Þjóðviljinn - 15.09.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.09.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Hafrannsóknastofnun Fimmti lélegi þorskárgangurinn Sveinn Sveinbjörnsson: Minnist ekki að þetta hafi gerst áður. Fjöldi ýsu- og loðnuseiða undir meðallagi en mikið af karfaseiðum Eg á ekki von á því í Ijósi þessara niðurstaðna að Haf- rannsóknastofnun mæii með að veiðar í þorskstofninn verði auknar á næsta ári. Sjálfur minnist ég þess ekki að svona lagað hafi gerst áður,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson fiski- fræðingur. I nýafstöðnum seiða- og sjó- rannsóknum Hafrannsóknastofn- unar fannst lítið af þorskseiðum, og enda þótt seiðin hafi verið sæmilega á sig komin, telja fiski- fræðingar nokkuð öruggt að þorskárgangurinn 1990 verði fimmti lélegi þorskárgangurinn í röð. Fjöldi ýsu- og loðnuseiða var einnig undir meðallagi, en ástand seiðanna var mjög gott. Meira var af karfaseiðum í Grænlandshafi en á undanfomum árum og telja fiskifræðingar að 1990 seiðaár- gangurinn verði að teljast mjög góður. Að öðru leyti voru helstu nið- urstöður rannsóknanna að í sumar hefur orðið mikil yfirborðshitun í sjónum umhverfis landið og er yfirborðshitinn því óvenju hár. Aftur á móti gættti þessa ekkert í dýpri sjávarlögum. Innstreymi Forrœðismálið Hvatttil satta Samtökin Barnaheill: Réttur barnsins að fá að umgangast báða foreldra Samtökin Barnaheili hafa sent frá sér orðsendingu til almenn- ings þar sem þau hvetja til þess að sættir náist í forræðismáii 9 ára gamlar telpu sem mikið hef- ur verið fjallað um í fréttum. Stjóm samtakanna segir fjöl- miðla hafa gleymt þvi að bestu hagsmunir bamsins séu fólgnir í því að sátt ríki i umhverfi þess. Samtökin telja að mál þetta hafi af- hjúpað fjölda annmarka á lögum og reglum um málefni bama hér- lendis og við svo búið megi ekki standa. Þá er minnt á að í nóvember sl. var á þingi Sameinuðu þjóðanna samþykktur nýr alþjóðasamningur um réttindi bama og hann fái senn stað í íslenskri löggjöf. A Alþingi verði án efa mikið fjallað um mál- efni bama á næstunni og vonast samtökin eftir að þar takist mönn- um að rísa undir þeirri skyldu að koma lögum um málefhi bama í nútímalegt horf. -vd. Framámenn fengu forskot á sæluna hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins i gær. Hér sýnir forstjóri Rb, Hákon Ólafsson, iðnaðanáðhena Jóni Sigurðssyni og fleirum rannsókn Tækniskóla Islands á burðargetu steypueininga. Mynd: Kristinn. Útvegsmenn Utlitið afar dökkt Að öllu óbreyttu getur kostnaðarauki útgerðar vegna olíuverðs- hœkkunar numið allt að 2,3 miljörðum króna. Þýðir 8% tekjuskerðingu fyrir sjómenn Að öllu óbreyttu stefnir í að kostnaður útgerðar vegna olíuverðshækkunar geti hækk- að um allt að 2,3 miljarða króna. Það mundi þýða allt að 8% tekjuskerðingu fyrir sjó- menn. Kristján Ragnarsson formað- ur Landssambands íslenskra út- vegsmanna segir að tonnið af gas- olíunni í birgðum sé 148 dollarar en í Rotterdam sé það komið i 250 dollara tonnið. Ef svo fer að ástandið á Persaflóasvæðinu batnar ekki og verð á olíu lækkar ekki frá því sem það er, þýðir þetta tekjumissi fyrir sjómenn og mikinn kostnaðarauka fyrir út- gerðina. Af þessum 2,3 miljörð- um mun útgerðin taka á sig 1.500 miljónir króna og sjómenn 800 miljónir. Kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn hafa verið lausir ffá því um áramótin og hafa samningaumleitanir legið niðri í sumar. Helsta krafa sjómanna er að kostnaðarhlutdeild þeirra í ol- íukostnaði útgerðar verði endur- skoðuð. Hólmgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins segir að ljóst sé að það verði að bæta sjómönnum þessa kjaraskerðingu á einhvem hátt, verði hún að veruleika. í lok mán- aðarins verður haldin sambands- stjómarfúndur hjá Sjómannasam- bandinu þar sem þráðurinn verður tekinn upp að nýju í kjaramálun- um. Kristján Ragnarsson segir að sjómenn verði að bíta í súm eplin ef olíuverðshækkunin verður jafn mikil og allt virðist benda til. Kristján segir að sjómenn hafi notið góðs af lækkun oliuverðs fyrr á árinu og hækkunar á fisk- verði. Á sama hátt verði þeir að axla sínar byrðar þegar á móti blási. -grh hlýsjávar vestur og norður fyrir land hefúr því verið mjög lítið og verður því sjávarástand fyrir vest- an, en einkum þó fyrir norðan og austan að teljast mjög óhagstætt í sumar. Sveinn Sveinbjömsson fiski- fræðingur segir að ekki séu ráð- gerðir fleiri seiðarannsóknaleið- angrar hjá Hafrannsóknastofnun á þessu ári. Hinsvegar í mars á næsta ári verður hið árlega togar- arall og þá ættu að fást einhveijar upplýsingar til viðbótar við þær sem þegar em komnar í hús. -grh Rb Opið hús I dag getur almenningur kynnt sér starfsemi Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins en stofnunin á 25 ára afmæli um þessar mundir. Opið hús verð- ur frá kl. 13:00 til 17:00. I tilefni af afmælinu gaf iðn- aðarráðuneytið stofnuninni tvær milljónir í gær uppí kaup á nýrri infrarauðri myndavél sem keypt verður með Landsvirkjun og Is- lenska jámblendifélaginu. Hyggst Rb nota vélina meðal annars til að kanna einangmnar- galla. Starfsmenn stofhunarinnar standa fyrir sýningu á þeim rann- sóknaverkefnum sem em í gangi. Þama má kynna sér til dæmis rannsókn á nýrri gerð glugga sem settir em í fúllgleijaðir eftir að steypuvinnu og múrverki er lok- ið. Glugganum er komið fyrir í vegg en handan við hann er tól nokkurt sem býr til bæði regn og vind. Starfsmennimir fylgjast síðan með hvort glugginn leki. Einnig má kikja í smársjár, virða fyrir sér vél sem tekur infrarauð- ar myndir, hrærivélar sem blanda saman olíu og möl til að sjá hvaða gijót henti vel í olíumöl og ottódekk og margt, margt fleira. Allt þetta er opið almenningi en stofnunin er til húsa að Keldnaholti. Boðið verður uppá kaffi og ávaxtasafa handa böm- unum. -gpm Handboltahöll Pólitískt moldviðri Valþór Hlöðversson: Handboltahöllin er ekki oflítil Valþór Hlöðversson bæjar- fulltrúi Alþýðubandalags- ins segir ekki nokkurn vafa á þvi að upphlaup Birgis Gunn- arssonar varðandi teikningarn- ar á handboltahöll í Kópavogi sé pólitískt moldviðri af hálfu Gunnars til að bjarga andlit- inu. En Gunnar gerði andstöðu við byggingu íþróttahússins að helsta kosningamáli Sjálfstæð- isflokksins í sveitarstjórnar- kosningunum í vor. I samtali við Þjóðviljann sagðist Valþór ekki hafa verið sannfærður um að handboltahöll- in verði of lítil samkvæmt fyrir- liggjandi teikningum. „Þegar við fómm yfir þetta mál á sínum tíma nutum við aðstoðar fæmstu sér- fræðinga,“ sagði Valþór. Það hefði bæði gilt um ráðgjafa fyrr- verandi meirihluta, fulltrúa Breiðabliks og sérffæðinga fjár- málaráðuneytisins. Allir þessir aðilar hefðu lagt fram trausta út- reikninga á því að húsið væri nógu stórt. Hönnuðir hússins, Valdimar Harðarson arkitekt og hans félag- ar og Verkfræðistofan Linuhönn- un sem sá um verkfræðilegan þátt hönnunarinnar, em án efa þeir að- ilar sem hafa aflað sér mestrar þekkingar og reynslu í byggingu íþróttahúsa, að sögn Valþórs. Hann hefði ekki verið sannfærður um að allir þessir aðilar hefðu rangt fýrir sér. „Ég hef ekki trú á því að Gunnari Birgissyni, sem mér virðist vinna í þessu máli með annarleg sjónarmið í huga, takist að skáka öllu þessu liði út í hom,“ sagði Valþór. Ef menn gæfú sér hins vegar þær forsendur að breikka bekki og annað í þeim dúr, eins og Gunnar gerði, stækk- aði húsið auðvitað. Reiknað væri með 6 -7.000 sætum og ef hvert sæti yrði stækkað um td. 10 senti- metra á hvem kant, þyrfti að stækka húsið um einhver hundmð fermetra. Með þessu hækkaði kostnaðurinn um tugi milljóna. Samkvæmt kröfum Alþjóða handknattleikssambandsins, verður handboltahöll sem þessi að rýma 8-10 þúsund manns. Valþór sagði forseta Alþóðasam- bandsins hins vegar hafa sagt, að vegna sérstakra aðstæðna á Is- landi myndi sjö þúsund manna hús duga. Það hefði verið blessað yfir alla útreikninga af hálfu HSÍ, og þegar formaður HSÍ hefði far- ið með útreikningana á þing Al- þjóðasambandsins, hefðu þeir einnig verið blessaðir þar. -hmp Laugardagur 15. september 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 HELGARRUNTURINN HEITI POTTURINN í Duus-húsi verður bullandi af stuði á sunnudags- kvöldið kl. 21.30. Hann hita meðal annarra Eyþór Gunnarsson, Guð- mundur Ingólfsson, Kvartett Kristjáns Magnússonar, Guðmundur Ing- ólfsson og Olafúr Stephensen. HANA-NÚ göngugarpamir í Kópavogi hittast hressir að vanda í dag upp úr tíu að Digranesvegi 10. Áður en lagt verður af stað út í óvissuna sötra menn molasopa svo lifni í öllum æðum. I Reykjavík eru menn ekki síðri göngumenn og kalla sig þar Göngu-Hrólfa. Þeir hittast í dag að Nóatúni 17 kl. 10 árdegis til að fá sér hressandi morgungöngu. Á morgun verður opið hús í Goðheimum, og geta þeir sem vilja gripið í spil eða teflt. Um kvöldið verður svo slegið upp balli, og dansaðir polkar og rælar fram á rauða nótt. REKAVIÐARMYNDVERK Sæmundar Valdimarssonar eru orðin fræg víðar en á Islandi. Sæmundur opnar í dag kl. 14 sýningu á Kjarvalsstöð- um á skúlptúmm sem hann hefúr unnið að á síðastliðnum tveimur ámm. Á sama tíma opnar í vestursal ungur myndhöggvari Kristínn E. Hrafns- son að nafni. Við opnunina hjá honum frumfiytur Öm Magnússon píanó- sónötu eftir Ríkharð H. Friðriksson. Bryndís Jónsdóttír opnar einnig sýningu i dag. Sýning hennar er í FÍM-salnum við Garðastræti, og hefur listakonan stillt þar upp leirverkum af ýmsu tæi. í Ásmundarsal við Freyjugötu opnar Sævar Danielsson sýningu kl. 14 í dag, þar sýnir hann málverk og höggmyndir í rúma viku. Kollegi Bryndísar, leirlistakonan Guðný Magnúsdóttír, sýnir hins vegar i Galleri 8 við Austurstæti með sama númeri. Haraldur Ingi opnar sýningu á um fimmtíu vatnslita- myndum sem em hluti verks sem tekið hefúr á sig ýmis form siðan árið 1984 í Nýlistasafninu i dag. Hann hefúr komið myndum sínum fyrir í efri sölum safnsins. Á neðri hæðinni hanga nú uppi ljósmyndir eftir banda- risku stúlkuna Rakel Divine, en hún hefúr undanfarið fest unga islenska listamenn á filmur. Annar ljósmyndari er nú að sýna myndir sínar á Mokka hér í bænum. Fríða Eyjólfsdóttir heitir ljósmyndari sá, og er þetta í fyrsta skipti sem hún sýnir myndir sínar opinberlega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.