Þjóðviljinn - 23.10.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.10.1990, Blaðsíða 12
pjómnuiNN Þíiðjudagur 23. október 1990 199. tölublað 55. árgangur , EYJAR attadaga ARNARFLUG INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - Sími 29577 ■ SPURNINGIN ■ Ertu ánægð(ur) með þjónustu strætisvagnanna? Bergþór Böðvarsson atvinnulaus: Já, já ég er alveg ágætlega ánægður með hana. Mér finnst ferðirnar alveg nógu þéttar. Árni Ragnarsson hetja: Já, ég er mjög ánægður með hana. Ég bý í Kópavogi og finnst ferðir vagnanna þar alveg nógu þéttar. Kristín Jóhannesdóttir húsmóðir: Já, mjög ánægð. Ferðirnar eru alveg nógu þéttar. Ólafur Sigursveinsson öryrki: Já, mjög ánægður. Ferðirnar eru nógu þéttar. Ég kann mjög vel á kerfið og fer allra minna ferða með strætó. Alparósaratríðið sem öllu fjaðrafokinu veldur. Leikarar Leikfélags Reykjavíkur syngja hið ástsæla lag fullum hálsi í nýju (slensku leikriti eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur, sem frumsýnt var ( Borgarieikhúsinu siðastliðið sunnudagskvöld. Mynd: Jim Smart. Leikhús Alparós með þyrnum r Þjóðleikhúsið krefstþess að Borgarleikhúsið felli út lagið Alparós úr leikritinu Eg er hætturl Farinn! Deila er nú upp risin milli stóru leikhúsanna tveggja um iagið Alparós úr söngleikn- um Söngvaseið, eða The Sound of Music, sem Þjóðleikhúsið sýnir eftir áramót. í gærkvöld var frumsýnt nýtt íslenskt leik- rit, Eg er hættur! Farinn!, á stóra sviði Borgarieikhússins, og er lagið hugljúfa tekið í einu atriða verksins. Gísli Alfreðs- son ieikhússtjóri hefur farið fram á að þetta atriði verði fellt út úr sýningunni vegna fyrir- hugaðrar sýningar Þjóðleik- hússins á áðurnefndum söng- leik. Nú ganga bréfín milli leik- hússtjóranna, og sýnist sitt hverjum. Hallmar Sigurðsson leikhús- stjóri Borgarleikhússins sagði við blaðamann Þjóðviljans að krafan um að lagið yrði fellt út úr sýn- ingunni hefði borist kvöldið fyrir aðalæfingu á föstudag. Hallmar sagðist hafa reynt að kanna réttar- stöðu sína í sambandi við flutning á laginu. Hann hefði óskað eftir leyfi Baldurs Pálmasonar, þýð- anda erindisins sem flutt er, fyrir nokkrum vikum. Hvað lagið varðaði heföi leikhúsið litið svo á að flutningur þess félli undir samning þess við STEF (Sam- band tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar). I samningnum er gert ráð fyrir að ákveðin upphæð á ári komi sem greiðsla fyrir flutning laga á sviði. Alparósin tekur minna en mínútu í flutningi í upp- setningunni, og er lagið ekki tengt söngleiknum á nokkum hátt. Ekki hefði það hvarflað að Leikfélags- fólki að lagið gæti á nokkum hátt skaðað Þjóðleikhúsið, nema að síður væri. Hugðu menn það jafn- vel geta haft jákvæð áhrif til kynningar. Allt þetta fjaðrafok út af Alparósinni taldi Hallmar aftur á móti að gæti haft neikvæð áhrif, þótt hann vonaði að svo yrði ekki. Hann segist hafa beðið Gísla um að sjá alla sýninguna, því aðeins með því að sjá atriðið í samhengi gæti hann dæmt um notkun þess. Gisli hafi hins vegar ekki séð sér fært að gera það, og hafi einvörð- ungu séð það atriði sem lagið væri sungið í. Spurning um höfundarrétt Að mati Hallmars heföi verið tor- velt að fella lagið út svo skömmu fyrir frumsýningu, það heföi auk þess skapað aðstandendum sýn- ingarinnar erfiðleika sem nær ómögulegt heföi verið að leysa með stuttum fyrirvara. Alls ekki hafi verið ætlun Leikfélags Reykjavíkur að stela höfúndar- réttinum eins og gefið hafi verið í skyn, eða ganga á hagsmuni eins eða neins. Og væri rétt að geyma allar fullyrðingar í því efni. Lagið er sett inn í leikritið í uppsetning- unni, og hafi það verið ákveðið áður en menn höföu vitneskju um að Þjóðleikhúsið ætlaði að setja söngleikinn upp.sagði Hallmar að lokum. Þjóðviljinn náði einnig tali af Gísla Alfreðssyni leikhússtjóra og spurði hann um stöðu mála Gísli sagði Þjóðleikhúsið hafa skrifað til Nordisk Theater For- lag, sem væri stærsta höfúndar- réttarfyrirtækið á Norðurlöndum. Þangað væri venjan að leita eftir samning um greiðslu vegna höf- undarréttar þegar fyrirhugað væri að setja upp erlent verk hjá Þjóð- leikhúsinu. Þetta fyrirtæki heföi með höndum samninga vegna höfúndarréttar söngleiksins Söngvaseiðs á Norðurlöndunum, og greiddi Þjóðleikhúsið nokkrar miljónir fyrir sýningar á honum. Spumingin væri ekki hvort flutn- ingur lagsins á sviði Borgarleik- hússins skaðaði Þjóðleikhúsið eða ekki, sagði Gísli, heldur væri þetta spuming um höfúndarrétt. Leikfélag Reykjavíkur hefði tek- ið lagið án þess að borga fyrir hann. Væri það eins og að kaupa leikrit út í bókabúð og setja það upp án þess að skeyta um höfúnd- arréttinn. Gísli sagði að þama væm menn að skreyta sig með annarra manna skrautfjöðrum. Samningurimi við STEF gilti að- eins um flutning af snældum, plötum og öðra slíku, en ekki um uppfærslu og söng leikara á því, eins og væri í sýningu Borgarleik- hússins. Hvert framhaldið yrði væri ekki gott að segja, en Þjóð- leikhúsið biði nú eftir tillögum frá Nordisk Theater Forlag, sagði Gísli. Gamattþjóðlag? Ein af þeim tilgátum sem fram hafa komið og styrkt gætu stöðu Borgarleikhússins í þessu máli er sú að Alparósin sé alls ekki eftir þá félaga Rogers og Hammerstein, heldur sé í raun um suður-þýskt eða austurrískt þjóð- lag að ræða. Var m.a. sagt frá þessum orðrómi í hádegisfréttum Rikisútvarpsins í gær. Þjóðviljinn haföi samband við Páll Pampichler Pálsson hljóm- listarmann, sem nú er staddur í Vínarborg og á ættir að rekja til Austumkis. Var hann spurður hvort hann gæti skorið úr um það hvort sá orðrómur væri réttur. Páll sagðist ekki vera sérfræðingur á þessu sviði, og hann treysti sér ekki til að fúllyrða neitt i málinu, en minntist þess ekki að hafa heyrt lagið sungið i útvarpi eða annars staðar áður er söngleikur- inn var sýndur. Auk þess rak hann ekki minni til þess að hafa nokk- um tíma heyrt lagið sungið með þýskum texta, þótt það minnti á margan hátt á þjóðlög ffá Austur- ríki. Páll tók það þó skýrt ffam að hann væri ekki viss i sinni sök. Má með sanni segja að þetta leikár hefjist með effirminnileg- um hætti, fyrst með blaðaskrifum vegna ónefnds leikdóms og nú með Alparósardeilu leikhúsanna. BE ...600 milljóna aukning ( lyfjakostnað. Það er ekkert skrýtið að þjóðarsáttin gangi...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.