Þjóðviljinn - 21.11.1990, Blaðsíða 7
MENNING
Blindflug
Súldar
Hljómsveitin Súld lék fyrir 50 þúsund manns
á Montreal-hátíðinni,
gefur nú út geisladisk og flytur verk með
Sinfóníuhljómsveitinni á næsta ári
Hljómsveitin Suld hefur nú
lokið upptökum á tónlist sem birt-
ist innan skamms á geisladiskn-
um Blindflugi. Steingrimur Guð-
mundsson trommuleikari:
- Þetta eru tíu ný, frumsamin
lög eftir hljómsveitarmeðlimi
sjálfa, en Lárus Grímsson er nú
aðallagasmiðurinn. Efnið er létt-
ara en bandið er þekkt fyrir, að-
gengilegra býst ég við. Þetta er
svona blanda úr mörgu, djass,
rokk, heimstónlist.
- Heimstónlist?
- Já, því sem kallað er „world
music“ á ensku.
- Hafið þið leikið þessa nýju
blöndu opinberlega?
- Já, til dæmis á djassdögum
Ríkisútvarpsins og á Montreal-
djasshátíðinni sl. sumar fyrir 50
þúsund manns, en þar vorum við
að spila í þriðja sinn.
- Nafnið Blindflug?
- I hljómsveitinni Súld þurfa
menn að fljúga ákveðið blindflug,
þetta er ekki hefðbundin dægur-
lagahljómsveit. Nafnið hljómar
ekki síður á ensku, Flying on
Instruments, en geisladiskurinn
kemur líka út fyrir erlendan
markað.
- Fleira stórt á döfinni?
- Já, við munum væntanlega
leika með Sinfóníuhljómsveitinni
í júní á næsta ári, flytja þar verk
eftir fyrrum liðsmann Súldar,
Símon Kúran. Og hugsanlega for-
um við í stóra Kanadaferð á næsta
ári, til tíu borga.
- Spilar þú með öðrum en
Súldarmönnum?
- Ég er nú í KGB-djasstríóinu
og helgarhljómsveitinni Ola
blaðasala. Kráargestir þekkja
okkur.
- Hverjir standa að gerð
disksins?
- Upptökur fóru fram í Hljóð-
rita og Sýrlandi, útgefandi er
Geimsteinn en Skífan sér um
dreiflngu. Útgáfutónleikar verða i
Púlsinum við Vitastíg 4. og 9.
des., en síðan á Akureyri 12. des.
og í Keflavík 13. des. ÓHT
Hljómsveitina Súld skipa, frá vinstri: Steingrímur Guðmundsson, Páll Pálsson, Tryggvi Hiibner, Marten van
der Valk og Lárus Grlmsson. Mynd: RAX.
Saga um lítinn prins
Kaþarsis-leiksmiðjan sýnir verkfyrir 3-7 ára börn, byggt á sögu Saint-Exupéry
A mánudaginn frumsýndi Ka-
þarsis- leiksmiðjan leikritið
„Saga um lítinn prins“, sem er 40
minútna leikgerð eftir hugmynd-
inni í heimsfrœgri sögu franska
rithöfundarins Saint-Exupéry,
„ Litli prinsinn
Kaþarsis-leiksmiðjan sýnir
verkið í Norræna húsinu við Sæ-
mundargötu og býður áhorfend-
um í ævintýralegt ferðalag. Meðal
persóna er kóngurinn sem ríkir
einn á sinni stjömu, montni mað-
urinn sem þráir aðdáun og eftir-
tekt, kaupnmaðurinn sem telur
stjömur til að leggja inn í banka,
refurinn sem langar að vera tam-
inn og fjöldamargt annarra fyrir-
bæra, dýra og blóma.
Sagan „Litli prinsinn" var
fyrst gefm út á íslensku fyrir 30
ámm i þýðingu Þórarins Bjöms-
sonar skólameistara. I henni er
létt gaman og djúp alvara og sag-
an á erindi við unga jafht sem
aldna.
Leikendur em Ásta Amar-
dóttir, Erling Jóhannesson, Sigur-
Bömin komast f tæri við óllklegasta fólk og fyrirbæri I „Sögu um lítinn
prins" sem verður sýnd I sal Norræna hússins fram f desember og hent-
ar jafnt ungum sem öldnum, þótt markhópurinn sé 3-7 ára. Mynd: Jim
Smart.
Lokabindi Tryggvasögu
Lykill að kafla í athafna- og hagsögu þjóðarinnar. Heimsborgarinn og
gleðimaðurinn Tryggvi Gunnarsson bankastjóri kom víða við
Með því að segja sögu
Tryggva Gunnarssonar er brugð-
ið Ijósi á drjúga þœtti úr hagsögu
íslendinga. Tryggvi var einn
þeirra manna sem áttu mestan
þátt í að gera verslunina inn-
lenda og mótaði stefnu Lands-
bankans á viðburðaríku og ör-
lagaríku skeiði í athafnasögu
þjóðarinnar. Með sögu hans er
beint Ijósi að athafnalífi samtim-
ans, þar sem Tryggvi gegndi oft
stœrstu hlutverkunum.
Um þessar mundir em 155 ár
liðin frá fæðingu Tryggva Gunn-
arsson bankastjóra og nú kemur
út að tilhlutan Seðlabanka íslands
og Landsbanka íslands fjórða og
síðasta bindið í ævisögu hans
undir heitinu „Tryggvi Gunnars-
son, athafhamaður og banka-
stjóri", eftir Bergstein Jónsson,
prófessor í sagnfræði við Háskóla
Islands.
Tryggvi Gunnarsson var afar
atorkumikill, starfaði við búskap,
smíðar, garðyrkju, verktakastöif,
verslunarstjóm, ljósmyndun, út-
gáfustörf og ritstörf, var formaður
í fjölda félaga, sat á Alþingi 1875-
1885, bæjarfulltrúi í Reykjavík
lengst af frá 1897 og bankastjóri
Landsbankans 1893- 1909.
Meðal þekktustu verkefna
Á kynningarfundi vegna Tryggvasögu, frá vinstri Landsbankamennimir
Björgvin Vilmundarson bankastjóri og Jóhann Ágústsson aðstoðar-
bankastjóri, Bergsteinn Jónsson prófessor, höfundur slðustu bindanna,
Einar Laxness, framkvæmdastjóri Menningarsjóðs, og Björn Tryggva-
son, aöstoðarbankastjóri I Seðlabanka Islands. Mynd:Jim Smart.
sem Tryggvi sá um eða kom ná-
lægt í verklegum greinum má
nefna kirkjuna í Laufási við Eyja-
fjörð, á fæðingarstað hans, Fnjó-
skárbrúna, gömlu Ölfusárbrúna
og Alþingishúsið, en ekki síst
garðinn bak við það sem var tóm-
stundagaman hans í ellinni og þar
er hann grafinn.
í hópi fjölda félaga sem hann
beitti sér óspart fyrir em Hið ís-
lenska þjóðvinafélag, Fiskifélag-
þór Albert Heimisson og Skúli
Gautason. Leikstjóri er Kári Hall-
dór en Ámi Harðarson sér um
tónlist.
Sýningar verða fram í desem-
ber i sal Norræna hússins mánu-
daga, þriðjudaga, flmmtudaga og
fostudaga, bæði fýrir og eftir há-
degi. Stærri hópar geta pantað
sýningar eftir samkomulagi. Allar
upplýsingar em veittar i símum
91-16252 og 17030.
ÓHT
ið og önnur samtök útvegsmanna,
Dýravemdunarfélagið, Skógrækt-
arfélagið, Slippfélagið og Ishús-
félagið.
Um litið upplag er að ræða af
4. bindi ævisögunnar, fyrir utan
650 stök eintök fara 350 í gjafa-
öskjur með fyrri bindunum þrem-
ur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs
sér um afgreiðslu og dreifmgu.
ÓHT
Miðvikudagur 21 nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Skáldakvöld í Nýhöfn
Skáldakvöld verður í listasal Nýhafnar, Hafnarstræti 18, annað kvöld
kl. 20:30. Steinunn Ásmundsdóttir er kynnir og heldur skáldakvöldið í
samvinnu við listasalinn.
Fram koma Berglind Gunnarsdóttir, Bjami Bjamason, Gunnhildur
Siguijónsdóttir, Kristján Hreinsson og Ólafur Gunnarsson, en einnig
verður lesið úr verkum Ásdísar Jennu Ástráðsdóttur og Rúnars Helga
Vignissonar.
Til að forðast röskun á upplestri er fólk beðið að mæta tímanlega.
Vonlausa tríóið
Fjórir nýir söngvar em á fyrstu plötu „Vonlausa tríósins“ og er ætlað
að verma hjörtu allra tónelskandi manna og hleypa nýju lifi í íslenska tón-
listarmenningu, ekki síður en þjóðleg tónlist sú sem hefur sameinað þjóð-
ina á erfiðum tímum, að sögn höfundanna.
Tríóið skipa Keflvíkingamir Þröstur Jóhannesson gítarleikari, Magn-
ús Sigurðsson banjóleikari og Sverrir Ásmundsson kontrabassaleikari.
Sérstakur gestur á plötunni er Helgi Óskar Víkingsson trommuleikari.
Hörður í Norræna
Trúbadúrinn Hörður Torfason flytur tónlist sína og spjallar um hana í
kvöld i beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar Kanal 2 í Kaupmanna-
höfn, en kemur síðan hingað til að skemmta á árshátíð SÁA og verður
með tónleika í Norræna húsinu á sunnudagskvöldið kl. 21.
Flytur hann þar m.a. lög af nýjustu plötu sinni „Lavmælt“, sem hefur
hlotið góðar viðtökur í Danmörku, en einnig af fyrstu plötunni, sem út
kom fyrir réttum 20 ámm. Héðan fer Hörður Torfason til að spila og
syngja í Finnlandi.
Ritun kristnisögunnar
Laugardaginn 24. nóvember kl. 10-17 verður málþing í Borgartúni 6
í tilefhi af því að Alþingi samþykkti í mars að standa fyrir samningu rit-
verks um lcristni á Islandi og áhrif hennar á þjóðlíf og menningu i þúsund
ár.
í ritstjóm verksins em sr. Siguijón Einarsson, prófastur á Kirkjubæj-
arklaustri, formaður, Helgi Skúli Kjartansson sagnffæðingur og sr. Jónas
Gíslason vígslubiskup og fyrrv. prófessor.
Dr. Hjalti Hugason lektor hefur verið ráðinn ritstjóri verksins og ger-
ir hann á málþinginu grein fyrir meginlínum í ritstjómarstefhunni. Auk
almennra fyrirspuma svarar svo dr. Gunnar Karlsson prófessor spuming-
unni „Hvers telur sagnfræðingur að gæta þurfi við samningu kristni-
sögu?“, en dr. Þórir Kr. Þórðarson spumingunni „Hvers telur guðffæðing-
ur að gæta þurfl við samningu kristnisögu?“.
Spurt er einnig „Um hvað á að fjalla i kristnisögu?“ og því svara sr.
Hanna Maria Pétursdóttir, Guðbjörg Kristjánsdóttir listffæðingur, dr.
Sverrir Kristjánsson miðaldafræðingur, Frosti F. Jóhannsson þjóðhátta-
ffæðingur,
Gunnar F. Guðmundsson sagnffæðingur og Kristín Björgvinsdóttir
bókasafnsfræðingur.
Ámi Bergmann ritstjóri ræðir um „hugarfarsmenningu“ og Helgi
Skúli Kjartansson um meginlínur málþingsins og hugmyndir að útfærslu.
ÓHT