Þjóðviljinn - 16.08.1990, Side 9

Þjóðviljinn - 16.08.1990, Side 9
Samtök rússneskra aðalsmanna endurreist í Sovétríkjunum Allt hefur nú annan róm en áður í Sovétríkjunum. Ekki er langt síðan að rússneski aðallinn var talinn einhver aumasta stétt sögunnar, og hefði honum verið það rétt mátulegt að hann var flæmdur frá eigum sínum og löndum stórum í byltingunni. En nú er það aftur orðið íínt að vera af gömlum aðalsættum þar í landi. Maðurinn sem stendur til hægri á þessari mynd er listamað- ur og heitir Andrej Golitsin. Hann er af frægri furstaætt. Og hann er nýkjörinn oddviti aðals- ins rússneska, sem er gamalt virð- ingarheiti. Undarleg endurkoma Blaðið Ízvestíja segir frá þessu með mikilli velþóknun. Blaðið segir á þá leið að furstinn veiti forystu félagsskap sem nefnist „Bandalag afkomenda rússneska aðalsins“. Ætlun félagsins sé að safna saman þeim brotum sem eftir eru enn af stétt sem „var menningarlagið í rússneskum þjóðarjarðvegi“ eins og blaðið segir. Ér nú hætt við því að marg- ir mætir Rússar snúi sér við í gröfum sínum. Að sjálfsögðu var aðallinn rússneski um leið Pravda ræðst á and-semítisma Um 100.000 gyðingar fluttu burtu frá Sovétríkjunum á síð- asta ári, og horfur eru á að tvöfalt eða þrefalt fleiri flytji á brott á þessu ári. Og orðrómur um að yfirvofandi séu fjöldaofsóknir á helstu borgir gyðinga, sýnir að málefni gyðinga eru orðin að vandamáli í sovésku samfélagi, segir í Prövdu 22. júlí. Það er kominn tími til að við höfum það hugrekki að við reynum að skilgreina hvar þetta vandamál liggur, og hvernig við getum tekið á því, segir greinar- höfundur. Jafnframt því sem menning gyðinga blómstrar, koma upp ýmsir öfgahópar sem hafa and- semítisma á stefnuskrá sinni. Pamjat og systurfélög þess standa fyrir æsingum gegn gyð- ingum til að koma höggi á perest- rojku. „Réttarríki verður að vernda öll sín þjóðerni,“ segir greinar- höfundur, og hvetur til lagalegra aðgerða gegn þeim sem breiða út áróður gegn gyðingum. Nokkur tímarit og dagblöð hafa opinberlega prédikað fjand- skap gegn gyðingum nú á síðustu mánuðum. í fyrsta sinni í sögu þessa lands hefur „gyðingafælni" orðið vinsæl meðal sumra menntamanna. Hér er meðal annars að ræða um tilraun til að koma í veg fyrir að þjóðin sameinist um perest- rojku, og hér er reynt að etja FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Ýmislegt Flugmiðar tll sölu Flugmiðar til Danmerkur þann 23. ág- úst, heimkoma þann 28.sama mán- aðar. Seljast ódýrt. Uppl. í síma 45794. n.k. og 21. og 23. ágúst. Kennari Eiríkur Jensson, líffræðingur. Skrán- ing og upplýsingar í síma 40122. Óska eftir að kaupa notað Barbie- eða Sindy- hús og húsgögn. Uppl. í síma 46289. Til sölu Tvö stk. 26“ gíralaus reiðhjól, annað blátt karlmannshjól og hitt rautt kven- manns. Einnig Casio SK 2100 hljóm- borð, 5 áttundir. Dúkkuvagga úr tré, hvítmáluð. Hvítt barnarimlarúm með tveimur hæðastillingum á botni.tvö pör hvítir skautar nr. 38 og 40 og Nor- dica skíðaskór nr. 29. Uppl. í síma 73042 eftir kl. 14.00. Til sölu Lítið hljómborð (CASIO), ýmis leikföng, straumbreytar, pússluspil og fleira. Júdóbúningur og ferming- arföt til sölu á vægu verði, sumt lítið sem ekkert notað. Uppl. f síma 22137. Þrif Tek að mér þrif í heimahúsum. Uppl. í síma 32101 eftir kl. 20.00 Tinsla matsveppa Námskeið fyrir byrjendur í greiningu matsveppa dagana 20. og 22. ágúst Handfræsari Makita 1500 watta handfræsari, ásamt carbitfræsitönnum til sölu. Svo til ónotaður. Uppl. í síma 36424. Husnæði Ibúð óskast Einstaklingsíbúð óskast, helst 1 her- bergi, eldhús og bað eða lítil 2ja her- bergja íbúð. Uppl. í síma 678028. íbúð óskast Vantar ykkur aðstoð við þrifin eða barnagæsluna? Okkur vantar hús- næði. Erum reyklaus og reglusöm, stundum nám í HÍ. Uppl. í síma 11218. (búð i París ibúð í latínuhverfi Parisarborgar er laus til leigu frá 23. ágúst til 10. sept- ember næstkomandi. Ath. mjög ódýr. Uppl. í símum 678512 á kvöldin og 22722 á daginn. Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Kristjáns Inga Karlssonar Lækjarvegi 6 Þórshöfn Kristín Jónsdóttir Jón Elvar Hafsteinsson Jóhanna Ósk Eiríksdóttir Kristín Inga Jónsdóttir Vilborg Kristjánsdóttir Karl Haukur Kjartansson Arnþór Karlsson Ragnhildur Karlsdóttir Guðmundur Hólm og börn hverjum þjóðahópi gegn öðrum. Allt stuðlar þetta að brottflutn- ingi gyðinga. Óttinn við ofsóknir er orðinn að æsingi, segir greinar- höfundur. „En þetta vandamál verður ekki leyst með fjöldaflutningum gyðinga til útlanda. Það verður að leysa það á lýðræðislegan hátt innan Sovétríkjannaa. Það má þó ekki trufla eðlilega aðlögun, eða hindra það að gyðingar geti farið úr landi ef þeir vilja. Mestu máli skiptir að menningarstofnanir gyðinga fái að þróast á frjálsan og lýðræðislegan hátt, og að fullnægt sé öllum þjóðerniskröf- um sovéskra gyðinga. (Ur Soviet News) íbúð í boði Þriggja herbergja íbúð í vesturbæ til leigu frá 1. september í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Vil hvorki gælu- dýr né tóbaksneytendur. Uppl. í síma 27117 á tímabilinu kl. 18.00 til 20.00. íbúð óskast Hjúkrunarfræðing með tvö börn vant- ar þriggja herbergja íbúð sem fyrst eða áður en skólar hefjast. Má vera á höfuðborgarsvæðinu. Skilvísi og reglusemi. Uppl. í síma 673023. Herbergi ásamt eldunaraðstöðu óskasttil leigu í nokkra mánuði. Uppl. í síma 32558 eftir kl. 18.00. Húsgögn Til sölu Antik rúm og antik skápur og barna- göngugrind til sölu. Uppl. í síma 28832 eða 17702. Óskast ódýrt furusófasett og furuhilla. Hafið sam- band við Bryndisi í síma 12419. Heimilistæki Sjónvarp Auglýsi eftir ódýru sjónvarpi, helst lit- asjónvarpi. Uppl. í síma 77646 á kvöldin. Gæludýr Kettlingur 8 vikna, svartur og hvítur, kassavanur kettlingur fæst gefins. Uppl. í síma 14988 eftir kl. 17.00. Fyrir börn Til sölu Britax ungbarnastóll til sölu, lítið not- aður, selst ódýrt. Uppl. í síma 657137. Til sölu Blár Emmaljunga barnavagn, mjög vel með farinn til sölu. Einnig nær ónotuð hoppróla. Uppl. í síma 13373. Kerruvagn óskast Uppl. í síma 27117. Til sölu ódýr (ung)barnafatnaður (0-3 ára). ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Golitsin, oddviti aðalsmanna (til hægri) með frænda sínum O. Volkov rithöfundi. menntastétt landsins á nítjándu öld - enda komust varla aðrir í skóla en þeirra synir, nema þá prestasynir, sem flestir voru sendir í hina fátækari presta- skóla. En um leið var það eitt höfuðviðfangsefni t.d. rússn- eskra bókmennta á nítjándu öld að afhjúpa obbann af aðlinum sem óþarfa stétt, sem lifði sníkju- lífi á dugandi mönnum og náttúr- lega bændum öllum. En hvað sem því líður: vafa- laust getur hinn nýi félagsskapur unnið þarft verk með því að safna saman ýmsum sögulegum gögnum, sem varðveist hafa hjá einstaklingum og þeir varla þor- að að láta vita af á fyrri áratugum sovéskrar sögu. En þetta segir íz- vestíja í frétt um málið að sé til- gangur samtakanna öðru fremur. Ættfræðinefnd starfar Það fylgir og sögunni að um það bil þrjú hundruð einstak- lingar hafi þegar sótt um inntöku í Aðalsmannabandalagið. Og eins og að líkum lætur hefur verið skipuð ættfræðinefnd sem á að skoða tilkall hvers og eins til að teljast af bláu blóði í Sovétríkjun- um. Þess skal getið að rússneski að- allinn hefur helst haldið velli í París. Þar kemur fólk af aðalsætt- um saman reglulega og ávarpar hvert annað með öllum þeim titl- um sem barónum, greifum, furst- um og stórfurstum ber og svo ynj- um þeirra: yðar göfgi, yðar tign, yðar hávelborinheit, yðar birta.... áb tók saman. Kommóða, nýlegur vel með farinn Silvercross barnavagn, barnastóll og fleira. Uppl. í síma 20803. Til sölu Emmaljunga kerruvagn með burðar- rúmi til sölu. Uppl. i síma 621398. Bílar og varahlutir Til sölu Trabant árgerð 84 með bilaða vél fæst fyrir lítið. Uppl. í síma 667490 eða 666290. Til sölu Wolkswagen Golf árgerð 81 til sölu. Lítur mjög vel út, er algerlega óryðg- aður og vélin er í góðu standi. Sjón er sögu ríkari. Uppl. í síma 53560. Til sölu Fjórar felgur, sem nýjar 13“. Felgurn- ar eru undir Mazda 323 og seljast á hálfvirði. Uppl. í síma 41373 eftir kl. 17.00. Til sölu Lada 1200, árgerð 1988, ekinn 18.000 km. selst á góðu verði. Uppl. í síma 681693 eftir kl. 17.00. Tll sölu Citroén braggi árgerð 1980. Tilbúinn til samsetningar. Uppl. í síma 77646. MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ 105 REYKJAVÍK Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skólastarf á haustönn hefst mánudaginn 27. ágúst. Þá eru nýir kennarar boðaðir til fundar í skólanum kl. 9.00. Miðvikudaginn 29. ágúst hefst kennarafundur kl. 10.00. Skólinn verður settur fimmtudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Nýnemar eru boðaðir í skólann samadag kl. 10.00. Stundatöflurverða afhentar að lokinni skólasetningu gegn 3500 króna gjaldi. Kennsla hefst í dagskóla og öldungadeild skv. stundaskrá mánudaginn 3. september. Stöðupróf verða haldin í skólanum sem hér segir: í þýsku mánudaginn 20. ágúst kl. 18.00; í ensku þriðjudaginn 21. ágúst kl. 18.00; í dönsku, norsku, sænsku og stærðfræði mið- vikudaginn 22. ágúst kl. 18.00; í spænsku og frönsku fimmtudaginn 23. áq- úst kl. 18.00. Skráning í öll stöðupróf er í síma 685140 eða 685155 á skrifstofutíma. Rektor

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.