Þjóðviljinn - 23.10.1990, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 23.10.1990, Qupperneq 5
VIÐHORF Aukið f rjálsræði í flugi Nokkurrar óvissu hefur gætt um hríð um framtíðarstefnu stjómvalda i flugmálum okkar Is- lendinga, einkum eftir að Amar- flug hf. skilaði sérleyfum sínum til áætlunarflugs til Amsterdam og Hamborgar til samgönguráðu- neytisins nú síðsumars. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra hefur nú veitt Flugleiðum hf. leyfi til áætlunar- flugs á þeim flugleiðum sem Am- arflug hf. þjónaði áður, og í köl- farið hafa fjölmargir sem telja sig til þess bæra gefið þeirri ákvörð- un einkunn. Upphrópanir eins og „einokun!“ hafa verið yfirskriftir dagblaða vegna þessa, en eins og jafnan áður eru a.m.k. hliðar tvær á þessu máli. Samkeppni er síst lokið Þeir sem mest tala um að sam- keppni sé nú lokið í áætlunarflugi til og ífá Islandi ættu að hugsa fyrst og tala svo. Sannleikurinn er sá, eins og reyndar öll þjóðin hef- ur vitað um langan tíma, að raun- veruleg samkeppni milli Flug- leiða hf. og Amarflugs hf. hefúr ekki verið verið fyrir hendi, því félögin hafa flogið hvort til sinna áætlunarstaðanna og annað félag- ið er eins og kunnugt er margfalt stæma og burðugra en hitt. Sam- keppni felst í því að þeir sem keppa um hylli kaupenda, bjóði fram sömu eða sams konar vöm eða þjónustu og búi við sambæri- leg rekstrarskilyrði. Ég vil halda því fram að íslenskar ferðaskrif- stofúr veiti Flugleiðum mun meira aðhald og meiri samkeppni en Amarflug hefúr nokkum tíma gert. Þær kröfúr era gerðar, og þær á að gera, til þeirra, sem stunda áætlunarflug til og ffá landinu, að þeir fullnægi flutningsþörf á við- komandi flugleið og veiti við- skiptavinum örugga og ábyggi- lega þjónustu. Það er hlutverk loftferðaeftirlits Flugmálastjómar og Flugeftirlitsnefndar að fylgjast með þjónustu flugrekenda í þessu samhengi. Það hefúr lengi verið vitað að Amarflug hf. hefur átt í veraleg- um rekstrarerfiðleikum sem nú hafa leitt til þess að stjóm félags- ins hefur farið fram á að það verði tekið til gjaldþrotaskipta. Reynd- ar kveður borgarfógeti svo fast að orði að stjómendum félagsins hafi verið skylt að fara fram á gjaldþrotaskipti þegar árið 1987. Fjölmiðlar virðast hins vegar ekki hafa áhuga á að spyrja hvers vegna það var ekki gert. Skyldi nokkum undra þótt samgöngu- ráðherra, bæði núverandi og fyrr- verandi, hafi verið tregir til að veita fallít fyrirtæki fleiri áætlun- arleiðir en það þegar hafði, því ljóst mátti vera að það eitt myndi trauðla bjarga félaginu. Slík ráð- stöfun hefði hugsanlega getað lappað eitthvað upp á fjárhag Amarflugs en um leið tekið frá Flugleiðum, sem þó eiga i nægum erfiðleikum. Útkoman hefði að því er virðist ekki orðið ávinning- ur fyrir almenna viðskiptavini flugfélaganna, og jafnvel orðið skattborguranum nokkur byrði, því það er jú alltaf í þeirra vasa sem leitað er að lokum. Ég vildi því halda því fram að nú hafi verið stigið jákvætt skref í flug- og ferðamálum okkar Is- lendinga og vil rökstyðja það frekar með nokkrum orðum. Aukin hagkvæmni -meira öryggi Þróunin víðast hvar í kringum Ný flugmálastefna til hagsbóta fyrir neytendur - og skattborgara Arni Þór Sigurðsson skrifar okkur er sú, að flugfélög samein- ast og auka hagkvæmnina til að mæta meira fijálsræði í flugi og aukinni samkeppni. A þeim tíma væri sérkennilegt fyrir okkur að ganga í öfúga átt og rýra rekstrar- grunnlag stærsta flugfélagsins, sem aftur gæti leitt til þess að allt flug til og frá landinu kæmist í hendur erlendra flugfélaga með gönguráðherra, sé frjálsræði í flugi aukið og það er bæði í sam- ræmi við ákvörðun sama sam- gönguráðherra fyrir ári, þegar frjálsræði var auldð í innanlands- flugi, og eins við almenna þróun flugmála í heiminum. Hinu má ekki gleyma að sam- skipti ríkja í flugmálum byggjast nær undantekningarlaust á gagn- ákvörðun einhliða, og því tómt mál að krefjast þess eins og Morgunblaðið gerir í leiðara laugardaginn 20. október sl. Og af því að menn hafa verið að vitna til Bandaríkjanna í tengslum við fijálsræði í flugi er rétt að draga fram þá staðreynd að það er að- eins í innanlandsflugi í Banda- ríkjunum sem fullt frelsi ríkir. Fá „Þróunin víðast hvar í kringum okkur er sú, að flugfélög sameinast og auka hagkvæmnina til að mœta meira frjálsræði íflugi og aukinni samkeppni" þeim afleiðingum að flug yrði strjálla og þörfúm Islendinga lak- ar sinnt en nú er. Flugrekstur er ákaflega við- kvæmur og brýnt er að öryggis- þátturinn sitji ávallt i fyrirrúmi. Til þess að tryggja það, verða flugrekendur að hafa íjárhagslegt bolmagn til að mæta samdrætti og þess vegna er gerð krafa þar að lútandi þegar veitt eru leyfi til áætlunarflugs. Öryggi farþega má aldrei fóma á altari ímyndaðrar samkeppni. kvæmni, og því er t.a.m. tómt mál að tala um að tvö íslensk flugfé- lög geti floið í áætlunarflugi til sama viðkomustaðar erlendis, nema um það væri gagkvæmt samkomulag milli viðkomandi ríkja, t.d. í loftferðasamningi. Þannig myndu m.a. dönsk stjóm- völd varla heimila að fleiri en eitt íslenskt flugfélag flygju áætlun- arflug til Kaupmannahafnar. Það væri því ekki á færi íslensks sam- gönguráðherra að taka slíka lönd hafa eins takmarkandi reglur um millilandaflug og Bandaríkin. Þróunin getur hins vegar vel orðið sú, eins og samgönguráð- herra hefúr reyndar bent á, að allt flug verði meira og minna fijálst og þá verður ísland vitaskuld ekki undanskilið. Það er síðan táknrænt að þeir sem mest prédika um fijálsa sam- keppni hafa ekki haft burði til að taka raunveraleg skref til aukinn- ar samkeppni, allra síst í flugi. Flugleiðir almennings- hlutafélag? Því má svo við þetta bæta að næsta skref hlýtur að verða að gera Flugleiðir að almennings- hlutafélagi, til að tryggja enn frekar góða þjónustu. Því hefði verið brýnt að í hlutafjárútboði félagsins í þessum mánuði hefðu stærstu eigendumir, ekki slst Eimskipafélag íslands, fallið ffá forkaupsrétti sínum í stað þess að gera allt sem hægt er til að halda völdum í félaginu. I rauninni vantar hér á landi skýra löggjöf gegn hringamyndun eins og er í gildi í flestum nágrannalöndum okkar, og er reyndar hvað ströng- ust I Bandaríkjunum. Vitanlega ætti flutningafyrirtæki á einu sviði, t.d. sjóflutningum, ekki að mega eiga meira en t.d. 20% í flutningafyrirtæki á öðra sviði. í þessu efni eram við langt á eftir nágrannaþjóðunum, eins og reyndar í öllum öðram máium sem lúta að neytendavemd. Hér þarf að verða breyting á, og besta upphafið væri að Flugleiðir yrðu almenningshlutafélag og stærstu ljölskyldumar létu af valdabrölti sínu þar sem og annars staðar. En það fer ekki milli mála að eigend- ur Flugleiða þekkja ekki vitjunar- tíma sinn í þessu efni. Arni Þór Sigurðsson er varafor- maður Ferðamálaráðs íslands Styrkari ferðaþjónusta Einn af undirstöðuþáttum ferðaþjónustu hér á landi era flugsamgöngur. Það er því brýnt hagsmunamál greinarinnar að þær séu með sem stöðugasta og öruggasta móti. Það er alltaf hætt við því að þeir sem skipuleggja ferðir útlendinga hingað til lands leiti heldur til erlendra flugfélaga en innlendra ef ekki er hægt að vera viss um að hið íslenska flug- félag fljúgi og verði við lýði þeg- ar ferðin er farin. Þetta var reynd- ar raunin í sumar, þegar mikil óvissa ríkti um málefni Amar- flugs og erlendir ferðaskipuleggj- endur beindu viðskiptum sínum m.a. til svissnesks flugfélags. Nú þegar er farið að skipuleggja ferð- ir næsta sumars og því mátti ekki draga það lengur að eyða þeirri óvissu sem ríkti, og þar með leggja granninn að því að íslensk flugfélög fengju viðskiptin við er- lenda ferðaskipuleggjendur. Með þeirri stefnubreytingu að rýmka heimildir innlendra flugfé- laga til leiguflugs til áætlunar- staða Flugleiða ávinnst einkum tvennt. 1 fyrsta lagi geta Flugleið- ir fengið raunverulega samkeppni inn á sína áætlunarstaði yfir sum- armánuðina, frá maíbyijun til loka september, en það hefúr lengi verið baráttumál islenskra ferðaskrifstofa. í öðra lagi batna rekstrarskilyrði þeirra íslensku flugfélaga sem stunda vilja leigu- flug, en hafa hingað til eingöngu fengið að fljúga til sólarlanda eða annarra staða, til hverra áætlunar- flug er ekki stundað. Utan há- annatímans verða áætlunarstaðir Flugleiða lokaðir fyrir leiguflugi, en eftir sem áður verður heimilt að stunda leiguflug til annarra staða. Loks hefúr verið ákveðið að vöraflug til og frá landinu verði framvegis óháð sérstökum leyfis- veitingum stjómvalda. Frjálsræði aukið Ég tel að með engu móti sé hægt að halda öðra fram en að með hinni nýju stefnumörku Steingríms J. Sigfússonar sam- Óttinn við vanann Ellert B. Schram ritstjóri DV skrifar stundum hugljúfa pistla í blaðið um helgar. Þá á hann til að spyrja spuminga eða vekja máls á efnum sem gaman er að velta fyr- ir sér. Þannig spurði hann á laug- ardaginn var: „Hver er ekki krati ef að er gáð? Og hver er ekki sjálfstæðismaður ef að er gáð?“ Svona spumingar þykja Þrándi skemmtilegar, en verður auðvitað að játa um leið að hon- um þykir ómaklega vegið að framsóknar- og alþýðubandalags- mönnum. Gott ef orð ritstjórans era ekki tilefni til léttrar móðgun- ar þegar uppáhalds flokkurinn manns er hafður út undan, því hver er ekki alþýðubandalags- maður, að ekki sé nú minnst á framsóknarmanninn, þegar að er gáð. Og svo má halda áfram og spyrja hver er ekki kvennalista- maður/kona þegar að er gáð? Aft- ur á móti vandast málið þegar kemur að Borgaraflokknum, nema maður umorði spuminguna og spyiji: Er nokkur borgara- flokksmaður þegar að er gáð? En það er allt önnur Ella. Er svo að skilja á ritstjóranum að í stjómmálum séu menn svo bundnir vananum að þar verði litlu haggað, auk þess hafi menn byggt óyfirstíganlega múra utan um stjómmálaflokkana og hann segir: „Pólitíkin heldur sínu fólki hvað sem líður aldri og árum. Fylgismennimir standa sína plikt. A flokksfundum sjást gömlu, góðu andlitin, ár eftir ár og þeirri tryggð fær hvorki sjónvarp né veraldarvafstur grandað. En hér er aftur vaninn á ferðinni. Af gömlum vana mæta menn á skyndifúndina, af gömlum vana ganga menn að kjörborðinu og setja krossinn sinn á sama stað. Af gömlum vana standa þeir vörð um flokkinn sinn og múrana sem hann heíúr reist.“ Þrándur neyðist auðvitað til að gera þá játningu að hann er ákaflega vanafastur í pólitíkinni og lenti fljótt í þeirri vanabind- andi blindgötu að tengja pólitíska afstöðu við Iífsskoðun. Þegar hann fór fyrst að hugsa um svona nokkuð fannst honum að ef menn aðhylltust samhjálp og samstöðu þá væra menn dálítið rauðir í pól- itík. Að minnsta kosti kratar og kannski kommar. Auk þess tók hann eftir því að margt svona þenkjandi fólk hafði valið fram- sókn að pólitískum lífsforunaut. Þetta var einhvem veginn ekkert flókið og komst beinlínis upp í vana að taka eftir því að íhaldið var alltaf á móti framforam í fé- lagsmálum og efnahagslegum jöfnuði. Af því að Þrándur er hund- gamall og hefur auk þess gaman af að rýna i gamlar skraddur og blöð þá veit hann að íhaldið gróð- ursetti andstöðu sína við hugsjón- ir um jöfnuð um leið og það lét á sér kræla hér á landi og hefúr haldið þeim vana sínum fram á þennan dag. En vegna þess að ný- öld fjölmiðlanna er gengin i garð og hver sæmilega skynsamur pól- itíkus reynir að vera inni á gafli heima hjá manni eins oft og hann getur, komast þeir ekki hjá því að vera nokkra mýkri á manninn en áður, vefja skoðanir sínar í snyrti- Iegri umbúðir. í stað þess að tala nú opinskátt um að félagsleg þjónusta, sem rauðliðinn í okkur öllum heimtar að sé í þolanlegu lagi, verði skorinn niður við trog vikja ihaldsmenn kurteislega tali að þeirri skelfilegu skattaáþján sem þjóð þessi á að vera þjökuð af, og segja mikið mál að linni. Svona illa fer vaninn með besta fólk eins og Þránd, að honum dettur ekkert annað í hug en að spyija sjálfan sig að því hvaða af- leiðingar hinar umbúðumprýddu hugmyndir íhaldsins kunna að hafa fyrir framgang gömlu hug- sjónanna. Fyrr en varir rekst hann á venjur stærðfræðinnar og kenn- ingar í hagffæði sem segja að jöfnuðurinn geti kostað samfélag- ið peninga. Ef hinir ríku fá sína skattaparadís Iíður ekki á löngu þangað til veröld hinna snauðu breytist i hreina martröð: Skatt- amir verða lækkaðir á þeim sem borguðu skatta fyrir en hjá þeim sem enga eða sáralitla skatta greiddu áður er ekkert að lækka. Við tekur heimur markaðslög- málanna, einstaklingamir greiða meira sjálfir fyrir heilbrigðisþjón- ustu, menntun og svo framvegis, hinir fátæku verða fátækari og hinir riku rikari. Og nú er það að gerast sem aldrei má, að Þrándi hitnar í hamsi. Hann dauðlangar til að halda þramandi ræðu um nauðsyn þess að menn gái að sér, láti ekki óttann við vanann og eftirsóknina eftir því sem er nýtt villa sér sýn. Það gerir bara ekkert til þótt menn séu vanafastir ef þeir eru að halda i það sem er gott og jafnvel vitur- legt. Þegar menn era að taka upp eitthvað nýtt þá verða menn að hafa vit á því að nýta það besta út úr því gamla !!! og hana nú. - Þrándur. Þriðjudagur 23. október 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.