Þjóðviljinn - 18.09.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.09.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Hverjir vilja álver? Félagsvísindastofnun hefur birt niðurstöður skoðana- könnunar fýrir iðnaðarráðuneytið um viðhorf til byggingar álvers á íslandi. Þjóðviljinn birti hluta af niðurstöðunum sl. laugardag og dró þar fram þann hluta könnunarinnar sem sýnir viðhorf fólks í Ijósi síðustu tíðinda, að Atlantsál halli sér alfarið að staðsetningu á Keilisnesi. Þar kom meðal annars fram, að á þeim»forsendum styðja m.a. 61,4% landsbyggðarmanna og 57,9% stuðningsmanna Alþýðubandalagsins staðsetningu álvers á Keilisnesi. Hins vegar kemur ýmislegt annað á daginn, ef skoðuð eru viðhorfin án þessara fyrirvara. Þegar spurt er hvort fólk sé yfirleitt hlynnt því að ráðist verði í byggingu nýs ál- vers á íslandi eru 67,7% landsmanna fylgjandi, 17,7% andvígirog 14,7% hlutlausir. Þetta eru nokkuð eindregin svör. Ef þau eru síðan greind eftir fýlgi við stjómmálaflokka sést að 46,2% stuðningsmanna Alþýðubandalagsins vilja nýtt álver, 35,9% eru andvígir, en 17,9% hafa ekki myndað sér skoðun. Mestur stuðningur við nýtt álver er hjá kjósend- um Alþýðuflokksins, 87%, en minnstur hjá stuðnings- mönnum Kvennalista, 44,7%. Þessar niðurstöður eru mjög vel marktækar, að mati Félagsvísindastofnunar, og gefa til kynna að áhugi lands- manna á stóriðju sé verulegur, hvar í flokki sem menn standa. Vart þarf að efa, að endurteknar upplýsingar um stöðnun hagvaxtar hérlendis valda því að margir telja lausn vandans felast í nýjum stóriðjuframkvæmdum, þótt aðrir hafi sett fram stór spumingarmerki við þjóðhagsleg- an ávinning af álveri við þau skilyrði sem nú virðast bjóð- ast. Varðandi staðsetningu álvers fara svör aðspurðra í könnun Félagsvísindastofnunar mjög eftir því á hvaða grunni spurningin er lögð fram. Almennt er stuðningur mestur við Keilisnes, 51,1%, Dysnes er efst á blaði hjá 26,4% aðspurðra en Reyðarfjörður fær 22,5%. Ef hins vegar er litið til búsetu, kemur í Ijós að landsbyggðarfólk er helst fýlgjandi Dysnesi í Eyjafirði, því 42,1% velja þann stað, 31,1% vilja Reyðarfjörð og 26,8% landsbyggðar- manna telja Keilisnes heppilegasta kostinn. 57,9% lands- byggðarmanna vilja því að nýtt álver rísi á landsbyggð- inni. Munurinn á þessum upplýsingum og þeim sem birtust í Þjóðviljanum sl. laugardag felst í því, að þar var gerð grein fýrir vali fólks, standi það frammi fyrir þeim kosti, - sem sumir munu telja hinn eina í stöðunni og aðrir hreina nauðung, -að hinir erlendu samningsaðilar vilji eindregið reisa álver á Keilisnesi, jafnvel þótt íslensk stjórnvöld mundu greiða fyrir byggingu þess annars staðar. Má ef til vill túlka þau svör þannig, að Islendingar telji ekki verjandi miklum flármunum til þess að reisa álver á landsbyggð- inni, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um byggðastefnu. Niðurstöður skoðanakannana eru vitaskuld teknar með allri nauðsynlegri varúð, en óþarfi er að líta fram hjá því, að hér birtast allskýrar línur. Andstæðingar álvers benda réttilega á, að lítil opinber umræða hefur getað far- ið fram um væntanlega samningagerð, vegna fátæklegra upplýsinga um mörg svið hennar. Og sjaldan hefur há- værari gagnrýni komið fram af landsbyggðinni á stjóm- málamenn og embættismenn heldur en undanfarið, á þeim forsendum að haldið hafi verið uppi villuljósum gagnvart fólki varðandi það sem raunverulega hefur ver- ið að gerast í staðsetningarmálunum. Með þá gagnrýni bak við eyrað verður enn vafasamara að nýta viðhorfs- könnun Félagsvísindastofnunar til pólitískra ákvarðana í málinu, því ef upplýsingaskyldu lýðræðisþjóðfélagsins er ekki sinnt, verður það þegnunum um megn að draga rétt- ar ályktanir og mynda sér ólitaðar skoðanir um þau verk- efni sem við blasa. ÓHT Hver vann stríðið? Morgunblaðið birti leiðara daginn eftir að fjórveldin, sem sigruðu Hitler í heimsstyijöldinni, skrifuðu undir samþykki sitt við að Þýskaland sameinast. Þar sagði m.a. á þá leið að nú væru sigur- vegarar eins og Sovétmenn orðnir bónbjargarmenn hjá Þjóðveijum, sem ætluðu að greiða kostnaðinn af því að flytja sovéska herinn heim frá Austur- Þýskalandi. Reyndar er það svo, að menn hafa fulla ástæðu til að efast um það hveijir standa uppi sem sigur- vegarar í heimsstyijöldinni síðari. í raun og veru eru helstu sigurveg- aramir, Bandaríkin og Sovétríkin, orðin mjög háð þeim sem töpuðu. Eins og fram kom við sáttagjörð- ina um daginn og við fleiri tæki- færi, þá er perestrojka Gorbat- sjovs um margt háð viðskiptavel- vild hins sameinaða Þýskalands. Og Japanir eru búnir að kaupa upp dijúgan hluta af bandarískum iðn- aði, skáka Bandaríkjamönnum í bílasölu og ýmsri hátæknineyslu- vöru. Og ef Japanir (og reyndar Vestur- Þjóðveijar líka) ekki leyfðu Bandaríkjamönnum að lifa sem svarar 150 miljörðum dollara á ári um efni ffarn (með því að fjármagna viðskiptahalla og fjár- lagahalla þeirra) þá mundi heldur betur verða grátur og gnístran tanna allt ffá Boston til San Frans- isco. Kostnaður kalda stríðsins Risaveldin sem urðu stór á hemaðarsigri sínum í heimsstyrj- öldinni, þau hafa skroppið saman vegna þess að þau biðu ósigur í kalda stríðinu. Osigurinn var í því fólginn að þau egndu hvort annað í geypilegt vígbúnaðarkapphlaup sem reyndist þeim báðum ofviða þegar til lengdar lét. Útgjalda- byrðin blátt áffam kæfði sovéskt efnahagslíf (vitaskuld kom fleira til, en herinn var ótrúlega dýr baggi á samfélaginu) og hinar miklu hergagnapantanir í Banda- ríkjunum reyndust skammgóður vermir iðnaði þar og samkeppnis- fæmi hans. Ósigurinn í kalda stríðinu var fólginn í því, að þeir sem fyrir húsum réðu í Washing- ton og Moskvu áttuðu sig ekki á því, að hemaðarmáttur þeirra var ekki sú ávísun á vald, öryggi og forystu og látið var í veðri vaka. Og því þokuðust þau smám saman inn í skugga hinna nýju stórvelda kaupskaparins og afkastagetunn- ar, Japans og Þýskalands - sem vom svo stálheppin að vera mein- að að taka þátt í hemaðarbröltinu i hlutfalli við efnahagslegan mátt sinn. Hvað um Persaflóa? Að vísu eru átökin við Persa- flóa farin að draga fram álitsgerð- ir í þá vem, að enn séu dagar öfl- ugs vígbúnaðar ekki taldir. Það þurfi svo sannarlega að viðhalda hefðbundnum heijum til að ráða við svokölluð „staðbundin stór- veldi“ eins og írak Saddams Husseins sem ku hafa um miljón manns undir vopnum. En þá er á hitt að líta, að slík uppsöfnun vopna er fyrst og síðast afleiðing af eftirlitslausri gróðafikn vopna- salanna og svo af samkeppni risa- veldanna á liðinni tíð, þegar þau vom á víxl að hlaða undir sína skjólstæðinga með æ öflugri, flóknari og dýrari vígbúnaði. Sverð og plógjám Nýlega var haldin í Moskvu ráðstefna á vegum SÞ um það hvemig sverðum skal breyta í plógjám, m.ö.o. hvemig standa skuli að því að skera niður her- gagnaframleiðslu og taka upp aðra í staðinn. Því miður er það ekki eins auðvelt og hagstætt og virst gæti í fyrstu. Sovétríkin gætu að sönnu, eins og fram kom á ráð- stefhunni, sparað 250 miljarði rúblna í hemaðarútgjöldum fyrir árið 1995, en það er sem svarar þriðjungi þjóðarframleiðslunnar. En áður en að því kemur þarf í mörg hom að líta: margir verða at- vinnulausir þegar herinn er skor- inn niður, ekki bara liðsforingjar og aðrir atvinnuhermenn heldur og starfsmenn við fjölda risavax- inna íyrirtækja, sem hafa einmitt notið ýmissa fríðinda vegna þess að þeir vora að ffamleiða í þágu landvama. Hættuleg freisting Það sem menn óttuðust einna mest á fyrrgreindri ráðstefnu var sú freisting sem hlýtur að leita á ríki sem era á afvopnunarbraut að losa sig við vopnin með því að selja þau til þriðja heimsins. Þetta er að sjálfsögðu mjög hættuleg til- hneiging - eins og einmitt staðan við Persaflóa sýnir mjög skýrt. Um þetta segir einn sovéskur fréttaskýrandi á þessa leið: „Varla er þetta fær leið fýrir Sovétríkin - sú reynsla sem við höfúm fengið af vopnasölu til írak er meira en nógu slæm. En engu að síður er þessi lausn hin einfald- asta og ábatavænlegasta. Það er miklu flóknara og dýrara að eyði- leggja vopn heldur en selja þau. Og í Sovétrikjunum era nú „laus- ir“ í samræmi við gerða samninga um takmarkanir hefðbundins víg- búnaðar í Evrópu 39 þúsund skriðdrekar, 42 þúsund brynvagn- ar og mikið af öðrum vopnum. Hér veitir ekki síður af ströngu eftirliti með því hvað af öllu þessu verður heldur en með eyðilegg- ingu birgða kjamorkuvopna og efnavopna.“ En það borgar sig samt Herinn er mikill og magnaður djöfull að draga. í sömu grein og nú síðast var vitnað í kemur ffam, að ýmsirþeirra sem til máls tóku á fyrmefhdri ráðstefnu SÞ. í Moskvu telja að fyrst í stað muni útgjöld til afvopnunar verða MEIRI en þau vígbúnaðarútgjöld sem efnahagskerfm stundu sárt undir fyrir! Eina huggunin að þeg- ar fram í sækir era útgjöld til af- vopnunar þau skynsamlegustu og hagstæðustu sem hugsast getur þJÓDVILJINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðvilians. Framkvæmdastjórí: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Siguröur A. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdls Ellertsdóttír, Dagur Þorieifsson, Ellas Mar (pr.j, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.J, Vilborg Davlðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Signin Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigrfður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgrelðslustjóri: Guðrún Gfsladóttir. Afgrelösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefria Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bflstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgrelðsla, ritstjóm, auglýsingan Siðumúla 37, Rvlk. Siml: 681333. Símfax: 681935. Auglýslngar: 681310,681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuðl: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Þriöjudagur 18. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.