Þjóðviljinn - 22.08.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.08.1990, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM Á Lilja Sjónvarpið kl. 22.05 Sjónvarpið endursýnir í kvöld kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, Lilju. Myndin er byggð á samnefndri smásögu eftir Hall- dór Laxness og var gerð árið 1978. Meðal leikenda eru Viðar Eggertsson, Sigurður Sigurjóns- son, Eyjólfur Bjarnason og fleiri. Dick Tracy verður til Sjónvarpið kl. 20.45 í kvöld sýnir Sjónvarpið heim- ildamynd um gerð bandarísku bí- ómyndarinnar Dick Tracy þar sem Warren Beatty leikur aðal- hlutverkið, hinn ráðagóða leyni- lögreglumann Dick Tracy. Aðrir leikarar eru Madonna og Glenne Headley og tónlistina gerðu Tony og Stephen Sondheim. í mynd- inni í kvöld verður skyggnst á bak við myndavélarnar þar sem verið er að gæða lífi þennan frægasta leynilögreglumann teiknimynd- asögunnar. Við gerð myndarinn- ar var reynt að varðveita blæ upphaflegu teiknimyndanna um Dick Tracy með því að fella lif- andi leik inn í þann litaheim sem Chester Gould valdi hetjunni í upphafi. Áhorfendur fá að gera sig heimakomna í hópi frægra leikara við æfingar og tökur og fylgjast með því hvernig förðun- armeisturum tekst um síðir að klæða stjörnurnar í gervi svip- mikilla sicúrka. Ný sumar- saga Rás 1 kl. 21.30 í kvöld hefst lestur nýrrar út- varpssögu þegar Einar Bragi hef- ur að lesa þýðingu sína á sögunni Á ódáinsakri eftir indversku skáldkonuna Kamala Markanda- ya. Lestrinum var áður útvarpað árið 1981. Þegar sagan kom út á íslensku árið 1958 ritaði Einar Bragi formála þar sem segir með- al annars: „Heimurinn er orðinn eitt byggðarlag og allir menn sveitungar, það er hinn mikli veruleiki vorrar aldar, venjulega þakkaður þjóðfélagsbyltingum og tækni nútímans. Enn sem fyrr ber okkur þó að hraðast yfir á þeim vegum sem skáldin hafa lagt milli mannlegra hjartna. En tækni og vaxandi félagshyggja hjálpar til að gera þá að þjóð- brautum. Seinustu árin hefur ís- lensk einyrkjasaga farið sigurför um heiminn, er nú nýkomin út í Indlandi og hér er indversk ein- yrkjasaga komin til íslands á leið sinni um löndin. Þannig bera þjóðirnar saman bækur sínar og verða hvor annarri nákomnari eftir en áður.“ DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS SJÓNVARPIÐ 17.50 Siðasta risaeðlan (17) (Denver, the Last Dinosaur). Bandarískur teikni- myndaflokkur. Þýðandi Sigurgeir Steingrímsson. 18.20 Níska konan (Lakoma barka). Brúðumynd frá Tékkóslóvakíu. Leikraddir Aöalsteinn Bergdal. Þýðandi Hallgrímur Helgason. 18.35 Magni mús (Mighty Mouse). Bandarísk teiknimynd. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Úrskurður kviðdóms (11) (Trial by Jury). Leikinn bandarískur myndaflokk- ur um yfirheyrslur og réttarhöld I ýmsum sakamálum. Þýðandi Ólafur B. Guðna- son. 19.50 Dick Tracy - Teiknimynd. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Grænir fingur (18) Trjátegundir. [ þættinum verður fjallað um eðli ýmissa trjátegunda sem völ er á hérlendis og sýnt hvers vænta má af þeim þegar þau eru orðin þrjátíu til hundrað ára. Umsjón Hafsteinn Hafliðason. Dagskrárgerl Baldur Hrafnkell Jónsson. 20.45 Dick Tracy verður til (The Making of Dick Tracy). Bandarisk heimilda- mynd um gerð bíómyndarinnar Dick Tracy. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 21.10 Taggart. Hold og blóð - annar þátt- ur. Leikstjóri Alan MacMillan. Aðalhlut- verk Mark McManus, James MacPher- son, lan Anders og Harriet Buchan. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 22.05 Lilja. Kvikmynd frá árinu 1978, byggð á samnefndri smásögu eftir Hall- dóru Laxness. Um uppruna sögunnar hefur Halldór Laxness sagt meðal ann- ars, „Ég var nýkominn að utan og var til húsa á hóteli í miðbænum um skeið. Þessi saga vaktist upp hjá mér við stöðugar líkhringingar úr Dómkirkj- unni.“ Leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson. Meðal leikenda eru Viðar Eggertsson, Sigurður Sigurjónsson, Eyjólfur Bjarna- son, Ólafur Órn Thoroddsen, Ellen Gunnarsdóttir og Áróra Halldórsdóttir. Myndin var fyrst sýnd 27. ágúst 1978. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. STÖÐ2 16.45 Nágrannar (Neighbours). Ástralsk- ur framhaldsflokkur. 17.30 Skipbrotsbörn (Castaway). Ástr- alskur ævintýramyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 17.55 Albert feiti (Fat Albert). Teiknimynd um þennan viðkunnanlega góðkunn- ingja barnanna. 18.20 Funi (Wildfire). Teiknimynd um stúlkuna Söru og hestinn Funa. 18.45 í sviðsljósinu (After hours). Frétta- þáttur úr heimi afþreyingarinnar. 19.19 19:19. Fréttir, veður og dægurmál. 20.30 Okkar maður. Bjarni Hafþór Helga- son bregður upp svipmyndum af athygl- isverðu mannlífi norðan heiða. Fram- leiðandi: Samver. Stöð 2 1990. 20.45 Njósnaför II (Wish Me Luck II). Framliald þessa spennandi mynda- flokks. Lokaþáttur. 21.35 Breska konungsfjölskyldan (Un- authorized Biography: The Royals). Heimsókn Elísabetar II Bretlandsdrottn- ingar hingað til lands er flestum I fersku minni. Þessi breska sjónvarpsmynd fjallar um fjölskyldu drottningar á hisp- urslausan hátt og dregur ýmislegt fram í dagsljósið. Seinni hluti verður sýndur að viku liðinni. 22.25 Rallakstur (Rally). Næstsiðasti þáttur ítalsks framhaldsmyndaflokks. 23.25 Frumskógardrengurinn (Where the River Runs Black). Lazaro er óskil- getinn sonur trúboða. Hann hefur meira saman við höfrunga að sælda en menn en þar kemur að félagi trúboðans á- kveður að leita drengsins og koma hon- um aftur til siðmenningarinnar. Aðal- hlutverk: Charles Durning, Alessandro Rabelo, Ajay Naidu, Peter Horton og Conchata Ferrell. Leikstjóri: Christop- her Cain. Framleiðandi: James G. Ro- binson. 1986. Lokasýning. 01.00 Dagskrárlok. RÁS 1 FM,92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Bjarni Guð- jónsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 1 morgunsárið - Erna Guðmunds- dóttir. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttirá ensku sagðar að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Sumarljóð kl. 7.15, hreppstjóra- spjall rétt fyrir kl. 8.00, menningarpistill kl. 8.22 og ferðabrot kl. 8.45. Auglýsing- ar laust fyrir kl. 7.30,8.00,8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatfminn: „Á Saltkráku" eftir Astrid Lindgren. Silja Aðal- steinsdóttir les þýðingu sina (13). 9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur með Halldóru Björnsdóttur. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Karl E. Pálsson. 10.00 Fréttir. 10.03 Þjónustu- og neytendahornið. Umsjón: Margrét Ágústsdóttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr bókaskápnum. Umsjón: Val- gerður Benediktsdóttir. (Einnig útvarp- að mánudag kl. 21.00). 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 11.53 Á dagskrá. Litið yfirdagskrá miðvik- udagsins í Útvarpinu. 12.00 Fréttayfirlit. Úr fuglabókinni. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 22.25). 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Dánarfregnir. Auglýs- ingar. 13.00 í dagsins önn - Svæðisstjórn fatl- aðra, ný þjónustumiðstöð. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá Egilsstöð- um) (Einnig útvarpað I næturútvarpi kl. 3.00). 13.30 Miðdegissagan: „Manillareipið" eftir Veijo Meri. Magnús Jochumsson og Stefán Már Ingólfsson þýddu. Eyvindur Erlendsson les (3). 14.00 Fréttir. 14.03 Harmonikuþáttur. Umsjón: Sigurð- ur Alfonsson. (Endurtekinn aðfaranótt mánudags kl. 3.00) 15.00 Fréttir. 15.03 Sumarspjall. Jón Ormur Halldórs- son. (Endurtekinn þáttur frá fimmtudagskvöldi). 16.00 Fréttir. 16.03 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Einnig útvarpað að loknum fréttum kl. 22.07). 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Hvaðan kemur regnhlífin? Umsjón: Elísabet Brekkan og Vernharður Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Schumann og Fauré. „Fiðrildi", ópus 2 eftir Robert Schumann. András Schiff leikur á pi- anó. Píanókvartett númer 2 I g-moll ópus 45 eftir Gabriel Fauré. Domus- kvartettinn leikur. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraftann. 18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. Þáttur um menningu og list- ir líðandi stundar. 20.00 Fágæti. Tónlist frá Indlandi. Slöng- utemjaratónlist. Bengalskur slöngu- temjari leikur áflautu. Morguntónlist frá Rajastan. Tónlistarmaður frá Rajastan leikur. „Raga Hamsadhwani", morgun- tónlistfrá Suður-lndlandi. Ravi Shankar leikur á sítar, Kanai Dutt á tabla-trommu og Nodu Mullick á tambúru. 20.15 Samtfmatónlist. Sigurður Einars- son kynnir. 21.00 Á ferð. Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. (Endurtekinn þáttur frá föstu- dagsmorgni). 21.30 Sumarsagan: „Á ódáinsakri" eftir Kamala Markandaya. Einar Bragi byrjar lestur þýðingar sinnar. (Áður útvarpað 1981). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Endurtekinn frá sama degi). 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Úrfuglabókinni. (Endurtekinn þátt- ur frá hádegi). 22.30 Suðurlandssyrpa. Umsjón: Inga Bjarnason og Leifur Þórarinsson. (Endurtekinn þáttur frá mánu- dagsmorgni). 23.10 Sjónaukinn. Þáttur um erlend mál- efni. Umsjón: Ágúst Þór Árnason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. (Endurtekinn frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum tll morguns. RÁS 2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífs- ins. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn meö hlustend- um. Upplýsingar um umferð kl. 7.30 og litið I blöðin kl. 7.55. 8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið heldur áfram. Heimspressan kl. 8.25. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir. Hringvegurinn kl. 9.30, uppá- haldslagið eftir tíufréttir og afmælis- kveðjur kl. 10.30. 11.03 Sólarsumar með Jóhönnu Harðar- dóttur. Molar og mannlífsskot í bland við góða tónlist. Þarfaþing kl. 11.30. 12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisf réttir - Sólarsumar heldur áfram. 14.10 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdótt- ir. Róleg miðdegisstund með Evu, af- slöppun I erli dagsins. 16.03 Dagskrá. Starfsmenn dægurmála- útvarpsins og fréttaritarar heima og er- lendis rekja stór og smá mál dagsins. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur i beinni útsendingu, sími 91-68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk Zakk. Umsjón: Sigrún Sigurð- ardóttir og Sigríður Arnardóttir. 20.30 Gullskífan - „John Wesley Har- dingj' með Bob Dylan frá 1968. 21.00 Úr smiðjunni - Crosby Stills Nash og Young. Lokaþáttur. Umsjón: Sigfús E. Arnjjórsson. (Endurtekinn þáttur frá liðnum vetri). 22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar _við hlustendur til sjávar og sveita. (Úrvali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt). Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPJÐ 01.00 Með grátt f vöngum. Gestur Einar Jónasson sér um þáttinn. (Endurtekinn þáttur frá laugardegi á Rás 2). 02.00 Fréttir. 02.05 Norrænir tónar. Dægurlög frá Norðurlöndum. 03.00 I dagsins önn. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá Egilsstöðum) (Endur- tekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1). 03.30 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mið- vikudagsins. 04.00 Fréttir. 04.03 Vélmennlð leikur næturlög. 04.30 Veðurfregnir. Vélmennið heldur áfram leik sínum. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 05.01 Landið og mlðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjá- var og sveita. (Endurtekið úrval frá kvöldinu áður). 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 06.01 Áfram island. Islenskir tónlistar- menn flytja dæguriög. LANDSHLUTAÚTVARPÁRÁS2 Útvarp Norðurland kl. 8.10-8.30 og 18.03-19.00. ÚTVARP RÓT FM 106,8 EFFEMM FM 95,7 BYLGJAN FM 98,9 STJARNAN FM 102,2 AÐALSTÖÐIN FM 90,9 Ungir eldhugar eru á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 21.20. Þar segir frá því að Emma og Hickok leggja land undir fót til að taka á móti barni vinkonu Emmu. Indíánar eru íárásarhug og margtferöðruvísi en ætlað er. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 22. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.