Þjóðviljinn - 24.10.1990, Side 5

Þjóðviljinn - 24.10.1990, Side 5
VIÐHORF Að reyna „listdans" á hrossleggjum Ég var að ljúka við að drekka morgunkaffið þriðjudaginn þann 16. þ.m. þegar síminn hringdi. „Hefurðu séð Þjóðviljann í morg- un?“ var sagt. „Nei, ég er nú raun- ar ekki áskrifandi að Þjóðviljan- um og sé hann bara þrisvar i viku. Blaðið í dag sé ég í fyrsta lagi á morgun." „Þér heíur ajdeilis tek- ist að kveikja í henni Ólínu. Hún stendur bara í ljósum loga.“ Ég var stundarkom að átta mig á þessum válegu tíðindum, en minntist þess þá að Olína borg- arfulltrúi Þorvarðardóttir hefði komið á Þjóðviljann fyrir skömmu með álnarlanga skamm- argrein og verið heldur betur gustur á kellu. Vonaði að húsið væri samt enn kyrrt á sínum stað, því ógaman væri fyrir blaðið að þurfa nú að flytja einu sinni enn. Hamingjan gefi nú bara að þessi eldsvoði sé ekki alvarlegri en sá, sem einn vinur minn lenti einu sinni í. Hann hafði verið á „ken- deríi“ þegar ég hitti hann, og ég tók eftir því að það vom sviðnar af honum augabrúnimar. Þegar ég hafði orð á þessu svaraði hann: „Já, mér fannst líka hálfþartinn að það hefði kviknað í mér í morg- un.“ „Já,“ hélt símamaðurinn áfram. „Hún sendir þér hvorki meira né minna en „opið bréf' upp á heila síðu í blaðinu.“ „Jæja, en gaman að fá bréf,“ sagði ég, „mikjð er hún alltaf hugulsöm hún Ólína." Í gamla daga stóð ég mikið í bréfaskriftum við ýmsa kunn- ingja mína, en nú mun sá góði siður, að skiptast á bréfum að mestu lagður niður. Sjálfur er ég svo til alveg hættur að nenna að skrifa bréf og fæ þá auðvitað heldur engin nema hin illræmdu gluggabréf. Það er því ekki lítill viðburður að fá nú allt í einu bréf og það frá hvorki meira né minna en borgarfulltrúa. Mikið verður gaman að sjá það á morgun. Verst ef tilhlökkunin verður það mikil að mér gangi illa að sofa í nótt. Og nú er ég búinn að fá blað- ið með bréfinu. Og gefur heldur á að líta. Yfirskriftin er: „Að hitta sjálfan sig fyrir“, og fæ ég raunar engan botn i hvað við er átt. En ég er heldur ekki í borgarstjóm. Síð- an koma nokkrar mikilfenglegar millifyrirsagnir: „Illt er í efni“, „Flokkshundamir góla“ (hvað skyldi þá kvenkynið í Alþýðu- flokknum nefnast?). „Vélráð flokkshyggjunnar“, „Misskiln- ingur og orðabrengl" og „Vinur- inn vissi ekki hvað hann kaus“. Má nú hógværðin og háttprýðin naumast meiri vera. Er skemmst frá því að segja, að allur finnst mér þessi samsetningur nokkuð þoku- og þvælukenndur og greinilega barinn saman í bræðis- kasti. Að lesa þetta blessað bréf í þvi skyni að fá eitthvað vitrænt út úr því, er líkt og að reka prik inn í þoku, hvergi botn né fýrirstaða. Nafhkunnur bóndi norður í Skagafirði sagði eitt sinn, að menn ættu að temja sér að huga í 10 mínútur, vinna svo í 5 mínútur og þannig koll af kolli. Ég er hálf hræddur um að Ólína hafi alveg gleymt 10 minútunum. Þessvegna er megin hluti þessa langa bréfs orðaffoða, sleggjudómar og hug- arórar. Þegar þessu hefur verið blásið burtu standa eftir örfáar staðreyndir, sem Ólína reynir af öllum mætti að sniðganga - og um þær snýst þessi deila. Til þess nú að geta komið saman þessu merkilega hugverki sinu mun Ólína hafa talið sig þurfa að byggja það á tveimur megin forsendum. Séu þær ekki fyrir hendi hrynur öll spilaborgin. Það gengur ekki. Þær forsendur er að vísu hvergi að finna i grein Magnús H. Gíslason skrifar minni, en hvað er þá sjálfsagðara en að búa þær bara til. Og önnur er sú, að viðmælandi minn sé hreinn tilbúningur, hin að ég sé aðeins að birta eigin skoðanir. Hvorutveggja er rangt, en á þessu tvennu er samt öll stóryrðafroðan byggð. Ekki svikul undirstaða það. Persónuleg afskipti mín af borgarstjómarkosningunum - þessa „þrælpólitíska flokks- boðslista Vettvangsins, sem von- legt var. Vonlaust átti það ekki að vera úr því að „allur Alþýðu- flokkurinn“ stóð að listanum, að sögn Ólínu. En Bjami lenti nú í þriðja sæti þrátt fyrir allan Al- þýðuflokkinn. Hér er tvennt til. Allur Alþýðuflokkurinn hefur verið í miklum minnihluta þeirra, sem studdu Vettvanginn. Hinir hafa þá verið Alþýðubandalags- menn og óflokksbundið fólk. gekk hún ekki opinberlega í Al- þýðuflokkinn áður en prófkjörið fór fram? Var það e.t.v. vegna þess, að þá yrði torveldara að brölta inn í borgarstjómina á bök- um þess fólks, sem leit á hana sem sinn fulltrúa? Voru þessi væntanlegu hamskipti e.t.v. á vi- torði einhverra forystumanna Al- þýðuflokksins, fyrir kosningar, eins og Bjami P. Magnússon meira en gaf í skyn? Það var ekki „Að lesa þetta blessað bréf íþví skyni að fá eitthvað vitrœnt út úr því, er líkt og að reka prik inn íþoku, hvergi botn né fyrirstaða " bundna Þjóðviljapenna" - vom blátt áfram engin. (Ólína er auð- vitað hvorki þrælpólitísk né flokksbundin, hún er bara í Al- þýðuflokknum.) Ég leit svo á, sem utanbæjarmaður, að Reyk- víkingar yrðu sjálfir að ráða sín- um gerðum, þótt ég teldi þær ekki allar skynsamlegar. Bröltið í Ólínu síðan hefur á engan hátt haldið fyrir mér vöku, af því ég held, að það skipti engu megin- máli hvom mregin hryggjar hún liggur. Ég minnist þess heldur ekki að ferill hennar fyrir kosn- ingabaráttuna, og eftir hana, hafi mikið verið á orði hafður í fjöl- miðlum. Kannski hefur þeim ekki fundist taka því. En þjóðfélagsumræðan fer ekki öll fram í fjölmiðlum, auk heldur kannski hvað minnst þar. En hún fer ffam manna á milli vítt og breitt um allt þjóðfélagið. Pistlar mínir, sem ég hef öðm hvom birt í Þjóðviljanum að und- anfömu og nefni „A fömum vegi“ em að töluverðu leyti byggðir á því, sem ég heyri fólk ræða um eða brotið er upp á við mig. Ég sé enga ástæðu til þess, að sumar slíkar hugleiðingar megi ekki koma fýrir almenn- ingsaugu, enda þótt þær kunni að koma við kaunin á einhverjum. Hvar hefúr Ólína heyrt í þeim Sjálfstæðismönnum og „fokreiðu Alþýðubandalagsmönnum“, sem mér skilst að hún telji að hafi ver- ið að hnýta í sig? Ekki hefur á þeim borið í fjölmiðlum. Hefur Ólína e.t.v. bara hitt þá „á fömum vegi“, rétt eins og ég? Hún nafn- greinir engan þeirra. Em þeir þá e.t.v. bara Ólína sjálf? Það fellur a.m.k. vel að kenningunni. Og ef svo er, fer að verða skiljanlegt hvers vegna hún vill halda dauða- haldi í það, að viðmælendur mín- ir séu líka tilbúningur. En víkjum nú aðeins að því sem viðmælandi minn sagði og ég greini nokkuð frá í 12. og 13. pistlinum mínum. Við minnum á, að hann sagðist vera óflokks- bundinn, óháður en pólitískur, sem mikill fjöldi Islendinga raun- ar er - ekki pólitískur, óháður og flokksbundinn, eins og Ólína, og sýnist þama nokkur munur á. Hann gerði sér vonir um að and- stæðingar borgarstjómaríhaldsins kæmu sér saman um sameiginleg- an ffamboðslista. Hann bendir á, að núverandi flokkur Ólínu hafi skorist þar fyrstur úr leik. Kratar hafi siðan séð sitt óvænna og þá gerst aðilar að framboði Nýs vett- vangs i von um að geta með því tryggt sér fúlltrúa i borgarstjóm, sem tvísýnt þótti án utanaðkom- andi aðstoðar. Borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins, Bjami P. Magnús- son, keppti að efsta sæti á ffam- Gera má ráð fyrir að óflokks- bundnir hafi verið stærsti hópur- inn með hliðsjón af því, hversu margir kjósendur fylla þann „flokk“. Og það var einmitt þetta óflokksbundna fólk, sem lagði á það kapp að tryggja óháðum full- trúa efsta sætið. Það tókst. Þeir vom að vonum ánægðir með þennan sigur. Þeim hafði tekist að tryggja manni úr sínum röðum sæti í borgarstjóm. Eða var ekki svo? Hvað gerð- ist að kosningunum afstöðnum? Ólína, sem hinir óflokksbundnu fylktu sér um, að því þeir álitu hana „eina af oss“, er naumast fyrr komin inn i borgarstjómina en hún kemur úr felum og gengur i Alþýðuflokkinn. Þvi dró hún það fram yfir kosningar? Því aldeilis ónýtt að eiga von á stuðn- ingi mikils megandi Alþýðu- flokksmanna, auk hinna hrekk- lausu, þegar keppt var um efsta sæti listans við Alþýðuflokks- manninn Bjama P. Magnússon. Á þessu mátti auðvitað ekki vekja athygli. Þessi subbulegu vinnubrögð mátti ekki rifja upp. Við það kviknaði í Ólínu. Ög ekki er ólíklegt að fleira kunni að sviðna en augabrúnimar. Auðvit- að hefði Ólína viljað að þessi leiðindaferill mætti sem fyrst verpast moldu. En það verður nú bara hver að liggja eins og hann hefur um sig búið. Hinn ágæti viðmælandi minn, sem Ólína vill nú endilega af- neita, enda þótt hann væri einn af kjósendum hennar, orðaði það svo að Samtökin um nýjan vett- vang, „hafi beinlínis verið tekin af lífi án dóms og laga“. Um þetta skrifar Ólína alllangt mál og er næsta erfitt að fá nokkum bom í þá þvælu. Hvarflar að manni að Ólína sé sjálf orðin áttavillt í allri flækjunni. Hún segir samtökin bara liggja „í dvala“. Hins vegar hafi stjóm samtakanna sagt af sér með miklum látum og álpast til áð skýra frá því í fjölmiðlum. Það finnst Ólínu forkastanlegt, rétt eins og þetta væri eitthvert ógnar- legt hemaðarleyndarmál. Hún hafi verið þessu mótfallin, enda hvergi komið þar nærri, en hins- vegar ekki fengið „rönd við reist“. Eftir er svo að skýra hvem- ig Ólína hefúr búist við að geta reist rönd við atburðum, sem hún kom hvergi nærri. Hinsvegar hafi nú verið stofnaður Nýr vettvang- ur við hliðina á Samtökum um nýjan vettvang, þar sem þau liggja í dvala, og vinnur hann af miklum móði að því „að móta stefnu og undirbúa stjómmála- starf vetrarins“. Hvað svo gerist, ef sá gamli skyldi nú vakna af dvalanum, er ekki alveg ljóst. Ólína veltir nokkuð vöngum yfir framtíð „íslenskrar vinstri hreyfingar". Það er tímabært og og áhugavert umræðuefni, en verður á hinn bóginn að ræðast af meira raunsæi og hófstillingu en hún virðist búa yfir. Út í þá sálma skal ekki farið hér og nú. En eitt er þó víst: Famaður íslenskrar vinstri hreyfingar er ekki hvað síst háður því, að hún hafi jafnan sem fæsta hugsjónasnauða met- orðastreðara innan sinna vé- banda. Magnús H. Gíslason er fyrrum bóndi og blaðamaður. Dánarminning Ragnar G. Kristjánsson Fœddur 17.júlí 1908 - Dáinn 17. október 1990 Ragnar fæddist á Bildudal 1908. Foreldrar hans vom Krist- ján Sigurðsson, fiskmatsmaður ættaður af Snæfellsnesi, og kona hans Jóhanna Amadóttir sem fædd var í Hlíðarhúsum í Reykja- vík. Foreldrar Ragnars fluttu til Reykjavíkur þegar hann var fjög- urra ára og Reykvíkingur var hann eftir það alla tíð. Ragnar kvæntist 1942 Ámýju Guðmundsdóttur sem var fædd á Brekkum í Holtahreppi Rang. en ólst upp á Efri Rauðalæk í Rang- árvallasýslu en þá flutti hún til Reykjavíkur með móður sinni og ömmu. Ámý og Ragnar eignuðust þijú böm. Þau em Sigurður, skólameistari Menntaskólans við Sund, Jóhanna, gift Ragnari Finnssyni lækni og Unnur, sam- býlismaður hennar er Atli Magn- ússon. Ragnar átti áður einn son, Jón Rúnar. Ragnar var gæfumað- ur í einkalífi sínu og unni heitt konu sinni og bömum. Ámý dó 1984. Skömmu eftir fráfall henn- ar kom Ragnar á fúnd í Dagsbrún og það var einasta skiptið sem við félagar hans í Dagsbrún sáum honum bmgðið, þessum dagfars- glaða manni. Ragnar vann allt sem til féll á árum áður. Ungur stóð hann við gijótnám í norðanverðri Bring- unni sem nú er kölluð Landsspít- alalóð. Hann vann við fiskþurrk- un hjá vatnsgeyminum, við síld- arverkun og fleira. Á striðsárun- um gerðist hann starfsmaður Vélasjóðs ríkisins, annaðist þar birgðavörslu. Þar valdi Vélasjóð- ur réttan mann því Ragnar var traustur maður, ábyggilegur og nákvæmur í starfi, röskur og ákveðinn en einnig gæddur lipurð og glaðværð í daglegri umgengni. Þegar Vélasjóður var Iagður niður 1972 tók Ragnar við hliðstæðum störfúm hjá Vegagerð ríkisins og var birgðavörður þar, þar til hann lét af störfum fyrir nokkmm ár- um, vegna aldurs. Ragnar bjó ásamt fjölskyldu sinni 1 verkamannabústað, Brá- vallagötu 44. Táknrænt fyrir þann mikla félagshyggjumann sem hann var. Hann var sósialisti og einlægur verkalýðssinni alla tið og hann útfærði sína lífsskoðun í verki og stóð við hana. Hann var stofnfélagi í Jafnaðarmannafélag- inu Spörtu 1926, þá 18 ára gam- all. Hann var einn af stofnendum Kommúnistaflokksins 1930 og 1934 ötull stofnfélagi í íþróttafé- lagi verkamanna og stjómarmað- ur í félaginu. 1939 var hann einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og síðan Alþýðubandalagsins. Ragnar tók dijúgan þátt í störfúm þessara flokka og félaga og varði til þeirra stómm hluta sinna stop- ulu frístunda. I Verkamannafélagið Dags- brún gekk Ragnar fyrir 1930 og var síðan Dagsbrúnarmaður alla tið, gegndi mörgum trúnaðar- störfum í félaginu, ekki hvað síst í vinnudeilum og vékst aldrei und- an erfiði eða ábyrgð. Hann átti einna lengsta setu í trúnaðarráði félagsins sem ég man eftir eða 42 ár og fundi trúnaðarráðs sótti hann meðan hann hatði þrek til. Ragnar var víðlesinn maður og hafði breiða þjóðfélagslega yf- irsýn, hann hélt andlegu þreki allt til dauðadags og miðlaði öðrum góðfuslega af þekkingu sinni og reynslu ef til hans var leitað. Síðustu æviárin bjó Ragnar á Elliheimilinu Grund og undi hag sínum vel. Hann vildi halda sjálf- stæði sínu og tók þá ákvörðun að flytja að Gmnd þegar kraftar tóku að þverra. Því fór fjarri að hann hyrfi þangað vegna einstæðings- skapar, hann hafði mjög gott sam- band við böm sín og naut félags- skapar þeirra, alúðar og um- hyggju, en hann vildi vera sjálf- stæður og það tókst honum líka. Hann bjó stofu sína á Litlu Grand vel og vistlega. Þar vom þéttskip- aðir bókaskápar, gullfalleg mál- verk á veggjum og húsráðandinn glaður og góður heim að sækja. Við Dagsbrúnarfólk kveðjum okkar góða félaga með virðingu og þakklæti og sendum fjölskyldu hans einlægar samúðarkveðjur. Hjálmfríður Þórðardóttir ritari Dagsbrúnar Miðvikudagur 24. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.