Þjóðviljinn - 15.09.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.09.1990, Blaðsíða 7
ERLENT „Eg trúði ekki eigin augum“ Birna Hjaltadóttir, Jyrsti íslendingurinn sem sleppur firá Kúvœt: Otrúlegt að horfia á skrið- drekana keyra niður götuna og heyra sprengingarnar drynja Bima Hjaltadóttir Þeir einu sem veittu einhverja mótspymu vonj bedúinamir I eyðimörkinni sem drógu fram veiðiriffl- ana sina. Mynd Jim Smart. „Við vöknuðum upp klukkan hálfsex að morgni við að íslensk vinkona okkar hringdi og sagði að Irakarnir væru komnir. „Það er verið að skjóta eld- flaugum hér fyrir utan glugga hjá mér!“ sagði hún. Við þutum út í glugga og sáum þá reykjar- súlur stíga upp hér og þar, sprengingar dundu og síjukust. Síðan sáum við skriðdreka keyra niður götuna næst hús- unum okkar. Mér fannst ég vera að horfa á lélega bíómynd, það var svo óraunverulegt að horfa á þetta að maður trúði ekki sínum eigin augum. Ég trúi ekki enn þann dag í dag að þetta hafi gerst. A nokkrum klukkutímum er bara hægt að marséra inn í eitthvert land, taka það og svo flýr allt fólkið, æðir út úr landinu í panikk og skilur allt eftir.“ Þannig lýsir Bima Hjaltadótt- ir, fyrsti íslendingurinn sem sleppur frá Kúvæt, fyrstu tímum innrásar íraka þann 2. ágúst síð- astliðinn. Bima kom til Islands frá Kúvætborg á fimmtudags- kvöld eflir langa og erfiða ferð sem hófst klukkan 11 á miðviku- dagsmorgun. Einangruð frá umheiminum Daginn áður hafði Gísli Sig- urðsson svæfingalæknir, eigin- maður hennar, heyrt BBC segja frá því í stuttbylgjutækinu þeirra, að Bretar hefðu tekið að sér mál danska sendiráðsins í Kúvæt. Þegar þau könnuðu málið reynd- ist það þó ekki rétt en þeim var bent á að Bandaríkjamenn væm að skipuleggja ferð. Bandaríska sendiráðið samþykkti strax að koma til hjálpar og Bima fór í hópi fjögur hundmð bandarískra og breskra kvenna og araba sem eiga skyldmenni í Bandaríkjun- um, með rútu á flugvöllinn. Það- an var flogið með iraskri vél til Bagdað. Þar tók við fjögurra tíma bið og síðan sjö tíma flug til London. Lent var á Gatwick og þar tók Rauði krossinn á móti ör- þreyttu fólkinu. Frá London flaug Bima síðan beint heim til íslands. í Bagdað tók hún að sér að fylgja til London þremur litlum drengj- um sem vom á leið ffá föður sín- um í Kúvæt til móður sinnar í Bandaríkjunum. Þau Bima og Gísli hafa verið búsett í Kúvætborg undanfarin fimm ár ásamt þremur bömum sínum sem em 12, 15 og 17 ára gömul. Bömin hafa verið hér á landi hjá ömmu sinni síðan snemma í sumar en ár hvcrt hcfur fjölskyldan komið til Islands í tveggja mánaða ffí. Gísli er enn í Kúvæt, enda em læknar kyrrsettir og óvíst hvenær hann sleppur heim. „Sem betur fer skildum við krakkana eftir þegar við fómm út þann 27. júlí,“ segir Bima. „Þau vildu verða effir og okkur fannst óþarfi að taka þau með því það er svo heitt í júlí og skólamir byija ekki fyrr en í lok ágúst. Ég fór með Gísla vegna þess að ég átti að byrja að vinna sem læknaritari við skurðdeildina á háskóla- sjúkrahúsinu einmitt 2. ágúst.“ Örlögin tóku í taumana Fjölskyldan bjó í Svíþjóð í átta ár og fluttist til Kúvæt vegna læknaskiptasamnings milli há- skólasjúkrahúsa landanna. „Þetta var ævintýramennska í okkur,“ segir Bima. „Gísli var með rann- sóknir í gangi og vildi fylgja þeim eftir. Við ákváðum að prófa í tvö ár, okkur fannst spennandi að kynnast einhveiju alveg nýju. Þessi tvö ár urðu að fimm ámm og við vomm að byija sjötta árið núna og það síðasta, því við vild- um leyfa Hjalta, elsta syninum, að ljúka stúdenstprófi úti. Þetta átti sem sagt að vera síðasta árið okkar. En örlögin tóku í taum- ana.“ Bima segist Iítið hafa orðið vör við ofbeldisverk íraka í borg- inni, enda sé háskólahverfið sem þau hjónin bjuggu í mjög vemd- að. Kristín Kjartansdóttir býr í sama hverfi ásamt manni sínum, Sameh Issa og Qórum bömum. Sameh er af palestínskum ættum en með íslenskt ríksifang. „Krist- ín hefði getað komið heim núna en hún er í allt annarri aðstöðu. Bömin okkar vom hér á Islandi og Gísla fannst að annað okkar yrði að vera hjá þeim. Við vissum ekkert hvað fólkinu leið og vor- um alveg einangmð frá umheim- inum. Við gátum þó sent bréf með fólki sem var að fara frá Kú- væt. Við reyndum eflir öllum leiðum að koma skilaboðum, báðum þá sem við vissum að vom að fara að taka niður símanúmer- in heima og hringja. Fólk ffá Sví- þjóð og Englandi og víðar hefúr hringt í foreldra okkar og komið skilaboðum til þeirra. Við vorum alltaf í stöðugu sambandi við sænska sendiráðið og það kom boðum áfram. Það amaði aldrei neitt að okkur, við höfðum nógan mat og Gísli gæti þess vegna búið úti ffam að jólum án þess að líða skort.“ Eldflaugar þutu hjá Það var Kristín Kjartansdóttir sem flutti Bimu og Gísla fyrstu fféttimar af innrásinni. „Hún heyrði einhver læti um þrjúleytið um nóttina og hélt fyrst að það væri verið að slást á götunni fyrir utan. Þegar hún leit út um glugg- ann sá hún eldflaugamar þjóta framhjá og hélt í fyrstu að það væri verið að skjóta upp flugeld- um. Við Islendingar emm svo saklausir og það átti heldur eng- inn von á neinu. Við Gísli vissum ekki neitt fyrr en Kristín hringdi,“ segir Bima. „Það var ótrúlegt að sjá skriðdrekana keyra niður göt- una rétt hjá blokkinni okkar og heyra sprengingamar drynja. Inn- rásin hófst um klukkan tvö að- faranótt 2. ágústs. Það var byijað á því að taka flugvöllinn og síðan var farið beint að höll emírsins. Fólkið stelur mat Það flúðu allir landið sem gátu. Þjónustufólk var skilið eftir í reiðileysi, matarlaust og hjálpar- vana. Höll emírsins og krónprins- ins vom sprengdar en það em ekki miklar skemmdir í borginni. Nokkrar verslanir vom brenndar og allt hreinsað út úr búðunum, ekki einn efnisstrangi eftir í versl- anamiðstöðvunum, hvað þá ann- að. En það em ekki bara Irakamir sem ræna og rupla. Það var nokkuð um það í byijun en það vom aumingja verkamennimir sem koma ffá Bangladesh, Pakistan og Indlandi sem vom famir að stela mat. Þetta fólk var skilið eftir, húsbændumir fóm bara burt og því em allar bjargir bannaðar. Maður getur vel skilið að þetta fólk steli sér mat. Við horfðum upp á það vera rekið út úr búðunum því arabam- ir hafa forgang. Við þekktum til dæmis mann sem hefur alltaf sent konu og þremur sonum í Bangla- desh mánaðarlaunin sín. Hann var ráðinn hjá háskólanum til að þrífa í blokkunum á svæðinu. Gísli sá hann reyna að komast inn í kaupfélagið í hverfinu okkar en hann var rekinn út þaðan. Það var engin miskunn með það. Gísli kom með hann upp til okkar og við fylltum fyrir hann plastpoka með brauði, djús og afgöngum af mat frá deginum áður. Ég hef aldrei á ævinni getað ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa það að sjá manneskju sem er að deyja úr hungri. Svipurinn á honum, augun starandi; ég gæti grátið þegar ég hugsa um þetta. Það em um þijár vikur síðan þetta var og við sáum hann ekki eftir þetta. Núna er sem betur fer byijað að gefa fólki brauð og annan mat til að koma í veg fyrir stuldi.“ Allir hjálpast að írakar hafa farið ránshendi um sjúkrahús í Kúvæt og flutt þaðan tæki til írak. „Það er ekkert eftir af tækjum í hersjúkrahús- inu,“ segir Bima. Háskólasjúkra- húsið Mubarak A1 Kadir, þar sem Gísli vinnur, var þó látið í friði. Bima segist dást að samstöðu Kúvæta: „Efnaðir Kúvætar hafa aldrei þurfl að vinna handtak um ævina en fjöldi þeirra er þama ennþá og þeir em ekki eins merki- legir með sig og af er látið. Þeir hafa hjálpað mikið til, unnið í kaupfélögunum og sjúkrahúsun- um. Kúvæskur prófessor frá há- skólanum var kominn í kaupfé- lagið að afgreiða og setja ofan í poka eftir að deildinni hans var lokað. Kúvæskar konur vom famar að fara á sjúkrahúsin og skúra og hjálpa til í þvottahúsinu og eldhúsunum og margir hafa notað eigin bíla sem sjúkrabíla því Irakar em búnir að stela öllum sjúkrabílum. Það er mikil sam- staða meðaj fólksins. Ibúar í hveiju hverfi skipuleggja sorp- hreinsun og reyna að halda þessu gangandi þótt allt atvinnulíf sé meira og minna lamað. Það er útgöngubann á milli klukkan 7 á kvöldin og 7 á morgnana og nokkuð um að ungt fólk fari út og sé með læti, en það er að ég held ekki skipulögð and- spyma. Hún hlýtur þó að vera fyr- ir hendi þótt við fréttum ekki af slíku. Einu fréttimar sem við feng- um vom úr stuttbylgjutækinu okkar, í gegnum það gátum við náð Voice of America, sænska út- varpinu og BBC. Við heyrðum sagt að verið væri að flytja vest- rænt fólk á hemaðarlega mikil- væga staði en vissum ekki hve miklu var hægt að trúa. í fyrstu talaði fólk mikið um eiturefhahemað en svo fjaraði sá ótti út. Ég fór ekkert út fyrir dyr, nema yfir til Kristínar og stund- um út í búð. írösku hermennimir gerðu okkur ekkert, störðu bara á okkur, en við erum vön slíku. Foringjar þeirra komu sér fljót- lega fyrir í flnum klúbbi í hverf- inu og settu verði við hliðin þijú sem farið er um inn í hverfið. Þannig að það má segja að við höfúm á vissan hátt verið undir „vemd“ Iraka. Herinn flúði fyrstur Ég varð ekki eins mikið vör við að ástandið væri að versna og Gísli, enda vann hann á sjúkra- húsinu og fékk þangað imi fólk sem haföi verið skotið á. Á fimm dögum voni t.d. um 20 manns lagðir inn. I fyrstu voru þetta að- allega hermenn en síðan einnig borgarar. Hjúkrunarfókið er allt farið, læknamir eru einir eftir. Það voru líkar lagðar inn nokkrar konur sem haföi verið nauðgað af írökum, aðallega þjónustustúlkur sem vom skildar eftir þegar húsbændur þeirra flúðu land með skartgripakassana í fanginu. Þeir voru fljótir að forða sér. Emírinn fór fyrstur með her- inn með sér og landið var skilið eflir vamarlaust. Þeir einu sem reyndu að veija landið vora nokkrir bedúínar í tjöldum I eyði- mörkinni. Þeir náðu í veiðiriffl- ana sína en vora auðvitað drepnir strax. Þetta er ótrúlegt og maður trúir því varla að svona geti gerst og það á nokkrum klukkutímum." -vd. Laugardagur 15. september 1990 ÞJÓÐVRJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.