Þjóðviljinn - 22.08.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Hverá tréní skóginum? Á þessum tímum er því óspart að okkur haldíð, að mark- aðslögmál og einkaeignarréttur séu þeir lyklar sem næst því komast að leysa allan vanda. Þar á meðal umgengni mannsins við náttúruna, við lifandi auðlindir lands og hafa. Eins og að líkum lætur er þá ópsart vitnað til þess, að þjóðnýtingar undir þeim ríkiskommúnisma sem hefur við- gengist um austanverða Evrópu hafi leikið skóga og vötn mjög grátt og tillitslaus hagvaxtarleit hafi reynst mikill meng- unarvaldur. Svo er áfram haldið og sagt sem svo, að eignar- réttur einstaklinga sem eru að nýta sér lönd og vötn eftir því sem markaðurinn mælir með - hann sé leiðin til að tryggja skynsama umgengni við náttúru og auðlindir með lífsnauð- synlegri fyrirhyggju um komandi kynslóðir. Þetta er að sönnu alrangt og eru um það ótal dæmi. Nú síðast er sagt frá stríði sem hafið er á vesturströnd Banda- ríkjanna um rauðviðarskóga mikla, sem nú er verið að höggva niður af mikilli græðgi: þar eigast við náttúrvemdar- menn og svo þeir sem hafa atvinnu og gróða af skógar- högginu. Hér er reyndar ekki einungis um það að ræða, hvort menn vilja vemda æfafoma og fagra skóga. Hér er líka um að ræða framtíð þeirra skammsýnu skógarhöggs- manna, sem nú hamast gegn náttúruvemdarmönnum og kalla þá dópaða hippa og öðrum ónöfnunum. Því svo telst bandarískum sérfræðingum til, að með áframhaldandi skógarhöggi verði ekkert eftir til að hvöggva eftir svosem tuttugu ár. Þeir sem trúa á eignarréttinn segja, að það sé í eðli hans að menn hugsi vel um eign sína: enginn vilji grafa undan eigin framtíð og afkomenda sinna. En það er einmitt það sem menn gera: í skammsýni, í fáfræði - eða vegna þess að þeir eru bara fjarlægir fjárfestingaraðilar sem ætla að hala inn á skömmum tíma fyrir því fé sem þeir lögðu út í hlutabréfakaup og gott betur. Vaxandi rányrkja skóga í Norður-Kalifomíu er einmitt tengd yfirtöku á skógarhöggs- fyrirtækjum og kröfu nýrra eigenda um að fjárfestingar skili sér. Hvað varðar slíka menn um framtíðina? Ríkiseign út af fyrir sig tryggir ekki skynsamlega nýtingu skóga - einkaeign ekki heldur. Hinsvegar vitum við - af dæmi Finna og annarra - að það er hægt að umgangast lif- andi auðlindir eins og skóga, með þeim hætti, að ekki sé eytt meiru en vex á ári hverju. Til þess að svo megi verða þarf sterka samstöðu í samfélaginu, sem styðst bæði við sæmilega þroskaða félagslega ábyrgð og nauðsynlegt eftir- lit og stýringu ríkisins. Blind hagtölutm Ijariægra skriffinna í austurevrópskum ríkiskommúnisma og græðgi fjarlægra fjárfestingaraðila í bandarískum kapítalisma - hvorutveggja getur hinsvegar stefnt öllu í voða í hverjum skógi - jafnt eðli- legu umhverfi mannsins, sem og afkomumöguleikum þeirra sem hafa haft lifibrauð sitt af lifandi auðlindum. Enn eitt: með dæmi af rányrkju skóga (sem er reyndar mjög hliðstæð þeirri rányrkju á fiskistofnunum sem við þurf- um að hafa áhyggjur af á degi hverjum) emm við minnt rækilega á það, hve rammfalskt margt er í hagvaxtarreikn- ingum heimsins. Timburfirmun á vesturströnd Bandaríkj- anna hafa vitanlega lagt heilmikið til hagvaxtar á sínu starfs- svæði á liðnum ámm. Og þau gætu enn hert á hagvextinum með því að höggva það sem eftir er af rauðviði - ekki á tutt- ugu ámm heldur tíu. En þar á eftir mundi vitanlega fylgja mikið hrap. Við gemm okkur alltof sjaldan grein fyrir því, að hagvöxtur er lygi - sé engin tilraun til að reikna inn í hann hvemig tiltekið hagkerfi fer með þær auðlindir sem það ræð- ur yfir. Albert á leiðinni? Það birtist skrýtið samtal í Pressunni á dögunum við Albert Guðmundsson sendiherra í Paris. Pressan kvaðst hafa komist á snoðir um það, að orðrómur mik- ill sé uppi um að Albert ætli jafn- vel að taka þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninga á næsta ári. Albert er dijúgur yfir því, að menn séu að hringja í sig og vilji fá sig í framboðsslag enda finnist þeim þeir „hafi ekki aðgang að neinum síðan ég fór”, eins og þar stendur. Hinsvegar vill Albert ekki fara í prófkjörsslag: hann mundi kannski láta svo lítið að þiggja efsta sætið í Reykjavík ef honum væri boðið það baráttu- laust - á þeim forsendum að ein- hvemtíma fyrir mörgum árum hafi hann unnið það sæti í próf- kjöri. Albert er sjaldgæfúr maður - og þama hefur hann búið til ffum- Iega kenningu sem þægileg er í pólitík: hafi einhver sigrað í ein- hveiju kjöri, þá skal sá árangur standa svo lengi sem hinn útvaldi kærir sig um. Oneitanlega væri það mjög notalegt fyrir til dæmis þingmenn ef þeir gætu innleitt þennan skikk sér til atvinnuör- yggis um langa framtíð. Ég þarf engan flokk... Sem sagt: Albert segir í við- talinu að ef Sjálfstæðisflokkurinn biðji sig vel og kurteislega að fara í framboð fyrir sig þá mundi hann „hugsa sig mjög mikið” áður en hann hafnaði því. En annars tekur Albert sendiherra það skýrt fram, að hann hafi svo sem ekkert að gera við flokkspísl eins og þenn- an Sjálfstæðisflokk, ef hann vildi fara í framboð. Albert segir: „Ef ég tek ákvörðun um það, þá geri ég það hvort sem Sjálf- stæðisflokkurinn vill mig eða ekki. Það stöðvar mig enginn í því að bjóða mig fram ef ég ætla mér það.” Og skömmu síðar: „Eg þarf auðvitað engan flokk til þess að bjóða mig fram. En það geri ég ekki nema brýn nauðsyn krefji.” Hver er hin brýna nauðsyn? Þetta er dálítið dularfullt og spennandi. Hvað þýða þessi orð um að Albert sendiherra, sem kveðst kunna bara vel við sig í París, muni ekki bjóða sig fram nema „brýn nauðsyn krefji”? Nú skulum við leyfa okkur að hafa uppi tilgátu. Ingi Bjöm Al- bertsson hefúr, eins og menn vita, sagt skilið við Borgaraflokkinn og gengið í þingflokk Sjálfstæðis- flokksins. Hann mun hugsa sér til áframhalds á þingmennsku - sem þýðir væntanlega að hann þarf að ganga í gegnum hreinsunareld prófkjörs - ef svo fer ffam sem nú horfir. Það er nú ekki víst að slík eldraun gefi neitt sérstaklega góð- an árangur. Sjálfstæðismenn munu telja sig eiga nógu erfitt með að gera upp á milli trúrra flokkshesta í framboði, þótt þeir fari ekki að taka upp á sinn eyk son þess manns, sem mestum usla hefúr valdið á flokksfriði á seinni árum. Því mætti það vel líklegt teljast, að framboðsdrýgindi Al- berts í Pressunni núna séu eins- konar viðvörun til Sjálfstæðis- flokksins: ef þið hafnið Inga Bimi, þá getið þið átt von á mér! Nú á skelkur að grípa Valhallar- menn engu síður en Rómverja forðum þegar þeir áttu von á langt að komnum herstjóra við sín borgarhlið: Albertus ante portas! Þetta er náttúrlega tilgáta - en satt best að segja er hún eina skýr- ingin sem manni finnst hald í á fyrmefndum orðum sendiherrans: ekki nema brýn nauðsyn krefji. Skýring sem kemur reyndar fylli- Iega heim og saman við allan pólitískan feril Alberts Guð- mundssonar. Albanir í Frakklandi Vendum okkar kvæði í kross og víkjum að Albönum eða sög- unni af því hvemig fór þegar tvennskonar lygi laust saman. Nokkur hundmð eða þúsund Albana komust úr landi ekki alls fyrir löngu með því að flýja í nokkur sendiráð vestrænna ríkja í Tirana. Þeim málum lauk með samkomulagi um að þetta fólk fengi að fara úr landi. Nokkur hundmð Albanir fóm til Frakk- Iands og var komið fyrir í eins- konar bráðabirgðabúðum í Suður- Frakklandi. Nú em þessir Albanir í upp- reisnarhug. Þeim finnst lítið fyrir þá gert í Frakklandi og kunna líka illa við það að franskar konur aka bílum og stunda annað sjálfstæði, einnig vilja þeir helst ekki hafa Araba nálægt sér (sem em margir í Frakklandi) eða þá blökkumenn. Þeir vilja fara til Bandaríkjanna og engar refjar. Þegar lygum slær saman Það þýðir lítið, segir í blaða- frásögn um þetta mál, að segja Albönunum að lífsbaráttan geti verið erfið í Bandaríkjunum. Þeir segja að svoleiðis tal sé kommún- istalygi. Þeirkoma frá einangmðu landi, sem var haldið í þeirri þjóð- lygi, að allt væri gott og fagurt sem Enver Hoxha einvaldur gerði og allt illt og djöfúllegt bæði íyrir austan þá og vestan. Þetta endaði svo á því, að saklausir piltar al- banskir fóm að trúa á þá mynd af Ameríku sem þeir fengu af því að stelast til þess að horfa á Dallas og aðrar sápuóemr í ítalska sjón- varpinu. Þeir ákváðu að flytja úr landi til að lifa eins og Dallasfólk og þeir em reiðir Frökkum fyrir að þeir em ekki búnir að láta þá fá hús og bíl og græjur og fina vinnu. Nokkrir tugir þeirra tóku sig upp á dögunum og fóm far- miðalausir með lest til Parísar og hlupu beint í bandaríska sendiráð- ið þar í borg. Þeir vom náttúrlega reknir út þaðan og skilja nú enn minna en áður í ranglæti heims- ins. Þetta er hláleg saga og dapur- leg. Hún er, sem fyrr segir, af því að saman slær tveim tegundum lyga. Annarsvegar opinberri lygi um sæluna í Albaníu. Hinsvegar skemmtiiðnaðarlyginni sem kem- ur fram í endalausum mynda- flokkum á borð við Dallas. Niður- staðan er sú, að þeir sem ekki ráða við svo miklar lygar og ásókn þeirra, þeir eins og detta niður milli tveggja stóla og gott ef ekki út úr tilvemnni. Altént er jarð- sambandið farið og veit enginn hvort því verður affur á komiðv þJÓÐVILJINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rrtstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjórí: SiguröurÁ. Friöþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davlðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrífstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðnjn Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigriður Siguröardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingan Siðumúla 37, Rvik. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýslngar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarverð á mánuðl: 1100 kr. 4 S(ÐA — ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 22. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.