Þjóðviljinn - 04.10.1990, Síða 11

Þjóðviljinn - 04.10.1990, Síða 11
I DAG Magnús H. Gíslason skrifar * A FÖRNUM VEGI 13 í síðasta pistli mínum, „Á förn- um vegi“, var viðmælandi minn að rifja upp eitt og annað frá síð- ustu borgarstjórnarkosningum. Það kom á daginn að hann er óflokksbundinn en þó þrælpóli- tískur á sinn hátt, og fyllir þvi sennilega þann fjölmenna hóp, sem ekki gefur upp, í hinum „heimsfrægu“ skoðana- könnunum, hvaða flokk hann kemur til með að kjósa eða hvort hann kýs yfirleitt nokkuð í þeim alþingiskosningum, sem nú nálg- ast óðfluga. - En ég velti þessu mikið fyrir mér þarna í vor, sagði hann, - og hefði lang helst kosið að and- stöðuflokkar Reykjavíkuríhalds- ins hefðu komið sér saman um einn framboðslista. En það fór nú eins og það fór og enda þótt svo tækist til þá kaus ég Nýjan vett- vang. Ég vissi ekki betur en að þar væri óflokksbundin mannes- kja í efsta sætinu, síðan ágæt Alþýðubandalagskona og svo krati. Listinn svo að öðru leyti skipaður ýmsu prýðis fólki. Sumt þekkti ég af afspurn, annað per- sónulega. Eins og komið var gerði ég ekki ráð fyrir að fleiri næðu kosningu af listanum og ég vænti þess, að þetta fólk vildi og gæti starfað saman af fullum heil- indum. Allir þekkja svo úrslitin og um þau þarf ekki að fjölyrða. Nú, jæja. Þarna voru þó tvær ágætar konur, önnur óflokks- bundin, hin í Alþýðubandalaginu og hinn Nýi vettvangur var þó, þrátt fyrir allt, sterkasta aflið gegn borgarstjórnaríhaldinu - miðað við höfðatölu. En nú gerðust bráðlega illir og óvæntir atburðir, og mikið getur mannkindin verið óútreiknanleg. Hvað gerir nú þessi ágæta kona, Ólína, sem fyrir borgarstjórnar- vosningarnar sagðist vera hrein af öllu flokkspólitísku grómi - og var tekin trúanleg? Að kosning- um loknum gerir hún sér bara lítið fyrir og gengur í Alþýðu- flokkinn og er opinberlega tekin inn í það samfélag með breiðum brosum og blómskrúði. Gott ef hún gaf það ekki auk heldur í skyn, að hún hefði alltaf fylgt Al- þýðuflokknum. Og ég hygg að ég fari rétt með það að hún hafi ekki látið sitt eftir liggja með að hvetja óflokksbundið, vinstra sinnað fólk til að kjósa Nýjan vettvang. Og enginn vafi er á því, að fjöl- margir kusu þennan lista af því að þeir trúðu því, að þar væru þeir að kjósa nýtt afl, sameiningarafl. Ólína átti ekki hvað síst þessu fólki að þakka sæti sitt á listan- um. Hún hefði ekki náð að skipa efsta sæti listans sem yfirlýst Al- þýðuflokkskona. Það ætla ég að hún viti vel sjálf. Hún er beinlínis að koma í bakið á fólki. Það er ekki gæfusamleg byrjun á póiit- ískum ferli. Og nú rifjast óneitanlega upp þau ummæli Bjarna P. Magnús- sonar, að fyrirfólk í Alþýðu- flokknum hafi beinlínis hvatt Al- þýðuflokkskjósendur til þess að kjósa Ólínu í efsta sæti listans í prófkjörinu. Vissi þetta fólk kannski þá að það var að stuðla að kosningu væntanlegs fulltrúa Alþýðuflokksins, enda þótt hann af hagkvæmnisástæðum sigldi um sinn undir öðru flaggi, og fékk út á þann fána atkvæði mitt og margra annarra? Allir vissu að kratar áttu mjög undir högg að sækja með að fá nokkurn mann kosinn í borgarstjórn af hreinum Tilkynning frá Ríkisbókhaldi Vegna flutnings í nýtt húsnæði verða skrif- stofur okkar að Laugavegi 13 lokaðar á morgun, föstudaginn 5. október. Opnað verður aftur að Sölvhólsgötu 7, 3. hæð, mánudaginn 8. október kl. 9.00. Óbreytt símanúmer: (91) 609350. Samband við: skrifstofu ríkisbókara, gjaldasvið, teknasvið, efnahagssvið, BÁR, ráðgjöf. Telefax: (91) 626383. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í foreinangraðar pípur. Um er að ræða lagnir að stærð 20-150 mm, samtals 52.000 m með greinistykkjum og múffum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 31. október 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 flokkslista. Var hugmyndin sú, að með þessum miður hreinu vinnubrögðum mætti e.t.v. lauma tveimur fulltrúum Al- þýðuflokksins inn í borgar- Stjórnina? Spyr sá, sem ekki veit. Ég býst við að Siggi Sigurjóns myndi segja að það væri „skíta- lykt af þessu máli“, og væri lík- lega ekki of djúpt í árinni tekið. f framhaldi af þessum pólitísku fimleikum er svo Nýr vettvangur beinlínis tekinn af lífi án dóms og laga. Og hverjir framkvæmdu aftökuna? Voru það ekki bara ör- fáir forvígismenn þessara sam- taka? Eðlilegast hefði verið að boða til fundar með því fólki, sem studdi listann og gefa því kost á að taka ákvörðun um framhald- ið. Þar gátu þeir mætt, sem áhuga höfðu. Það kann vel að vera að slíkur fundur hefði samþykkt að leysa upp þessi samtök en það gerðist þá með eðlilegum og lýð- ræðislegum hætti. Eða hver var tilgangurinn með Nýjum vett- vangi? Ég leit svo á, að hann væri tilraun til þess að sameina sem flesta íhaldsandstæðinga um einn framboðslista. Það mistókst. Því olli öðrum þræði samtakaleysi og að hinu leytinu innri meinsemdir. Enn kom svo til, að undirbún- ingstíminn var alltof skammur. En kannski hafa einhverjir tal- ið tilganginn annan? Og kannski telja þeir að hann hafi náðst? Al- þýðuflokkurinn kom, þrátt fyrir allt, fulltrúa inn í borgarstjórn- ina, þótt honum tækist ekki að koma tveimur. En þegar ég kaus Ólínu Þorvarðardóttur í efsta sætið á prófkjörslistanum þá vissi ég ekki annað en ég væri að styðjaóháðanframbjóðanda. Að borgarstjórnarkosningunum af- stöðnum frétti ég svo, að ég hafi verið að styðja Alþýðuflokks- mann. Mér finnst þetta, hreint út sagt, vera ófyrirleitinn blekk- ingaleikur. Það er spauglaust að láta plata sig svona, eða finnst þér það ekki, lagsmaður? En það gerist ekki aftur. -mhg NÝJAR BÆKUR Bókin um Briemsætt Um þessar mundir er að koma út hjá forlaginu Sögusteini síð- asta bók í röð ættfræðibóka. Bók- in er um Briemsætt, niðja Val- gerðar Árnadóttur (1779-1872) og Gunnlaugs Guðbrandssonar Briem(1773-1834) sýslumanns en þau bjuggu lengst á Grund í Eyja- firði. Áttu þau sjö börn sem upp komust. Þrjú þeirra settust að er- lendis, í Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi. Er mikill ættbogi frá þeim kominn og var efnt til mikils ætt- armóts að Hótel íslandi sunnu- daginn 30. september. Upphafsmaður niðjatalsins var Eggert P. Briem sem nú er látinn. Hann byggði ritið á niðjatali sem Eiríkur Briem prófessor og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri sömdu og gáfu út árið 1915. Aðrir höfundar ritverksins eru Þor- steinn Jónsson ættfræðingur og Eggert Ásgeirsson sem safnað hefur saman og ritað ásamt fleirum efni um flestalla sem upp komust af þrem fyrstu ættliðun- um, nokkuð á 2. hundrað manns. Af Briemsætt eru skráðir um 2000 niðjar og er um 5000 manns getið í nafnaskrá. Ritið er óvenjulega mynd- skreytt ritverk og hefur víða verið leitað fanga. Birtist þar fjöldi áður óþekktra mynda. ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Ös þar sem enginn ætti að koma. 150 sóttu áfengisbækur í gær. Myndið heimilissamtök um að taka ekki áfengisbækur. For- ingja brezku Munchen-mann- anna fómað vegna sívaxandi andúðar. Neville Chamberlain lætur af stiómarstörfum og for- mennsku Ihaldsflokksins. Verka- mannaflokksforinginn Bevin hækkandi stjama hjá brezka auövaldinu. Bandaríkjastjóm reynir að vingast við Sovétríkin. 4. október fimmtudagur. 277. dagur ársins. Fullt tungl. 25. vika sumars byrj- ar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.44 - sólariag kl. 18.47. Viðburðir Guðmundur Daníelsson skáld fæddurárið 1910. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 28. sept til 5. október er f Ingólfs Apóteki og Lyfjabengi. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fridögum). Síðamefnda apó- tekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sarrv hliöa hinu fyrmefnda. LOGGAN Reykjavík...................■Tr 1 11 66 Kópavogur.....................« 4 12 00 Seltjamames...................« 1 84 55 Hafnarfjöröur.................w 5 11 66 Garöabær.....................* 511 66 Akureyri.....................2 32 22 StökkvOið og sjúkrabílar Reykjavlk...................1 11 00 Kópavogur....................« 1 11 00 Seltjamames..................« 1 11 00 Hafnarfjörður....;..........« 511 00 Garðabær.....................« 5 11 00 Akureyri.....................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöö Reykjavíkur alla virka daga ffá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Viljanabeiðnir, simaráölegg- ingar og tímapantanir I" 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu ern gefnar i simsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspltalans eropin allan sólarhring- inn, tr 696600. Hafnarflörður Dagvakt, Heilsugæslan, tr 53722. Næturvakt lækna,« 51100. Garðabær. Heilsugæslan Garöaflöt, ” 656066, upplýsingar um vaktiæk n 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miöstööinni,« 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis ffá kl 17 ti 8 985-23221 (farslmi). Kefiavík: Dagvakt, upplýsingar i « 14000. Vestmannaeyjar Neyöarvakt lækna, ® 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar Landspitalinn: Alla daga Id. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 ti 19:30, um helgar kl. 15 tl 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspltalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 tl 20:30. Fæðingarheimili Reykjavíkur v/Eiriksgötu: Almennur tími H. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatlmi kl. 20-21 alla daga. Öldrunariækningadeild Land- spítalans, Hátúni 10B: Alla daga W. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdelld Borgarspítala: Vitka daga kl. 16 tl 19, um helgar kl. 14 tl 19:30. Heilsuvemdar- stööin við Barónsstíg: Alla daga ki. 15 tl 16 og 18:30 tl 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 tl 16 og 18:30 tl 19. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra k). 16 tl 17 alla daga. St Jósefs- spítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 tl 16 og 19 ttl 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 tl 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga k! 15 til 16 og 19 tl 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 ttl 16 og 19 tl 19:30. Sjúkranúsiö Húsavfk: Alla daga kl. 15 tl 16og 19:30 tl 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamangötu 35, 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbla og homma á mánudags- og tmmtudagskvöldum kl. 21 tl 23. Simsvari á öðrnm tlmum. * 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráögjöf I sálffæöilegum efnum,« 91-687075. Lögfræöiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opio viika daga frá kl. 8 tl 17, « 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstanderidur þeirra [ Skógariílíð 8 á tmmtudögum kl. 17 ttl 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra I« 91-22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni:91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræð- ing á miðvikudögum ki. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf:» 91- 21205, húsaskjól og aöstoö við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfín Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opið þriðjudaga ki. 20 tl 22, tmmtudaga kl. 13:30 tl 15:30 og kl. 20 ti 22,« 91-21500, sfmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrir sifjaspellum:« 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sífjaspellsmál: « 91-21260 alla virkadaga kl. 13 tl 17. Stigamót, miðstöð fýrir konur og böm sem oröið hafa fyrir kynferöislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vestungötu 3, = 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: ■a 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt i * 686230. Rafveita Hafnarfjaröar. Bilanavakt n 652936. GENGHD 3. október 1990 Sala Bandarikjadollar.............56,330 Sterlingspund...............106,467 Kanadadollar.................48,845 Dönsk króna...................9,5072 Nonsk króna...................9,3517 Sænsk knóna...................9,8445 Finnskt mark................. 15,2614 Franskur franki...............10,8332 Belgiskurfranki............... 1,7622 Svissneskur franki...........43,6092 Hollenskt gyllini.............32,1969 Vesturþýskt mark..............36,3010 Itölsk líra...................0,04849 Austumskur sch................5,1572 Portúgalskur escudo.......... 0,4092 Spánskur pesef................0,5787 Japanskt jen..................0,41203 Irsktpund.....................97,3860 KROSSGÁTA Lárétt: 1 muldra4toga 6magur7löngun9 kvenmannsnafn12 þrefi14svip15væn16 fuglar19báru20heiti 21 eyddur Lóðrótt: 2 stúlka 3 nabbi 4 holdfúi 5 loga 7 gengur8grétu 10 feitan 11 haginn13flet 17 hræðist 18 elskar Lausnásíðustu krossgátu Lárótt: 1 spor4gró(6 eir7masi9óhóf 12um- tal 14 tón 15 aur 16 dauns 19 sælu 20 Asta 21 amaði Lóðrétt: 2 púa 3 reim 4 gróa5óró7matast8 sundla10hlassi11 forkar13t(u 17aum 18 náð Fimmtudagur4. október 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.