Þjóðviljinn - 21.11.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR
Húsbréf
Ruddaskapur eða rangtúlkanir
Jóhanna Sigurðardóttir: Það er ekki offramboð á húsbréfum, afföllin hafa verið rangtúlkuð.
Geir H. Haarde: Breytileg afföll ruddaskapur gagnvart fólki
Það er ekki annað að sjá en
húsnæðismálin séu í algjöru
uppnámi í ríkisstjórninni og
ekki samstaða um neinn hlut,
sagði Geir H. Haarde, Sjfl., um
ástandið síðustu daga í hús-
bréfakerfinu í utandagskrár-
umræðu í sameinuðu þingi á
mánudag.
Forsætisráðherra Steingrímur
Hermannsson tók undir með Jó-
hönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra í síðustu viku að það
bæri að loka húsnæðiskerfmu frá
1986. Hinsvegar ályktaði flokks-
þing Framsóknarflokksins um
helgina að þingið teldi rétt að láta
kerfið frá 1986 standa enn fyrirþá
sem eru að byggja í fyrsta sinn.
I síðustu viku hættu Lands-
bréf að kaupa húsbréf, en fóru
síðan aftur að kaupa þau degi
seinna á breytilegu verði frá degi
til dags. Geir sagði að það væri
r
Olvmpíuskákmótið
Sigur
gegn
Spánverjum
íslenska skáksveitin vann
góðan sigur á sveit Spánverja á
Olympíuskákmótinu í Júgóslav-
íu í gær með tveimur og hálfum
vinningi gegn einum og hálfum.
Margeir Pétursson og Björgvin
Jónsson unnu báðir sínar skákir,
jafntefli varð í skák Héðins Stein-
grímssonar, en Helgi Olafsson tap-
aði sinni. Eftir þessa ljórðu umferð
er íslenska sveitin komin með níu
og hálfan vinning og er ekki langt á
eftir efstu þjóðum.
-grh
Trésmiðafélagið mót-
mælir vaxtahækkun
Stjóm og trúnaðarmannaráð
Trésmiðafélags Reykjavíkur hef-
ur samþykkt ályktun þar sem von-
brigðum er lýst vegna vaxtahækk-
unar íslandsbanka.
„Fundurinn telur að Islands-
banki eigi að vera í fararbroddi
íyrir lækkun raunvaxta og tryggja
að ýmiss konar þjónustugjöld séu
í lágmarki, en þau geta skipt veru-
legu máli fyrir þá sem eru með
lánafyrirgreiðslu til skamms tíma.
Fundurinn áréttar þá skoðun sína
að bankar og sparisjóðir lækki
raunvexti enda styðja fréttir um
afkomu þeirra þá skoðun enn
frekar“, segir í ályktuninni.
Umferðaifiing í
fyrsta sinn
Umferðarþing hefst í Reykja-
vík á morgun og er það hið fyrsta
í röðinni. Þingið verður sett á
morgun en því lýkur á íostudag-
inn. Þar verður gefin mynd af um-
ferðarmálunum í dag og íjallað
almennt um umferðarmál. Þá
verður rætt um hveiju þurfi að
breyta og loks um framtíðarsýn
manna, en þar má finna ýmis ný-
mæli. Landsfundur um slysavam-
ir fellur að þessu sinni inn í Um-
ferðarþing, en landlæknisembætt-
ið og fleiri aðilar hafa staðið að
landsfundi um slysavamir. Þingið
er öllum opið.
mddaskapur gagnvart fólki í fast-
eignaviðskiptum að bjóða þeim
uppá breytileg aftoll innan dags-
ins á húsbréfum.
Jóhanna sagði að ákvörðun
Landsbréfa hefði verið klaufaleg
og samrýmdist ekki hlutverki
þeirra sem viðskiptavaka. Hún
gagnrýndi suma þingmenn án
þess að nefna nöfn fyrir makalaus
ummæli sem bæm vott um að þeir
skildu ekki um hvað t.d. afíollin
snemst. Eins gagnrýndi Jóhanna
það sem hún kallaði æsifrétta-
mennsku sumra íjölmiðla. Hún
sagði að það væri ekki offramboð
á húsbréfum þar sem færri hefðu
farið á markað en reiknað var
með. Hún sagði líka að kaupend-
ur fasteigna bæm ekki affollin,
fasteignir hefðu ekki hækkað í
verði og seljendur fengju í hús-
bréfakerfinu eignimar nánast
staðgreiddar. Hún nefndi einnig
að sumir fasteignasalar hefðu
ekki hvatt fólk nægilega að setja
húsbréfin uppí eign sem verið
væri að kaupa.
Alexander Stefánsson, Frfl.,
fyrmrn félagsmálaráðherra, sagði
að húsbréfin leystu engan vanda
og það yrði að stöðva þann óróa
og þá óvissu sem ríkti í þessum
efnum. Geir H. Haarde sagði að
húsbréfin ættu rétt á sér, en hann
gagnrýndi Jóhönnu fyrir að kenna
öðmm um einsog hann orðaði
það. Hann sagði að það þyrfti að
eyða óvissunni og ófremdar-
ástandi sem hefði skapast vegna
þess að of geyst hefði verið farið í
kerfið. Og hann klikkti út á því að
ábyrg stjómmálaöfl yrðu að
afstýra ffekara tjóni á
húsbréfamarkaðnum og finna
ffambúðarlausn á þessum málum.
“Um þessi mál þarf að myndast
breið samstaða til þess að
almenningur hafi fast land undir
fótum,” sagði Geir.
-gpm
Verðlag
Matvæli hafa lækkað
Meðalverð vörutegunda hef-
ur Iækkað í flmm matvöru-
verslunum á höfuðborgarsvæð-
inu frá því í aprfl til loka októ-
ber. Mest er lækkunin hjá Fjarð-
arkaupum í Hafnarfirði, um
3,3%, þá kemur 2,1% lækkun
hjá Lögbergi á Bræðraborgar-
stíg, 1,8% lækkun hjá Bónus
Skútuvogi og 0,7% lækkun hjá
Bónus Faxafeni og Nóatúni í
Kópavogi.
Þetta kemur fram í verðkönn-
un á 50 algengum vörutegundum
sem Verðlagsstofnun hefur gert í
49 matvöruverslunum á höfuð-
borgarsvæðinu. Verðlagsstofnun
gerði slíka könnun fyrst í apríl, síð-
an í júlí og nú í október.
A þriggja mánaða tímabili, ffá
júlí til október lækkaði meðalverð-
ið á þeim vörum sem kannaðar
voru um rúmlega 1% en ffá apríl
til október hefur orðið að meðaltali
2,1% hækkun á matvörum sam-
kvæmt þessari könnun.
-Sáf
Launamenn munar um hvern þann eyri sem kann að sparast ( hag-
stæðum vöruinnkaupum. Það hlýtur því að vera öllum fagnaðarefni
þegar Ijóst er, að verð á matvælum hefur lækkað I fimm matvælaversl-
unum á undanfömum mánuðum. Mynd: Jim Smart.
Alls kyns vörur verða á boðstólum á jólabasar Sólheima.
Sólheimabasarinn um helgina
Sólheimar í Grímsnesi og Foreldra- og vinafélag Sólheima verða
með sinn árlega jólabasar í Templarahöllinni við Eiríksgötu í Reykja-
vík næst komandi sunnudag klukkan 14.00. Þama verða seldar fram-
leiðsluvörur heimilisins en á meðal þeirra eru lífrænt ræktað grænmeti,
handsteypt bývaxkerti, tréleikföng og handofnar mottur og dúkar.
Einnig verða á boðstólum jólakransar, lífrænt ræktað te og krydd og
mjólkursýrt grænmeti. Piparkökuhús verður aðalvinningur hlutavelt-
unnar. Auk þess verður hefðbundinn kökubasar og fatasala, en basar
þessi er og hefur verið helsta tekjulind félagsins.
Aðalfundur SAGA
Suður-Afríkusamtökin gegn
Apartheid halda aðalfund sinn í
kvöld klukkan 20.00 í húsakynn-
um Iðnnemasambands Islands við
Skólavörðustíg 19. Á dagskrá
fúndarins eru erindi um undanlið-
ið starfstímabil SAGA, verkefnin
framundan og fjármál. Þá verður
ný forysta kosin á fundinum.
Boðið verður upp á kaffi og kökur
og em allir velkomnir.
Fundur Geðhjálpar
Fundur verður haldinn á veg-
um Geðhjálpar, samtaka fólks
með geðræn vandamál, aðstand-
enda þeirra og velunnara, annað
kvöld klukkan 20.30 í kennslu-
stofu á þriðju hæð Geðdeildar
Landspítalans. Dóra S. Bjamason
heldur fyrirlestur sem hún nefnir
Aðstandendur og fagfólk. Að-
gangur er ókeypis og allir em vel-
komnir.
Innflutningur búvara
Neytendafélög Selfoss og
stéttarfélög á Suðurlandi boða til
umræðufúndar á Hótel Selfossi í
kvöld klukkan 20.30 undir yfir-
skriftinni „Á að leyfa innflutning
búvara?" Fmmmælendur verða
Steingrímur J. Sigfússon Iand-
búnaðarráðherra, Páll Lýðsson
bóndi í Litlu-Sandvík og stjómar-
formaður Sláturfélags Suður-
lands, Guðmundur Gylfi Guð-
mundsson, hagfræðingur hjá ASI,
María E. Yngvadóttir varafor-
maður Neytendasamtakanna og
Ögmundur Jónasson, forseti
BSRB.
Þróunarstyrkir til
leikskóla
Uthlutað hefur verið úr Þró-
unarsjóði leikskóla fyrir þetta ár,
en með þróunarverkefnum er átt
við nýjungar, tilraunir og ný-
breytni í uppeldisstarfi. Tíu leik-
skólar sóttu um styrk ffá sjóðnum
í ár, en úthlutað var sjö styrkjum
til jafúmargra leikskóla. Alls var
3,4 miljónum króna úthlutað, en
hæsta styrkinn, eina miljón, fékk
Hálsaborg í Reykjavík. Verkefnið
í Hálsaborg beinist einkum að
elstu bömunum í leikskólanum.
RÖSE-ræða Steingríms
VIII eftirlit með
vfgbúnaði á
höfunum
Steingrimur Hermannsson, for-
sætisráðherra íslands, flutti ræðu í
gær á Ráðstefnunni um öryggi og
samvinnu í Evrópu (RÖSE) í París
og hvatti til eftirlits með vígbúnaði
á höfúnum. Hann fagnaði nýundir-
skrifúðum samningi Nató og Var-
sjárbandalags um niðurskurð víg-
búnaðar og eftirlit með vígbúnaði á
landi, en bætti við: „Við viljum það
sama fyrir okkar umhverfi. Evrópa
er ekki einungis land, hún er líka
sjór.“
Steingrimur sagði ennffemur
við þetta tækifæri að ísland vildi að
ferðir kjamorkuknúinna kafbáta
yrðu takmarkaðar, með hliðsjón af
slysum sem þá hefúr hent, og að
hætt yrði að henda úrgangi og þá
sérstaklega efnaúrgangi í sjóinn.
Sovéskur kafbátur sökk
skammt ffá Bjamarey í apríl í fyrra
og liggur þar enn á sjávarbotni. Um
slík flök sagði Steingrímur: „Þau
munu innan skamms dreifa eitri
sínu út um höfin. Og í mínu landi
em menn algerlega komnir upp á
það, sem sjórinn gefur.“
í Reuterffétt um þetta segir, að
Island hafi undanfarið reynt að fá
stuðning annarra Natórikja til að
koma á eftirliti með vígbúnaði á
höfúnum, en í þessu máli sé banda-
lagið klofið og sá klofhingur hafi
nú enn á ný komið á daginn með
ræðu Steingrims. Á móti íslandi í
þeirri deilu séu Bretland og Banda-
ríkin, flotaveldi mikil sem em al-
gerlega á móti vígbúnaðareftirliti á
höfunum og gefa í skyn að slíkt
myndi hafa í for með sér skerðingu
umferðarffelsis á sjó. Sum Nató-
ríkja, segir Reuter, hafa ekki tekið
afstöðu í málinu.
Það hefúr einnig vakið athygli
fréttastofúnnar að í þessu máli er
ísland samferða Sovétríkjunum. í
RÖSE-ræðu sinni á mánudag end-
urtók Gorbatsjov Sovétríkjaforseti
fyrri hvatningar sínar til Nató um
að ganga til samningaviðræðna um
takmarkanir á stærð og vopnabún-
aði sjóherja.
Reuter/-dþ.
Smásögur Jakobínu
Sigurðardóttur
Mál og menning hefúr gefið
út smásagnasafnið Vegurinn upp
á fjallið eftir Jakobínu Sigurðar-
dóttur. I safninu em átta nýjar
smásögur, en liðinn er hartnær
áratugur ffá því Jakobína sendi
síðast ffá sér bók. í fféttatilkynn-
ingu frá Máli og menningu segir
að nýju sögumar sveiji sig í ætt
við fVrri sögur Jakobínu, stíllinn
sé tær og frásögn öll ljós, og hvort
sem fjallað sé um eilífðarvanda
eða dægurmál fléttist saman í
sögunum höfuðþættir listarinnar
að segja ffá: Að vekja lesandann
til umhugsunar og skemmta hon-
um. Sigurborg Stefánsdóttir
hannaði bókarkápu.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. nóvember 1990