Þjóðviljinn - 22.08.1990, Síða 12
þJÓÐVIUINN
Miðvikudagur 22. ágúst 1990. 155. tölublað 55. örgangur
SÍMI 681333
SÍMFAX
681935
Viktor og Kristján virða hróðugir fyrir sér uppskeru haustsins. Mynd: Kristinn.
Langbesti garðurinn
Heilsað upp á unga rœktendur íSkólagörðum Vesturbæjar í Kópavogi
—iSPURNINGIN
Ræktaröu kartöflur?
Helga Sigurðardóttir
húsmóðir:
Nei, það geri ég ekki og hef aldrei
gert. Ég hef enga aðstöðu til
þess.
Berglind Guðmundsdóttir
húsmóðir:
Nei, ég rækta ekki kartöflur og
hef engan áhuga á að gera það.
Guðlaugur Loftsson
sjómaður:
Nei, það geri ég ekki. Ég gerði
það fyrir tveimur árum, en svo
skipti ég um húsnæði og þá datt
það um sjálft sig.
Andrea Björgvinsdóttir
nemi:
Nei, og ég hef aldrei gert það. Ég
borða samt kartöflur.
Sigurlín Sigurðardóttir
ellilífeyrisþegi:
Nei, ég er löngu hætt því. Ég
ræktaði kartöflur í gamla daga og
það voru þær bestu kartöflur sem
ég hef fengið.
Maðurinn uppskcr eins og
hann sáir og það eru krakk-
arnir í skólagörðum landsins að
uppgötva þessa dagana. Vinna
sumarsins er að skila sér og 1
Skólagörðum Vesturbæjar í
Kópavogi voru ungir ræktendur
að líta eftir plöntunum þegar
Þjóðviljamenn bar þar að garði.
Viktor Kristmannsson 6 ára og
Kristján Magnússon, sem er að
verða 8 ára, voru nýbúnir að taka
upp næpur. Kristján sagði að
hans garður væri mjög góður.
„Ég rækta blómkál, radísur,
næpur, hvítkál, salat og spínat og
svo setti ég 40 kartöflur niður og
hlýt að fá að minnsta kosti 100
upp.“
Hvað finnstþér best á bragðið?
„Salatið, ég bleyti það bara
fyrst. Ég er með tvær kanínur í
bílskúrnum heima og þær háma
þetta alveg í sig, ég gef þeim sal-
at, spínat og fjögurra laufa
smára.“
Ég hélt að maður óskaði sér ef
maðurfengifjögurra laufa smára.
„Já, bara fýrst, svo er allt í lagi
að gefa kanínunum þá.“
Hvaðfinnst þér skemmtilegast?
„Mér finnst skemmtilegast að
eiga minn eigin garð, og
skemmtilegustu jurtirnar eru
radísurnar. Þegar ég er ekki í
görðunum er ég að leika mér í
fótbolta."
„Svo erum við í fimleikum í
Gerplu,“ segir Viktor. „Þar
sveiflar maöur sér í hringjum og
hoppar og stekkur á trampólíni
og allt. Ég er nú eiginlega ekki í
skólagörðunum en ég fer alltaf
með honum Kristjáni.“
Hafdís Huld Þrastardóttir er 11
ára og á garð við hliðina á Krist-
jáni.
„Garðurinn minn er alveg úti í
horni og það er dálítið langt að
fara þangað þegar maður þarf að
fara að vökva. Ég rækta eiginlega
allt, t.d. dill, kartöflur, steinselju
og rófur.“
Hvað finnst þér skemmtilegast
að rœkta?
„Það er allt jafn skemmtilegt,
maður hugsar um það alveg eins.
Mér finnst blómkálið best á
bragðið, stundum borða ég það
bara úti í garði en oftast fer ég
með það heim og þvæ það.“
Hvað ertu lengi hérna á dag-
inn?
„Það er nú svo misjafnt, ég er
að passa og ég mæti alltaf með
litlu stelpuna sem ég er að passa
og oftast með litlu systur mína
líka. Stundum er litla stelpan að
reyna að hjálpa mér en það
gengur nú ekki alltaf eins og það
á að gera hjá henni. Hún reytir
t.d. arfann í fleiri görðum en mín-
um því hún veit ekki hvar minn
endar. En hún er nú bara
tveggja."
Ertu búin að taka upp mikið?
„Dálítið, kryddjurtirnar,
brokkálið, hnúðkálið og allt
blómkálið. Það vex eiginlega allt
vel, sérstaklega salatið, en ég er
búin að taka það oft upp. Veðrið
er stundum búið að vera gott en
það er búið að rigna mikið þannig
að við höfum ekki þurft að vökva
mikið. í nótt kom líka rok og fór
illa með jurtirnar. Mér finnst
mjög gaman að vera í skólagörð-
unum og það er margt skemmti-
legt sem við gerum. Við fórum í
Viðeyjarferð síðasta fimmtudag,
fórum með nesti út í eyjuna og
vorum dálítið lengi. Við fórum í
göngutúr um eyjuna, skoðuðum
fornminjarnar sem verið er að
grafa upp og fórum í leiki. Við
fórum líka í heimsókn til krakk-
anna í Fífuhvammi og fengum
popp hjá þeim. Svo skoðuðum
við Hlíðargarðinn sem er
skemmtigarður hérna í Kópa-
vogi. Við héldum leikjadag og
svo var íþróttadagur en þá fórum
við máluð í framan og klædd í
grímubúning upp á Kópavogsvöll
og þar var keppt í kýló, fótbolta
og hlaupi. í næstu viku förum við
í Húsdýragarðinn. Skólinn hjá
mér er að byrja bráðum en ég
vildi bara halda áfram í skóla-
görðunum. Þetta er langbesti
garðurinn, það vex svo mikið
hérna og í hitteðfyrra kom pabbi
á vörubíl til að sækja græn-
metið.“
Jóna Rut Guðmundsdóttir og
Auður Björgvinsdóttir leiðbeina
krökkunum við ræktunina. Jóna
segir 60 reiti vera í Skólagörðum
Vesturbæjar og eitthvað á milli
60 og 70 börn sem stundi ræktun-
ina. Jurtirnar hafi dafnað vel í
sumar fyrir utan að maðkur
komst í nokkra reiti og laumaði
sér í blómkálið en sem betur fer
hafi ekki mikið skemmst.
Áttunda september lýkur svo
vertíðinni en þá verður upp-
skerudagur hjá krökkunum í
Skólagörðum Vesturbæjar.
el