Þjóðviljinn - 21.11.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.11.1990, Blaðsíða 12
■ SPURNINGIN ■ Tekurdu inn bætiefni? Finnur Guðmundsson umsjónarmaður: Nei. Ég hef ekki vanið mig á það en kannski tek ég upp á því með bömunum. Brjánn Tómasson viðskiptafræðingur: Nei, það geri ég ekki. En ef svo skyldi fara að ég þyrfti á þeim að halda mundi ég líklega gera það. Ólafur Örn Jónsson háskólanemi: Já, ég tek stundum inn lýsispill- ur. Það geri ég til að fá nauð- synlegan skammt af vítamín- um. Steingerður Ágústdóttir flugfreyja: Já, það geri ég. Ég tek inn lýsi og fjölvítamín. Það er hollt og gott fyrir veturinn. RAFRÚN H.F. Smiöjuvegi 11 E Aihliða rafverktakaþjónusta Um slðustu helgi var haldið fjölmennt menntamálaþing þar sem rætt var um drög að framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytisins til næstu 10 ára, Þessa mynd úr skólastarfinu tók Kristinn Ijósmyndari fyrir nokkru. Menntamálaþing „Til nýrrar aldar“ Svanhildur Kaaber: Fagnaðarefni að þingið var haldið. Þórir Þorláksson: Tímamót í mennta- málum að lögð skuli fram heildstæð áætlun Um síðustu heigi fór fram menntamálaþing, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Menntamálaráðuneytið hefur látið gera drög að fram- kvæmdaáætlun í menntamál- um til ársins 2000; Til nýrrar aldar. Voru drög þessi rædd á þinginu, en það sóttu tæplega 200 manns víðs vegar af land- inu. Þjóðviljinn leitaði álits tveggja skólamanna á fram- kvæmdaáætlun þeirri sem rædd var þinginu; þeirra Þóris Olafs- sonar, formanns skólastjórafé- lagsins og skólameistara Fjöl- brautaskóla Vesturlands, og Svanhildar Kaaber, formanns Kennarasambands Islands. Þóri Olafssyni þótti þingið í heild merkilegt fyrirbæri og hafa tekist vel. - Það eru tímamót í mennta- málum að lögð skuli fram heild- stæð áætlun af þessu tæi. Helsti veikleiki framkvæmdaáætlunar- innar er kannski sá að í henni er mikið af almennum vangaveltum, en tónninn er í heildina góður, þótt menn séu eflaust misjafhlega sammála um einhver efnisatriði hennar. í drögunum er tekið á mjög mörgum atriðum. Vegna starfs míns hef ég mestan áhuga á þeim hluta áætlunarinnar sem lýt- ur að framhaldsskólum. Mikið af því sem þar kemur fram eru hlutir sem menn hafa ætlað sér að gera eða eru þegar famir að vinna að. Mér líst vel á þann kafla og stefnumörkun í þeim málum er mér að skapi. Því geri ég ekki miklar athugasemdir við hann. Að vísu gætir á köflum forsjár- hyggju í drögunum. Ut af fyrir sig er gott að allir sitji við sama borð, en ekki má hefta valfrelsi manna. Aætlanir í skólamálum verða að vera sveigjanlegar og gefa ein- staklingum svigrúm til að velja þær leiðir sem þeir kjósa helst. Varðandi framhaldsskólana þá sýnast mér þær tölur sem lagð- ar hafa verið fram um kostnað frekar vanáætlaðar, m.a. er ekki tekið á þvt hvemig laga skuli kjör kennara, en ein forsenda þess að skólastarfið gangi vel er að kenn- arar geti unað sínum hag. - Mér fannst umræður á þing- inu góðar, og fram komu margar góðar ábendingar og athuga- semdir, sem ég tel gagnlegar fyrir menntamálaráðherra, sagði Svan- hildur Kaaber. - Mér þykir það fagnaðarefni að búið sé að taka saman áherslu- atriði í skólamálum til framtíðar. Kennarasambandið mun gera at- hugasemdir við fjölmörg atriði framkvæmdaáætlunarinnar. Leit- að hefúr verið til kennara víða um land um að gera athugasemdir við hana, og síðan mun stjóm Kenn- arasambandsins taka afstöðu til þeirra. Erfitt er að tína til einhver sér- stök atriði draganna sem em brýnni en önnur, eða þarfhast fremur endurskoðunar. Eitt af því sem olli vonbrigðum er að í áætl- un þessari er gert ráð fyrir, sem fyrr, að hámarksfjöldi í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla sé 22, og eftir það 28. Fækkun í bekkjum er mál sem brennur mjög á kennurum í þéttbýli, og er stórmál fyrir skólastarfið. Annað atriði sem velja mætti af handa- hófi er ákvæðið um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarstjóma. Við hjá Kennarasambandinu gerðum á sínum tíma athugasemdir við frumvarpið um verkaskiptinguna, og fannst okkur þar vera stigið skref afturábak. Þetta er mikil- vægt þegar rætt er um jafnrétti og jafha möguleika til náms. Mörg sveitafélög eru alltof lítil og fátæk til að geta staðið undir skólastarfi eins og það þyrfti að vera. Við hjá Kennarasambandinu munum ennfremur gera athugasemdir við kaflann um kennaramenntun. Þar finnst okkur vera dregið úr vægi Kennaraháskóla íslands. En drögin að framkvæmda- áætluninni taka til svo margra þátta og mikilvægra mála að erfitt er að draga eitt atriði fram ftekar en annað. Eins og ftam kom á þinginu á stefnumótun þessi að vera í stöðugri endurskoðun, og það er auðvitað nauðsynlegt. Það er mikið gagn að því að hafa svona plagg í höndunum um áherslur menntamálaráðherra. Auk þess hafa verið teknar saman á einn stað miklar upplýsingar um íjármál og allt mögulegt sem varðar skólastarf. Þetta er upplýs- ingabanki sem hægt er að vísa til, sagði Svanhildur Kaaber. I niður- lagi draganna frá menntamála- ráðuneytinu segir m.a. að ráðu- neytið leggi áherslu á að fram- kvæmdaáætlunin, sem gerð hefúr verið til næstu 10 ára, sé langt ftá því að vera endanleg. Hún þurfi þvert á móti að vera í stöðugri endurskoðun eftir þvi sem að- stæður og forsendur breytast. Ætlun ráðuneytisins er að hún „stuðli að markvissum vinnu- brögðum og heildarsýn við úr- lausn verkefna á sviði skólamála á komandi árum.“ BE Sími641012

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.