Þjóðviljinn - 22.08.1990, Qupperneq 5
Sovésk friðarsendinefnd
Formaður Sovésku friðar-
nefndarinnar, Genrikh Boro-
vikh, á nú sæti á þingi, kjörinn af
okkur - og eins og menn vita hef-
ur Æðsta ráðið nú miklu öflugri
stöðu gagnvart ríkisstjórninni en
áður.
Annars ætlum við að halda
ráðstefnu í haust um okkar fram-
tíðarverkefni og starfshætti og
áframhaldandi breytingar á
þeim.
Á alþjóðasviði reynum við að
efla til funda og kynna sem kenna
má við almenningsdiplómatí.
Eins og þegar við efndum til
friðargöngu frá Stokkhólmi og
Helsinki og norður til Kirkjuness
í Noregi og þaðan yfir vígbúnað-
arsvæðið mikla á Kólaskaga til
Múrmansk, þar sem haldin var
ráðstefna, sem tengdist hug-
myndum um samstarf á norður-
slóðum, er Gorbatsjov forseti
hafði hreyft í ræðu sinni í Múrm-
Umhverfismál
og þjoðasambúö
Spurt var: Áður var Sovéska
friðarnefndin hálfopinber stofn-
un sem fylgdi opinberri sovéskri
utanríkisstefnu eftir á alþjóða-
vettvangi. Hvað hefur breyst í
starfi samtakanna á perestrojku-
tímum?
Sovéska friðarnefndin, sögðu
nefndarmenn, var með þeim
fyrstu sem brást við breytinga-
skeiðinu. Petta hefur ekki síst
komið fram í því, að við tökum
virka afstöðu til ýmissa mála í
okkar eigin landi. Við höfum
ekki síst látið að okkar kveða í
umhverfisverndarbaráttu - t.d.
fyrir verndun Bækalvatns. Okkar
menn voru viðstaddir þegar
fyrsta sovéska eldflaugin var
eyðilögð í þeirri afvopnunarlotu
sem nú er hafin, og segir sig sjálft
að fyrir skemmstu hefði okkur
ekki verið hleypt nálægt slíkum
hernaðarleyndarmálum. (Við
gáfum svo gestum á friðarráð-
stefnu í Moskvu stykki úr eld -
flauginni tii minja.) Við höfum
skapað vettvang fyrir umræður
þar sem leitað er að sameiginlegri
niðurstöðu um ágreiningsmál -
eins og t.d. sambúðarmál þjóða í
Sovétríkjunum, lagasetningu um
mannréttindi og fleira. Pá höfum
við ekki reynt að þröngva upp á
aðra okkar skoðun, heldur reynt
að samræma sjónarmið t.d. hinna
ýmsu pólitískra samtaka sem nú
verða til.
Og norskir Natóvinir!
Bandarískar sjónvarpsstöðvar
hafa að undanförnu fylgst með
vaxandi áhuga með deilum og
átökum um rauðviðarskógana
miklu á vesturströnd Bandaríkj-
anna. En þar hafa náttúruvernd-
arsamtök sem nefna sig ,Jörðin
hefur forgang“ haft sig mjög í
frammi gegn mikilli rányrkju
fornra skóga, sem lengi hafa verið
stolt Kaliforníu. Hér er um að
ræða þær merku risafurur sem
geta orðið meira en hundrað
metrar á hæð og vaxa öldum sam-
an.
Skógarhöggsmenn sveia og
skyrpa og gera sitt besta til að
hrekja á brott náttúruverndar-
menn sem reyna að tefja fyrir
timburflutningabílum og trufla
skógarhögg. Þessir dópuðu hipp-
ar úr stórborgununum, segja
skógarhöggsmenn, eru á rómant-
ísku flippi. Þeir hugsa ekki um
það að hundrað þúsund störf
Skógarhögg í Washingtonfylki: Margir spá þvi, að eftir 20 ár verði
ekkert eftir.
okkar eru í húfi.
Talsmenn samtakanna „Jörðin
hefur forgang" segja að það sé
gróf lygi að setja dæmið upp á
þennan veg. Smám saman, segja
þeir, fækkar atvinnutækifærum
við skógarhögg vegna þess að
vinnan er æ rækilegar vélvædd -
og svo vegna þess að það eru
alltaf færri tré til að höggva.
Talsmenn timburiðnaðarins
bera það fyrir sig að allt fari fram
eftir opinberum reglugerðum og
lögum. En ef svo er, þá eru þau
lög mjög ófullnægjandi. Banda-
rískir sérfræðingar hafa reiknað
það út, að með sama áframhaldi
verði rauðviðarskógarnir í
Norður-Kaliforníu og allt upp til
Washingtonfylkis búnir að vera.
Nú þegar hafa sagirnar skilið eftir
stór auð svæði, sem fljótlega
breytast í mýrarfláka. Skógariðn-
aðurinn reynir að blekkja ferða-
fólki sem á leið um þessi svæði
með því að skilja eftir þunn og
ósnert trjábelti meðfram vegum,
en á bak við er sviðin jörð.
Ástandið hefur versnað eftir
að yfirtökustríð byrjaði í timbur-
iðnaðinum: þeir sem kaupa upp
fyrirtæki í timburiðnaði vilja fá
peningana sem fýrst aftur með
gróða og láta nú höggva sem
aldrei fyrr.
Nánar um þetta mál í leiðara
blaðsins í dag.
áb tók saman.
Á síðari árum hefur starf So-
vésku friðarnefndarinnar breyst
mikið og snýst nú ekki síst um að
setja niður deilur innanlands, um
náttúruvernd og um að byggja
upp traust milli þjóða með al-
menningsdiplómatíu svonefndri
Svo sögðu fulltrúar Sovésku
friðarnefndarinnar í samtali við
Þjv. í gær. Þau eru Alexandr
Florenskij tónskáld, varaforseti
Friðarnefndarinnar, Alexandr
Kantsarin. starfsmaður alþjóða-
deildar hennar, Ljúdmila Múm-
ikhtihak, kennslukona af Ínúíta-
þjóð á Tsjúkotku og Aksel
Karlsen, sem starfar við stofnun
um verklýðssögu.
Sendinefndin kemur í boði ís-
lensku friðarnefndarinnar og hef-
ur hér hitt að máli Steingrím Her-
mannsson forsætisráðherra,
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra, fulltrúa Kvennalistans
og ýmissa almannasamtaka.
Sovéska sendinefndin: Ljúdmila Múmikhtihak og Alexandr Florenskíj sitja, Alexandr Kantsarin og Aksel Karlsen standa. Ljósmynd: Kristinn.
ansk. Hér blandast saman friðar-
starf, menningartengsl, samstarf
um náttúruvernd og fleira. Við
vorum nýverið á fundi um
Eystrasaltsmál á Borgundar-
hólmi - og þar sem annarsstaðar
tökum við þátt í að finna leiðir til
að reisa það sameiginlega Evróp-
uhús sem við öll viljum búa í. Við
höfum meira að segja tekið ný-
lega á móti fulltrúum norska Nat-
óvinafélagsins „Folk og Forsvar“
- og hefði það þótt saga til næsta
bæjar fyrir skömmu ef að þeir
menn hefðu sótt Sovésku friðar-
nefndina heim með vinsemd!
Til Nuuk
Ljúdmfla Múmikhitkak hugði
gott til að koma til Nuuk á Græn-
landi, en þangað var nefndin að
fara. Sovéskir Eskimóar (sem eru
aðeins 1300 eftir) hafa gerst aðil-
ar að ICC, Alþjóðasamtökum
Ínúíta. Margt fróðlegt er að ger-
ast í réttindamálum tæplega 30
smárra þjóða sovéska norðurhjar-
ans sem nýlega hafa stofnað með
sér samtök til að verja réttindi sín
og sérstæða menningu.
Hvað um Persaflóa?
Að lokum voru nefndarmenn
spurðir að því, hvernig þeir teldu
skynsamlegt að fara með mál eins
og þau sem nú rísa út af hernámi
Kúvæts.
Við erum, sögðu þau, að
byggja upp réttarríki og leggjum
því áherslu á að alþjóðaréttur sé
virtur: allt sem rýfur þann rétt á
að fordæma hvað sem allri hug-
myndafræði líður. Því höfum við
eindregið fordæmt innrás íraks í
Kúvæt. Viðskiptabann er eitt ráð
til að vinna gegn slíkum brotum,
en hafa ber í huga, að í refsiað-
gerðum verður að fara með gát
svo að griðrof stjórnvalda bitni
ekki á saklausum almenningi í
löndum sem þau ráða yfir.
áb skráði.
Skógastríð í Kaliforníu
Bráðum er ekkert eftir
síst að leysa
heima fyrir
Reynum ekki
vandkvæði
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5