Þjóðviljinn - 16.08.1990, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.08.1990, Síða 2
FRETTIR Kvikmyndir Ævintýri Pappírs Pésa Ný íslensk barna- ogfjölskyldumynd verðurfrumsýndþann 1. september M argir krakkar kannast við Pappírs Pésa, nú hefur Hrif h/f nýlokið við kvikmynd í fullri lengd um ævintýri hans, og verð- ur hún frumsýnd 1. september næstkomandi. Hugmyndina að Pappírs Pésa átti Herdís Egilsdóttir, en hand- ritið að myndinni skrifaði Ari Kristinsson, og er hann jafnframt leikstjóri myndarinnar. Fram- leiðandi er Vilhjálmur Ragnars- son. Kvikmyndatöku önnuðust Tony Forsberg og Jón Karl Helgason, aðalleikmyndahönn- uður myndarinnar er Geir Ótt- arr, en tónlistina samdi Valgeir Guðjónsson. Pappírs Pési er teikning sem Armannsfell Almennt útboð hlutabréfa Ármannsfell hf hefur falið Verðbréfamarkaði Islandsbanka að annast fyrir sig almennt útboð hlutabréfa að nafnvirði 31 miljón króna á genginu 2,25. Útboðið er opið og hafa hluthafar fallið frá forkaupsrétti. Gert er ráð fyrir að umsvif Ármannsfells tvöfaldist á árun- um 1990-1991 og hafa verksamn- ingar fyrir um einn miljarð króna verið undirritaðir vegna bygging- aframkvæmda á næstu 18 mánuð- um. Þeirra á meðal eru flokkun- arstöð fyrir Sorpeyðingarstöð höfuðborgarsvæðisins í Gufu- nesi, fjölbýlishús með 42 íbúðum fyrir Samtökin Réttarholt og fjöl- býlishús með 54 íbúðum fyrir Samtök aldraðra. Velta Ármannsfells á síðásta ári var 533 miljónir króna, hagn- aður 16 miljónir og eigið fé 117 miljónir króna. _gáf T lifnar við, eins og þeir sem lesið hafa söguna og sáu stuttmyndim- ar, sem Hrif hefur þegar framleitt um Pésa þennan, vita. í myndinni segir frá nýjum ævintýrum og uppátækjum krakkanna og fé- laga þeirra úr pappír. Þau lenda í útistöðum við geðstirða ná- granna og hrekkjusvínagengið, fremja alls kyns prakkarastrik, taka þátt í hörkuspennandi kass- abflaralli, og meira að segja dul- arfullt geimskip kemur og við sögu svo eitthvað sé nefnt. Þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Hrif h/f framleið- ir og fyrsta íslenska barnamyndin í tæpan áratug. Pappírs Pési kostaði tæpar 50 miljónir, og styrkti Kvikmynda- sjóður íslands framleiðslu henn- Atriöi úr myndinni Ævintýri Pappírs Pésa sem frumsýnd verður bráðlega. Krakkarnir hressu eru aðalleikar- ar myndarinnar og heita; Rannveig Jónsdóttir, Ingóltur Guðvarðarson, Kristmann Óskarsson og Högni Snær Hauksson. Kvikmyndin um ævintýri Pésa og krakkana er tekin upp í Hafn- arfirði sumrin 1989 og 1990, og eru flestir leikaranna börn. Með aðalhlutverk fara þau Kristmann Óskarsson 10 ára, Högni Snær Hauksson 9 ára, Rannveig Jóns- dóttir 11 ára, Ingólfur Guð- varðarson 12 ára og Rajeev Muru Kesvan 9 ára, auk þess er gaman- leikarinn Magnús Ólafsson í stóru hlutverki í myndinni. Ætlunin var að frumsýna myndina fyrr en raun ber vitni en að sögn Vilhjálms Ragnarssonar áttu þeir Hrifs-menn við tækni- lega örðugleika að stríða, en þar kom einnig til að margir þeirra, m.a. Ari Kristinsson, hafa verið önnum kafnir við undirbúning og fyrstu tökur á mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Börnum náttúr- unnar eins og frá var greint í Þjóðviljanum í gær. Tónlist Góð aðsókn í þunga rokkið Óvíst hvort SVR geti staðið við loforð um að koma tónleikagestum Whitesnake af tónleikununum Pað lítur út fyrir að verða góð aðsókn á tónleika þunga- rokkssveitarinnar Whitesnake, sem verða í Reiðhöllinni 7. og 8. september. Samkvæmt upplýs- ingum Þórdísar Unu Gunnars- dóttur í miðasölu tónleikanna, er svo gott sem uppselt á uppákomu Whitesnake og upphitunarhljóm- sveitarinnar Quireboys fyrra kvöldið. Þórdís Una sagði alla miða á tónleika Whitesnake föstudaginn 7. september vera upp uma hjá aðalmiðasölu tónleikanna. Eitthvað væri þó eftir af miðum hjá hljómplötuverslunum í Reykjavík og úti um land. í fyrstu var ætlunin að selja 5,500 miða á hvora tónleika en Þórdís Una sagði að líklega yrðu þeir ekki nema 5,000. Þetta ylti á sam- þykkt lögreglu og slökkviliðs. Aðstandendur tónleikanna hafa skriflegt loforð í höndunum frá Strætisvögnum Reykjavíkur um að keyra tónleikagesti af tón- leikunum. Eftir átök strætis- vagnabflstjóra við unglinga í Breiðholti, hafa bflstjórar SVR hins vegar neitað að keyra ung- linga af tónleikum, þar sem ætla má að áfengi hafi verið haft um hönd. Þórdís Una sagði að þetta myndi ekki hafa áhrif á tón- leikana. Ef SVR stæði ekki við sitt loforð myndu tónleikahaldar- ar útvega rútur í þennan akstur. Þórdís Una sagði mikinn áhuga á tónleikum Whitesnake hjá fólki á öllum aldri, þó aðallega væru það unglingar sem keypt hefðu miða. Áhugi landsbyggðarfólks væri einnig mikill miðað við þær fyrirspurnir sem borist hefðu. Whitesnake hefur verið á tón- leikaferðalagi um Evrópu að undar.förnu, ma. í fylgd með öðr- um þungarokkssveitum undir slagorðinu „Monsters of Rock“, eða Rokkskrímslin. Hljóm- sveitin mun koma fram á þungar- okkshátíð í Donnington í Eng- landi um næstu helgi, þar sem tvær íslenskar stúlkur verða á meðal tónleikagesta. Stúlkurnar, Stefanía Sif Wiliamsdóttir frá Garðabæ og Fjóla Víðisdóttir frá Bolungarvík, unnu ferð á tón- Ieikana með því að taka þátt í aðgöngumiðahappdrætti tónleik- anna í Reiðhöllinni. Hörður Gíslason skrifstofu- stjóri hjá SVR sagðist ekki geta svarað því h'/ort SVR komi til með að standa við loforð sitt um akstur af tónleikunum. Það lægi Ijóst fyrir að bflstjórar fyrirtækis- ins neituðu að keyra unglinga af samkomu sem þessari. Hörður sagði að SVR muni ekki draga aðstandendur tónleikanna lengi á svari en það væri verið að leita leiða til að standa við loforðið. -hmp Þjóðlög í Opnu húsi Helga Jóhannsdóttir þjóðlaga- safnari talar um íslensk þjóðlög fyrr og nú og leikur tóndæmi af snældu á næst síðasta Opna húsi þessa sumars í Norræna húsinu. Helga hefur gegnum árin ferðast um Island og safnað lögum sem annars var hætta á að fallið hefðu í gleymsku. Hún flytur mál sitt á sænsku, en dagskráin er einkum ætluð ferðamönnum frá Norður- löndum. Eftir hlé syngur ung söngkona, Sigríður Jónsdóttir, nokkur íslensk þjóðlög. Sigríður stundaði söngnám við Söng- skólann í Reykjavík. Hún fór í framhaldsnám í tónlist með söng • sem aðalgrein í Bandaríkjunum og lauk BA-prófi frá háskólanum í Illinois 1989. Sænsk tónlistar- kona heiðruð Sænska fiðluleikaranum Ann Wallström voru veitt fyrstu verð- laun úr verðlauna- og styrktar- sjóði sem nokkrir velunnarar Sumartónleika Skálholtskirkju hafa stofnað til að efla iðkun bar- okktónlistar. Wallström voru veitt verðlaunin að loknum tón- leikum í Skálholti um verslun- armannahelgina. Á vegum HI Halldóra Emilsdóttir. Dinglað milli veruleika Nú stendur yfir í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, myndlistarsýn- ing Halldóru Emilsdóttur. Halldóra stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands, málaradeild, 1982-1987 og við Gerrit Rietveld Academie Amsterdam 1987-1989. Hún hefur haldið tvær einkasýning- ar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. í fréttatilkynningu um sýninguna segir að myndirnar hafi orðið til á árunum 1988-1990. „Þær hafa ekki hátt, en vilja fá að dingla milli veruleika eins og þær koma fyrir, án frekari útfærslu." Myndirnar eru unnar með Gvasslitum á pappír og eru án titils. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin á verslunartíma frá 9-18. Sumartónleika í Skálholti starfar Bachsveitin í Skálholti. Þetta er lítil strengjasveit sem leggur sig fram við túlkun barokktónlistar. Leiðsögn og forysta Bachsveitar- innar hefur frá upphafi verið í höndum Ann Wallström, sem hefur sérhæft sig í leik á strok- hljóðfæri frá barokktímanum. Wallström hefur komið í Skálholt á hverju sumri í sex ár til hljóð- færaleiks og þjálfunar Bachsveit- arinnar. Verðlaunaveitingin fór fram í Skálholti að loknum flutn- ingi Árstíðanna eftir Vivaldi. Ætlunin er að veitt verði úr fyrr- greindum sjóði á hverju sumri, ýmist í heiðursskyni eða til þess að styrkja hljóðfæraleikara til að afla sér aukinnar þekkingar í túlkun barokktónlistar. Fyrirlestur um umhverfismenntun William Andrews prófessor í um- hverfisfræði við Háskólann í Tor- onto í Kanada heldur opinn fyrir- lestur í Kennaraháskóla íslands föstudaginn 17. ágúst kl. 15. Fyrirlesturinn er á ensku og ber yfirskriftina „Environmental Education for the Future“. And- rews mun ræða um mestu um- hverfisvandamál jarðar, hverju við þurfum að breyta til að jörðin verði áfram byggileg og hvað kennarar geti gert í því sambandi. Andrews er staddur hér á landi til að kenna á námskeiði fyrir kenn- ara, sem haldið verður í Alviðru í Ölfusi á vegum Samtaka líffræð- ikennara og endurmenntunar Kennaraháskólans og Háskóla íslands. Hann er efnafræðingur en hefur sl. 20 ár sérhæft sig í að mennta kanadíska kennara í um- hverfisfræði. Einnig hefur hann samið námsefni á því sviði fyrir unglinga- og framhaldsskólastig. Danskur kór í heimsókn Danski kammerkórinn Corda Vocale heldur tónleika í Laugar- neskirkjuíkvöld kl. 20.30. Efnis- skráin samanstendur af fjöl- breyttu úrvali kirkjulegrar tón- listar, frá mótettum Schults og Brahms, Pater Noster eftir Verdi og til norrænnar kirkjutónlistar frá þessari öld. Annaðkvöld verður svo kórinn með tónleika í Norræna húsinu kl. 20.30. Á efn- isskrá verður dönsk veraldleg tónlist frá ýmsum tímum. Áður en kórinn kom til Reykjavfkur dvaldi hann þrjá daga í Færeyjum og hélt tónleika á Seyðisfirði. Meðlimir kórsins eru 23 en hann var stofnaður árið 1985 og er þetta fyrsta utanlandsferð hans. Kórinn kemur frá Árhus. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 16. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.