Þjóðviljinn - 22.08.1990, Side 11

Þjóðviljinn - 22.08.1990, Side 11
í DAG LESANDI VIKUNNAR Halldóra Geirharösdóttir svaka skutla. Mynd: Krístinn. r Hvað gerir þú þessa dag- ana? Núna? Ég var að hætta við að selja Hresstöskuna og ætla í staðinn að leita mér að annarri vinnu hálfan daginn. Ég væri til í að vinna einhvers staðar með fólki, eins og til dæmis á bama- heimili ef launin væm betri. Það er allt illa borgað í dag nema að vinna hjá pabba sínum. Þar get ég yfirleitt gengið í vinnu sem hann sjálfúr gefúr sér ekki tíma í. Eiginlega langar mig þó mest til að vera húsmóðir í nokkra mánuði og vera með sjö mánaða dóttur minni. Auðvitað yrði ég aldrei bara húsmóðir, það er alltaf eitthvað að gera með hljómsveitinni sem ég er í. Við vomm að gefa út fyrstu stóm plötuna okkar í sumar og emm að reyna að selja hana. Manstu hvað þú varst að gera fyrir tíu árum? Jú, ég var nýorðin tólf ára og sem sagt á leið í tólfárabekk þá um haustið og með skólanum lék ég í Óvitum í Þjóðleikhús- inu. En ef þú meinar tiu ár upp á dag, þá var ég í sveit austur í Biskupstungum og var þar að taka upp gulrætur. Attu einhverjar sérstakar gulrótarminningar? Þær vom ofsalega góðar, gulrætumar. Þá lærði ég fyrir al- vöm að meta þær. Sem sagt bara góðar minn- ingar frá gulrótarsumri? Flestar. Til dæmis vom það góðir dagar þegar við vomm í pökkuninni, það var mun erfið- ara að taka upp, ég varð svo þreytt í úlnliðunum við að bijóta grasið af gulrótinni. Skemmti- legast var þó að keyra traktorinn að pökkunarhúsinu og það fékk ég að gera alveg þangað til sást til mín og hvað ég fór hratt. Eft- ir það varð ég óhamingjusöm i sveitinni. Einu sinni var ég í sveit í útlöndum, þá varð ég líka óhamingjusöm þegar ég fékk ekki að nota farartæki heimilis- ins. Þér fannst þú ekki eiga framtíð í gulrótariðnaðinum? Nei. Hvernig eyðirðu frístund- unum? Þá spila ég í Risaeðlunni og svo var ég að eignast Muddy Fox fjallahjól sem ég hlakka til að geta notað meira. Mig vantar ennþá stól handa dóttur minni svo við getum farið saman. Hvað ertu að lesa? Bókin við rúmið er Óbæri- legur léttleiki tilvemnnar. Hún er nú bara þama af þvi að hún er svona léttmeti. Hef ekki lesið neitt tormelt undanfarin ár. Ekki vegna þess að það sé leiðinlegt, heldur gef ég mér ekki tíma, eða þá nenni ég því ekki. Kannski les ég tormelt seinna, kannski þarf ég þess ekki. Kannski horfi ég meira i kring um mig í stað- inn. _ Áttu þér uppáhaldsbarna- bók? Já, það er Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Kipling. Af hverju? Það er vegna þess að mér fannst hún svo dularfull. Allt smásagnasafnið sem hún er í er mér svo minnisstætt. Sögumar útskýra Iíka hitt og þetta; af hveiju raninn á fílnum var svona langur, af hverju kötturinn fór sínar eigin leiðir, af hveiju húðin á nashymingnum var svona hmfótt. Hvers minnistu úr Bibií- unnj? Ég hef ekki lesið hana. Ég las bara Biblíusögur í bama- skóla og gerði það ekki með sér- staklega mikilli eftirtekt, nema helst sögumar sem ég gerði myndir við. Var á dálitlu mót- þróaskeiði þá. Ég kærði mig t.d. ekki um að fermast, sá eiginlega engan tilgang með því þá og finnst það í lagi í dag að hafa ekki fermst. Það skiptir kirkjuna engu máli hvort ég fermdist eða ekki. Það sem ég sjálf er að hugsa skiptir mig máli, en það er allt í mótun ennþá og ég get þess vegna ekki sett það í orð. Ég get alls ekki gengið inn í fúllmótuð kerfi annarra. Ég er bara tuttugu og tveggja. Hefurðu kosið? Já, tvisvar. Kaustu sama flokkinn í bæði skiptin? Ég man það ekki og veit þar af leiðandi ekki hvort ég er á- nægð með frammistöðu þeirra. Er til hugrckki? Já, það er til, eða svona á- ræðni. Fólk sem er hugrakkt er ofsalega heppið, það er eigin- lega hetjur. Það er líka einhver ljómi yfir því að vera hugrakkur, eða þvi sem mér finnst að vera hugrakkur. Svo er líka til ákveð- ið fólk, en það er ekki það sama. Aftur á móti veit ég ekki hvort ég get nefnt neina hugrakka manneskju. Er landið okkar varið land eða hernumið? Það er hægt að vera með svo mikið af yfirlýsingum í sam- bandi við þetta, en það er hemumið en ekki varið. I upp- hafi var það í raun hemumið og ekki virðumst við geta losnað við þá. Við gætum sagað af Reykjanesbroddinum og látið kökuna renna út í dýpstu pytti Atlantshafsins. Þetta á ekki að gera með neinum látum, heldur dunda við þetta um tíma. Mín tillaga um lausn. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Annað hvort þetta að geta ekki tekið ákvarðanir eða þá á- hrifagimina. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Áður en hljómsveitin varð til þá var það hvað ég er frábær skemmtikraftur, en fólk skilur það kannski núna. Svo er það ..., nei, ég vil ekki segja, ég er enn að vinna í því. Hver er uppáhaldsmatur- inn þinn? M m m m m pasta, pasta, pasta. Hvert Iangar þig helst til að ferðast? Áður en ég eignaðist dóttur- ina langaði mig mest í ævintýra- ferðalög, til Suður-Ameríku og líka til Japan, en nú myndi mig helst langa til Grikklands. Hvaða ferðamáti á best við Þ'g? Hver sem er, bara ef ég þarf ekki að ferðast ein. Mér leiðist ef ég get ekki upplifað með öðmm það sem ég sé. Kostir og gallar landa þinna? Ég sé eiginlega engin þjóð- areinkenni á Islendingum, bara á öðmm þjóðum. Sennilega vegna þess að ég er svo mikill íslend- ingur. Allt þetta sem sagt er um óstundvísi og skort á mannasið- um; ég kann enga mannasiði sjálf og kem alltaf of seint. Nei, ég sé ekkert neikvætt við íslend- inga. Hvað viltu að ég spyrji þig um? Hvað ég ætli að verða. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór? Ég ætla að verða frábær. Guðrún ÞJQÐVIUINN FYRIR50 ÁRUM Trotskí sýnt banatilræði. í fregnum frá Mexíkó er skýrt frá því að Trotskí hafi verið sýnt banatilræði. Sá sem það gerði virðist hafa verið einn af læri- sveinum hans, a.m.k. er tekið fram í fregninni að hann hafi verið heimagangur hjá Trotskí árum saman. Brezka útvarpið skýrði svo frá í gær, að í firegn- um væri tilræðismaðurinn ým- ist sagður Frakki, Rússi eða Belgíumaður. 22. ágúst miðvikudagur. Symfóríanus- messa. 234. dagur ársins. Sól- arupprás í Reykjavík ki. 5.39 - sólarlagkl. 21.20. Viðburðir Jömndi hundadagakonungi steypt 1809. Anarkistamir Sacco og Vanzetti Ifflátnir 1927. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búöa vikuna 17. til 23. ágúst er í Árbæjar Apóteki og Laugamess Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síðamefnda apó- tekið eropið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliða hinu fyrmefnda. LOGGAN Reykjavík.................» 1 11 66 Kópavogur.................» 4 12 00 Seltjamames...............» 1 84 55 Hafnarfjörður.............® 5 11 66 Garðabær..................» 5 11 66 Akureyri..................® 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavík..................” 1 11 00 Kópavogur..................» 1 11 00 Seltjamames................» 1 11 00 Hafnarijörður..............5 11 00 Garðabær.................. ® 5 11 00 Akureyri....................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrír Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er (Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg- ingar og tímapantanir i» 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu em gefriar í símsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn,« 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan, » 53722. Næturvakt lækna,« 51100. Garðabæn Heilsugæslan GarðaflöL » 656066, upplýsingar um vaktlækna, « 51100. Akureyrí: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni, rr 22311, hjá Akureyrar Apóteki, ® 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá kl 17 til 8 985-23221 Keflavik: DagvakL upplýsingar I » 14000. Vestmannaeyjar Neyðarvakt lækna, »11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: Alla daga Id. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspítalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarheimili Reykjavíkur v/Eiriksgötu: Almennurtími kl. 15-16 alla daga, feðna- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunariækningadeild Land- spltalans, Hátúni 10B: Alla daga Id. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stöðin við Barónsstíg: Alla daga Id. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspítaii: Alladagakl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annana en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs- spitali Hafnartirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn: Alla dagakl 15 til 16og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Aila daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 tíl 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Hjálparstöö RKl: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35,« 91-622266, oplð allan sólarhringinn. Samtökln 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðnjm tímum. » 91-28539. Sálfræöistöðin: Ráögjöf I sálfræðilegum efnum,» 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga ffá kl. 8 til 17, » 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbamelnssjúklinga og aðstandendur þeirra i Skógartilíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmlsvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeina I» 91-22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni:» 91-622280, beint samband við lækn'i/hjúkrunarffæð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf:« 91- 21205, húsaskjól og aöstoö við konur sem beittar hafa verið otbeldi eða orðið fyrir nauögun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22,» 91-21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeina sem orðið hafa fyrir s'iljaspellum:» 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: » 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. StigamóL miðstöð fýrir konurog böm sem orðið hafa iyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræösla, upplýsingar, Vesturgötu 3,» 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I » 686230. Rafveita Hafnarfjaröar: BilanavakL » 652936. GENGIÐ 21. ágúst 1990 Sala Bandaríkjadollar.............56,84000 Steriingspund...............108,50800 Kanadadollar.................49,76600 Dönsk króna...................9,44890 Norsk króna...................9,35410 Sænsk króna...................9,84920 Finnskt matk..................15,36220 Franskur franki...............10,78350 Belgískurfranki................1,76170 Svissneskur franki............43,75670 Hollenskt gyllini.............32,16300 Vesturþýskt mark..............36,24420 Itölsk líra....................0,04902 Austunískur sch................5,15020 Portúgalskur escudo........... 0,40980 Spánskur peseti...............0,58630 Japanskt jen..................0,38747 Irskt pund....................97,22800 KROSSGÁTA Lárétt: 1 rotnun4 lögun 6 ástsæll 7 þvott- ur9árna12eins14spil 15hrædd 16hindrun 19elskaði10hyggi21 hrella Lóðrétt: 2 fugl 3 hrúga 4 land 5 vindur 7 að- kenning8minnka10 erfiða 11 ásýnd 13fant- ur 17 fljótið 18 stúlka Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 sála4soga6 nýt7riss9ómak12 kalla 14 fær 15 und 16 Einar19sýkn20laga 21 knáir Lóðrétt: 2 ári 3 ansa 4 stól5góa7rífast8 skrekk10maurar11 koddar 13lán17inn18 ali Miðvikudagur 22. ágúst 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.