Þjóðviljinn - 23.10.1990, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 23.10.1990, Qupperneq 6
ERLENDAR FRETTIR Líbanon Hræðsla eftir morð á kristnum leiðtoga Margir gruna Sýrlendinga, enda var Chamoun einn helstu stuðningsmanna Aouns ikii um hræðsla hefur gripið sig meðal kristinna manna í Líbanon eftir morðin á Dany Chamoun, einum af helstu leiðtogum þeirra, og konu hans og tveimur börnum þeirra á sunnudagsmorgun. Telja margir að Sýrlendingar eða her Líbanonsstjórnar hafi staðið á bakvið morðin og hafi þessir aðilar í hyggju að ryðja úr vegi öllum þeim forustu- mönnum kristinna Líbana, sem eitthvað kveður að. Liðsmenn í her Líbanonsstjórnar, sem er höll undir Sýrlendinga, eru flestir múslímar. Morðingjamir voru grimu- klæddir og í einkennisbúningum líbanska stjómarhersins. Dany Chamoun var 56 ára, sonur Ca- mille Chamoun, fyrrum forseta Líbanons. Fjölskyldan er af trú- flokki Maroníta, þeim stærsta meðal kristinna manna í landinu. Hraðlækkandi olíuverð Olíuverð á heimsmarkaði (verðspá fyrir des.) var í gær komið niður í 27,45 dollara á tunnu, hafði þá fallið um 3,60 dollara frá því á föstudegi og var lægra en nokkru sinni fyrr í sex vikur. Þetta stafar af því að nú liggur i loftinu að mesta hættan á striði við Persaflóa sé að líða hjá. Er í því sambandi stuðst við loforð Saddams Iraksforseta að láta lausa fleiri eða færri vestræna gísla, ummæli vamarmálaráðherra Saúdi-Arabíu að til greina ætti að geta komið að Kúvæt léti af hönd- um við írak eyjar og landspildur og fregnir um að viðskiptabannið gegn írak sé farið að hafa veruleg áhrif. Camille Chamoun var því ein- dregið mótfallinn að kristnir menn gæfu eftir nokkuð af hlut- deild sinni í völdum og sonur hans var leiðtogi bandalags stjómmálaflokka, sem studdi Michel Aoun, herstjóra þann kristinn er hafði að meginmark- miði að losa landið við sýrlenska hemámsliðið en var gersigraður af Sýrlendingum og líbönskum bandamönnum þeirra, þar á með- al líbanska stjómarhemum, fyrir rúmri viku. Dany Chamoun var og einn þeirra leiðtoga líbanskra, sem mestan áhuga höfðu á einhvers- konar bandalagi við Israel. Eftir innrás Israela í Líbanon 1982 fór hann til Jerúsalem og ræddi við ísraelska ráðamenn. Brást Israels- stjóm reið við fréttinni af morð- unum, kvaðst telja víst að Sýr- lendingar eða líbanskir handlang- arar þeirra hefðu unnið ódæðis- verkin, enda hefði sá jafnan verið háttur Sýrlendinga að myrða þá forustumenn líbanska er sköruðu fram úr. ísraelar saka einnig Sýr- lendinga og líbanska bandamenn þeirra um að hafa farið um austur- borgina í Beirút, borgarhluta kristinna manna, með morðum, ránum og nauðgunum eftir að hafa náð borgarhlutanum af her- sveitum Aouns. Israelum mun ekki hafa líkað vel að Aoun var sigraður, þar eð það þýðir stór- aukin völd Sýrlendinga í Liban- on, en þeir munu ekki hafa vogað að skerast í leikinn með hliðsjón af spennuástandi því er ríkir í Austurlöndum nær vegna Persa- flóadeilu. Selim Hoss, forsætisráðherra Líbanons sem er súnnamúslími, gaf í skyn í gær að morðingjar Chamouns væru stuðningsmenn hans sjálfs, sem hefðu reiðst hon- um vegna þess að hann hafði látið í ljós að hann vildi sættir við Líb- anonsstjóm. Walid Jumblatt, leiðtogi Drúsa, sem sagður er hafa verið vinur Chamouns, sak- aði Samir Geagea, foringja hins kristna Libanonsliðsafla, um að hafa fýrirskipað morðin í þeim tilgangi að spilla friðarumleitun- um. Geagea var að vísu óvinur Aouns og studdi Sýrlendinga í bardögum gegn honum, en hefur hinsvegar lengst af verið andvíg- ur afskiptum þeirra af Líbanon. Reuter/-dþ. 12 ára telpa meö litlusystur slna á fanginu kemur upp úr neðanjarðar- byrgi I Austur-Beirút, er á enda var lokaorrusta Aouns gegn ofurefli Sýr- lendinga og bandamanna þeirra. Sýrlendingar beittu lofther sínum óspart I viðureign þessari, en gegn honum hafði lið Aouns litlar varnir. Hlupu hljóðandi til móður sinnar Frásögn þjónustufólks Chamouns af morðunum á honum og fjölskyldu hans - næsta dœmigerðu athæfi á líbanskan mælikvarða Menn kunnugir ógnaröld- inni í Libanon scgja að morðin á Dany Chamoun, ein- um af helstu leiðtogum krist- inna Líbana og fjölskyldu hans á sunnudagsmorgun, hafi verið keimlík hefndarmorðum sem hafa verið fastur liður stríðsins þarlendis. Ásetningur morð- ingjanna, sem vopnaðir voru skammbyssum og í einkennis- búningum líbanska hersins, hafi greinilega verið að ráða ekki einungis Chamoun sjálfan af dögum, heldur og alla sem til næðist af fjölskyldu hans. Þeir myrtu auk Chamouns konu hans Ingrid, sem var þýsk, og syni þeirra tvo á barnsaldri. Eins og margir aðrir háttsettir Líbanar hafði Chamoun haft einkalífverði, en líbanska stjómin svipti hann þeim eftir ósigur Ao- uns bandamanns hans. Morðingjamir, þrír talsins, kvöddu dyra snemma morguns á heimili Chamounfjölskyldunnar í Baabda, kristnu úthverfi í Austur- Beirút. Þeir sögðust vilja tala við Chamoun, en er hann kom til móts við þá skaut einn þeirra hann til bana. Drengir Chamoun- hjónanna, sjö og sex ára, hljóð- uðu af skelfingu og hlupu til móð- ur sinnar, sem í þeirri svipan kom út úr svefhherberbergi sínu. Einn komumanna skaut þá einnig hana til bana. Annar drengjanna, sex ára, stóð yfir henni hljóðandi, þangað til morðinginn skaut hann tíu kúlum í höfúðið. Eldri dreng- urinn flýði inn í svefnherbergi og í rúmið sitt, en einn morðingjanna fylgdi honum eftir, greip í hann annarri hendi og skaut hann tveimur skotum. Tíu mánaða systir drengjanna lifði þetta af, þar eð morðingjamir fúndu hana ekki. Frásögn þessa hafa frétta- menn eftir þjónustufólki Chamo- uns, sem varð vitni að hryðju- verkunum. Atburðir sem þessi og þaðan af viðurstyggilegri hafa verið næsta tíðir í stríðinu í Líb- anon, sem staðið hefúr í rúm 15 ár. Reuter/-dþ. Kenva FRA BÍLASTÆÐASJÓÐI Opnaö hefur verið nýtt bílastæöi á Alþingisreit meö aökomu frá Tjarnargötu. Næst Alþingi eru 16 stæöi sérmerkt Alþingi, en annars eru um 100 bílastæði sem nýtast bæöi fyrir alþingismenn, starfsmenn Alþingis og til almennra nota á vegum Reykjavíkurborgar. Gjaldskylda er frá kl.7:3o til kl. 18:3o Jafnframt hefur veriö leyföur akstur í báöar áttir milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis. BORGARVERKFRÆÐINGUR Slítur stjórnmálasambandi við Noreg Moi Kenýuforseti sakar norsku stjórnina um stuðning við aðila er steypa ætli stjórn hans með vopnaðri uppreisn Kenýa sleit í gær stjórnmála- sambandi við Noreg og fyr- irskipaði norska ambassadorn- um í Nairobi, höfuðborg Ke- nýu, að verða á brott úr landi innan sjö daga. Sakar Kenýu- stjórn Norðmenn um stuðning við keníska stjórnarandstæð- inga, er leitist við að steypa stjórn lands síns með ofbeldi. Sú er saga til þessa að undan- farið hafa margir Kenýumenn krafist þess að í landi þeirra verði tekið upp fjölflokkakerfi og lýð- ræði að vestrænni og nú austur- evrópskri fyrirmynd, og er það sama sagan og frá mörgum öðrum Afríkulöndum. En Daniel arap Norska krónan tengd mynt- bandalagi Norska stjómin ákvað um helgina að tengja norsku krónuna evrópska myntbandalaginu frá og með deginum í gær. Vonar stjóm- in að þetta tryggi stöðugleika í efnahagslífi og vemdi það gegn sveiflum á verði Norðursjávarol- íunnar í dollumm. Olían er helsta útflutningsvara Noregs. Moi, forseti Kenýu sem ráðið hef- ur þar ríkjum í krafti einsflokks- kerfis í 12 ár, hefúr bmgðist hinn versti við, bannað fúndi stjómar- andstæðinga og látið fangelsa margra fomstumenn þeirra. Norðurlandaríki, sem hafa mikil sambönd við Kenýu, hafa undanfarið látið í ljós áhyggjur af vaxandi harðstjóm þar og brotum gegn mannréttindum og hið sama hafa mannréttindasamtök á Norð- urlöndum gert. Alvarlega kastað- ist í kekki með stjómum Noregs og Kenýu eftir að Koigi wa Wam- were, kenískur stjómarandstöðu- leiðtogi sem dvalist hefúr í Nor- egi síðan 1986 sem pólitískur flóttamaður undan stjóm Mois, hvarf skyndilega til ættlandsins og var handtekinn þar fyrr í mán- uðinum. Hafa hann og fleiri for- ustumenn stjómarandstæðinga verið ákærðir um að undirbúa vopnaða uppreisn. Norska stjóm- in mótmælti handtöku Wamwere, sem keniskir flóttamenn í Svíþjóð segja útsendara stjómar Mois hafa rænt, og bað mannréttinda- nefhd Sameinuðu þjóðanna að rannsaka málið. Áður en Wamwere var hand- tekinn hafði norska stjómin stungið upp á að efnahagshjálp sem Noregur veitir Kenýu yrði minnkuð um fimmtung næsta ár, og nefndi sem ástæðu áhyggjur út af brotum gegn mannréttindum í Kenýu og hömlur á lýðræðisþró- un þar. Moi sakar Norðurlönd og önnur vestræn riki, sem lagt hafa að honum að leyfa lýðræði, um afskipti af kenískum innanríkis- málum og kallar stjómarandstæð- inga leppa þeirra. Reuter/-dþ. Faðir okkar Ragnar Kristjánsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. október kl. 15.00. Sigurður Ragnarsson Jóhanna Ragnarsdóttir Unnur Ragnarsdóttir 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.