Þjóðviljinn - 21.11.1990, Síða 4
ÞJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Strútsháttur uppanna
Á dögunum var hér í blaðinu lagt út af skoðunum
bandaríska metsöluhöfundarins Johns Naisbitts, sem
hefur verið duglegur við að selja þeim sem nóga aura
eiga bjartsýnisspádóma um Fagra nýja veröld mikils og
dýrlegs hagvaxtar. í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins var fjallað um gagnrýni Þjóðviljans á Naisbitt og
þar sagt meðal annars:
„í sjálfu sér er ekkert nýtt að þeir sem skrifa í Þjðvilj-
ann telji hagvöxt af hinu illa. Þeir hafa á þeim grunni var-
ið markvissa ferð kommúnista til gjaldþrota".
Röng staðhæfing reyndar og málflutningur hinn ve-
sældarlegasti.
Hér í Þjóðviljanum hefur verið talsvert skrifað um
nauðsyn þess að taka það til endurskoðunar hvernig
hagvöxtur er reiknaður út. Að sjálfsögðu er það ekki
sama og að vera á móti hagvexti sem slíkum. Það leiðir
af sjálfu sér, að ef menn fá hagvöxt t.d. út á skynsamlegt
fiskeldi sem kemst hjá þeim „athafnaskáldskap" sem
birtist í gjaldþrotasukki, þá hrópa Þjóðviljamenn sem
aðrir húrra fyrir því. Eða fyrir því að hugvitsamir menn
efla hagvöxt með því að smíða ágætar tölvuvogir sem
nota má úti á sjó. Hinsvegar höfum við tekiö undir gagn-
rýni á það, að í hefðbundnum hagvaxtarreikningum er
alls ekki skoðað hvað hagvöxtur í rauninni kostar. T.d. í
sóun á óendurnýjanlegum orkugjöfum, á gróðurmold,
skógum, fiskstofnum og öðrum auðlindum.
Eins og allir vita hefur mikill fjöldi ágætra höfunda um
þetta fjallað: náttúrufræðingar, náttúruvinir, þeir sem
taka samstöðu með komandi kynslóðum, sömuleiðis
þeir sem ( stjórnmálum hafa spurt að því hvort ekki séu
aðrar leiðir til farsæls mannlífs en síaukin einkaneysla,
sem fyrir löngu er háskaleg orðin samanlögðu lífkerfinu.
Hér fara saman margskonar menn, sumir reisa sín við-
horf á vinstrimennsku, aðrir á kristindómi, hinir þriðju á
íhaldssemi fornra dyggða: við Þjóðviljamenn erum svo-
sem ekki að telja okkur frumlega í þessu efni.
En eitt er víst: hagvöxtur, eins og hann hefur verið
reiknaður, er fölsk og ótæk allsherjarviðmiðun. Þetta
gildir líka um þann hagvöxt sem Sovétríkin náðu um
skeiö (og margir vestrænir sérfræðingar tóku verulegt
mark á). Einmitt nú á glasnosttímum kemur það vel í
Ijós, að hagvöxtur þessi fékkst ekki síst með því að fara
illa með auðlindir, hirða hvergi um náttúruspjöll. Þetta á
líka við t.d. um hagvöxt þann sem frjálshyggjumenn
töldu harðstjórn Pinochets I Chile til tekna, en hann var
einkum fenginn með þvl að ganga grimmt á skóga
landsins og fiskimið. Og eru mörg dæmi skyld úr öllum
heimshlutum.
En þessi endurskoðun á hagvextinum hún kemur
reyndar illa við marga markaðstrúarmenn sem vilja ekki
viðurkenna að hér séu á ferð vandamál sem markaðs-
lögmálin ráða ekki við. Þeir vilja helst halda áfram með
sína framreikninga sem fyrr I þeiri von að allt reddist. Og
einn slíkur er átrúnaðargoð Morgunblaðsins, John Nais-
bitt.
( Reykjavíkurbréfinu var reyndar vitnað til þess, að
Naisbitt er afar bjartsýnn á menningarþróunina. Hann
sér fyrir sér byltingu sem felst I því að menn noti frítíma
sinn æ meir til lista og menningar. Við sllkri spá segja
menn náttúrlega: betra ef satt væri. Þeir sem hafa frá
vinstri gagnrýnt bláeyga hagvaxtartrú hafa reyndar bent
á menningariðkun sem dæmi um það, að hægt sé að
„lifa betur“ án þess að það kosti mikla og háskalega só-
un. Hitt er svo annað mál, að menningin mun ekki sækja
fram baráttulaust: sé hún afhent markaðslögmálunum
einum saman, þá uppskerum við ekki annað en æ hærri
„holskeflur” alþjóðlegs og þó einkum amrísks skemmti-
iðnaðar yfir öll lönd.
Sem fyrr segir: hér er spurt um raunsæi eða ósk-
hyggju I túlkun hagvaxtar. Og Morgunblaðið hefur ber-
sýnilega kosið sér I því dæmi hlutskipti strútsins og upp-
anna sjálfumglöðu, sem halda að vandinn hverfi ef þeir
neita að horfast I augu viö hann.
ÁB.
24 MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBlill
fHmrigiffttritofrife
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórár Matthías Johannessen, v
Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
* Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
' Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,'
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglý^ingar: Aðal-
stræti 6. sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. é mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Framsókn vill
skattahækkun
Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknar-
flokksins, gaf til kynna í ræðu á
flokksþingi Framsóknarflokksins
í fyrradag, að hann teldi nauð-
synlegt að hækka skatta til þess
að hægt væri að halda uppi nú-
verandi velferðarkerfi. Áður hef-
ur ólafur Ragnar Grímsson,-
formaður Alþýðubandalagsins,
talað með áþekkum hætti um
skattamál. Þannig virðist aug-
Ijóst, að þessir tveir stjómmála-
flokkar gangi til kosninga á
næsta ári með þá yFirlýstu stefnu
að hækka skatta að kosningum
loknum, fái þeir aðstöðu til þess.
Og jafnframt fer ekki á milli
mála, að flokkarnir tveir mundu
telja viðunandi niðurstöðu í kosn-
ingunum jafngilda umboði frá
kjósendum til skattahækkana.
Það er út af fyrir sig lofsvert,
að forystumenn stjórnmála-
flokka segi kjósendum með þess-
um hætti fyrir kosningar hvað
þeir hyggjast gera að kosningum
loknum. Fólk getur þá tekið af-
stöðu til flokka á grundvelli
slíkra upplýsinga. Hins vegar er
full ástæða til að ræða efnislega
hugmyndir Steingríms Her-
mannssonar, scm sagði ( ræðu
sinni, að annaðhvort yrði að
hækka skatta, taka upp þjón-
ustugjöld fyrir ákveðna þætti í
velferðarkerFinu eða skera þjón-
ustu þess niður að einhveiju
marki.
Á síðustu árum hafa orðið
miklar breytingar ( efnahag okk-
ar íslendinga, sem og annarra
vestrænna þjóða. Ástæður þess
hafa ekki verið skilgreindar
nægilega vel, en augljóst er, að
peningaflóðið, sem gekk yfir
fram eftir níunda áratugnum,
hefur stöðvazt. Hvarvetna hafa
einkafyrirtæki unnið skipulega
að því að draga saman seglin og
aðlaga rekstur sinn breyttum
aðstæðum. Jafnframt hafa gjald-
þrot færzt í vöxt, bæði hér og
annars staðar.
Nýjar aðstæður hafa einnig
haft áhrif á rekstur opinberra
aðila, ríkissjóða, sveitai-sjóða og
opinberra fyrirtækja. Hvarvetna
í hinum vestræna heimi leitast
stjómvöld við að draga úr opin-
berum útgjöldum og minnka fjár-
lagahalla. Sums staðar gengur
það vel, annars staðar illa. Nú
nýlega hafa sænsk stjómvöld
kynnt hugmyndir um stórfelldan
samdrátt í sænska ríkisbúskapn-
um á næstu ámm. Hið sama er
að gerast í Þýzkalandi, þar sem
stjómvöld hyggjast mæta kostn-
aði við sameiningu með sam-
drætti í opinberum útgjöldum.
Það er á þessu sviði, sem
íslenzkir stjómmálamenn hafa
gersamlega brugðizt. Hér er ekki
einungis um að ræða, að þeim
haFi mistekizt að hemja ríkisút-
gjöldm heldur hitt, Íið hvorki
ríkisstjóm né Alþingi hafa gert
alvárlega tilraun til þess. Þcgar
formenn % tveggja stjórnmála-
flokka tilkynna nú, að þeir vilji
hækka skatta er það vísbending
um, að þeir treysti sér ekki einu
sinni til að reyna að ná tökum á
útgjöldum hins opinbera.
Hér verða kjósendur að taka
í taumana. Það er lágmarkskrafa
til stjómmálamanna, að þeir geri
alvarlega og augljósa tilraun til
þess að hemja ríkisútgjöld og
stöðva þá sóun og bruðl með al-
mannafé, sem fram fer hjá opin-
berum aðilum, áður en þeir koma
og segja, að þeir haFi gefizt upp.
Það dugar ekki að gefast upp
fyrir fram.
En jafnframt því, sem kjós-
endur hljóta að vísa á bug kröf-
um Framsóknarflokks og Al-
þýðubandalags, er það eðlileg
krafa þeirra, að forystumenn
Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks
og Kvennalista geri grein fyrir
afstöðu þessara flokka til ríkis-
fjármálanna og hvernig þeir
þessara flokka. sem vilja ráðast
á ríkisútgjöldin. hyggjast gera
það, fái þeir til þess umboð.
Kjósendur mega ekki láta
stjórnmálamenn komast upp með
yFirlýsingar á borð við þær, sem
Steingrímur Hermannsson og
Ólafur Ragnar Grímsson hafa
gefið um skattamál. Stjórnmála-
mennirnir verða að gera kröfur
til sjálfra sín ekki síður en ann-
arra.
„Steingrímur Her-
mannsson, formaður
Framsóknarflokksins,
gaf til kynna á flokks-
þingi Framsóknar-
flokksins í fyrradag, að
hann teldi nauðsynlegt
að hækka skatta til þess
að hægt væri að halda
uppi núverandi velferð-
arkerfi. Áður hefur Ól-
afur Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubanda-
lagsins, talað með
áþekkum hætti um
skattamál. Þannig virð-
ist augljóst, að þessir
tveir stjórnmálaflokkar
gangi til kosninga á
næsta ári með þá yfir-
lýstu stefnu að hækka
skatta að kosningum
loknum, fái þeir aðstöðu
til þess. Og jafnframt fer
ekki á milli mála, að
flokkarnir tveir myndu
telja viðunandi niður-
stöðu í kosningunum
jafngilda umboði frá
kjósendum til skatta-
hækkana.
Það er út af fyrir sig
Iofsvert, að forystumenn
stjórnmálaflokka segi
kjósendum með þessum
hætti fyrir kosningar
hvað þeir hyggjast gera
að kosningum loknum.
Fólk getur þá tekið af-
stöðu til flokka á grund-
velli slíkra upplýsinga.
Hins vegar er full
ástæða til að ræða efnis-
Iega hugmyndir Stein-
gríms Hermannssonar,
sem sagði í ræðu sinni,
að annað hvort yrði að
hækka skatta, taka upp
þjónustugjöld fyrir
ákveðna þætti í velferðarkerfínu
eða skera þjónustu þess niður að
ákveðnu marki.“
Auðskilinn texti
Þetta stóð í leiðara Morgun-
blaðsins á sunnudaginn var og hafa
leiðarahöfundar blaðsins áreiðan-
lega oft skrifað torskildari texta en
þennan. Röksemdafærsla forsætis-
ráðherra er einfold: Velferðarkerfið
kostar peninga, sem verður að
borga með einhverjum hætti. Þetta
skilur auðvitað hvert mannsbam,
enda dynur vitneskjan um að vinn-
andi fólk verði að greiða fyrir lífs-
kjör sín í beinhörðum peningum
daglega á heimilum landsins. Og
jafn auðskilið er, að því minni fjár-
ráð sem heimilin hafa þeim mun
minna geta þau veitt sér.
Eftir að hafa lesið hin tilvitnuðu
orð lék klippara sérstök forvitni á
að kynna sér hvemig leiðarahöf-
undurinn ræddi „efhislega“ þær
hugmyndir sem sóttar em til Fram-
sóknar og Alþýðubandalags. Var til
að mynda hugsanlegt að hann hefði
ný og snjöll svör á reiðum höndum
við þeim vanda að finna tekjur á
móti kostnaði? Leitið og þér munuð
finna, stendur í góðri bók, en það á
ekki við um leiðara Morgunblaðs-
ins 18. nóvember 1990, ef ætlunin
er að leita að efnislegri umræðu um
það sem ætlunin var að ræða.
Burtgjegjsóunog
Fyrst er skýrt frá þvi að hér sem
annar staðar hafi peningaflóðið
stöðvast, einkafyrirtæki hafí hvar-
vetna unnið skipulega að því að
draga saman seglin, gjaldþrot hafi
aukist. (Fyrmefiida fullyrðingin er í
meira lagi hæpin, því fjöldi einka-
fyrirtækja hefur þvert á móti stækk-
að í hinum vestræna heimi á undan-
fomum misserum, en auðvitað á
kostnað annarra.) „Hvarvetna í hin-
um vestræna heimi leitast stjóm-
völd við að draga úr opinbemm út-
gjöldum og minnka fjárlagahalla.
Sums staðar gengur það vel og ann-
ars staðar illa,“ segir þar. Og enn er
leitað að efnislegri umræðu. Hvað
skyldi nú blað allra landsmanna
vilja gera í málinu? Jú, gamalkumi-
ugt stef læðist fram úr textanum: ís-
lenskum stjómmálamönnum hefúr
alls ekki tekist að lækka rikisút-
gjöldin eins og nauðsynlegt er og
gert hefur verið í hinum vestræna
heimi, segir þar. Að sjálfsögðu er
því sleppt að nefna hvemig gjáin á
milli ríkra og fátækra hefúr breikk-
að þar sem ríkisstjómimar, eins og
þær bresku og bandarísku, hafa náð
mestum árangri í lækkun tittnefndra
útgjalda. Og svo kemur þessi vís-
dómur:
„Hér verða kjósendur að taka í
taumana. Það er lágmarkskrafa til
stjómmálamanna, að þeir geri al-
varlega og augljósa tilraun til að
hemja rikisútgjöld og stöðva þá só-
un og bmðl með almannafé, sem
fram fer hjá opinberum aðilum, áð-
ur en þeir koma og segja, að þeir
hafi gefizt upp. Það dugar ekki að
gefast upp fyrirfram,
En jafhframt því sem kjósendur
hljóta að visa á bug kröfúm Fram-
sóknarflokks og Alþýðubandalags
er það eðlileg krafa þeirra, að for-
ystumenn Sjálfstæðisflokks, Al-
þýðuflokks og Kvennalista geri
grein fyrir afstöðu þessara flokka til
ríkisfjármálanna og hvemig þeir
þessara flokka, sem vilja ráðast á
ríkisútgjöldin, hyggjast gera það,
fái þeir til þess umboð.
Kjósendur mega ekki láta
stjómmálamenn komast upp með
yfirlýsingar á borð við þær, sem
Steingrimur Hermannsson og Ólaf-
ur Ragnar Grimsson hafa gefið um
skattamál. Stjómmálamennimir
verða að gera kröfúr til sjálfra sín
ekki síður en annarra.“
Ekki er nema sjálfsagt að taka
undir með Morgtmblaðinu um
fróma ósk þess til annarra flokka að
gefa sig upp um afstöðuna til ríkis-
útgjalda og bæta þá um leið við
annarri og spytja hvemig við getum
varið velferðina og bætt, um leið og
við skerum niður samfélagsleg út-
gjöld. Við vitum auðvitað að af-
staða Sjálfstæðisflokksins er gmn-
samlega lík sjónarmiðum Morgun-
blaðsins: Skerum, skerum, en segj-
um ekki hvar.
En meðal annarra orða: Hvers
vegna mega kjósendur ekki láta þá
Steingrím og Ölaf komast upp með
að gefa svona yfirlýsingar? Já, og
hvað er átt við í þessum samhengi
þegar sagt er að stjómmálamenn-
imir verði að gera kröfú til sjálfra
sín ekki síður en annarra? Heldur
Mogginn að Steingrímur og Ólafúr
muni ekki greiða skattana sína eins
og aðrir?
Spyr sá sem ekki veit.
hágé.
ÍÞJÓÐVIUINN
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: Siguröur Á. Friðþjófsson.
Aörir blaöamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur
Þorieifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthiasson,
Garöar Guöjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn
Ingvarsson (Ijósm.j, Ólafur Glslason, Sævar
Guðbjömsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigriður Siguröardóttir, Svanheiöur
Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiöslustjórl: Hrefna
Magnúsdóttir.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir,
Þorgerður Siguröardóttir, Þórunn Aradóttir.
Bfistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiösia, rítstjóm, auglýsingar:
Slðumúla 37, Rvlk.
Sími: 681333.
Simfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf.
Prentun: Öddi hf.
Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. nóvember 1990