Þjóðviljinn - 06.11.1990, Síða 11

Þjóðviljinn - 06.11.1990, Síða 11
I DAG FRETTIR AB Revkianesi Ekki aðild að EB Iframhaldi af góðum ár- angri í stjórn efnahagsmála verður á næstunni að vinna ötullega að skipulagsumbót- um í atvinnulífínu sem muni skila sér í arðbærara atvinnu- lífi, segir í samþykkt aðal- fundar kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Reykja- nesi. Kjördæmisráðið vildi undir- strika að bygging álvers gæti gegnt jákvæðu hlutverki, aukið hagvöxt, bætt lífskjör og tryggt atvinnu, svo framarlega sem viðunandi samningar náist um orkuverð, mengunarvamir og öryggisákvæði. Ráðið taldi rétt að halda opnum möguleikanum á tvihliða viðræðum við Evrópubandalag- ið þrátt fyrir viðræður nú um Evrópska efhahagssvæðið. En stefiia Alþýðubandalagsins um að ísland eigi ekki að sækja um aðild að EB er enn í fullu gildi, telur kjördæmisráðið. Arangurinn í hagstjóminni verður að nýtast til að bæta og jafna lífskjör landsmanna. „Öfl- ugu velferðarkerfi og félagslegri þjónustu verður ekki haldið uppi án skattheimtu. Jafiiframt þarf að beita skattkerfmu til frekari jöfnunar, en næstu verkefni á því sviði em tekjutengdar húsa- leigubætur, viðbótarskattlagn- ing mjög hárra tekna, samræmd skattlagning fjármagnstekna einstaklinga og tekjutengdar bamabætur,“ segir í samþykkt- inni. Kjördæmisráðið fagnar nýj- um áherslum hjá hreyfingum launafólks og styður baráttu Dagsbrúnar fyrir lækkun vöm- verðs og styður einarða baráttu félagsins gegn hækkun vaxta. Ráðið styður einnig ffamkomn- ar tillögur BSRB um styttri vinnutíma samfara auknum af- köstum og hærri launum fyrir dagvinnu. Á aðalfúndinum í Keflavík lýsti Geir Gunnarsson þvi yfir að hann gæfi ekki kost á sér til frekari þingmennsku. Geir hefúr setið óslitið áþingi síðan 1959. -gpm ÞJÓÐVIUINN FYRiR 50 ÁRUM 6. nóvember Viðburðir Þriðjudagur. Leonardus- messa. 310. dagurársins. Sólarupprás I Reykjavík kl. 9.26 - sólarlag kl. 16.56. Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum stofnað árið 1932. Stofnþing Æskulýðsfylk- ingarinnar 1938. Þróunarhiálp Ekkert til að vera stolt af Olafur Ragnar Grímsson fj ármátaráðherra segir framlag íslands til þróunar- mála ekkert sem íslendingar geti eða megi vera stoltir af. Ráðherrann er fylgjandi því að þjóðin greiði atkvæði um það i þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort stofnaður skuli sérstak- ur þróunarsjóður með eyrna- merktum tekjum sem verði varið til ýmis konar aðstoðar við fátækari ríki jarðarinnar. „Þetta er eitt hið versta feimnismál sem snertir stöðu ís- lands í alþjóðlegu samfélagi,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Þjóðviljann. Á undanfom- um tveimur árum hefðu þó verið stigin skref í átt til þess að auka þessi framlög. Samþykkt hefði verið að leggja ffamlag inn í Al- þjóðabankann sem nýttist til þróunaraðstoðar umfram það sem áður var. Lagðar hefðu ver- ið fram myndarlegar upphæðir til Póllands og Austur- Evrópu- ríkjanna, sem þó teldust ekki til þriðja heims rikja, en hefðu átt við mjög mikla erfiðleika að striða. Fjármálaráðherra minnti einnig á 140 miljóna ffamlag til flóttamanna vegna Persaflóa- deilunnar. Ef allt þetta væri lagt saman væri um að ræða stærsta stökk í framlögum íslendinga til málefna annars staðar í heimin- um, sem átt hefði sér stað í lang- an tíma. Vansæmdin fælist hins vegar fyrst og fremst i því, að öflugar, virtar og mikilvægar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eins og bamahjálpin og þróun- arstofnunin, hefðu fengið allt of lágt ffamlag frá Islandi. Ólafúr Ragnar sagði þá hug- mynd hafa komið fram að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um afmarkað gjald, sem ekki rynni í ríkissjóð heldur sérstak- an þróunarsjóð, sem stæði undir hjálparstarfi, hvort sem um væri að ræða þróunaraðstoð, starf- semi Rauða krossins, Hjálpar- stofnun kirkjunnar eða fleiri að- ila. Ólafúr Ragnar sagði þjóðar- atkvæðagreiðsluna geta farið fram samhliða alþingiskosning- um og sjálfúm þætti sér hug- myndin um þróunarsjóð mjög skemmtileg og nauðsynleg. Þetta hefði verið rætt innan rik- isstjómarinnar og málið yrði ef til vill lagt fyrir þingið í vetur. -hmp Stysta skákin Stysta skák einvígisins um heimsmeistaratitilinn í New York var tefld aðfaramótt laug- ardagsins og lauk eflír 18 leiki með jafntefli. Enn er allt í jám- um í einvíginu. Karpov hefúr greinilega yfirhöndina í hinu sálfræðilega striði, og það vakti athygli að hið hatursfúlla and- rúmsloft sem einkenndi byrjun einvígisins hefúr nú vikið fyrir vinsamlegri samskiptum og virðingu, þeir ræddu hugsanleg- ar leiðir nokkra stund eftir að hafa undirritað pappírana. Karpov er greinilega vel undir einvígið búinn. Hann beitti Petroffs-vöm í fyrsta sinn í einvíginu, og þegar í 8. leik brá hann út af alfaraleiðum. Ka- sparov fann engan höggstað á stöðu hans og bauð jafntefli að loknum 18. leik sínum. Þá blöstu við stórfelld uppskipti. Ellefla einvígisskákin var tefld í gærkvöldi og nótt. 10. einvígisskák: Garrij Kasparov - Anatoly Karpov Petroffs-vörn 1. e4 e5 2. RO Rf6 3. d4 exd4 (Algengara er 3. .. Rxe4 4. Bd3 d5 6. Rxe5 en þetta afbrigði stendur fremur illa um þessar mundir.) 4. e5 Re4 5. Dxd4 d5 6. exd6 Rxd6 7. Rc3 Rc6 8. Df4 Rf5 (Nýjung Karpovs. Algeng- ara er 8. .. g6.) 9. Bb5 Bd6 10. De4+ De7 11. Bg5 f6 12. Bd2 (Kasparov treystir ekki á peðaveikleika í stöðu svarts. Eftir 12. Bxc6+ bxc6 13. Bd2 c5 14. Re4 Bb7 15. Hhel KÍ7 16. g4 Hhe8 má svartur vel við una.) 12... Bd7 13. 0-0-0 Dxe4 14. Rxe4 Be7 15. g4 a6 (Skemmtilegur millileikur. Ef nú 16. Ba4 þá 16. .. b5! 17. gxf5 bxa4 17. Rg3 a3 og svartur á a. m.k. jafnt tafl.) 16. Bc4 Rd6 17. Rxd6+ Bxd6 18. Hdel+ Kasparov bauð jafntefli eftir þennan leik sem Karpov þáði. Keppendur höfðu setið að tafli í þrjár klst. Eftir 18. .. Kd8 ásamt 19. .. He8 verða enn meiri upp- skipti og nær samhverf peða- staða gersneyðir stöðuna lífi. Staðan: Kasparov 5 Karpov 5 DAGBOK APOTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 19. til 25. október er I Borgar Apóteki og Reykjavíkur Apóteki. Fyrmefnda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síöarncfnda apótekiö er opið á kvóldin kl. 18 til 22 vírka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 samhliða hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavlk.................« 1 11 66 Kópavogur.................™ 4 12 00 Seltjamames...............» 1 84 55 Hafnarflöröur.............» 5 11 66 Garöabær..................® 5 11 66 Akureyri.................tr 2 32 22 Stökkvflíð og sjúkrabílar Reykjavík.................» 1 11 00 Kópavogur.................» 1 11 00 Seltjamames...............« 1 11 00 Hafnarfjörður.............» 5 11 00 Garöabær..................» 5 11 00 Akureyri..................» 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er i Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, símaráðleggingar og timapantanir I » 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspít- alans er opin allan sólarhringinn, « 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, « 53722. Næturvakt lækna, rr 51100. Garöabær: Heilsugæslan Garöaflöt, » 656066, upplýsingar um vaktlækni tr 51100. Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á Læknamiöstööinni, » 22311, hjá Akureyrar Apóteki, n 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsími). Keffavik: Dagvakt, upplýsingar ( rr 14000. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna, « 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra- tlmi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimili Reykjavikur v/Eiríksgötu: Al- mennurtími kl. 15-16 alla daga, feðra- pg systkinatimi kl. 20-21 alla daga. OÍdrunarlækningadeild Landspital- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstööin viö Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim- sókmr annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spftali Hafnar- firöi: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspftalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. YMISLEGT Rauða kross húsiö: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, b 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svaraö er I upplýsinga- og ráögjafarslma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Simsvari á öðrum tímum. tr 91-28539. Sálfræöistööin: Ráögjöf i sálfræöi- legum efnum, tr 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I slma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frákl. 8 til 17, ® 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aöstandendur þeirra í Skóg- arhlíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem viija styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeinra i » 91- 22400 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: n 91-622280, beint samband viö lækni/hjúkrunar- fræöing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars simsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91- 21205, húsaskjól og aðstoð viö konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauögun. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum, Vestur-götu 3: Opiö þriöjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, b 91-21500, slmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðiö hafa fyrir sifjaspellum: » 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: tr 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miöstöö fýrir konur og böm sem orðiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræösla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmágns- og hitaveitu: » 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I »686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, » 652936. GENGK) 5. nóvember 1990 Sala Bandaríkjadollar.....54,62000 Sterlingspund........106,97600 9,54980 Norsk króna 9,36720 Sænsk króna Finnskt mark Franskurfranki 9,79910 15,33620 10,89350 Belgískurfranki 1,77680 Svissneskurfranki Hollenskt gyllini 43,34920 32,42220 Vesturþýskt mark Itölsk líra 36,56570 0,04866 Austurriskursch Portúgalskur escudo Spánskur peseti 5,19920 0,41410 0,58060 Japanskt jen..............0,42923 Irskt pund................97,98000 KROSSGATA m 7 12 13 10 nn 11 14 16 19 21 18 120 Lárétt: 1 leiði 4 van- virða 6 vond 7 elgur 9 karlmannsnafn 12 þrá 14 dráttur 15 húö 16 rík 19 strik 20 nöldur 21 kvísl Lóðrétt: 2 stilltur 3 trufla 4 slóttug 5 spíra 7 ílát 5 útbreidd 10 beinakerlingin 11 úr- ræöagóði 13 eykta- merk 17 spor 18 eiri Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 glys 4 brek 6 efi 7 ofan 9 tákn 12 undur 14 tóg 15 aól 16 lægja 19 svil 20 ólag 21 tafla Lóörétt: 2 lof 3 senn 4 bitu 5 eik 7 oftast 10 auglit 10 árgala 11 ná- lega 13 dug 17 æla 18 jól Þriðjudagur 6. nóvember 1930 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.