Þjóðviljinn - 03.08.1990, Blaðsíða 24
Þessir andskotans Stuðmenn..
- Hve glöð er vor æska?
- Sjálfsagt misjafnlega, og
æskufjörið endist fólki mislengi
fram eftir aldri, en alltaf tekst
þessum Stuðmönnum okkar að
halda sinni íslenzku og þjóðlegu
ungæðislegu gleði til haga á
plötum sínum þótt liðsmenn séu
komnir til vits og meira en þrjátíu
ára. Reyndar þykir sumum alvar-
legum rokkaðdáendum meira en
nóg um grínið, eða eins og einn
slíkur sagði við mig á gleðihátíð í
sambandi við útkomu nýjustu
Stuðmannaplötunnar, Hve glöð
er vor æska: Það er óþolandi að
þetta flinka tónlistarfólk skuli lifa
á því að gera grín að rokkinu,
þegar það er fært um að semja og
spila tónlist í alvöru...
Eitthvað á þessum nótum var
samtalið milli mín og þessa ágæta
og góða rokkaðdáanda, og það lá
við að ég skammaðist mín þegar
ég þrem korterum síðar var farin
að dansa eins og vitlaus mann-
eskja, svo að bogaði af mér svit-
inn, við lifandi leik þessara óá-
byrgu tónlistarmanna. En ég af-
saka þetta léttlyndi mitt með því,
að þessir andskotar eru svo próf-
essjónal - miklir fagmenn, og
gefa auk þess af sér persónulega í
flutningnum, að það verður bara
að segjast eins og er að við höfum
aldrei átt svona alhliða listamenn
í dægurtónlist. Stuðmenn eru
nefnilega ekki bara einhver
venjuleg danshljómsveit, þótt
varla nokkur matur geti verið
ódansandi í návist við þá spilandi
(eins og Ólafur Ragnar hefur
komist að við að reyna að afla
íslenzka ríkinu tekna). Stuðmenn
eru revía, lifandi söngleikur, þar
sem allir hafa sína rullu og hreyf-
ingar á hreinu. Þess vegna er það
líka að af fáum tónlistarmönnum,
og það á alþjóðamælikvarða, eru
Stuðmenn jafnvel betri á hljóm-
leikum (eða böllum, eins og er
þjóðhagslega hagkvæmt að kalla
það) heldur en á plötum sínum,
sem þó eru ekkert slor.
Söngvararnir í Stuðmönnum,
þau Egill Ólafsson og Ragnhildur
Gísladóttir, fara létt með að skila
sólósöng og flóknum bakröddum
í kórréttri tóntegund meðfram
hoppi og híi á sviðinu - svona rétt
eins og á plötunum. Og hljóð-
færaleikararnir eru jafnpottþéttir
„læf“ - nema hvað mér finnst
hljóðfæraleikur Stuðmanna
hljóma betur á hljómleikum en á
plötu, því að ef ég á að finna að
einhverju hjá þessu liði, þá er það
að mér finnst örla á því, á
Æskunni sem er hve glöð, að um
ofhlæði sé að ræða í hljóðfæra-
leiknum þannig að úr verður of
þykkur hljómveggur sem hvert
hljóðfæri sekkur í. Annars er ég
svo mikill auli í tæknibelli-
brögðum að ég treysti mér ekki til
að skrifa lærðar setningar um
þetta. En til að skýra mál mitt
með einu dæmi, þá finnst mér
hinn góði gítarleikur Þórðar
Árnasonar ekki vera nógu nálægt
manni - ekki eins og hann komi
beint af skeppnunni - í Kol-
beinsvöku t.d.. Hins vegar finnst
mér söngurinn vera á hárréttum
stað, svona framarlega, enda
hafa Stuðmenn ekkert að fela í
þeim efnum, hvorki tónlistar- né
textalega.
Efnislega eru textarnir á Hve
glöð er vor æska í grínstílnum
(fyrir utan Grýlulegt Víetnam-
lagið hennar Ragnhildar, sem
margur áttar sig þó kannski ekki
á að er alvarlegs eðlis), og líklega
er íslenzk fvndni, sem er frekari
útfærsla á atriði í Stuðmanna-
myndinni Með allt á hreinu, snið-
ugasti textinn, ásamt framand-
legri lýsingu á Sumri í Reykjavík.
Auk þess eru bæði lögin mjög
góð í kringum textana (Fyndni
eftir Egil, Sumar eftir Jakob -
sem er reyndar meiri melódía en
Fyndnin), og íslensk fyndni alveg
yndislega skemmtilega flutt.
Svo er það náttúrulega smellur
sumarsins Ofboðslega frægur
(eða Komdu sæll og blessaður
eins og vor glaða æska kvað kalla
það þegar hún pantar lagið á út-
varpsstöðvum). Fólk hefur mikið
velt fyrir sér hver sé söguhetjan,
og stungið upp á mönnum eins og
Megasi og Valgeiri, en líklega er
þetta blanda af persónum, sem
Stuðmenn setja svo í sinn sérs-
taka spéspegil. Lagið er virkilega
grípandi, og textinn líka - hvers-
dagsleg orð og sagan er svo sem
lítil, bara þessi forvitnilega mynd
af Valgasi, eða Megeiri eða Gas-
geiri...
Egill á mest í þessum söng, en
fær aðstoð frá Þórði og Jakobi við
textasmíðina. (Ég held að Vigdís
forseti ætti að gerast verndari
þessa lags, í framhaldi af þeirri
viðleitni sinni að kenna börnum
að heilsa öðruvísi en með hæ).
Egill á svo einn Bröttubrekku,
mjög gott lag og líka skemmti-
legur texti - það vill nú reyndar
þannig til að mér finnast lög Egils
á þessari glaðlegu æskuplötu vera
best, með Sumarið hans Jakobs á
hælunum. Svo eru samvinnu-
verkefni sveitarinnar ekki slök,
Ilingað og ekki lengra og síðar en
ekki síður Auga fyrir auga, þar
sem sungið er í óperusöngstíl - og
Ragnhildur fer á kostum sem ten-
ór, nú mega þeir skagfirsku fara
að vara sig.
Ragnhildur á tvö lög á plöt-
unni, áðurnefnt Víetnam, sem
setur skemmtilegan vinkil á Stuð-
menn - aðra vídd sem Ragga
óneitanlega færði í bandið - bæði
hljóðrænt og sjónrænt. Hitt er Ég
verð að prófa þetta aftur, ágætt
rokklag með vafasömum texta í
stíl - um unga stúlku sem veit
ekki hvers konar „vítamín" gæ-
inn er að gefa henni sem hún
verður svo hress af að hún verður
að prófa aftur. En ég verð að
segja um það lag eins og Kol-
beinsvöku, og Berum út dívan-
ana og Það er enginn vafi að hann
er orðinn afi (Um hvern skyldi
það annars vera?), að þau lög
finnast mér heldur ofhlaðin af
undirspili - eru miklu skemmti-
legri „læf“.
Það er í raun og veru bara eitt
leiðinlegt lag á plötunni - Færið
mér aspirín, en Stuðmenn hafa
auðvitað ráð gegn því- eða Þórð-
ur. í textanum segir nefnilega
söguhetjan, misheppnaður og
grútþunnur maður: „Mér finnst
þetta afleitur texti og hundleiðin-
legt lag...“ - þannig að hvað get-
ur maður gert nema fflað leiðind-
in í botn með söngvaranum
(Agli), sem lifir sig gjörsamlega
inn í líf þessa manns sem vaknar
upp við það í hrikalegri þynnku
að konan og hundurinn eru farin
frá honum...?
Þá eru ónefndir á nafn tveir
Stuðmanna, sem sjá um kjölfest-
una: Tómas er alltaf fastur fyrir
og setur auk þess virkilega góða
og fallega bassapunkta í lögin -
og Ásgeir trommari - maður fer
bara hjá sér við að vera að setja
einhverja mælistiku á þessa
menn. Þeir eru bara óaðfinnan-
legir og meira en það! Það er
nefnilega opinbert leynivopn
Stuðmanna sem þeir slugsa aldrei
við að nota - að vera óaðfinnan-
legir og oftast svo miklumeira en
það. Þeir halda nefnilega aldeilis
vel um sköftin, og láta hug fylgja
máli. Og það er staðreynd að
þessi skífa hefur þegar glatt ís-
lenska æsku til anda og fóta.
A
TJALDIÐ
Háskólabíó
Leitin að Rauða október
(The hunt for Red Oktober)**
John McTieman, sá sem gerði Die Hard, er
nú komin ai fimmtugustu hæð og niður á
fimmhundruð metra dýpi. Sean Connery í
hlutverki rússnesks kafbátaforingja ákveð-
ur að flýja til Bandaríkjanna með kafbátinn.
Fyrsta nostalgíumyndin um kalda stríðið
en alveg örugglega ekki sú síðasta. — SIF
Miami Blues*
Er þetta ástarsaga með ofbeldisívafi eða
öfugt? Ég veit það ekki og mér er ekki Ijóst
hvort George Armitage, sem bæði semur
handrit og leikstýrir, er það Ijóst heldur.
Baldwin og Leigh leika glæpamenn og
gleðikonu, sem bæði eiga auðvitað sínar
góðu hliðar. Það er Fred Ward sem á
stjörnu skilið fyrir að leika eina óvenjuleg-
ustu löggu sem ég hef séð lengi. - SIF
Vinstri fóturinn
(My left foot)****
Algjörlega yndisleg mynd sem maður get-
ur ekki annað en fallið fyrir, nokkurskonar
óðurtil líkamshluta. Daniel Day Lewis sýnir
manni í hlutverki Christy Brown að vinstri
fótur er allt sem maður þarf til að vera
sjarmerandi og sexy. /SIF
Shirley Valentine***
Pauline Collins fer á kostum sem Shirley
Valentine! (Þetta er klisja en það er alveg
satt. Shirley er kona sem talar við eldhús-
vegginn sinn, afþvi allir aðrir í kringum
hana eru svo leiðinlegir. Svo talar hún líka
við stein en hann skilur hana ekki afþví
hann er grískur. Þetta er skemmtileg mynd
um konu sem er dálitið galin og skammast
sin ekkert fyrir það. - SIF
Cinema Paradiso
(Paradísarbíóið) * ★ ★ ★
Það er í rauninni fáránlegt að vera að gefa
svona mynd stjörnur, því hún er langt yfir
alla stjörnugjöf hafin. Svona mynd er að-
eins gerð einu sinni og þessvegna má eng-
inn sem hefur hið minnsta gaman af kvik-
myndum missa af henni. - SIF
Siðanefnd lögreglunnar
(Internal affairs)*1/?
Það eru aðalleikararnir Gere og Garcia
sem fá þessar stjörnur, þeir eru báðir góðir,
allt of góðir fyrir þetta lólega handrit sem er
mengað af kvenfyrirlitningu. - SIF
Horft um öxl
(Látum það flakka) 0
Þetta er ein leiðinlegasta mynd sem ég hef
séð lengi. Hún er svo fyrirsjáanleg að mað-
ur getur farið heim eftir fimm mínútur og
samt vitað endinn. Ég skil bara ekki hvað
afburðaleikarar á borð við Hopper og
Sutherland eru að gera þarna. - SIF
Stjörnubíó
Stálblóm
(Steel magnolias)***
Þetta er ekki „skemmtilegasta gaman-
mynd allra tírna" eins og stóndur i auglýs-
ingunni. Þetta er reglulega skemmtileg
mynd um líf sex vinkvenna í smábæ. En
lífið er ekki alltaf tóm skemmtun svo að þið
skulið taka einn vasaklút með. - SIF
Fjölskyldumól**1/2
Mynd um þetta eilifa vandamál hverjir geta
eignast börn og hverjir ekki og hversvegna
það passar ekki að þeir sem geti það vilji
það. Söguþráðurinn er ósköp einfaldur en
leikurinn stórgóður, sérstaklega hjá hinni
ungu Mary Stewart Masterson. — SIF
Laugarásbíó
Unglingagengin
(Cry baby)***
Dans og söngvamynd a la John Waters.
Töffara strákur verður hrifinn af prúðri
stelpu og gagnkvæmt. Síðan syngja þau I
gegnum alla erfiðleikana. Ef ykkur finnst
að þið kannist við söguþráðinn þá skuluð
þið samt fara því útfærslan er alveg
splunkuný. - SIF
Bíóborgin
Fullkominn hugur
(Total Recall)**
Schwarzenegger er i súperformi og hegg-
ur mann og annan. Skýtur þá, lemur þá og
stingur þá. Öll þessi dráp eru tæknilega
mjög vel gerð og fólk sem hefur gaman af
svoleiðis ætti að vera ánægt. En sögu-
þráðurinn drukknar í blóði og maður bjóst
svo sem við meiru frá manninum sem gerði
framtíðarþrillerinn Robocop. - SIF
Regnboginn
l slæmum félagsskap
(Bad Influence)***
Stórgóður tryllir með Rob Lowe og James
Spader í aðalhlutverkum. Þeir sem líta
hornauga á Lowe fyrirallar lélegu myndirn-
ar sem hann hefur leikið í ættu að gefa
honum sjens því hér sýnir hann að hann
getur meira en brosað fallega. Djöfullinn er
ennþá á lífi og býr í Los Angeles. - SIF
24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. ágúst 1990