Þjóðviljinn - 18.09.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.09.1990, Blaðsíða 7
Orkumál Persaflóagustur- inn þeytir vind- myllurnar á ný Nýr og aukinn áhugi hefur kviknað á hagnýtíngu vind- orku vegna atburðanna við Persaflóa. Vindmylluframleið- endur sátu fyrir nokkrum dög- um I Madrid á Spáni alþjóðlega ráðstefnu um hagnýtíngu vind- orkunnar og létu tíl sín heyra af miklum krafti. Vindorkuiðnaður heims velt- ir nú um 3 miljörðum dollara ár- lega, en það er engu að síður að- eins litið brot af heildarorkumark- aði heims. Hins vegar álíta vindmyllusmiðir, að nú séu upp runnin tímamót vegna þess að stjómvöld og fyrirtæki séu farin að geta metið arðsemi og hag- kvæmni vindorkuframleiðslunnar í ljósi þeirrar þekkingar og reynslu sem safhast hefur upp. Engir loftkastalar Dale Osbom, stjómarformað- ur stærsta bandaríska vindorku- fyrirtækisins, U.S. Windpower Inc. í Livermore, Kalifomíu, orð- ar þetta svo: „Á síðasta ári álitu menn í Evrópu enn þá að vind- orka væri á tilraunastiginu og lifði í raun á styrkjum vegna rann- sókna og tilrauna. En núna hafa þeir sem ráða ferðinni og hagnýt- ingu orku í Evrópubandalaginu áttað sig á að vindorkuffamleiðsla er engin loftkastalasmíð. Hún er komin til þess að vera“. Um 80% af vindorkuffam- leiðslu heims hefur verið í Banda- ríkjunum ffam að þessu, en nú bendir allt til þess að megináhug- inn hafi flust til Evrópu, og bresk og þýsk stjómvöld hafa stutt áætl- anir og verkefni sem tengjast hag- nýtingu hennar. Eitt merki þessarar þróunar er þátttaka 450 fulltrúa frá 25 þjóðum á vindorkuráðstefnu Evr- ópubandalagsins í Madrid. Ráð- stefha sem boðuð hefur verið í Washington í septemberlok verð- ur ekki nema hálfdrættingur á við Spánarfundinn. Danir með vindmylluforystu Hollensk stjómvöld, sem hafa ákveðið að stuðla að þvi að dreg- ið verði úr koltvísýringsmengun vegna hugsanlegra gróðurhúsa- áhrifa, hafa eymamerkt sem svar- ar 120 miljörðum dollara ffam til ársins 1994 til uppsetningar og rannsókna á „hreinni“, endumýj- anlegri vindorku. Til viðbótar op- inberum framlögum í þessu skyni koma styrkveitingar úr almenn- ingsþjónustu-sjóðum og stefht að því að nær áttfalda orkuffam- leiðslu hollenskra vindmyllna á fjórum árum, úr 45 megavöttum núna í 350 megavött árið 1994. I Bonn var lagt fram í ágúst sl. lagaffumvarp sem ætlað er að tryggja að þjónustufyrirtæki sem kaupa raforku af vindorkuverum greiði fyrir hana smásöluverð, í staðinn fyrir það heildsöluverð sem nú tíðkast. Fmmvarp þetta snertir líka aðra endumýjanlega orkugjafa, eins og sólarorku, og í sumarbyijun var álitið að það yrði samþykkt, en núna hefur Persa- flóadeilan valdið auknum stuðn- ingi við það, að sögn talsmanns efnahagsráðuneytisins i Bonn. En þessi dæmi ffá Hollandi og Þýskalandi, að viðbættri aukn- ingu á vindorkuffamleiðslu í Bretlandi og á Spáni, fylgja í kjöl- far fordæmis Dana, en þar sér vindurinn um að ffamleiða 1,5% allrar raforku þjóðarinnar. Aðeins í Kalifomíu em menn komnir lengra í hagnýtingu vindorku. Aðeins brot af heildinni En jafnvel þótt hagnýting vindorkunnar færist stórlega i vöxt innan Evrópu á næstu ámm, annar hún ekki í fyrirsjáanlegri framtíð nema broti af heildar- orkuþörfínni. Um 0,1% af raforku Bandaríkjamanna kemur ffá vindmyllum og hlutfallið er enn lægra í EB. Allt rafmagn sem ffamleitt er í heiminum með vindorku um þessar mundir samsvarar um 4 miljónum tunna af olíu á ári. Til samanburðar má nefna, að eftir að dró úr framboði á olíu við innrás Iraka í Kúvæt vantar einmitt um 4 miljónir tunna af olíu á dag til að fullnægja markaðsþörfunum sem voru fyrir innrásina. Forstjóri stærsta vindorkufyr- irtækis Bandaríkjanna reiknar með því að raforkuffamleiðsla með vindmyllum muni standa í stað eða dragast saman þar í landi á næstu árum, vegna þess að þeg- ar sé búið að setja alla styrki og fjármagn i þessa grein sem ætla mætti að fengjust og alríkisstjóm- in hefur enn til meðferðar hvemig auka má noktun endumýjanlegra orkugjafa. ÓHT byggði á IHT Byggðamál Grundvallarrit um byggðamál r Byggðahreyfingin Utvörður gefur út bókina „Byggðamál á Norðurlöndum “ í ritstjórn Sigurðar Helgasonar Igær kom út nýtt rit á vegum Byggðahreyfingarinnar Út- varðar, samantekt um byggða- þróun á Norðurlöndum, með greinum eftír ýmsa höfunda, í ritstjórn Sigurðar Helgasonar, fyrrum sýslumanns. Fátt er til af aðgengilegu efni um stjómarfarsrétt á íslensku og enn minna um stjómarfarsffæði. Reynt er að dýpka skilning á þessum efhum í ritinu, en í for- mála segir ritstjóri: „Ritinu er þó fyrst og fremst ætlað að vera til fróðleiks og stuðla að málefna- legri umræðu um byggðamál og að lesandinn fái nokkuð ýtarlegar upplýsingar um hvemig á byggðamálum er haldið á Norð- urlöndum". Byggðahreyfmgin Útvörður hefur nú tekið frumkvæðið að því með útgáfu nýju bókarinnar að skapa gmnn og faglega þekkingu til að unnt sé að ræða byggðamál- in í víðara samhengi og vega og meta kosti og galla mismunandi skipulags. Viðfangsefnið er viða- mikið og tengist mörgum þáttum stjómsýslunnar. Bókin skiptist í fimm hluta: Ömtin í Danmörku, Landsþingin í Svíþjóð, Finnsk sveitarstjómar- mál, Fylkin í Noregi og Islensk sveitarstjómarmál. Kaflana um son hagffæðingur birtir greinina „Starfshættir verða að breytast“; Sjöfh Halldórsdóttir vegavinnu- ráðskona á þama greinina „Ber- um sjálf ábyrgð á verkum okkar“, Þórarinn Lámsson tilraunastjóri á Skriðuklaustri skrifar um „Byggðaþróun, áhrif fólksflutn- inga - atvinnumál“ og Hlöðver Þ. Hlöðvesson, bóndi og formaður Byggðahreyfingarinnar Útvarðar, skrifar greinina „Heimafylgd“. Höfundar kynna flestir við- horf sín gagnvart þriðja stjóm- sýslustiginu og leggja áherslu á það sem betur má fara í stjómun sveitarfélaga við þau skilyrði, þegar verkaskipting ríkis og sveitarfélaga yrði önnur en nú tíðkast hérlendis. Meðal annars kom fram á blaðamannafundi með höfundum í gær, að kostnað- arskipting opinberra ffam- kvæmda og þjónustu er að jafhaði að hálfu milli ríkis og sveitarfé- laga víða á Norðurlöndum, en hérlendis er hlutur sveitarfélag- anna aðeins um 20%, en ríkið sér um 80% verkefnanna og fjár- magnsstýringarinnar. Bókin er tæpar 170 bls. að stærð og um dreifingu hennar sér Ingunn Ragnarsdóttir, Kóngs- bakka 5, 109 Reykjavík, s: 91- 71376. ÓHT fyrirkomulag sveitarstjómarmála á öðmm Norðurlöndum hefur Sigurður Helgason þýtt og tekið saman, en 6 aðrir höfhndar leggja til efni í íslenska kaflann. Varðandi íslensku málefnin ritar Sigurður Helgason um sögu sveitarstjóma, sameiningu sveit- arfélaga og gerir grein fyrir því hvemig fjárlög 1990 litu út, væri Sigurður Helgason, ritstjóri og aðalhöf- undur verksins Byggðamál á Norð- uriöndum. farið að breyttum forsendum í verkaskiptingu rikis og sveitarfé- laga þar. Skúli G. Johnsen borg- arlæknir í Reykjavík ritar grein- ina Héraðavald og breyting á skipun heilbrigðismála, Magnús B. Jónsson forstöðumaður Hag- þjónustu landbúnaðarins ritar greinina „Hvers vegna norska kerfið?“, Gunnlaugur A. Júlíus- Innkaupastofnun ríkisins é Apple-umboðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.