Þjóðviljinn - 23.10.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.10.1990, Blaðsíða 7
MINNING Tjaldið hefur fallið í síðasta sinn. Leiksýningunni er lokið. Sviðið er myrkvað og þar ríkir þögnin ein. Þessi hugsun kemur fyrst upp í huga minn þegar við íslenskir leikarar minnumst Vals Gíslasonar, aldursforseta okkar í stéttinni, og kveðjum hann hinstu kveðju, en hann lést á heimili sínu hér í Reykjavík aðfaranótt 13. þessa mánaðar á 89. aldursári. I þessari stuttu minningar- grein mun ég ekki rekja viðburða- rikan listaferil Vals og ekki held- ur tíunda þau fjölmörgu hlutverk, sem hann túlkaði á meistaralegan hátt á meira en 60 ára leikferli. Aðrir vinir hans og samstarfs- menn munu efalaust gera það. I þess stað mun ég leitast við að lýsa persónulegum kynnum mín- um við hann og lýsa manninum Vali Gíslasyni eins og hann kom mér fyrir sjónir. Þótt ég muni lítil- lega drepa á þann markverða þátt í lífsstarfl hans sem hann vann fyrir félagasamtök stéttar sinnar, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Valur var strax á unga aldri vel til foringja fallinn og því var hann um margra ára skeið kjörinn Mig langar, í þessum fátæk- legu orðum, að minnast Alfreðs Gíslasonar læknis og fyrrum al- þingismanns sem borinn er til grafar í dag. Þegar ég kynntist Alffeð hreifst ég strax af þrótti hans og gáfum. Hann var þá enn í fullu fjöri og við góða heilsu þótt ævi- árin væru orðin rúmlega sjötíu, og fannst mér ég fljótlega sjá í hon- um eftirsótta fyrirmynd. Hann var dæmi um mann sem hafði af eig- in rammleik brotist til mennta, til- einkað sér fastmótaða lífsskoðun og náð sínu takmarki. Bókastafl- amir og frímerkjasafnið á heimili hans í Barmahlíðinni vöktu at- hygli mína, og Alffeð var óspar á að uppfræða mig og benda mér á athyglisverðar bókmenntir eða heimspekilegar vangaveltur. Aldrei örlaði á hroka eða snobbi í fari hans, heldur fannst mér ég alltaf sitja á tali við alþýðumann þótt staða hans og störf á æðstu stigum þjóðfélagsins gæfu ef til vill tilefni til stærilætis. En þann- ig var Alffeð, fölskvalaus og ein- lægur og umfram allt maður sem tók andann fram yfir efuið. Hann miklaðist ekki af eigin affekum og gaf sér alltaf tíma til að hlusta á aðra og setja sig í spor þeirra. Mér er það sérlega minnis- stætt hversu mjög Alferð tók ást- fóstri við Hrafnhildi dóttur mína, strax ffá fyrsta degi. Þær voru ófáar ferðimar sem Alffeð gerði sér til að lita eftir langafabaminu sínu og skapaðist fljótt innilegt samband þeirra á milli. Hrafn- hildi þótti mikið til langafa síns koma, enda var hann óspar á þá athygli og ástúð sem einkenndu hann svo mjög í öllu lífi hans. Hans er í dag sárt saknað af mér og ástkæm langafabami sínu. En minningin um mikilhæfan mann og stórbrotinn persónuleika mun lengi lifa. Kristinn Einarsson Með fáeinum orðum langar mig að minnast Alfreðs Gíslason- ar læknis sem Iést 13. þ.m. Veturinn 1963 réðu fjórir ungir læknanemar sig að Elli- Valur Gíslason leikari Fæddur I5.janúar 1902 - Dáinn 13. október 1990 til forustustarfa fyrir hönd ís- lenskra leikara. Hann var virðu- legur og snjall samningamaður. Honum var jafnan efst í huga vel- famaður og þroski íslenskrar leik- listar. Islenskir leikarar standa því í óbættri þakkarskuld við Val Gíslason og félaga hans, sem unnu svo ötullega að því að leiða stéttina ffá áhugamennsku til at- vinnumennsku á erfiðum tíma- mótum. Eftir þau umskipti hafa margir leikarar getað helgað starfskrafta sína leiklistinni óskiptir og fengu þá loksins greidd mannsæmandi laun fyrir störf sín. Þessu megum við aldrei gleyma. Kynni okkar Vals hófust fyrir nær hálffi öld, eða nánar tiltekið árið 1942 hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Ég var þá við leiklistamám og var að stíga mín fyrstu spor á fjölunum i gömlu Iðnó. Þá var Valur talinn einn af efnilegustu ungu leikumnum hjá L.R. og þeg- ar byijaður að fara með aðalhlut- verk. Arið 1943 var honum falið að leika aðalhlutverkið - föðurinn í Orðinu eftir Kaj Munk. Þar fékk ég að leika Andrés, yngsta son hans. Þetta hlutverk hans mun hafa markað tímamót á leikferli Vals. Með leik sínum í Orðinu sýndi hann, að þar var kominn ffam stórbrotinn skapgerðarleik- ari í íslenskri leikarastétt. Hann var þá aðeins 41 árs að aldri. Sýn- ingar á Orðinu gengu mjög vel og myndaðist þama með okkur ein- læg vinátta, sem hélst upp ffá því. Hann tók mig að sér, ef svo má segja, hvatti mig til að fara utan til frekara náms og gaf mér með- mæli af því tilefni. Síðar féll það í minn hlut að fara með hlutverk sona Vals í mörgum leikritum og var sú sam- vinna jafnan mjög ánægjuleg. Þá var ég um margra ára skeið í stjóm Félags íslenskra leikara ásamt Val þar sem hann gegndi formennsku. I 10 ár vomm við saman með skemmtiþætti bæði í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Þar lék ég jafnan soninn sem átti að leika á gamla manninn og oftast með misjöfnum árangri. Þessar ferðir okkar vom oft viðburðaríkar og skemmtilegar. Samstarf okkar hjá Þjóðleikhúsinu mun hafa varað í nær 30 ár og jafnan var á þeim ár- um mikil starfsemi hjá Rikisút- varpinu þar sem leiðir okkar lágu saman. Valur Gíslason var að eðlis- fari mjög skapríkur maður og geðsveiflur í lundarfari hans örar, en undir sló viðkvæmt og hlýtt hjarta. Allir þessir eiginleikar í fari hans stuðluðu að því að gera hann að stórbrotnum listamanni. Valur var fáskiptinn í daglegri umgengni og vina vandur. Allt slúður og baktjaldamakk var hon- um aldrei að skapi. Hann fann æt- íð einhveijar málsbætur fyrir þann, sem eitthvað hafði orðið á í amstri daganna. Tryggð hans og ræktarsemi við vini sína og félaga var einstök. Þeir sem urðu þeirrar gæfú aðnjótandi að öðlast vináttu hans, vom ömggir um ævilanga vinsemd og hjálpsemi. Valur Gíslason var mikill gæfúmaður í einkalifi sínu. Hann var kvæntur Laufeyju Amadóttur, mikilli ágætis konu, greindri og skemmtilegri sem studdi mann sinn af einlægni og ástúð í hans erfiða og erilsama starfi og ekki síst nú síðustu mánuðina þegar kraftar hans tóku að þverra. Þau eignuðust tvö böm, Valgerði og Val. Að leiðarlokum vil ég þakka mínum kæra vini Val Gíslasyni fyrir samstarfið í nær því hálfa öld. Af honum hef ég lært mest allra manna fyrir ævistarf mitt. Ég þakka þeim hjónum fyrir mína hönd, konu minnar og bama vin- semd þeirra og tryggð í öll þessi mörgu ár. Við hjónin sendum Laufeyju og öðmm nánum að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði gamli ivinur. Blessuð sé minning þín. "'X Klemenz Jónsson Alfreð Gíslason Fæddur 12. desember 1905 - Dáinn 13. október 1990 heimilinu Grund til að aðstoða lækni heimilisins við störf sín. Læknisstofa var opin á morgnana og skiptum við með okkur að- stoðarstörfunum. Þetta var annað árið okkar í læknisfræði og við lítt fróð um sjúklinga og sjúkdóma þeirra, enda slíkt ekki kennt í fyrsta hluta námsins þá. Það var því bæði lær- dómsríkt og spennandi fyrir áhugasama busa, sem enn vom bundnir við bókíestur, að komast í beina snertingu viðraunveruleg læknisstörf. Sú/reynsla sem við fengum þama var mjög fjöl- breytileg og þrátt fyrir það að þeir sem leituðu læknis væm allir kornnir nokkuð á efri ár gaf hún glögga mynd af erilsömu starfi heimilislæknisins. í reynsluleysi mínu þá fannst mér handleiðsla Alfreðs Gísla- sonar öllu máli skipta og enn bet- ur sé ég það nú hve mikils virði hún var okkur byijendum en Al- freð var læknir EUiheimilisins um margra ára skeið. Alfreð var hæglátur, dagfars- prúður maður með góðlátlega kímnigáfu. Hann haföi mótaðar skoðanir og sat reyndar á Alþingi á þeim tíma og ræddi þjóðmál sem önnur yfir morgunkaffinu þótt hann leitaði ekki eftir ágrein- ingi. Hann sýndi sjúklingum sín- um hlýju og vinsemd og ævinlega fyllstu virðingu. Það var sama hve manneskjan var ellihmm eða hvemig hún var á sig komin, ávallt sýndi hann sama viðmót. Það virtist honum eðlislægt og sprottið af samkennd og skilningi á mannlegum örlögum. Um leið og hann kenndi okkur að skoða sjúklingana, greina sjúkdómsein- kennin og beita meðferð sagði hann frá merkri lífssögu margrar gamallar konu eða manns, af nær- fæmi og samúð. Við lærðum því ekki einungis handbrögðin og æföum augun við sjúkdómsgreininguna eða lögð- um læknismeðferð á minnið, heldur kenndi Alfreð okkur einn- ig með fordæmi sínu hvemig koma á fram við hveija mann- eskju af kurteisi og hlýju. Fyrir þetta verðmæta vega- nesti vil ég nú þakka af einlægni og sendi ættingjum og ástvinum Alfreðs Gíslasonar innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Guðrún Agnarsdóttir Alfreð Gislason læknir og fýrrum alþingismaður lézt í Reykjavík 13. október s.l. á 85. aldursári. Alfreð sat á alþingi í 11 ár, eða á ámnum 1956 til 1967. Hann var bæjarfúlltrúi Al- þýðuflokksins í Reykjavík um það leyti sem ágreiningur í Al- þýðuflokknum varð svo mikill að til slita kom á milli ýmissa vinstri manna í flokknum og þeirra for- ingja flokksins sem mest þóttu sækja til hægri. Þeir menn i Alþýðuflokknum sem einkum vom i forystu þeirra sem neituðu að fylgja hægristefnu floksins vom Alfreð Gíslason og Hannibal Valdimarsson. Alfreð var formaður í Mál- fúndafélagi jafnaðarmanna, en það kom mest við sögu sem fé- lagsleg heild þeirra, sem neituðu að fylgja hægriforingjum Al- þýðuflokksins. Alfreð gekk með Hannibal og mörgum öðrum jafn- aðarmönnum til samstarfs við okkur i Sósíalistaflokknum. Upp úr því samstarfi var Alþýðu- bandalagið myndað sem kosn- ingaflokkur. Við Alfreð vomm því saman í þingflokki öll þau ár sem hann sat á þingi. Það var gott að vinna með Al- freð. Hann var heilsteyptur mað- ur, fastur fyrir og traustur sam- starfsmaður. Alfreð var heitur hemáms- andstæðingur og flutti margar ræður utan þings og innan til að vara við undirlægjuhætti við er- lent vald. Hann þoldi ekki íhaldssam- vinnu foringja Alþýðuflokksins. Hann var sjálfúr róttækur í skoð- unum og taldi sanna sósíaldemó- krata lítið erindi eiga í samvinnu með þeim sem börðust gegn sam- tökum launafólks og vildu yfirráð og gróða hinna ríku. Alfreð var vinsæll læknir í hann marga stuðingsmenn sem virtu hreinskilni hans og heiðar- leik. Alfreð Gíslason dró aldrei dul á að hann væri jafnaðarmaður, eða sósíaldemókrati. Samstarf hans við okkur í Sósíalistaflokkn- um var um málefnasamstöðu. Hann vildi samstarf allra þeirra sem voru jafnaðarmenn í raun og börðust fýrir breyttu þjóðfélagi. Ég minnist Alfreðs Gíslason- ar með vinarhug. Hann var góður félagi og heilsteypt og hollráð persóna. Ég votta aðstandendum hans samúð mína. Reykjavík. Ljóst var að þar átti Lúðvík Jósepsson Vinningstölur laugardaginn 20. okt. '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.259.764 2. 4a"íí® 3 130.975 3. 4af5 69 9.823 4. 3af5 2.901 545 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.911.521 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002 Þriðjudagur 23. október 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.