Þjóðviljinn - 22.08.1990, Page 9
Minning
Þorkell Guðmundsson
járnsmíðameistari
Fæddur 9. ágúst 1906 - Dáinn 12. ágúst 1990
Þann 12. ágúst síðastliðinn
lést á Landsspítalanum Þorkell
Guðmundsson jámsmíðameistari,
Tungu við Fífuhvammsveg,
Kópavogi.
Hann var fæddur á Fjalli á
Skeiðum 9. ágúst 1906, sonur
Guðmundar Þorkelssonar og
Gíslínu Guðrúnar Gísladóttur.
Þau fluttu til Reykjavíkur þegar
Þorkell var íjögurra ára gamall.
Þorkell kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni og lifsforunaut,
Bergþóru Rannveigu Isaksdóttur,
23. maí 1931. Varð þeim þriggja
sona auðið: Isak Þórir, Guðmund-
ur og Sveinn Gísli, sem lést af
hvítblæði einungis þriggja ára að
aldri. Tók Þorkell það sérstaklega
nærri sér.
Þorkell ólst upp í Reykjavík
eftir fjögurra ára aldurinn. Á
þessum uppvaxtarárum hans urðu
menn að taka til hendinni til að
hafa til hnífs og skeiðar. Hjálpaði
Þorkell strax og hann hafði aldur
til móður sinni við heimilisstörf-
in, þegar allt varð að nýta til að
tryggja farsæla afkomu fjölskyld-
unnar. Með Gunnari, eina bróður
sínum, var leikið við höfnina sem
þá var í smíðum.
Þorkell lagði fyrir sig jám-
smíði, sem þá var fjölþætt, alhliða
iðngrein: eldsmíði, rennismíði og
plötusmíði. Lærði hann hjá Jóni
Sigurðssyni að Laugavegi 54,
sem Þorkell mat vegna ffamúr-
skarandi góðs viðmóts og mikill-
ar starfsreynslu. Eins og þá var
siður bjó Þorkell meðan á iðn-
námi stóð hjá Jóni og gat fylgst
með hvemig lærimeistarinn var i
starfi og i hlutverki heimilisföður.
Lærlingar unnu nær kauplaust
með öllu. Það var ekki fýrr en
1927 sem lög um iðnaðamám
vom sett þar sem vinnutími iðn-
nema var ákveðinn, hámark 60
stundir á viku. Segir það mikið
um vinnuálag þess tíma. Þessi
kynslóð þekkti baminginn og
lifði hið mikla breytingarskeið í
sögu íslands. Skilaði hún miklu
og þáði lítið af þjóðfélaginu.
Þegar námstíma lauk hóf Þor-
kell vinnu á ýmsum jámsmíða-
verkstæðum, þar sem mismun-
andi erfið störf biðu hans, enda
var Þorkell eftirsóttur og bráðfær
til starfa. Skömmu eftir seinna
stríð hóf Þorkell vinnu í Lands-
smiðjunni og starfaði hann þar í
tæpa tvo áratugi.
Á lærlingstímabili Þorkels
fólst jámsmíði aðallega í eld-
smíði. Rennismíði var óskyld eld-
smíði. Rafsuðan kemur til sög-
unnar hér á landi upp úr 1925.
Þorkell varð jafnvígur á alla þætti
jámsmíðinnar, sem sýndi að hann
var fljótur að tileinka sér nýja
tækni og beita meistaralegum að-
ferðum við smíðamar. Var hann
annálaður rennismiður. Á þessum
tímum var fátt fjöldaffamleitt í
litlum smiðjum, nema ef vera
skyldi önglar og skeifúr. Útgerðin
stækkaði og verkefnin fyrir tog-
araflotann jukust. Má segja að
menn hafi verið sérhæfðir í að
vera þúsundþjalasmiðir. Notast
var við eigin fyrirmynd, þar sem
saman fór handafl og nákvæmni.
Jámsmiðir urðu jafnan sterkir
persónuleikar og var Þorkell þar
engin undantekning. Lestraráhugi
lifði í æðum hans og fann hann
hvíld við lestur bóka.
Fjölskyldan flutti úr Reykja-
vík í Kópavog árið 1935 og
byggði sér heimili í Fífúhvammi,
þar sem nú heitir Tunga við Fífú-
hvammsveg. Þau hjónin ræktuðu
garðinn í kringum húsið og varð
hann ljúft hugðarefni Þorkels, sér
í lagi þegar vinnuslys sem hann
varð fýrir gerði hann óvinnufæran
í rúmt ár. Þá var garðræktin
einnig hluti af lífsbjörg fólks.
Þorkell sótti vinnu til Reykja-
víkur og fararskjótinn var reið-
hjólið. Oháð veðri mætti hann
stundvíslega á vinnustað, slík var
seiglan.
Ef lýsa ætti lundargeði Þor-
kels í fáum orðum koma mér í
hug orð eins og jafnaðargeð, frið-
semd, æðmleysi og nægjusemi.
Á heimilinu ríkti kyrrð - kyrrð
sem fæst ef réttlæti í samskiptum
manna og dýra er í hávegum haft.
Sonarbömin sóttu mikið til afa
síns og veittu honum ánægju og
gleði með leikjum sínum. Var þá
tíminn fljótur að líða.
Þorkell var góður teiknari og
listfengur smiður. Tónlist átti hug
hans allan.
Áhugasvið Þorkels var víð-
tækt. Þau hjónin stunduðu útilíf
og Ieyfðu sér, ef veður ekki haml-
aði, að fara í ferðir í nágranna-
byggðir. Komu þau oft veðurbar-
in og ánægð til baka. Ekki þurftu
skemmtanir að vera margbrotnar
til að innri hamingja fengist.
Yfir ásjónu Þorkels ríkti feg-
urð, fegurð þess sem var sáttur
við líf og menn. Varð mörgum
yngri á orði að ef ástsælni eins
manns ríkti jafn lengi og fölskva-
laust til eiginkonu, eins og hjá
Þorkeli, já, þá ætti ástin bjarta
framtíð fýrir höndum. Er virðing
hans fýrir eiginkonunni öðmm til
eftirbreytni.
Nú, þegar Þorkell er allur,
skilur hann eftir sig kærleiksríka
minningu um dugmikinn og
hreinskiptinn mann. Megi hann
öðlast hvíld og frið í ffamtíðar-
landinu.
Stefán F. Hjartarson
Verslun og viðskipti
Verð á tei ekki
lægra
í tvö ár
Heimsmarkaðsverð á tei hef-
ur farið hríðlækkandi að undan-
förnu. Tekaupmenn bera sig ilia
undan verðfallinu sem þeir segja
stafa af snöggtum minni eftir-
spurn á telaufl í kjölfar við-
skiptabannsins á írak, gjaldeyr-
ishallæris Sovétmanna og hita-
bylgjunnar sem verið hefur i
Bretlandi undanfarnar vikur.
I kjölfar viðskiptabanns Ör-
yggisráðs Sameiðnuðu þjóðanna á
Irak féll verð á temörkuðum í Lon-
don og hefúr ekki verið lægra und-
anfarin tvö ár. I síðustu viku féll
verð á kílóinu af tei niður í um 90
krónur frá því að hafa verið um
170 krónur um síðustu áramót.
Víst er að teffamleiðendur og
tekaupmenn missa spón úr aski
sínum í kjölfar viðskiptabannsins á
írak þar sem írakar eru miklir te-
neytendur. I fýrra fluttu írakar inn
36.600 tonn af um 2,4 miljóna
tonna heimsframleiðslu og munar
um minna.
Það er fleira sem hefúr gert te-
kaupmönnum erfitt fýrir. Bretar
hafa stórlega dregið úr teneyslu
síðustu vikumar og snúið sér í
staðinn að öðrum drykkjum til að
svala þorsta sínum í þeim hlý-
indum sem leikið hafa um Bret-
land undanfarið.
Þá hefúr gjaldeyrisskortur
Sovétmanna einnig orðið þess
valdandi að te hefúr fallið í verði á
heimsmarkaðnum.
1 ár hefúr teuppskeran verið
með besta móti. Talið er að heims-
ffamleiðslan fýrstu sex mánuði
ársins hafi numið 85.000 tonnum
sem er snöggtum meira magn en á
sama tíma fýrir ári. Reuter/rk
AUGLÝSINGAR - AUGLÝSINGAR - AUGLÝSINGAR
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi
Jóhannes Guðnason
Hverfisgötu 58
sem lést á Borgarspítalanum 18. ágúst, verður jarðsung-
inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 24. ágúst kl.
13.30.
Aldís Jóna Ásmundsdóttir
Sigríður Jóhannesdóttir
Ásmundur Jóhannesson
Auður Jóhannesdóttir
Guðni A.Jóhannesson
Arnbjörn Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabarn
Asgeir Arnason
Margrét Guðbjartsdóttir
Haraidur Lárusson
Bryndís Sverrisdóttir
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast
hins látna er bent á Hjartavernd.
Hjartkær móðir okkar
Soffía Sigurhjartardóttir
Laugateig 8, Reykjavík
andaðist að heimili sínu sunnudaginn 19. ágúst 1990.
Börnin
Hello
Kennarar
Kennara vantar við Grunnskólann á Hellu. Að-
alkennslugrein íslenska. Upplýsingar gefur for-
maður skólanefndar í síma 98-78452.
Iþróttakennara-
staða
í nágrenni Reykjavíkur
Af óviðráðanlegum orsökum er nú laus staða
íþróttakennara við Klébergsskóla á Kjalarnesi
(u.þ.b. 25 mín. akstur frá Reykjavík). Miklir
möguleikar fyrir áhugasaman kennara. Upplýs-
ingar veitir Sigþór Magnússon skólastjóri, í
símum 91-666035 og 91-666083.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
REYKJAVÍK
Kennarar
Laus staða hjúkrunarforstjóra við
Heilsugæslustöðina í Borgarspítalan-
um, Fossvogi
Laus er til umsóknar staða hjúkrunarforstjóra
við heilsugæslustöðina í Borgarspítala, Foss-
vogi, Reykjavík, frá og með 1. október 1990.
Umsóknum ásamt ítarlegum upplýsingum um
hjúkrunarmenntun og hjúkrunarstörf sendist
ráðuneytinu fyrir 17. september n.k. Stjórn
heilsugæsluumdæmis Miðbæjar í Reykjavík,
sbr. 10. gr. laga nr. 75/1990, veitir stöðuna.
Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri
heilsugæslustöðvarinnar og ráðuneytið.
Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið
17. ágúst 1990
Grunnskólann á Blönduósi vantar ennþá
nokkra kennara. Meðal kennslugreina eru
íþróttir, ein og hálf staða, íslenska í 8.-10. bekk,
hálf staða, og kennsla yngri barna, ein og hálf
staða. 2.-4. bekk verður kennt í nýju „opnu“
skólahúsnæði, sem gefur möguleika á nánu,
spennandi samstarfi kennara.
Boðin eru hlunnindi í formi ómældrar yfirvinnu
og niðurgreiddrar húsaleigu.
Upplýsingar gefa: Sveinn Kjartansson, skóla-
stjóri, vs. 95-24229 og hs. 95-24437, Vignir Ein-
arsson yfirkennari, vs. 95-24147 og hs. 95-
24310 og Margrét Einarsdóttir skólanefnd, s.
95-24450.