Þjóðviljinn - 15.09.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR
Líbería
0“ ryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna samþykktí í fyrradag
að flytja mættí matvæli til íraks
og Kúvæts undir vissum kring-
umstæðum af mannúðarástæð-
um, með því skilyrði að mat-
vælunum yrði útbýtt af Sam-
einuðu þjóðunum eða ákveðn-
um stofnunum í samráði við
þær. Þær stofnanir sem einkum
koma til greina í því sambandi
eru Alþjóðanefnd Rauða kross-
ins og fleiri sem sinna líknar- og
hj álparstarfsemi.
Gert er einnig ráð fyrir því að
matvæli, sem flutt verði til Iraks
og Kúvæts samþykktinni sam-
kvæmt, verði útveguð af stofnun-
um þessum.
Indverskt skip fermt matvæl-
um, sem í viku hefur legið í höfn í
Cochin í Suður-Indlandi, verður
Gabon
Fyrstu frjálsu
kosningarnar
Fyrstu frjálsu kosningarnar í
Gabon í Mið-Afríku, frá því að
það land varð sjálfstætt ríki fyr-
ir 30 árum, fara fram á morgun
og taka þátt i þeim 36 stjórn-
málaflokkar. Eru þetta fyrstu
frjálsu kosningarnar í Afríku
eftír að farið var að kreljast lýð-
ræðis þar í álfu fyrr á árinu.
Forseti landsins, Omar Bongo,
hefúr ráðið þar ríkjum í 22 ár og
haft einsflokkskerfi, þannig að
flokkur hans, Lýðræðisflokkur Ga-
bons, hefur verið sá eini löglegi f
landinu. Hann ákvað I mars s.l. að
binda endi á valdaeinokun flokks
síns og kvaddi saman ráðstefnu til
umræðna um nýja stjómarskrá.
Forsetinn hraðaði ráðstöfúnum um
þetta eftir að komið hafði til mót-
mælaaðgerða og óeirða. Oánægja
út af versnandi lífskjömm, sem
stöfuðu af verðfalli á olíu, helstu
útflutningsvöru Gabons, átti veru-
legan þátt í að til óspektanna kom.
Frakkland sendi þá herlið til lands-
ins, sem fyrrum var nýlenda þess,
til vemdar Frökkum þarlendis, en
þeir skipta þúsundum.
Róttæk samtök halda því fram
að ekki hafi verið með öllu lýðræð-
islega að undirbúningi kosning-
anna staðið, þar eð Bongo hafi ver-
ið einráður um það hverjir sátu
ráðstefnuna um stjómarskrána.
íbúar Gabons em um 1,2 miljónir.
Reuter/-dþ.
L
Engar friðarlíkur enn
Menn Taylors handtaka óbreytta nígeríska borgara. Búist við fullu
stríði milli hans og Johnsons, sem líklega fær stuðning ECOMOG
Fulltrúar Sovétríkjanna, Bretlands og Bandaríkjanna (t.f.v.) í Öryggisráði S.þ.
samþykkja að framfylgja viðskiptabanninu gegn Irak - vissar undanþágur
leyföar.
Örvggisráð S.þ.
Matvæli til íraks
og Kúvæts
Ætluð útlendingum sem búa við bjargarskort
fyrsta skipið sem fer til Iraks eða
Kúvæts samþykktinni sam-
kvæmt. Samkvæmt nýjustu upp-
lýsingum um fjölda útlendinga í
þessum löndum em þar enn um
140.000 Indverjar og fregnir
herma að þeir og fleiri útlending-
ar búi þegar við matarskort. Er
farmur skipsins ætlaður Indveij-
um þessum.
Thomas Pickering, fulltrúi
Bandaríkjanna í Öryggisráðinu,
sagði að óhjákvæmilegt væri að
matvælum sendum til Iraks og
Kúvæts yrði útbýtt undir eftirliti
Sameinuðu þjóðanna og annarra
alþjóðastofnana, til að tryggt yrði
að þau yrðu til bjargar þeim sem
til væri ætlast, en væm ekki tekin
til að fóðra íraska herinn. íraks-
stjóm hefúr lýst því yfir að hún
muni ekki leyfa utanaðkomandi
aðilum að hafa eftirlit með mat-
væladreifingu á sínu yfirráða-
svæði.
Fulltrúar 13 ríkja af 15, sem
sæti eiga í Öryggisráðinu, greiddu
samþykktinni atkvæði, en tvö
vom á móti, Kúba og Jemen.
Fulltrúi Kúbu hafði áður lagt fram
tillögu þess efnis, að aðgangur að
helstu matvælum og læknishjálp
væm gmndvallannannréttindi,
sem stæðu ofar viðskiptabönnum
Sameinuðu þjóðanna. Sú tillaga
var felld með atkvæðum Banda-
ríkjanna, Bretlands, Kanada,
Finnlands og Frakklands gegn at-
kvæðum Kúbu, Kína og Jemens.
Sjö sátu hjá, þeirra á meðal Sovét-
ríkin.
I tillögunni um viðskiptabann
gegn írak, sem samþykkt var í Ör-
yggisráðinu fjórum dögum eftir
innrásina í Kúvæt, er tekið fram
að flytja megi til Iraks og Kúvæts
vömr eingöngu ætlaðar til læknis-
hjálpar og matvæli, þegar ætla
megi að mannúðarástæður út-
heimti það. Reuter/-dþ.
Líberískir uppreisnarmenn í
liði Charles Taylor, sem hef-
ur mestan hluta landsins á sinu
valdi, réðust fyrir skömmu inn í
sendiráð Nígeríu í Monróvíu,
höfuðborg landsins, og ráku
þaðan á brott með sér þúsundir
Nígeríumanna, sem leitað
höfðu hælis i sendiráðinu og
Iétu fyrirberast á lóð þess. Var
þetta í gær haft eftir háttsettum
vesturafrískum stjórnarerind-
reka. Voru Nígeríumennirnir,
sem allir voru óbreyttir borgar-
ar, reknir tíl staða á valdi upp-
reisnarmanna inni í landi.
Fleira hefur ekki af þeim frést.
Margt óbreyttra borgara ffá
Vestur-Afríkuríkjum þeim, sem
skorist hafa í leikinn í Líberíu
með því að senda þangað her, em
enn þar í landi og hótaði Taylor
því fyrir nokkm að láta drepa þá,
þar eð herinn sem ríkin sendu
væri ætlaður Doe Líberíuforseta
til stuðnings. Ríki þau er herinn
sendu em Nígería, Ghana (sem
lögðu til mestan hluta liðsins, er
alls er um 3000-4000 manns),
Gínea, Gambía og Sierra Leone.
Doe er nú að öllum líkindum
dauður og vöm manna hans að
mestu á þrotum, þótt vera kunni
að einhverjir þeirra haldi enn for-
setabústaðnum. En ekki hafa frið-
arhorfur aukist við það, að mati
kunnugra, því að nú blasir við
stríð á milli uppreisnarforingj-
anna tveggja, Taylors og Prince
Yormie Johnson. Johnsons menn
hafa allra síðustu daga hrakið
menn Taylors úr nokkmm hluta
miðborgar Monróvíu, að sögn
fréttamanns breska útvarpsins þar
í borg með aðstoð ECOMOG,
eins og herinn frá ríkjunum fimm
er kallaður. Taylor hefur sagt
þeim her stríð á hendur og er því
líklegt að hann snúist í lið með
Johnson.
Komið hefur nú ffam að
handtaka og dauði Does forseta
átti sér stað með þeim hætti, að
menn forsetans, sem farinn var úr
bústað sínum til aðalstöðva EC-
OMOG í borginni, gáfúst upp fyr-
ir mönnum Johnsons og afhentu
vopn sín gegn loforði um grið. En
jafnskjótt og menn forsetans vom
vopnlausir orðnir hófu menn
Johnsons á þá skothríð úr dauða-
færi og drápu af þeim yfir 60,
sumir segja um 80. Doe særðist
og var handtekinn, lést síðan ann-
aðhvort af sámm eða var drepinn.
Bráðabirgðastjóm fyrir Lí-
beríu hefúr verið mynduð í Banj-
ul, höfuðborg Gambíu, með
blessun sumra aðildarríkja Efna-
hagsbandalags Vestur-Afríku
(ECOWAS), en ekki er að sjá að
neinir í Líberíu taki mark á henni.
Efnahagslíf landsins, sem var
ekki upp á marga fiska fyrir stríð-
ið, sem staðið hefúr nú i næstum
níu mánuði, er í rúst af völdum
þess og fjöldi fólks, sumir segja
hálf miljón, hefúr fíúið land. Er
það næstum fjórðungur lands-
manna. Hungur hefur orðið hlut-
skipti margra þeirra, sem enn em
í landinu, þar á meðal margra
uppreisnarmanna.
Þúsundir manna, samkvæmt
einni ágiskun 5 eða 6 þúsund,
hafa verið drepnir í ófriðnum,
flestir að líkindum óbreyttir borg-
arar. Hermenn Does af Kra-
hnþjóðflokki drápu meðan til
vannst niður fólk af þjóðflokkun-
um Gio (sem Johnson er af) og
Mano, en uppreisnarmenn drápu
á móti niður Krahna og Mandin-
góa, en þær þjóðir vom Doe hlið-
hollar. Mannfall í bardögum hef-
ur hinsvegar ekki verið mikið,
þótt mikið hafi verið skotið, enda
benda sumar ffegnir til þess að
meginregla allra stríðsaðila hafi
verið að forðast að koma nálægt
hver öðmm. Reuter/-dþ.
Dagleg sjón á Sri Lanka - manneskja drepin I borgarastrlði stjómarinnar og
tamílskra sjálfstæðissinna.
Barist um hvert hús
Barist var í gær um hverja
götu og hvert hús í Jafina, borg á
norðurhluta Sri Lanka, en hún
hefur um skeið verið að mestu á
valdi ffelsistígra svokallaðra, ta-
mílskra uppreisnarmanna. 150-
160 menn fellu í götubardögum
þessum í fyrradag og gær, að sögn
talsmanns Sri Lankahers, en þeir
sem beijast em sá her og ffelsi-
stígrar.
Stjómarherinn mddist inn í
Jaffna í fyrradag og leysti úr um-
sátri um 200 liðsmenn sína, sem
varist hafa tígrunum í þijá mán-
uði. Vörðust þeir í virki, sem Hol-
lendingar byggðu á 17. öld, er
þeir vom mesta sjó- og verslunar-
veldi heims og höfðu mikil ítök á
Sri Lanka, sem til skamms tíma
hét Ceylon.
Flugslys á Grænlandi
Leitarþyrla fann í gær flak af
danskri flugvél, sem var á flugi
yfir Vestur-Grænlandi og saknað
hefúr verið síðan á þriðjudags-
nótt. Óttast er að átta menn, sem
vom með vélinni, hafi allir farist.
Flugvélin var tveggja hreyfla
Cessna 441 og var nýlögð af stað
frá flugvellinum í Syðri Straum-
firði áleiðis til Goose Bay á La-
brador er hún fórst. Að sögn
danskra blaða var vélin á leigu hjá
kanadísku útgerðarfyrirtæki og
var með henni kanadísk togara-
áhöfn á heimleið.
Veður var vont er vélin lagði
af stað. Flakið fannst um um 145
km suðvestur af flugvellinum.
Ítalía
Bretland
Eyðimerkurrottur til Saúdi-Arabíu
Margaret Thatcher, forsæt-
isráðherra Bretlands, fyr-
irskipaði í gær að 6000 manna
brynstórfylki yrði sent tíl
Saúdi- Arabíu til eflingar her
þeim undir forustu Bandaríkja-
manna sem þar hefur verið
safnað gegn Irak. Eru þetta
mestu flutningar brynvarins
bresks liðs frá því í heimsstyrj-
öldinni síðari.
Hér er um að ræða sjöunda
brynstórfylki breska hersins, sem
nú er staðsett í Vestur- Þýska-
landi. Stórfylkið, sem hefur 120
skriðdreka af gerðinni Challeng-
er, er nefnt Eyðimerkurrottumar
eftir þeim her Breta og banda-
manna þeirra, sem sigraði Þjóð-
veija og Itali í Norður-Afríku í
heimssfyijöldinni síðari.
Bretland hefúr þegar sent um
40 herflugvélar til Persaflóasvæð-
isins auk sjö herskipa og nokk-
urra birgðaskipa og ákveðið hefúr
verið að það sendi fleiri herflug-
vélar. Talið er að um þijár vikur
muni líða áður en skriðdrekar sjö-'
unda brynstórfylkisins verði
komnir á ákvörðunarstað.
James Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, skoraði ný-
verið á bandamenn Bandaríkj-
anna í Nató að senda meiri land-
her til Saúdi- Arabíu, og mun
þessi ákvörðun bresku stjómar-
innar hafa verið tekin með hlið-
sjón af þeirri beiðni.
Reuter/-dþ.
Skæruliði ogflokks-
leiðtogi latinn
Giancarlo Pajetta, einn vin-
sælustu og virtustu fomstumanna
Kommúnistaflokks Ítalíu, lést í
fyrradag, 79 ára að aldri. Bana-
meinið var hjartabilun.
í heimsstyijöldinni síðari
barðist Pajetta í liði ítalskra
skæruliða gegn Þjóðveijum og
ítölskum fasistum og sat í fram-
kvæmdaráði flokks sins í 45 ár,
auk þess sem hann var lengi þing-
maður. Hann tók nærri sér deilur
þær, sem undanfarið hafa geisað í
flokknum út af tillögum um að
hann ætti að taka sér nýtt nafn og
af*eggja hamars- og sigðarmerki,
til að fyrirbyggja að hann verði
bendlaður við hið nú fallna alræði
kommúnistaflokka Austur-Evr-
ópu og Sovétríkjanna. Sagði Paj-
etta skömmu áður en hann lést að
þær deilur hefðu orðið sér meiri
raun en flest annað, sem hann
hefði reynt í lífinu.
Um 10.000 manns komu i gær
saman fyrir framan þinghúsið í
Róm til að votta hinum látna
hinstu virðingu, sungu skæruliða-
söngva og veifúðu rauðum fán-
um. Meðal þeirra sem voru við-
staddir þessa minningarathöfn
voru Francesco Cossiga, forseti
Italíu, Giulio Andreotti forsætis-
ráðherra og formenn allra stjóm-
málaflokka. Reuter/-dþ.
Keppendtir mæti víð Mógílsá kí. 13:00 en gangan hefst kl. 14:00 Fliigbjörgtinarsveitin - Radíóbuðln hf.