir vinir. Fjölskyldu hans votta
ég mína innilegustu samúð. Útför
hans verður gerð frá Langholt-
skirkju í dag.
Helgi Jóhannsson forseti
Bridgesambandsins efndi til
fundar sl. laugardag með áhuga-
mönnum um framgang landsliðs-
mála hér á landi. Fundinn sóttu
um 13-14 manns. Ýmis málefni
voru tekin fyrir á þessum fundi er
varða framtíðarskipan landsliðs-
mála.
Er ástæða til að nefna þetta
framtak hjá Helga sérstaklega í
þessum þætti. Umræða er til alls
fyrst.
Nokkuð stöðug og góð þátt-
taka (42-44 pör) er þessa dagana í
Sumarbridge í Reykjavík. Spilað
er alla þriðjudaga og fimmtudaga
og hefst spilamennska í 1. riðli kl.
17, en í þeim síðasta um kl. 18.30.
Spilarar geta staðfest þátttöku
sína með því að hringja í Bridge-
sambandið í s. 689360.
Til athugunar er fyrir bridgefé-
lögin í landinu, hvort ekki sé
tímabært að hefja spilamennsku í
vetur kl. 19 í stað 19.30, eins og
tíðkast í flestum félögum.
Bæði kvennapörin okkar á
Norðurlandamótinu voru ofar-
lega í Butler-útreikningi mótsins
(þarsem báðir flokkarnir voru
lagðir saman og útkoman
reiknuð út í pörum). Esther oig
Valgerður voru í 2. sæti í kvenna-
flokki og Anna Þóra og Hjördís í
3. sæti. í heildina voru pörin í
4. -5. sæti (jöfn). Stórglæsileg
frammistaða, sérstaklega ef tekið
er mið af því að þær voru aðeins
fjórar, án varamanna.
Líklegt er að um 20 manna
hópur spilara héðan taki þátt í
heimsmeistaramótinu í Sviss.
Mótið hefst um næstu mánaða-
mót og lýkur um miðjan sept-
ember. Ein 5 aðalmót verða í
gangi, auk sárabótakeppni fyrir
þá sem ekki komast í úrslit.
Mótið er opið öllum spilurum, en
það er í fyrsta skipti sem slíkt
fyrirkomulag er viðhaft.
Punktatalning sú sem flestir
bridgespilarar notast við í dag, 4-
3-2-1 (ás-kóngur-drottning-gosi),
er kennd við McCampell-talning-
una frá 1915, kynnt og útgefin af
Milton Work um 1923. Vínar-
kerfið frá Austurríki, sem er
nokkuð yngra, byggðist hins veg-
ar á 705-3-1 og Litaskil Guð-
mundar Hansen (biðsagnakerf-
ið) á 3-2-1.
myndast eins konar „lottó“-
stemmning þegar hlutirnir taka
óvænta stefnu og lega spilanna
(sumir nefna spilaguðinn, sem ég
kann nú ekki deili á, því miður)
ræður úrslitum.
Lítum á eitt óbirt spil frá ís-
landsmóti í sveitakeppni fyrir
nokkrum árum. Engin nöfn þarf
að nefna í þessu sambandi:
S: Dd65
H:------
T: Á 762
L: ÁK10952
S: KG109874 S: 2
H: K43 H: Á987
T: K T: 10854
L: 74 L: DG86
H: EM310652
T: DG93
L: 3
Vestur hóf sagnir með 4
spöðum. Norður vildi vera með í
leiknum og gaf 5 lauf. Austur
þóttist kominn í trúnaðarsam-
band við Norður og doblaði (ekki
óánægður á svip, meðan hann
raulaði Hamraborgina) og þar
við sat. Allir pass. Útspil spaða-
tveir. Norður leit yfir blindan og
leist ekki alls kostar á. Hefði
hann doblað 4 spaða í stað þess
að segja 5 lauf, væri hann í heldur
betri málum. En sjáum hvað
gerðist. Tekið á spaðaás, laufaás
og kóngur tekinn og síðan lagður
niður tígulás. Kóngurinn kom
fljúgandi... augnablik, ekki lesa
lengra. Ástæðan fyrir birtingu
þessa spils er hvað norður gerði í
2. slag. Eftir að hafa tekið á spað-
aás, spilaði Norður hjarta og
trompaði heima. Þá komu
laufaás og kóingur, síðan tígulás
(kóngurinn í) og eftirleikurinn
var auðveldur fyrir meistarann í
Norður. Inn á tígulníu, hjarta
trompað, inn á tígulgosa og enn
hjarta trompað, inn á tíguldrottn-
ingu og 11. slagurinn kom á
laufatíuna. (1 á spaða, 4 á tígul og
6 á lauf).
Þegar fyrrnefndur spilaguð
(sem enginn veit þó nánari deili
á) og meistarinn í Norður taka
saman höndum, er eins gott að
við hin látum okkur nægja að
vera áhorfendur.
^m
Olafur
Lárusson
Af og til við græna borðið
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. ágúst 1990