Þjóðviljinn - 06.11.1990, Síða 7

Þjóðviljinn - 06.11.1990, Síða 7
Byggðaglugg Bakrúðan NORÐURLAND: Alþýðusamband Norðurlands hefur samþykkt að vinna að sameiningu lífeyrissjóðanna á Norðurlandi í einn öflugan sjóð. BÚÐARDALUR: Á sunnudaginn var afhjúpaður í Búðardal minnisvarði um skáldið Jóhannes úr Kötlum, sem hefði orðið 91 árs þennan dag. BOLUNGAVÍK: Fjölsótturfundur um atvinnumál í október sam- þykkti að beina því til bæjaryfirvalda að hafa forgöngu um stofn- un félags til að auka fiskveiðiheimildir Bolungavíkur, með því að kaupa, eiga og/eða reka fiskiskip, eða með kaupum á kvóta. Gert er ráð fyrir að leita eftir opinberum framlögum og að félag- ið taki til starfa í síðasta lagi um áramótin. VESTFIRÐIR: Læknaskortur er stöðugt vandamál víða á Vest- fjörðum. Níu læknar hafa þjónað á Flateyri og Þingeyri það sem af er árinu og sá tíundi er á leiðinni. HÚSAVÍK: Morgunblaðið verður framvegis kallað „Morgun- glundrið" í Víkurblaðinu á Húsavík, þangað til „glundrið" hefur beðist afsökunar á að kalla það „Víkurpóstinn" í frétt. PÓSTUR OG SÍMI: Frá og með síðustu mánaðamótum lækk- uðu gjöld fyrir langlínusamtöl innanlands um 18- 22% og um 5- 14,4% til nokkurra landa, auk þess sem næturtaxti gildir nú frá kl.23-8 til útlanda, 30% lægri en dagtaxtinn. Telextaxtar til út- landa lækkuðu um 15%. Póstburðargjöld innanlands hækkuðu um 19%, í 25 kr. fyrir einfalt bréf. HÉRAÐSFRÉTTABLÖÐ: Aðalfundur Samtaka bæjar- og hér- aðsfréttablaða á Akureyri 27. okt. skoraði á þingmenn að styðja kaup ríkisins á 50-100 eintökum af hverju útgefnu tölublaði hér- aðsfréttablaðanna. Bent er á að ríkið kaupi daglega 750 eintök af öllum dagblöðunum. ÁRNESSÝSLA: Fyrsti árgangur af ársritinu „Ámesingur" er komið út, 200 bls. að stærð, en að því stendur Sögufélag Ár- nesinga. Ritið fæst hjá KÁ á Selfossi og Stokkseyri, í Safnahús- inu á Selfossi og hjá Sögufélaginu í Reykjavík. Framrúðan SELFOSS: Leikfélag Selfoss frumsýnir 9.nóv. í leikhúsinu við Sigtún barnakabarett úr frægum barnaleikritum. SUÐURLANDSKJÖRDÆMI: Fyrri umferð í forvali Alþýðu- bandalagsfélaga á Suðurlandi fer fram um næstu helgi, 10.- 11.nóv. Kosið verður heima í hverju félagi. V-SKAFTAFELLSSÝSLA: Laugardaginn 10. nóv. flytur Leik- deild Ungmennafélagsins Ármanns ásamt félögum úr karla- kórnum Skafrenningi dagskrá með brotum úr verkum Jónasar Árnasonar í Hofgarði í Oræfum. Sama dag er sýning í Víkur- skóla, Vík í Mýrdal, í tilefni þess að 100 ár eru frá því farkennsla hófst í Mýrdal. RANGÁRVALLASÝSLA: Gítar- og sembaltónleikar verða haldnir í Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli 7. nóvember. AKRANES: Listasmiðja barna verður starfrækt í Grundaskóla á Akranesi helgina 10.-11. nóv. Innritun í síma 93-11701 til 6.nóv. (I dag). SKIPAFERÐIR: Sú breyting verður nú í nóvember hjá Skipaút- gerð ríkisins að Hekla og Askja verða í vikulegum ferðum frá Reykjavík á þriðjudögum til Vestfjarða, Norðurlands, Austur- lands og Færeyja. Skipin sigla sömu leið til baka. Esja verður í vikulegum ferðum á föstudögum frá Reykjavík til Vestmanna- eyja og Austfjarðahafna. Vaxandi flutningar milli Islands og Færeyja, ekki síst frá Norðurlandi og Austfjörðum, hafa kallað á þessa auknu þjónustu. BORGARNES: „Á að leyfa innflutning á landbúnaðarvörum?" Þetta er fundarefni hjá Neytendafélagi Borgarfjarðar og Verka- lýðsfélagi Borgarness á fimmtudasgkvöldið í Hótel Borgarnesi kl. 20:30. Frummælendur eru Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra, Jón Magnússon, formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins, Ásmundur Stefánsson, forseti ASl, og Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda. HÓLASKÓLI: Á laugardaginn verður námsstefna á Hólum í Hjaltadal um bleikjueldi á Islandi (sjá viðtal). Drottning norðursins Bleikjan er íslensk sérvara og hugsanlega einn vænlegasti fiskeldiskost- urinn. Víðtækar rannsóknir eru í gangi. Námsstefna á Hólum í Hjalta- dal á laugardaginn um „drottningu norðursins “ Jón Bjarnason, skólastjóri á Hólum, með háfinn til vinstri, og Kari Jónsson frá Víðivöllum, með haglabyssuna, til hægri. Mynd: ÓHT Bleikjan er sannkölluð „drottn- ing norðursins,“ sagði Jón Bjamason, skólastjóri Bænda- skólans á Hólum, í samtali við Byggðaviljann, - hún lifir ekki mikið sunnar en við Island og er okkar sérvara með mikla ffamtíð á mörkuðum. Og núna á laugar- daginn efha Hólaskóli, Veiði- málastofhun á Hólum og Hólalax hf. til námsstefnu um bleikju, enda Qölmargt nýtt að kynna. Þessar stofnanir hafa með sér um þessar mundir ásamt Rann- sóknastofnun landbúnaðarins nána samvinnu um stór rannsókn- arverkefhi sem snúast um atferli bleikjunnar, nýtingu og eldi hér- lendis. - Þama verður m.a sýnd kvik- mynd um kynlíf bleikjunnar, sagði Jón, - og mér skilst að þar sé jafnvel varpað upp spuming- unni hvort bleikjan í Þingvalla- vatni sé kynhverf. Ýmsir gera sér annars mestar vonir um arð af eldi geldfisks. Bleikjan íslenska hefur vakið mikla athygli á sýningum vestan hafs og austan, þótt fram- leiðslugeta og útflutt magn sé lítið enn sem komið er. Fjölmargir telja að í fiskeldinu sé bleikjan einn vænlegasti kosturinn og geti víða hentað. Norðurlandið vegur þungt bæði varðandi bleikjurannsóknir og nýtingu núna. I sumar var m.a. gerð víðtæk athugun á bleikju í stöðuvötnum með veiðni, nýtingu og markaðssetningu í huga. I samvinnu við Rannsóknastofnun landbúnaðarins gangast aðstand- endur námsstefnunnar fýrir eldis- tilraunum á mörgum mismunandi bleikjustofnum, i leit að hentug- um stofni til eldis og kynbóta. Fyrirlesaramir á námsstefhunni koma ffá Lífffæðistofnun Háskól- ans, Kennaraháskólanum, Hóla- laxi hf. og Veiðimálastofnun á Hólum. Tumi Tómasson segir ffá rannsóknum um nýtingu á bleikju í stöðuvötnum, Einar Svavarsson greinir frá niðurstöðum úr eldis- tilraun á mismunandi stofnum bleikju, Sigurður S. Snorrason kynnir rannsóknir á bleikju í Þingvallavatni, Skúli Skúlason greinir ffá niðurstöðum eldistil- rauna á ólíkum bleikjuafbrigðum, Hilmar J. Malmquist segir frá at- hugunum á fæðuatferli villtrar bleikju í tilraunabúrum og Hrefna Siguijónsdóttir segir ffá rann- sóknum á kynatferli villtrar bleikju og sýnir kvikmynd um efnið sem hún hefur unnið að ásamt Karli Gunnarssyni. Námsstefnan á Hólum stend- ur yfír á laugardaginn kl. 12:30- 18:30. Upplýsingar eru veittar í síma 95- 35962. Byggðamál í Þjóðviljanum Framvegis verður ein síða þriðjudagsblaði Þjóðviljans sér staklega helguð byggðamálum undir heitinu BYGGÐAVILJ INN. Lesendur eru hvattir til ai senda henni efni, myndir oj ábendingar. Að sjálfsögðu verðs fréttir af byggðamálum áfram almennum fréttum blaðsins, en Byggðaviljanum verður m.a. leit ast við að gefa almenn yfirlit, aul þess sem ýmis tíðindi og viðburð ir framundan eru rakin í dálkn um „Byggðaglugg". Atvinnuleysið var á landsbyggðinni Þegar borinn er saman fjöldi atvinnuleysisdaga í júlí, ágúst og sept- ember 1989 og 1990 kemur í ljós að þeim fjölgaði um 84 á Reykjavik- ursvæðinu á þessu tímabili milli ára, en um rúma tíuþúsund utan þess. I Hagtölum mánaðarins í október var þetta sýnt svona: Atvinnuleysi Skráðir atvinnuleysisdagar í mánuði á 3. ársfjórðungi 1989 1990 Reykjavíkursvæði.... 18710 18794 Utan Rv.svæðis...... 18891 29400 Fjöldi atvinnulausra í mánuði á 3. ársfjórðungi á öllu landinu var í fyrra 1736, en núna 2225, eða 1,7% af ffamboði vinnuafls. TONN 450000 400000 350000 300000 250000 Austfirðingar efstir Hlutdeild kjördæmanna I afla og verðmæti 1989 Bakkafjöröur og Vopnafjörður taldir meö Austfjöröum BUA 000 250000 200000 200000 150000 150000 100000 50000 Reykjavik Roykjanea Suðurland Vesturland Norðuri.e. Norðuri.v. Veetfirðir Austfirðir □ Heildarafli í tonnum ■ Verðmæti, kr. á íbúa Heimild: Fiskifélag Islands • ÞJÓÐVIUINN / ÓHT ATH.: Loönuaflinn nemur meira en helmingi alls tonnafjölda á Austfjöröum. Þriðjudagur 6. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.