Þjóðviljinn - 21.11.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.11.1990, Blaðsíða 9
NÝJAR BÆKUR Þrætubók í Ijóðum Komin er út ný ljóðabók eftir Hallberg Hallmundsson og nefn- ist Þrætubók. Hún er 64 blaðsíður að stærð og hefur að geyma rúm- lega þijátiu ljóð. Þar þrætir höf- undur við Stein, Shakespeare og Donne - svo að ekki sé minnst á Aðalstein Ingólfsson - skopast að ýmsum góðskáldum íslenskum, túlkar að nýju nokkrar vel kunnar þjóðsögur og goðsagnir og heyr glímu við guð almáttugan. A kápusíðu segir að ljóð Hall- bergs höfði til vitsmuna lesenda jafnt og tilfmninga. En skopið er aldrei langt undan, eins og þeir vita, sem lesið hafa fyrri bækur höfundar. Hallberg hefur verið búsettur í New York í þijátíu ár, þar sem hann hefur stundað þýðingar, rit- stjóm og önnur störf við alfræði- bækur og tímarit. Síðustu tuttugu árin hefur hann auk þess ritað um- sagnir um nýjar íslenskar bækur í ársfjórðungsritið World Literat- ure Today (áður Books Abroad), sem University of Oklahoma gef- ur út. Hann hefur áður sent frá sér þrjár ljóðabækur. Útgefandi Þrætubókar er Brú. Ljóö Kristjáns Arnasonar Út er komin hjá Máli og menningu ljóðabókin Einn dag enn eftir Kristján Ámason. í bók- inni em 72 ljóð. Hún skiptist í þrjá hluta, I. Undir ósonlagi, II. Þrettán þankabrot um lífið, en sá hluti er allur undir sonnettuhætti, og loks em þýðingar í III. hlutan- um. Þýðingamar spanna næstum 2700 ár bókmenntasögunnar, og meðal tuttugu og fjögurra höf- unda sem Kristján glímir við em Sapfó, Goethe, Heine, Rilke og Auden. Kristján Amason er fæddur 1934. Hann stundaði nám i Þýskalandi og Sviss og hefur kennt bókmenntir við Mennta- skólann að Laugarvatni og Há- skóla Islands. Kristján hefiir skrifað greinar um bókmenntir og heimspeki og þýtt fjölda bók- menntaverka. Einn dag enn ei önnur ljóðabók hans. Bókin er 97 bls. Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur verður haldinn í kvöld, 21. nóvember kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: , .. ... 1. Kosning kjörnefndar vegna komandi alþing- iskosninga. 2. Tilhögun kosningaundirbúnings. 3. Önnur mál. Félagarfjölmennið. Stjórn ABR Auglýsendur athugið! Jólagjafahandbók Þjóðviljans kemur út 11. desember í 40 þús. eintökum og veröur dreift meö póstí á höfuðborgarsvæðinu. Að auki til áskrifenda um land allt. Auglýsendur, sem hafa áhuga á að koma auglýsingu í handbókina, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild sem allra fyrst og eigi síðar en 5. desember. þlÓÐVILIINN Símar 68t310 og 681331 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma Þórdís Hulda Ólafsdóttir lést mánudaginn 19. nóvember. Guðmundur Norðdahl Brynhildur Þórdísardóttir Engen Garðar Norðdahl Vilborg Norðdahl María Norðdahl Guðmundur Þór Norðdahl tengdabörn og barnabörn. Alþýöubandalagið I Kópavogi Spilakvöld Spilakvöld verður haldið I Þinghóli Hamraborg 11 mánudag- inn 26. nóvember kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið á Akranesi Bæjarmálaráð Bæjarmálaráð AB á Akranesi heldurfund í Rein mánudaginn 26. nóvember klukkan 20.30. Dagskrá: Bæjarmálin og önnur mál. Stjómln Nýr leikskóli Starf forstöðumanns Staða forstöðumanns við nýjan leikskóla í Hæðahverfi í Garðabæ er hér með auglýst til umsóknar. Framkvæmdir við skólann hófust í aprílmánuði síðastliðnum, og er áætlað að þeim verði að fullu lokið 1. febrúar næstkom- andi. Leikskólinn verður rekinn í þremur al- mennum deildum, auk sérhæfðrar þjálfunar- deildar fyrir fötluð börn. Ráðið verður í stöðu forstöðumanns frá 1. janú- ar næstkomandi. Forstöðumanni er í fyrstu ætl- að að undirbúa rekstur leikskólans, en áformað er, að rekstur hefjist svo 1. mars 1991. Launa- kjör verða samkvæmt kjarasamningum Garða- bæjar og Fóstrufélags íslands eftir ósk um- sækjanda. Umsóknarfrestur er til 23. nóvember nk. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir dagvistarf- ulltrúi Garðabæjar í sima 656622 milli kl. 9-13 virka daga. Bæjarstjóri Félagsfundur um kjara- og félagsmálin Iðja, Félag verksmiðjufólks, boðar til félags- fundar í Sóknarsainum, Skipholti 50a., fimmtudaginn 22. nóvember 1990, kl. 5:00 síðdegis. Dagskrá: 1. Kjaramálin. Gylfi Arnbjörnsson, starfsmaður Kjararann- sóknarnefndar. 2. Félagsmálin. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Allir Iðjufélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórn IÐJU. ALÞYÐUBANDALAGIÐ AB Noröurlandi eystra Kjördæmisráð Framhaldsaðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins ( Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn í Skúlagaröi dagana 1. og 2. desember og hefst kl. 14. á laugardag. Dagskrá og tilhögun nánar auglýst síöar. Stjórnin AB Suðurlandi Forval Vakin skal athygli á breyttum kjördögum I sem verða 23. og 24. nóvember. seinni umferð forvals, Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst um leið og kjörseðlar hafa borist til formanna, sem sjá um seinni umferð forvalsins I sinu fé- lagi. Uppstillingarnefnd AB Surðurlandi Kjördæmisráð Aukafundur kjördæmisráðs hefst kl. 13 sunnudaginn 25. nóvember 1990. Dagskrá: f Hvoli á Hvolsvelli Kosningaundirbúningur, talning úr forvali og röðun á lista Alþýðu- bandalagsins á Suöurlandi fyrir alþingiskosningarnar á vori kom- anda. Stjórnln Alþýðubandalagið i Reykjavik Félagsfundur Félagsfundur Alþýðubandalagsins i Reykjavlk verður haldinn miðvikudaginn 21. nóvember kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Fundarefni: - 1. Kosning kjörnefndar vegna komandi alþingiskosninga. 2. Tilhögun kosningaundirbúnings. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnln Miðvikudagur 21. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.