Þjóðviljinn - 23.10.1990, Síða 1

Þjóðviljinn - 23.10.1990, Síða 1
Þriðjudagur 23. október 1990 — 199. tölublað 55. árgangur Munið happdrætti Þjóðviljans Álsamningar Spáð lægra orkuverði Meðalorkuverðið 17,5 mills í stað 18,4 mills. 20 til 25 mills orkuverði spáð við samninga annarsstaðar. Páll Pétursson: Óvíst að Landsvirkjun ráði við lágt orkuverð fyrstu níu árin. Endurskoðunarákvœði nauðsynlegt Samkvæmt nýjum spám sem stjórn Landsvirkjunar hef- ur undir höndum er orkuverðið tii nýs álvers á Keilisnesi tölu- vert iægra en haldið hefur verið fram af iðnaðarráðherra. Jón Sigurðsson hefur sagt að í drög- um að orkusölusamningi sé gert ráð fyrir að meðalorkuverðið sem Atlantsál muni greiða til Landsvirkjunar verði 18,4 mills. Nýja spáin sem unnin er af breska sérfræðingnum Robin Ad- ams gerir hinsvegar ráð fyrir að meðalorkuverð verði 17,5 mills. Stjóm Landsvirkjunar skipaði á fundi sínum i gær viðræðunefhd til að sjá um orkusölusamninga við Atlantsál. í nefndinni eiga sæti þrir stjómarmenn auk for- manns stjómar Landsvirkjunar, Jóhannesar Nordals. Þeir em Páll Pétursson, Davíð Oddsson og Birgir Isleifur Gunnarsson. Páll Pétursson sagði að í þeim útreikningum sem haldið hefur verið að mönnum hér á landi væm teknir inn í dæmið fram- lengingarmöguleikar samnings- ins um tvisvar fimm ár. I samn- ingsdrögunum er reiknað með 25 ára samningstíma með þessum möguleika á framlengingu. „Við höfum enga tryggingu fyrir því að Atlantsál vilji framleiða hér ál þessi seinustu tíu ár og því óraun- hæft að taka þau með, og það gerði Robin Adams ekki.“ Páll segir að hér á landi hafl verið reiknað með 35 ámm í stað 25 til þess að lyfta meðalorku- verðinu. Samkvæmt upplýsingum Þjóðviljans spáir Adams einnig lægra álverði en því sem gengið var útfrá við gerð samningsdrag- anna. Þetta lækkar meðalorku- verðið um 0,4 mills eftir að 9 ára afsláttartímabilinu lýkur. Þá kom fram hjá Adams að á árunum 1980 til 1985 hafi meðal- orkuverð í samningum milli ál- fyrirtækja og orkusölufyrirtækja verið 15 miils og lægra. Á ámn- um 1985 til 1990 hafi samningar verið á bilinu 15 til 20 mills og í hærri kantinum þar sem orkufyr- irtækið tekur sjálft alla áhættuna einsog gengið er útffá i samnings- drögunum við Atlantsál. Adams spáir því að á ámnum 1990 til 1995 verði þetta verð á bilinu 20 til 25 mills. Nemendur ( Kvennaskólanum ( Reykjavík með sviðnar og sótugar myndir. Kennsla hefst að öllum Kkindum aftur (dag. Mynd: Jim Smart. íkveikjufaraldur Einn situr í gæsluvarðhaldi Rannsókn enn i gangi, en eitt málið er upplýst Slökkviliðið í Reykjavík var níu sinnum kallað út vegna eldsvoða í borginni um helgina. Talið er að í öllum tilfellum hafi verið um íkveikjur að ræða. Tjón varð flestum tilvikum óverulegt, en mesti bruninn var í Kvennaskólanum og hefur einn maður verið handtekinn vegna þess. Hann situr í gæslu- varðhaldi til dagsins í dag. Eitt málið er upplýst að sögn Jóns Snorrasonar, deildarstjóra hjá Rannsóknarlögreglunni. Það vom tveir drengir sem kveikt höfðu í msli á bensinstöð við Hafnarstræti. Hin málin em enn í rannsókn. Jón segir að of snemmt sé að segja til um hvort krafist verði framlengingar á gæsluvarð- haldi mannsins, en vildi að öðm leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Sem fyrr segir var mesti brun- inn i Kvennaskólanum í Reykja- vík, þar sem kveikt var í húsvarð- aribúð skólans. Töluverðar skemmdir urðu þar, en eldurinn breiddist ekki út um húsið. Hins vegar skemmdust skólastofur og fleira vegna sóts og vatns. Aðal- steinn Eiríksson, skólastjóri Kvennaskólans, segir að íbúðin hafi algerlega eyðilagst og skól- inn sé undirlagður af sóti og skít. Kennsla féll niður í gær, en ekki taldi Aðalsteinn víst að hægt yrði að hefja kennslu í dag. Ekki er búið að meta hversu „Það þarf að breyta samnings- drögunum. Það er óviðunandi annað en að hafa í þeim endur- skoðunarákvæði," sagði Páll og bætti við að ýmsir stjómarmenn Landsvirkjunar hefðu undirstrik- að þetta sérstaklega. „Við eigum eftir að gera okkur grein fyrir því hvort hægt verði að reka fýrirtæk- ið þessi fyrstu níu ár meðan af- slátturinn er veittur, án þess að stefna því í voða og þurfa að leggja einhveijar stórbyrðar á hinn almenna notanda,“ sagði Páll og bætti við að fyrir stjóm Landsvirkjunar hefðu komið tveir álverðsspámenn sem þrátt fyrir það að hafa ekki komist að alveg sömu niðurstöðu teldu samnings- drögin viðunandi og hættulaus. Páll sagði að í drögunum væm lausir endar sem nefndin þyrfli að taka á, en hann vildi ekki úttala sig frekar um það, þar sem nefnd- in kæmi ekki saman fyrr en á morgun. -gpm/sáf mikið tjón varð við brunann, en að sögn Aðalsteins er verið að meta það. „Ég held þó að þetta verði metið í einhveijum miljón- um,“ segir Aðalsteinn. Þótt byijað verði að kenna í skólanum í dag, verður að flytja kennsluna í önnur hús í einhvem tíma og ein kennslustofa er alveg ónothæf. Vinnueftirlit og heil- brigðiseftirlit eiga eftir að meta það hvort kennsla megi hefjast. ns. Kratar Revkjanesi Jón vill ekki opið prófkjör Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur Jón Baldvin Hanni- balsson formaður Alþýðuflokksins lagt mikla áherslu á það að undan- fömu að Jóni Sigurðssyni iðnaðar- ráðherra verði tryggt efsta sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. Að sögn hefur Jón Baldvin lagt hart að væntanlegum frambjóð- endum krata í kjördæminu að þeir hætti við prófkjör og sættist á upp- röðun efstu sæta á listanum. For- maðurinn vill að Jón skipi efsta sæti, Karl Steinar Guðnason annað sæti, Rannveig Guðmundsdóttir þriðja sætið og Guðmundur Ámi Stefánsson fjórða sætið. „Eg er búinn að svara því áð- ur,“ sagði Guðmundur Ámi Stef- ánsson þegar Þjóðviljinn spurði hann í gær hvort hann stefndi enn á fyrsta sætið í Reykjanesi. Hann vildi ekkert tjá sig um það hvort þrýst heföi verið á hann að sætta sig við fjórða sætið og að hætt yrði við prófkjörið. í Reykjaneskjördæmi eru í gangi undirskriftalistar þar sem skorað er á Jón Sigurðsson að gefa kost á sér í fyrsta sætið, og í DV í gær var fullyrt að Jón hafi vitað af þessum listum áður en söfhunin fór af stað. „Menn mega safna undirskrift- um ef þeir vilja. Þær skipta mig engu máli,“ sagði Guðmundur Ámi. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.