Þjóðviljinn - 16.08.1990, Page 4
ÞJÓÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Kennsla og klókindi
Hiö íslenska kennarafélag hefur gefiö til kynna, að
félagsmenn þess muni beita höröum, en löglegum aö-
gerðum á komandi skólaári til að leggja áherslu á óá-
nægju sína meö athafnir ríkisvaldsins í viöskiptum vegna
kjaramála. Margar leiðir eru færar í því efni. Stærstur hluti
kennara ílengist í starfi sínu vegna einlægs áhuga á
fræðslu- og uppeldismálum og hvatinn að mörgum störf-
um þeirra sprettur af hugsjónum en ekki vegna þeirra
greiðslna sem þeir fá í sinn hlut. Af þessum sökum er það
algengara en margir nemendur og aðstandendur þeirra
gera sér ef til vill grein fyrir, að kennarar leggja á sig
heima og á vinnustað símenntun, aukastörf, undirbúning
og þátttöku, sem gefa lítið eða ekkert af sér í beinhörðum
peningum. Þetta gera þeir, þótt kennsluskylda þeirra sé
oftast miklum mun meiri en kennara í nálægum löndum
sem við berum okkur venjulega saman við. Margir kenn-
arar leggja skólunum í raun til vinnuaðstöðu á heimilum
sínum. Klippi kennarar, hvort sem er í grunnskólum eða
framhaldsskólum, á alla þessa „ósýnilega" þjónustu,
verður skólalífið og tilvera nemendanna miklum mun
snauðara en ella.
Þetta er sterkt vopn en neikvætt og yrði varla til að
bæta vígstöðu kennarastéttarinnar gagnvart almenn-
ingsálitinu eða afla fylgis við réttindakröfur hjá almenn-
ingi eða nemendum. Og þótt sú rödd hafi heyrst frá
forystumönnum kennara, að stuðningur þaðan hafi ekki
reynst hafa nokkurt vægi, þá eru í þeim hópum einmitt
langsterkustu stuðningsmöguleikar kennarastéttarinnar
ef rétt er á málum haldið. Það sýnir einmitt tilhneigingin
hér og erlendis hjá aðstandendum nemenda að koma
þeim í einkaskóla og sérskóla, að umhyggjan um sem
öruggasta grundvallarmenntun er leiðarljós þeirra. Og
kannski er hér einmitt komið að kjarna þessa máls: Er
hætta á því að enn frekari truflanjr á skólastarfinu í
landinu hraði einkavæðingu skólakerfis okkar? Og eru
kennarar sáttir við þær afleiðingar sem af því hljótast í enn
frekari stéttaskiptingu og misjöfnum möguleikum nem-
enda eftir efnahag og þjóðfélagsstöðu aðstandenda?
Verulegur hluti kennara, einkum í grunnskólum, hefur
starfað án lögformlegra kennararéttinda og fagleg rétt-
indabarátta því orðið veikari fyrir bragðið. Þessi stað-
reynd hefur haldið launum kennara niðri. Reyndar eru
horfur á því víða í dreifbýli, að stór hluti fræðara í grunn-
skólum á komandi vetri flokkist enn sem fyrr undir
„leiðbeinendur", til aðgreiningar frá kennurum með rétt-
indanám að baki. Á Vestfjörðum er t.d. fyrirsjáanlegt að
helmingur kennslukrafta í grunnskólum verður svonefnd-
ir leiðbeinendur.
Síðastliðin 6 ár hefur ríkt öðru hvoru hálfgert upp-
lausnarástand í sumum menntastofnunum, vegna kjara-
og réttindabaráttu kennara. Þegar þar við bætist, að
gagnrýni hefur komið fram á afkastagetu og faglegan
mátt menntakerfis okkar miðað við nágrannaþjóðir, er
ekki að furða þótt Svavar Gestsson menntamálaráðherra
lýsi því yfir við Þjóðviljann í gær, að það sé.hræðileg
tilhugsun ef truflanir verða á skólahaldi í vetur“. Stefán
Jeppesen, formaður Félags framhaldsskólanemenda,
segir síðan í samtali við Tímann í gær, að „...nemendur
væru búnir að fá nóg af aðgerðum kennara og þeim litist
mjög illa á fyrirhugaðar aðgerðir...myndi Félag fram-
haldsskólanema eingöngu taka afstöðu með nemendum
og reyna að tryggja sem best hagsmuni þeirra“.
Kennarar hafa gefið í skyn, að þeir muni fylgja lagafyr-
irmælum út í ystu æsar, hvað varðar starfsskyldur sínar,
aðbúnað og aðstöðu á vinnustað osfrv. En kennarar hafa
ef til vill vanrækt að einhverju leyti sterkasta vopn sitt,
faglega sókn. Leggðu þeir megináhersluna á frumkvæði
að bættri menntun, til jafnstöðu við nágrannaþjóðir, með
skeleggum aðgerðum og hugmyndum, er næsta víst að
stuðningur almennings og nemenda fylgdi í kjölfarið.
Kennarar á öllum skólastigum hafa vissulega unnið
merkilegt og gefandi starf í þessa veru, en sú vinna hefur
of lítið náð athygli fjöldans, til að hún yrði metin sem
skyldi. Það væri klókt hjá kennurum á öllum skólastigum
að haga sókn sinni með jákvæðum hætti, hversu
hlunnfarnir sem þeir telja sig hafa verið. ÓHT
i
Reddarínn mikli
Það var verið að lýsa forstjóra
einum í Morgunblaðinu á dögun-
um undir fyrirsögninni „Kaupa-
héðinn af lífi og sál”. Þar var
mjög um það Qasað, að maðurinn
hefði farið hamförum í eigin
rekstrarævintýrum og líka i fjár-
öflun fyrir íþróttafélagið Þrótt.
Segir þar að enn minnist gamlir
Þróttarar þess með angurværð
þegar hann efndi til „bingós ald-
arinnar” í Háskólabíói fjögur
kvöld í röð og átti sigurvegarinn
að stíga upp í nýjan bíl á hverju
kvöldi og aðrir stinga í vasann á-
vísunum á utanlandsferðir. Sá
Þróttari sem spurður var um þessi
afrek segir að „á endanum held ég
að dæmið hafi staðið á núllinu”.
Dýrt múrbrot
Um sama leyti var gert mikið
veður út af rokktónleikum í
Berlín þar sem átti að rífa niður
Múrinn með táknrænum hætti.
Rokkhátíðin átti líka að þjóna
merkilegum málstað, hún átti að
afla íjár fyrir fómarlömb náttúru-
hamfara. Og það var barið i
bumbur og múrinn hrundi í beinni
útsendingu og miljónir horfðu á
um allan heim, enda var búið að
telja þeim trú um að hér væru
undur og stórmerki á ferð. En viti
menn: þegar upp var staðið haföi
ævintýrið orðið svo dýrt, að
öngvir aurar voru aflögu handa
fómarlömbum náttúruhamfara.
Þau sátu uppi jafn allslaus sem
íyrr. En poppstjömur böðuðu sig í
mestu auglýsingu heimsins: al-
heimssjónvarpi. Og tókst að gera
sjálfar sig fima göfugmannlegar í
almenningsálitinu í leiðinni: þær
ætluðu að hjálpa. Það bara gekk
ekki upp.
Að nudda sér
utan í Krist
Þetta eru hremmileg dæmi.
Við könnumst við mörg, stærri
eða smærri, meira eða minna ill-
kynjuð. Einhverjir töframenn em
kvaddir til (eða ryðjast fram eins
og oftar er) til að leysa peninga-
vanda einhverra nytsamlegra
samtaka, eða safna fé til góðs
málstaðar. Og þeir eru svo dug-
legir, og leggja í svo glæsilega
hannaðan kostnað, að þegar upp
er staðið em samtökin og mál-
staðurinn á núlli (þurfa stundum
að grípa til varasjóða) en snilling-
amir og kraftaverkamennimir
hafa fitnað þeim mun meir. Og
kannski hafa þeir orðið sér úti um
rammfalskan orðstír í leiðinni.
Kollega Elín Pálmadóttir
fjallar um þetta mál í ágætum
Gámpistli í Morgunblaðinu ekki
alls fyrir löngu og hefúr sem von-
Iegt er hörð orð um það pakk sem
„gerir sér mat úr að nudda sér
utan í Krist” - m.ö.o. eitthvert
gott málefni, með þeim hætti sem
gerðist t.d. í Berlín. Hún spyr
spuminga sem margir hafa van-
rækt sér til mikils skaða (hörmu-
legt dæmi munum við um Hjálp-
arstofnun kirkjunnar): „Hve mikl-
um hluta af söfnun til góðs mál-
efnis er eðlilegt að eyða í tilkostn-
að?”
Skynsamleg tillaga
Gámhöfundur segist sjálf
hafa komið sér upp þeirri þumal-
puttaaðferð að „sleppa stuðningi
við átak eða kaup á happdrættis-
miðum þegar sýnilega er lítt spar-
að í tilkostnað fyrirfram. Til
dæmis að kaupa ekki þegar bom-
ir em í hvert hús litprentaðir stór-
ir glæsibæklingar eða birtast á
skjánum tíðar auglýsingar gerðar
af auglýsingastofúm.”
Elín leggur það og til, að sett-
ar verði reglur um að um leið og
það er gefið upp þegar einhveiju
merkilegu átaki lýkur hve mikið
safnaðist til góðs málefnis, þá sé
um leið gerð grein fyrir tilkostn-
aði. Það væri vafalaust þarft —
ekki síst til að vinna gegn því
vantrausti sem hlýtur að breiða úr
sér meðal almennings eftir því
sem hann heyrir fleiri sögur af
„kynningarskostnaði”. Slíkt er og
nauðsynlegt fyrir þá ágætu aðila
sem standa í raun og vem sóma-
samlega að sínum málum.
Hvaðan kemur
ofbeldið?
Árás á strætisvagnabílstjóra í
Breiðholtinu vekur upp enn og
aftur áhyggjur manna af því fári
sem kallað er „tilefnislaust of-
beldi”. En það er alþjóðlegt fyrir-
bæri um þær uppákomur sem all-
ar stórborgir þekkja í vaxandi
mæli, að fólk er barið til óbóta og
jafnvel drepið án þess einu sinni
að um það sé að ræða að ofbeldis-
menn ætli sér að ræna fómar-
lambið. Menn em eiginlega bara
að skemmta sér í rússneskri rú-
lettu með líf og heilsu annarra.
Margt er skrafað um ástæður
fyrir þessu: sumir tala um æsku-
fólk sem engin sæmileg verkefni
fær, aðrir um seigvirk en dijúg á-
hrif hins eilífa ofbeldis í þúsund
og einni sjónvarpsdagskrá. Nú á
dögunum var verið að spyija
ábyrgðarmenn hér í borginni um
þessi mál og skal nú til svara
þeirra vitnað:
„Böðvar Bragason (lögreglu-
stjóri) benti á að á síðustu 10 til
15 ámm hefði veitingastöðum í
Reykjavik fjölgað úr 10 í 80. Á
sama tíma heföi áfengisneysla
aukist mikið. Böðvar taldi að
þessar staðreyndir ættu einhvem
þátt í auknu ofbeldi og óróa.
Davíð Oddsson taldi svo ekki
vera. Hann sagði að sér virtist
sem bjórstaðir og bjórdrykkja
heföu haft góð áhrif frekar en
slæm. Hann sagðist telja að bjór-
inn hefði róað fólk ffemur en
hitt.”
Veruleiki og óskhyggja
Náttúrlega hefúr lögreglu-
stjóri rétt lyrir sér: aukin drykkja
er ekki eina ástæða ofbeldis en
það er lögmál hvar sem er, að því
meira sem þjórað er og á fleiri
stöðum, þeim mun fleiri fá kjafls-
högg, beinbrot og annan skaða.
Það stoðar lítið að „telja svo ekki
vera”. Það em engar heimildir
fyrir því að mannskapurinn hafi
róast eftir að bjórdrykkja bættist
við annað fyllirí. Þegar menn
vilja líta svo á að ástandið sé betra
enda þótt það sé verra, þá er þar
ekkert annað á ferð en haldlaus
óskhyggja Davíðs borgarstjóra: í
minni borg hljóta allar breytingar
að vera til batnaðar, öðmvísi get-
ur það ekki verið.
ÞJOÐVILJINN
Síðumúla 37 —108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófeson.
Aörirblaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur
Þorieifeson, Elías Mar (pr.), Garðar Guöjónsson,
Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Krisdnn
Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davlðsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Skrifstofustjórf: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðnjn Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðnin Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bllstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgrelðsla, ritstjóm, auglýslngar:
Síðumúla 37, Rvik.
Sími: 681333.
Símfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 16. ágúst 1990