Þjóðviljinn - 16.08.1990, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 16.08.1990, Qupperneq 11
I DAG Viðskipti Urgur í greiðslukortaheiminum Búðargluggi í New York: og samt eru margir sem vilja reiðufé og ekkert plast. Engin nýmæli í viðskiptum hafa breiðst út með þvílíkum hraða sem notkun plastpeninga - með öðrum orðum greiðslukorta. Enda segir það sig sjálft að þæg- indi fylgja þeim veruleg, ekki síst á ferðalögum. En nú ber á því i vaxandi mæli, að notendur greiðslukorta verða fyrir óþæg- indum: notkun þeirra reynist ekki eins auðveld og greiðsiukort- afyrirtækin vildu vera láta. Ein af ástæðunum er blátt áfram hin mikla velta í þessum viðskiptum - önnur er hörð samkeppni milli fyrirtækjanna sem um þessi við- skipti keppa. Þýska vikublaðið Spiegel rekur í samantekt á dögunum ýmis dæmi um það, að ferðalangar verða fyrir því að það er valt að treysta á greiðslukort: þeim er neitað um að taka reiðufé út á þau, þau eru allt í einu lýst ógild, fleiri hótel og verslanir neita að taka við plastgreiðslunum en nokkurn óraði fyrir. Og þykir þeim þetta sem vonlegt er stinga mjög í stúf við auglýsingar greiðslukortafyrirtækjanna um að „með okkur ertu öruggur við alla kassa heimsins" eða að „þú ert múraður á nótt sem degi“ eða eitthvað í þá veru. Allmargir hafna kortum Sem fyrr segir: vitanlega fylgj a greiðslukortum mörg þægindi, ekki síst nú á tímum þegar menn vilja ekki bera mikið reiðufé á sér á ferðalögum af ótta við þjófa og óhöpp. Og að sjálfsögðu gengur firnamikið af viðskiptum með plastpeninga snurðulaust. En það eru ýmsar blikur á lofti. Spi- egel telur þá erfiðleika sem t.d. þýskir kortanotendur verða fyrir hér og þar í heiminum, sem tengj- ast feiknalega grimmri samkepp- ni milli greiðslukortafyrirtækj- anna um viðskiptavini. Þau reyni að ná til sín viðskiptavinum með öllum hugsanlegum ráðum - og þá einnig með loforðum sem ekki er hægt að standa við. Til dæmis vilja þau sem fæst af því vita að um öll lönd er tölvert af hótelum, veitingahúsum og verslunum, sem vísa frá sér greiðslukortum. Greiðslukorta- fyrirtækin taka allt að sex prósent þóknun í sinn hlut, svo að það er ekki nema eðlilegt að margir reyni að koma sér hjá því að greiða þann aukakostnað. Misjafn sauður En svo er annað. Greiðslukort- in falla í áliti blátt áfram vegna þess hve geysilega útbreidd þau eru orðin. Því stærri sem sá hópur er sem kortafyrirtækin veita í rauninni allt að því ótakmarkað lánstraust, þeim mun hraðar fjölgar þeim notendum sem ann- aðhvort ekki vilja eða geta ekki kunnað fótum sínum forráð á því freistingasvelli. Þeir fara á svindl- túr eða innkaupafyllirí og timbur- menn eru erfiðir og dýrkeyptir. Þetta þýðir að fyrirtækin verða að koma sér upp varúðarráð- stöfunum gegn svikahröppum - og þær geta nátturlega skollið með óþægilegum hætti á tiltölu- lega heiðarlegum viðskiptavin- um. Þetta er ekki síst orðið áber- andi í heimalandi plastpening- anna, Bandaríkjununm. En þar er orðið sérstaklega erfitt að taka reiðufé út á greiðslukort (og á reiðufé þurfa menn enn að halda, hvort þeim líkar betur eða verr) - eru í þeirri grein sem hér er vitn- að til raktar harmatölur af mönnum, sem stóðu uppi aura- lausir í sólarhring eða meir með- an skeyti gengu fram og aftur um áreiðanleika þeirra greiðsluk- orts. Þá kvarta menn yfir því að þeg- ar gert er upp fyrir notkun bíla- leigubfla, þá komi inn á greiðslu- kortareikninga kostnaður sem mjög erfitt er að leiðrétta eftir á. Sömuleiðis er það talið koma óeðlilega oft fyrir að misreiknað er gengi á gjaldmiðli þeirra landa þar sem viðskipti fóru fram - og þá jafnan handhafa greiðslukorts í óhag. Hverjum svo sem um er að kenna, segir Spiegel af kurt- eisi. Árbœjarsafn Búskapar- og heimilisiðnaðardagur Sérstakur búskapar- og heimil- isiðnaðardagur verður hald- inn í Árbæjarsafni á sunnudag. Þar verða sýndar í fyrsta skipti á safninu ýmsar tegundir af vefnaði ásamt aðferðinni við að lita ull, spinna úr hrosshári og sauma upphlut. Sýndur verður svokallaður sal- únsvefnaður í „dönskum vefstól" og einnig hvernig bönd voru ofin og brugðin með ýmsum aðferð- um, spjaldofin, fótofin eða kríl- uð. Frá fornu fari hafa íslendingar klæðst mest fötum í sauðalitun- um. Þó er saga jurtalitunar jafngömul þjóðinni og sömu grösin notuð til litunar þá og nú, svo sem sortulyng, beitilyng, fjalldrapi og litunarskóf. Á baðstofuloftinu í Árbæ verð- ur tóvinna í fullum gangi, ullin kembd, spunnin og prjónuð. Sýnt verður hvernig hrosshár er spunnið og upphlutsbolur saum- aður. Til að auka á stemmning- una mæta félagar úr Kvæða- mannafélaginu Iðunni og kveða rímur. í eldhúsinu verður sýnt hvernig rjóminn er skilinn frá mjólkinni í skilvindu og síðan strokkaður í smjör. Gestir fá að smakka ný- strokkað smjör og flatbrauð. Þá verða grautarlummur bakaðar og sýnt hvernig kaffi var brennt og malað. Jón fisksali mætir með fisk- vagninn sinn og selur harðfisk og annað ljúfmeti. Krambúðin verð- ur opin og í Dillonshúsi verður hægt að kaupa veitingar. Á laugardag eru gítartónleikar í Dillonshúsi. Gítarleikararnir Olle Olson og Þórólfur Stefáns- son leika tónlist eftir Bach, Bell- mann, De Falla og fleiri. Tón- leikarnir hefjast kl. 16 og þeim lýkur kl. 17. Á sunnudag skemmtir hinsvegar Karl Jóna- tansson gestum Dillonshúss með harmonikkuleik. í aldamótaprentsmiðjunni verður vinnsla á fullu og kannski verða einhverjar smábækur til. Um helgina heimsækja húsdýr- in úr Húsdýragarðinum einnig safnið. ÞJOÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Loftvamir í Reykjavík hafa kostað 37 þúsund krónur. Meirihluti bæjarstjómar neitar að loka áfengisútsölunum. Allsherjarsókn Þjóðverja gegn Bretum talin yfirvofandi. Mr. Eden og Amery Indlandsmála- ráðherra lofa öllu fögrn ef Bret- ar sigri. Churchill viðurkennir undanhald brezka hersins í Austur-Affíku. 16. ágúst fimmtudagur. 228. dagur árs- ins. 18. vika sumars byrjar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 5.21 -sólariag kl. 21.41. Viðburðir Kommúnistaflokkur Þýska- lands bannaður í Vestur- Þýskalandi árið 1956. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 10. til 16. ágúst er I Lyfja- bergi og Ingólfs Apóteki. Fyrmemda apótekiö er opið um helgar og annast naeturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á firidögum). Síöamefnda apó- tekið er opið álvoldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum Id. 9 til 22 sam- hliða hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavlk.... Kópavogur..... Seltjamames. Hafnarfjörður. Garðabær..... Akureyri..... ..»1 11 66 .»412 00 .» 1 84 55 .» 5 11 66 .« 5 11 66 .»2 32 22 Slökkvilið Reykjavlk...... Kópavogur...... Seltjamames.... Haínarfjörður.. Garðabær....... Akuæyri........ og sjukrabílar ...........«1 11 oo ...........» 1 11 00 ...........» 1 11 00 ...........» 5 11 00 ...........» 5 11 00 ...........«22222 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga firá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiönir, símaráðlegg- ingar og tfmapantanir I« 21230. Uppíýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slmsvara 18888. Borgarspítal- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadelld Borgarspltalans er opin allan sólarhring- inn,« 696600. Hafnarfjorður: DagvakL Heilsugæslan, » 53722. Næturvakt lækna, « 51100. Garöabær Heilsugæslan GarðaflöL « 656066, upplýsingar um vaktlækna, «51100. Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á Lækna- miðstööinni,« 22311, hjá Akureyrar Apóteki,» 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá kl 17 lil 8 985-23221 (farslmi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar I «14000. Vestmannaeyjar Neyðarvakt lækna, «11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar. Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- sprtalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspitalans: Alla daga Id. 15 til 16, feöratími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarhelmili Reykjavikur v/Eiriksgötu: Almennurtlmi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunaríækningadeild Land- spítalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar ki. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stööin við Barónsstíg: Alla daga Id. 15 til 16 og 18:30 tii 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra Id. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs- spítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga Id. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavfk: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fýrir unglinga, Tjamargötu 35,» 91-622266, opíð allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsingæ og ráðgjafarsíma félags lesbla og nomma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum tímum. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf i sálfraeðilegum efnum,« 91-687075. Lögfræðiaðstoö Orators, félags laganema, erveitt (sima 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17, «91-688620. „Opið hús" fyrir krabbamelnssjúkiinga og aðstandendur þeirra I Skógarhllð 8 á fimmtudögum Id. 17 tJ 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra í« 91-22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: » 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf:» 91- 21205, húsasWól og aöstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fýrir nauögun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opiö þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 H 15:30 og kl. 20 til 22,» 91-21500, sfmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyn'rsifiaspellum:« 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifiaspellsmál: « 91-21260 alla virkadaga Id. 13 til 17. StígamóL miðstöð fyrir konur og böm sem oröið hafa fýrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3,» 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: » 27311. Rafmagnsvelta: Böanavakt f » 686230. Rafveita Hafnarfiarðar BilanavakL » 652936. GENGIÐ 14. ágúst 1990 Sala Bandarikjadollar.............57,18000 Steriingspund................107,81300 Kanadadollar.................49,85000 Dönsk króna....................9,49910 Norsk króna....................9,36230 Sænsk króna....................9,86710 Finnskt mark..................15,38540 Franskur franki...............10,79780 Belgískur ffanki...............1,76160 Svissneskur ffanki............43,44980 Hollenskt gyflini.............32,18600 Vesturþýskt mark..............36,25760 Itölskllra.....................0,04937 Austumskur sch.................5,15530 Portúgalskur escudo.......... 0,41150 Spánskur peseti................0,59060 Japansktjen....................0,38214 (rsktpund.....................97,30000 KROSSGÁTA Lárétt: 1 hrap4hólf6 espi 7 grind 9 gras 12 kötturinn14fataefni15 nart 16 spil 19 veiöi 20 hræddist21 viðburður Lóðrétt: 2 leiði 3 gauragangur 4 erfiða 5 afkomanda7úldnar8 fleygja 10 efni 11 spjót 13dreifi18eyði Lausnásfðustu krossgátu Lárétt: 1 kyndill 4 fold 6 pár 7 tápi 9 Ásta 12 ilm- an14nón15ætt16 kænur19reið20niða 21 lasiö Lóðrétt:2ljáa3spil4 fráa 5 lát 7 tendra 8 pinkil lOsnærið 11 aftr- ar13mön17æða18 uni Flmmtudagur 16. ágúst 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.