Þjóðviljinn - 03.08.1990, Qupperneq 28

Þjóðviljinn - 03.08.1990, Qupperneq 28
r rétti tíminn til að reyna sig! Sjálfspilandi píanó komin aftur Maöur ýtir á hnapp og píanóið í stofunni fer að spila rétt eins og draugur væri að verki. Það er reyndar langt síðan að slíkur galdur var upp fundinn. Aðferðin var sú að skrá lagið sem leika átti með götum á pappírslengjur sem voru látnar renna yfir appírat sem ýtti á réttar nótur (réttri röð. Sjálfspilandi píanó af þessu tagi voru algeng um það bil sem grammófónninn fæddist og þau héldu velli fram eftir hljóðritun- aröld - m.a. vegna þess, hve hljóðin sem úr trektum grammó- fónsins bárust voru óf- ullnægjandi. Gallinn varhinsveg- ar sá, að með þessari aðferð var ekki hægt að skrá til endurflutn- ings mikið meira en nóturnar sjálfar og tímasetningus ásláttar. Sjálfspilandi píanóum var því hent þegar hljóðritanir fóru að batna - að þeim fáu undan skildum sem lentu á söfnum. Með öllum blæbrigðum En nú er búið að gifta hana Möngu upp á nýtt - með öðrum orðum leiða saman í hjúskap þessa gömlu hugmynd og nýjustu möguleika rafeindaaldar. Af- kvæmið er smíðað í Japan eins og vænta mátti, hjá Yamaha, og heitir Disklavier. Munurinn á Disklavier og sjálfspilandi píanóunum gömlu er mikill. Sem fyrr segir gerðu þau gömlu ekki mikið meira en að „halda lagi“ ef svo mætti að orði kveða. En Disklavier getur skráð og flutt píanóverk með allri þeirri nákvæmni á blæbrigði í leik sem kröfuharðir nútímamenn gera. Með því að breyta öllum sérkennum einmitt þess flutnings sem tekinn er upp - og þá lika feilnótum og hraðavillum - í raf- eindaboð sem fara inn á ósköp venjulega diskhettu. Nákvæmir draugar Nákvæmnin fæst með því að við hverja hinna 88 nótna á pían- ói eru tengdir þrír skynjarar í formi ljósgeisla og móttakara fyrir geislann. Og geta þeir skilað til tölvunnar sem upptökuna ann- ast nákvæmum skilaboðum um það, hve fast eða létt er á hverja nótu slegið og hve lengi henni er haldið niðri. Draugurinn sem spilar svo verkið er rafsegulbúnaður sem festur er við innri hluta hverrar nótu. Heitir hann solenoid. Þeg- ar spilað er, segir tölvan hverjum solenoid að bregðast við með því afli sem listamaðurinn gaf henni. Eins og heitar lummur Sérfræðingar heyra engan mun á „lifandi" leik og flutningi Dis- klaviers og appíratið nýtur mik- illa vinsælda. Yamaha hefur þeg- ar gefið út meira en hundrað dis- klinga fyrir þessi píanó og mun þeim fjölga fljótt. Disklavier var fyrst ætlað at- vinnutónlistarmönnum sem vildu stúdera sem innvirðulegast sinn leik og annarra (það er náttúrlega hægt að spila aftur og aftur sömu kafla verksins til dæmis). En um helmingur þeirra tækja sem fram- leidd hafa verið hafa verið keypt af fólki sem ekki spilar á píanó, en vill hafa þennan tæknigaldur sér til skemmtunar. Verðið er um hálf miljón króna fyrir venjulegt píanó en tæpar tvær fyrir sjálf- spilandi flygil. Það fylgir sögunni einnig að Yamaha hafi ekki við að framleiða upp í pantanir og hafi þegar myndast margra ára biðlisti. áb byggði á IHT.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.