Þjóðviljinn - 18.09.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.09.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Filippseviar Corazon: Bandaríkjaher burt Segir bandarískra herstöðva ekki þörf á eyjunum fyrst köldu stríði sé lokið Corazon Aquino, forseti Fil- ippseyja, sagði í gær í sjón- varpsávarpi að kominn væri tími til að stjórnir Filippseyja og Bandaríkjanna ynnu að þvi að síðarnefnda rikið legði niður herstöðvar sínar á Filippseyj- um. Viðræður ríkjanna tveggja um framtíð herstöðva þessara hefjast á morgun. Ekki gat Corazon þess hve- nær hún vildi sjá á bak síðustu bandarísku hermönnunum úr landi sínu, en filippínskir embætt- ismenn hafa haft við orð að gott væri að umræddur her færi á næstu þremur til fimm árum. Corazon lét að því liggja í áður- nefndu ávarpi að dvöl Banda- ríkjahers á Filippseyjum væri landsmönnum ekki með öllu að skapi, þjóðarstolts þeirra vegna, en tók fram að þeir vildu áfram vera vinir og bandamenn Banda- ríkjanna. Eðlilegt og nauðsynlegt væri að endurskoða samskipti ríkjanna í öryggismálum, þar eð nú væri kalda stríðinu lokið. Herstöðvar þær er hér um ræðir eru sex og helstar þeirra Clarkflugvöllur og flotastöðin í Subic Bay. Eru þetta stærstu her- stöðvar Bandaríkjanna utan Am- eríku. Bandaríkjamenn hafa haft her á eyjunum samfleytt í rúm 90 ár, eða frá því laust fyrir s.l. alda- mót er þeir tóku eyjamar af Spán- Corazon Aquino - Bandaríkjamönnum þykir hún dýrseld á aðstöðuna. veijum. Andóf gegn bandarísku herstöðvrmum hefur farið vax- andi upp á síðkastið, og sjálfir eru Bandaríkjamenn ekki jafn áhuga- samir og áður um að hafa þama her. Ein ástæða til þess er að kalda stríðið er á brott og þar að auki líkar stjóminni í Washington ekki hve dýrseldir Filippseyingar em orðnir á þessa aðstöðu. Banda- rískir embættismenn hafa þegar látið hafa eftir sér að til greina komi að her þeirra fari af eyjun- um smátt og smátt á næstu tíu ár- um. Ekki em Filippseyingar ein- huga í herstöðvamáli þessu, enda hefur þjóðarbú þeirra um miljarð dollara á ári upp úr stöðvunum og um 78.000 landsmanna hafa vinnu við þær. I gær kom til átaka í Manila, höfuðborg Filippseyja, milli lögreglu og fólks, sem krafðist þess að Bandaríkjaher færi. Nokkur hundmð herstöðva- andstæðingar lögðu af stað í kröfugöngu til Clarkflugvallar, sem er um 50 km fyrir norðan Manila, en mættu á miðri leið um tvö hundmð herstöðvasinnum, sem hindmðu för þeirra. í gagn- kröfugöngunni vom meðal ann- arra barstúlkur, eins og Reuter kallar þær, en þær hafa lifibrauð sitt einkum af samskiptum við bandarisku hermennina. Reuter/-dþ. Stjórnmála- samband Sovétmanna og Saúdiaraba Saúdi-Arabía og Sovétrikin hafa tekið upp stjómmálasamband sín á milli, samkvæmt tilkynningu frá stjómum beggja rikja. Um slikt samband milli ríkjanna hefur ekki verið að ræða síðan 1938, er Saúdi- Arabía sleit þvi á þeim forsendum að Sovétríkin væm guðlaust ríki og andíslamskt. Forsœtisráðherra Noregs Játar að hafa brotið af sér Nokkrar líkur á að hann verði að láta bæði af embætti forsætisráðherra og stöðu formanns Hægriflokksins N l okkrar líkur eru taldar á 1 því að Jan P. Syse, forsætis- ráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins þar, verði að segja af sér báðum stöðum vegna hneykslismála sem hann er flæktur í, svo og vegna þess að vinsældir hans eru mjög á niðurleið, samkvæmt niður- stöðum skoðanakannana. Vinningstölur laugardaginn 15. sept. ‘90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.058.587 2. 4^í@ 4 89.431 3. 4af 5 97 6.361 4. 3af 5 3430 419 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.470.498 kr. :;É UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Syse, sem er stjómarformaður tveggja fyrirtækja sem eiga íbúðablokk í Osló, hefur viður- kennt að hafa tekið 60.000 norsk- ar kr. að láni hjá öðm fyrirtækj- anna fyrir þremur árum og jafh- framt séð til þess að mágur hans fékk 100.000 kr. að láni hjá sama fyrirtæki. Syse borgaði skuldir þessar þremur mánuðum síðar, en það breytir ekki því að lántökum- ar vom ólöglegar norskum lögum samkvæmt, þar eð skuldir fyrir- tækisins vom þá meiri en hrein eign þess. Forsætisráðherrann hefur beðist afsökunar á því að hafa brotið lögin um hlutafélög, en segist ekki hafa gert sér grein fyr- ir því hve ströng þau em og aftek- ur að hann hafi nokkuð hagnast á lánafyrirgreiðslunni. A fostudag- inn játaði hann aukheldur að ann- að fyrirtækja þeirra, sem hér eiga hlut að máli, hefði ekki gert grein fyrir ársreikningum sínum á þann hátt sem lög mæla fyrir um. Stjómarandstaðan, einkum Sósíalíski vinstriflokkurinn, hefur gagnrýnt Syse harðlega fyrir lög- brotin og úr flokki hans heyrast raddir um að hann verði varla endurkjörinn formaður þar. Þó er hermt að enn sé óvíst hversu fari um mál þetta, m.a. vegna þess að samkvæmt almannarómi em brot af þessu tagi allalgeng, án þess að þau hafi verið tekin mjög alvar- lega til þessa. Brot á umræddum lögum geta varðað sektum og allt að árs fangelsi, en engum hefur enn verið stefnt fyrir rétt út af þeim. Syse sagði fréttamönnum í gær að hann hefði ákveðið að fela endurskoðanda að fara í gegnum reikninga fyrirtækjanna beggja, sem og persónulegar fjárreiður sínar síðustu árin. Reuter/-bd./-dþ. Bretland Irökum vísað úr landi Breska stjórnin fyrirskipaði í gær 31 íraka, þar af átta sendiráðsmönnum, að verða á brott úr Bretlandi innan viku. Er þessi ráðstöfun stjórnarinn- ar liður í samræmdum ráðstöf- unum Evrópubandalagsríkja. Rikin hafa komið sér saman um ráðstafanir til svars við yfir- gangi íraka við vestræn sendiráð í Kúvæt. Helst þeirra er að her- málafulltrúum sendiráða Iraks í öllum aðildarrikjum bandalagsins verður vísað úr landi og fjöldi starfsliðs sendiráðanna takmark- aður. Á föstudag ruddust iraskir hermenn inn í bústað franska am- bassadorsins í Kúvæt og höfðu þaðan á brott með sér fjóra menn. Iraskir hermenn ruddust einnig inn í hús tilheyrandi sendiráðum Kanada, Hollands og Belgíu í Kú- væt. Franska stjómin brást við þessu um helgina með þvi að vísa úr landi um 50 íröskum sendi- ráðs- og embættismönnum og banna þeim sendiráðsmönnum ír- aka, er fá að vera áffam í landinu, að fara út fyrir París. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagtir 18. aeptember 1900 Walesaí forsetaframboð Hinn kunni pólski verka- Iýðsleiðtogi Lech Walesa til- kynnti í gær formiega að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til forsetaembættis PóIIands, þegar næst yrði kosið til þess. Talið er líkiegt að Jaruzelski for- seti verði knúinn til að segja af sér innan skamms og verði síðan haldnar þing- og forsetakosning- ar. Walesa er talinn sigurstrang- legur sem forsetaefni, einnig af mörgum andstæðinga sinna. Tugir barna fórust Um 35 manneskjur, flestar böm, fórust á sunnudag er lang- leiðavagn lenti út af vegi og niður í ána Choluteca við Cantarranas, um 70 km norðaustur af Tegucigalpa, höfúðborg Hondúras. Bömin vom af bamaheimili, sem bandarísk hjón ráku, og vom að koma úr skemmtiferð. Bandaríska konan var við stýrið, er slysið varð, og mun hafa misst stjóm á vagninum. Kveikt í Saddamsmosku Kveikt var á laugardagsnótt í mosku í Birmingham, Englandi, og hlutust af nokkrar skemmdir. Moskan heitir eftir Saddam Huss- ein íraksforseta, sem er dýrlegur guðsmaður í augum margra músl- íma. Fjórir hvítir menn sáust hlaupa af vettvangi og var einn þeirra í bol með mynd af enskum bolabít á. Nokkuð hefur borið þar- lendis á andúð á Irak frá því að inn- rásin var gerð í Kúvæt. I ágúst var íraskur sendiráðsmaður nefbrotinn og íraskar sendiráðsbyggingar hafa verið grýttar. Havel gagnrýnir Slóvaka Vaclav Havel, forseti Tékkó- slóvakíu, fór í gær hörðum orðum um vissa aðila í Slóvakíu, sem hann sakaði um að leitast við að draga óhæfilega mikil völd ftá sambandsstjóminni til stjómvalda slóvakíska lýðveldisins. Sagði Ha- vel þetta hafa í för með sér óvissu- ástand, sem skaðaði álit Tékkó- slóvakiu út á við, t.d. á þann hátt að erlendir aðilar hikuðu við að fjár- festa í Iandinu. Slóvakar hafa kom- ið sér upp sérstöku innanrikisráðu- neyti, en það segir Havel vera brot á samkomulagi um valdaskiptingu milli sambandsstjómar og lýðveld- anna, sem Tékkóslóvakía skiptist i. Margrét sögð illgjörn í yfirlýsingu birtri í gær af hinni opinberu fréttastofu íraks segir að Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, sé óð og illgjöm og fúll af vonsku gegn mannkyninu. Var þetta svar við umsögn Thatcher um Saddam ír- aksforseta um helgina, en þá sagði hún að hann væri grimmur og villi- mannlegur einræðisherra. Fjórefldur Egyptaher Egypska stjómin hefur ákveðið að senda 15.000 manna herlið, brynsveitir þar á meðal, til Saúdi- Arabíu og verður egypski herinn þar þá orðinn 20.000 manns. Sá margra ríkja her, sem sam- ankominn er á Persaflóasvæðinu, eflist stöðugt. Bandaríkin, sem em liðsterkust þar þessara ríkja, hafa þar nú yfir 140.000 manna her. Víetnamaleiðtogi til Kína Nguyen Van Linh, leiðtogi ví- etnamska kommúnistaflokksins, fór fyrr í mánuðinum með leynd til Peking og ræddi við kínverska ráðamenn. Er þetta í fyrsta sinn, sem æðstu ráðamenn Kína og Víet- nams hittast að máli síðan ríkin háðu stríð 1979. Samskipti þeirra vom næsta kuldaleg eftir það þangað til fyrir tveimur árum, er þau tóku að batna. Talið er að aðal- umræðuefni Linhs og kínverskra ráðamanna hafi verið Kambódía, en stjómum beggja rikja er áhuga- mál að leysa vandamálin viðvíkj- andi því landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.