Þjóðviljinn - 16.08.1990, Síða 5

Þjóðviljinn - 16.08.1990, Síða 5
VIÐHORF Harðari kjarabarátta - endalok ríkisskóla? Hörður Bergmann skrifar Enn höfum við fengið að heyra af væntanlegum aðgerðum kenn- ara til að fá kaupið sitt hækkað. Fulltrúaráð Hins íslenska kenn- arafélags hefur látið fjölmiðla skila hótunum til stjórnvalda og almennings. Þeir sem telj a enn að hægt sé að láta skóla annast menntun og gegna menningar- legu hlutverki hljóta að hafa áhyggjur. Og fara að eíast um að það sé hægt í raun. Efasemdir mínar um möguleika og gildi skólahalds eins og það tíðkast ís- lenska umbúðaþjóðfélaginu þyngjast enn. Hvers vegna? Kreppa skólanna Ég held að nemendur og al- menningur séu óðum að glata trausti og trú á skólana í landinu. Fólk, sem á unglinga í framhalds- skólum, veit að þeim er ekki boð- in kennsla nema 26 vikur á ári; tvær 13 vikna annir. Háskóla- nemar fá yfirleitt heldur minni kennslu en grunnskólanemar einni til tveimur vikum meira. Petta finnst mörgum léleg þjón- usta; almenningur fái lítið í stað- inn fyrir þann stóra hluta skatt- peninganna sem renna til skóla- halds. Það finnst mér ekki skrít- ið. Ég bendi á að þótt unnið sé meira en 26 vikur í framhalds- skólum þá er gagn af 3.-4. vikna prófum umdeilanlegt. Margir skólafróðir fræðimenn telja þau gagnslaus og jafnvel skaðleg. Langur próftími þjónar ekki hagsmunum nemenda heldur kennara. Stuttur kennslutími þjónar ekki hagsmunum nem- enda og foreldra þeirra heldur kennara. Innsýn almennings í þessar hagsmunaandstæður skýrist óðum af ýmsum breytingum á þjóðfélaginu. Foreldrar, sem eiga börn á grunnskólaaldri, neyðast til að kaupa dýr nám- skeið, sumardvöl í sveit, keppnis- ferðir íþróttaflokka o.fl. í stórum stfl vegna þess að grunnskólar landsins eru lokaðir frá því seinni • hluta maímánaðar og fram í sept- ember. Böm, sem ekki eiga kennara að foreldri, hafa þá ekki hjá sér allt sumarið til að styðja sig í námi, starfi eða leik. Þrauta- námsárum e.t.v. fækkað þannig að unga fólkið fái stúdentspróf og hin ýmsu réttindi fyrr. Slíkar kröfur og væntingar munu þó ekki koma fram ef al- menningur glatar trausti á skólum. Það traust hefur áreið- anlega minnkað af fleiri orsökum Svo hlýtur það að rugla nemand- ann og vekja sérstaka undrun ef hann uppgötvar að kennarar em í hinum hærri launaflokkum ríkis- ins. Nemandinn veit hvað hann fær litla kennslu í staðinn en lætur sér fátt um finnast ef honum leiðist oft í skólanum! Hann veit „Láti starfsfólk ákveðinna opinberra stofnana ekki annaðfrá sér heyra ífjölmiðlum en óánœgju með kaupið sitter það ekki að byggja upp traust ístarfi sínu ogstofnun “ lendingin verður að kaupa þjónu- stuna á markaði. Auka umbúða- kostnaðinn við líf fjölskyldunnar. Vegna takmarkaðrar þjónustu grunnskólans. Hin langa sumarlokun framhalds- og háskóla mun líka sæta vaxandi gagnrýni eftir því sem erfiðara verður að fá sumar- vinnu fyrir unglinga og ófag- lærðra. Unglingavinnunni er haldið uppi með skattlagningu sveitarféiaga og til þess ætlast að ríkið og stofnanir þess ráði skóla- fólk til sumarafleysinga þótt þess sé tæpast þörf. Eftir að bankar og önnur þjónustufyrirtæki fóru að huga betur að umbúðakostnaðin- um við reksturinn hefur starfs- fólki á þeim vettvangi farið fækk- andi. Og raunar verðum við að vona að sú þróun haldi áfram, lántakendanna og viðskiptavin- anna vegna. Þetta ætti að hafa þau áhrif að krafist verði betri þjónustu skólanna. Meiri kennsla verði boðin ár hvert og en ég hef nefnt. Láti starfsfólk ákveðinna opinberra stofnana ekki annað frá sér heyra í fjöl- miðlum en óánægju með kaupið sitt er það ekki að byggja upp traust á starfi sínu og stofnun. Þvert á móti. Slík óánægja vekur óhjákvæmilega spurningar um hvort skólar geti gegnt menntunarhlutverki. Hvort skipulag þeirra sé ekki úrelt í grundvallaratriðum; s.s. það að vera að reyna að koma einhverju nýju í gang á 40 mínútna fresti, bjóða flestum það sama á sama tíma, fylgja fyrirframgerðu námsefni frá síðu til síðu o.s.frv. Skólanám er því aðeins menntandi að vel takist til. Það er ekki menntandi fyrir börn og unglinga að sitja í skóla meira eða minna áhugalaus eins og margir gera. Skólavist er ekki menntandi fyrir þá sem upplifa hana þannig að kennarinn sé að vinna eitthvert gustukaverk hundóánægður með launin sín. að laun eins hóps ríkisstarfs- manna verða ekki hækkuð nema aðrir minnki við sig, borgi meira í skatta; og e.t.v. veit hann að þess er ekki að vænta að þjóð sem hef- ur ofveitt fiskistofna sína í nær 20 ár og mistekist flest í nýjum fram- leiðslugreinum fari almennt að fá kjarabætur. Hrun eða endurnýjun? Foreldrar skólanemanna, al- menningur í landinu, eru vafa- laust farnir að skoða málið í ein- hverju svona samhengi. Atburðir síðustu mánaða hafa skerpt þennan skilning. Þess vegna verður skólabyrjun í haust örlag- arík. Nemendur kvöddu kennara eftir verkföllin í fyrravor með því að mumla „Þeim er alveg sama um okkur.“ Samstaðan var horfin þar, rétt eins og á vettvangi launþegasam- takanna nú. Það sem kennarar skila frá sér til almennings í haust; hvað það verður sem nemendur fá að reyna í kennslustofnunum hjá þeim, mun hafa varanleg áhrif á framtíð ríkisrekinna skóla. Það mun færa okkur nær svari við spurningunni um það hvort skólar geti orðið menntastofnanir sem fólk treystir eða hvort farið verður almennt að líta á þá sem vandræðastofn- anir. Má vænta einhvers af skól- unum til mótvægis við skaðleg áhrif þess hve foreldrar í um- búðaþjóðfélagi gefa sér að jafn- aði lítinn tíma til barnauppeldis? Einhvers sem vegur móti vaxandi áhrifum af lágfleygri og menning- arsnauðri fjölmiðlun? Eða verð- ur að leita annarra leiða? Nýta reynslu sem fengin er af hug- sjónastarfi hópa sem reka einka- skóla, samhjálpartengslum um fræðslu eins og John Holt, Ivan Illich og Paolo Freire hafa lýst, námsflokkum, leshringjum, starfsfræðslunámskeiðum og síð- ast en ekki síst sjálfsnámi? Minn- umst þess sem reynslan hefur kennt okkur um það hve fallvaltar grunnmúraðar ríkis- stofnanir hafa reynst bæði í Austur- og Vestur-Evrópu. Stofnun sem bæði almenningur og starfsmennirnir eru óánægðir með stenst ekki til lengdar. Er ekki vandalaust að leysa málið með því að hækka kenn- aralaunin? Það held ég að væri versta Iausnin eins og nú er í pott- inn búið. Ég held að framtíð ríkisrekinna skóla hvfli á meiri og betri þjónustu við nemendur og almenning. Meiri og betri kennslu. Að henni fenginni gæti skapast grundvöllur fyrir því að almenningur vildi þrengja að sér til að kennarar gætu fengið hærri laun. Ekki fyrr. Hörður er kennari og rithöfundur. BÆKUR Hólmganga lands og þjóðar Bókumíslandog íslendinga á ensku eftir dr. Gylfa P. Gíslason Almenna bókafélagið hefur gefið út bók á ensku um ísland og Islendinga eftir dr. Gylfa Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra. Bókin nefnist „The Challenge of Being an Icelander“ og er ætluð útlendingum sem vilja fræðast um land okkar og þjóð. Bókin er 110 síður að stærð og skiptist í 25 kafla. Fyrri helming- ur hennar fjallar um þjóðina og sögu hennar allt frá upphafi og hvernig hún hefur mótast í landi sínu og orðið sérkennileg þjóð í sérkennilegu landi (unusual pe- ople in unusual country, einsog það er orðað). Síðari hluti bókarinnar fjallar um ísland 20. aldarinnar eftir að það varð sjálfstætt ríki, atvinnu- byltinguna, samskipti við um- heiminn, þorskastríð o.s.frv. Síð- ustu kaflarnir tveir heita Modern Culture on an Ancient Foundati- on (Nútímamenning á fomum grunni) og The Icelandic Advent- ure (íslenska ævintýrið). Dr. Gylfi gerir í stuttum eftir- mála grein fyrir hvers vegna bók- in varð til. Hann segir að hann hafi á stjórnmálaferli sínum oft hitt útlendinga víðsvegar að sem hafi fundist saga og örlög íslend- inga líkast ævintýri og verið að Dr. Gylfi Þ. Gíslason. velta því fyrir sér hve einkenni- legt það væri að ísland skuli á 20. öld geta staðið sem sjálfstætt iðn- ríki með sérstæða menningu. Því hafi hann árið 1973 ritað bókina The Problem of Being an Ice- lander - Past, Present and Fut- ure. Sú bók sé löngu uppseld og því sendi hann nú þessa frá sér. Sögukaflarnir í henni séu lítið breyttir frá fyrri bókinni, en sfðari helminginn um nútíðina hafi hann orðið að endurrita al- gjörlega því svo margt hafi breyst tvo síðustu áratugi og af þeim ástæðum hafi hann einnig hlotið að breyta nafni bókarinnar. Norrœnt samstarf Höfundar fræðirita og kennslugagna þinga Fyrsta mót norrænna höfunda fræðirita og kennslugagna, nefnt NORDTRAFF 90, var hald- ið í Gautaborg dagana 2.-5. ág- úst. Mótið sóttu 320 höfundar og starfsmenn útgáfufyrirtækja, þar af 20 frá Islandi. Þetta var sam- starfsverkefni norrænu höfunda- félaganna á þessu sviði. Dagskrá mótsins og skipulag miðaðist við að gefa þátttakendum bæði kost á almennu yfirliti og afmarkaðri fræðslu um ýmis efni er varða starf þeirra - og skapa umræðu- vettvang. í fyrsta almenna fyrirlestrinum ræddi Gunnar Adler-Karlsson, þekktur fræðiritahöfundur og fyrrum prófessor í félagsfræðum, þá ríku samrunatilhneigingu sem mótar efnahagslega og menning- arlega þróun Evrópu. Taldi hann þá þróun glæða friðarvonir og opna möguleika á styttum vinnu- tíma en fjölmiðlasamruni gæti þó aukið hlut lágkúru. Þessi þróun og sú Evrópusýn, sem er í mótun, gerði kröfur til höfunda um endu- rmat og metnað. Hinn heimsþekkti rannsakandi á friðar- og ófriðarhorfum, Johan Galtung, prófessor á Hawaii, ræddi þróun heimsmála með hliðsjón af gildi og takmörkum þekkingar. Ollum virtist koma á óvart hið skyndilega hrun mið- stýrðra hagkerfa kommúnis- mans. Líka sérfræðingunum. Voru þeir blindaðir af hefðar- helgi fræða sinna eða hagsmunatengslum? Var það e.t.v. vanþekking Gorbatsjovs á utanríkismálum sem olli því að skriður komst á afvopnun eftir djarflegar, óhefðbundnar til- lögur hans? Islendingar höfðu framsögu á átta af 36 námsstefnum eða fund- um mótsins. Anna Kristjánsdótt- ir lektor, á námsstefnu um mál- rækt á tölvutímum, Gunnar Karlsson prófessor, þar sem fjall- að var um markmið kennslubók- ahöfunda, aðferðir þeirra og les- endur, Heimir Pálsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, á fundi um gagnrýni og mat á kennslubók- um, Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu, þar sem rætt var um mat og úttekt á námsefni, Hörður Bergmann, kennari og rithöfund- ur, þar sem vandamál smárra málsvæða voru rædd og Ragn- heiður Gestsdóttir, kennari og myndlistarmaður, á námsstefnu um myndir, myndskreytingar bóka og samspil mynda og texta. Ingvar Sigurgeirsson lektor hafði tvisvar framsögu. Annars vegar um hvernig fjallað er um náms- gögn í kennaranámi og hins vegar um rannsóknir á námsgögnum og notkun þeirra. í síðara erindinu greindi Ingvar frá umfangsmikilli rannsókn sinni á notkun náms- gagna í 4.-6. bekk grunnskóla hér á landi og viðhorfum kennara og nemenda til þess. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að kennslubæk- urnar stýra að jafnaði því sem gerist í kennslustofunum; kennslan virðist mjög bókbund- in. Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna, ann- aðist undirbúning mótsins hér á landi og veitti 10 höfundum farar- styrk. Flmmtudagur 16. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.