Þjóðviljinn - 24.10.1990, Blaðsíða 12
þjófnnuiN
Miðvikudagur 24. október 1990 200. tölublaö 55. árgangur
VESTMANNA- '
EYJAR
a\la daga
ARNARFLUG
INNANLANDS hf.
Reykjavíkurflugvelli - Sími 29577
■ SPURNINGIN ■
Fylgdist þú með eld-
húsdagsumræðunum?
Ulf Gustafsson
sendibílstjóri:
Nei, þetta er svo leiðinlegt.
Alexander Alexandersson
lögregluþjónn:
Nei, ég gerði það ekki vegna
þess að ég var að vinna.
Axel Kaaber
á eftirlaunum:
Já, og mér fannst þær ósköþ lít-
ilfjörlegar, satt best að segja.
Hjalti Helgason
prentari:
Nei, ég losnaði alveg við það,
sem betur fer.
RAFRÚN H.F.
Smiðjuvegi 11 E
Alhliða
rafverktakaþjónusta
Símí641012
Þeir sem komust af
Talið að 500-1000fuglar hafi orðið olíu að bráð í lok september. Sjö varð bjargað ogþeir búa
nú við hestaheilsu í húsdýragarðinum
Sjö æðarfuglar búa nú í góðu
yfirlæti í húsdýragarðinum
í Laugardal I. Reykjavík og
hrósa happi yfir því að hafa
komist lifandi af úr olíuslysinu
við Laugarnes í lok september.
Ævar Petersen fuglafræðingur
telur að 500-1000 fuglar hafi
drepist í kjölfar slyssins.
Olíufuglamir í húsdýragarð-
inum voru upphaflega þrettán.
Engin skipuleg tilraun var gerð til
þess að bjarga olíublautum fugli,
enda var erfitt að ná til hans. Sex
þeirra sem komu i húsdýragarð-
inn varð ekki bjargað, enda höfðu
þeir fengið olíu oní sig.
- Við viljum íylgjast með því
hvemig þessum sjö reiðir af og
ætlum ekki að sleppa þeim fyrr en
í vor. En þeir virðast vera búnir að
ná sér, segir Kristján Ámason,
starfsmaður Reykjavíkurborgar, í
samtali við Þjóðviljann.
Hungur og kuldi
Þjóðviljinn heilsaði upp á
þessa lífsreyndu fugla í húsdýra-
garðinum í gær og þóttist sjá að
þeir væm við góða heilsu. Þeir
búa þama innan girðingar með
fúglum af ýmsum öðmm tegund-
um.
Hundmð annarra fugla
hrepptu önnur og verri örlög í
kjölfar olíuslyssins. Slysið varð
þegar verið var að dæla svartolíu
úr sovésku skipi í tanka Olís við
Laugames mánudaginn 24. sept-
ember síðast liðinn. Þúsundir lítra
af olíu Iáku í sjóinn áður en menn
áttuðu sig á hvað var að gerast og
næstu daga komu afleiðingamar í
ljós.
Þegar fúgl lendir í olíubrák
eyðileggst vöm hans gegn kulda.
Það gerir það að verkum að fæðu-
leit hans verður erfiðari og flestir
fúglanna munu hafa drepist úr
hungri og kulda. Nær víst er að
fugl sem lendir í olíu drepst ef
ekki verður að gert.
Ekki er vitað fyrir víst hve
margir fuglar drápust, en sem fyrr
segir áætlar Ævar Petersen að
þeir hafi verið á bilinu 500-1000.
Líklega hefur lífríkið þó ekki enn
sopið seyðið af slysinu.
Volg mjólk og bað
Eins og komið hefur fram í
umfjöllun í kjölfar slyssins em
yfirvöld og olíufélögin óviðbúin
alvarlegum olíuslysum. Ævar
bendir jafnframt á að ekki er til
Kristján Árnason með kollu sem bjargaðist þrátt fyrir það að hún væri illa haldin þegar hún fannst. Myndir:
Kristinn.
nein áætlun um hvemig bregðast
á við áhrifúm olíu á líffíkið.
- Eg er að vona að þetta slys
verði til þess að menn taki við sér
og komi sér upp áætlun um
hvemig bregðast skal við, segir
Ævar við Þjóðviljann.
Engin skipuleg tilraun var
gerð til þess að bjarga fúglunum
sem lentu í olíunni. Áhugamenn
gerðu þó tilraunir og árangur
þeirra varð sem sagt sá að þrettán
fuglar komust í húsdýragarðinn.
Sjö lifðu af.
Þeir sjö sem nú vappa þar um,
áhyggjulausar að sjá, vom gegn-
umkaldir, rennandi blautir af olíu
og grindhoraðir. Þeir gengu í
gegnum ýmsa meðferð. Þeim var
gefin spenvolg mjólk til þess að
vinna gegn ertingu af völdum olíu
sem hafði komist niður í melting-
arfærin. Svo var þeim þvegið.
- Við renndum blint í sjóinn
með þetta í upphafi, en þessi að-
ferð gafst vel. Við hefðum ráðið
við að aðstoða hundmð fúgla með
þessum hætti, segir Kristján
Ámason og strýkur kollu sem
fannst illa haldin við Laugames.
- Það vom systkin sem komu
með þessa kollu til okkar og við
ætlum að bjóða þeim að vera við-
stödd þegar við sleppum henni úti
í Viðey í vor, segir hann.
-gg
r
Oli Kr. Sigurðsson
Eftirlit hefði aftrað slysinu
Þetta slys hefur kennt okkur
að við verðum að auka eftir-
Iitið með þessum leiðslum neð-
ansjávar. Við höfum ákveðið að
láta skoða leiðslurnar tvisvar á
ári. Með slíku eftirliti hefði ver-
ið hægt að koma í veg fyrir slys-
ið sem varð hjá okkur í lok sept-
ember, segir OIi Kr. Sigurðsson,
forstjóri Olís, í samtali við Þjóð-
viljann.
Iðntæknistofnun hefur komist
að þeirri niðurstöðu að rekja megi
orsök olíuslyssins við Laugames-
tanga til lélegs frágangs af hálfú
verktaka. Tæringarvöm var ófúll-
Óli Kr. Sigurðsson: Nú ætlum við
að gera þetta sjálfir.
nægjandi og málun við samskeyti
röranna og á skemmdum í máln-
ingunni var misheppnuð. Ljóst er
að rörin í leiðsluna höfðu orðið
fyrir skemmdum þegar þau komu
til landsins.
- Það er ný leiðsla á leiðinni
til landsins, og nú ætlum við að
gera þetta sjálfir. Þá verður ekki
öðmm um að kenna en okkur
sjálfúm, segir Óli Kr. Sigurðsson
við Þjóðviljann.
Hann segir að aðrar leiðslur
fyrirtækisins hafi verið skoðaðar
og reynst í lagi.
-gg