Þjóðviljinn - 21.11.1990, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 21.11.1990, Qupperneq 5
VIÐHORF Um nú og nýja stefnu Það eru mikil tíðindi þegar flokkar breyta stefnu sinni eins og gerðist á Akureyri á dögunum þgar hópur fólks nam stefnuskrá Alþýðubandalagsins úr gildi. Þetta kom í fféttum á sunnudags- kveldi og jafnframt sagt að í stað- inn skyldi koma stjómmálaálykt- un sem samþykkt var á sama fundi. Maður fletti Þjóðviljanum óneitanlega með meiri eftirvænt- ingu næstu daga en vanalega í von um að sjá hinn nýja fagnaðar- boðskap og þegar hann loksins kom var sest niður og farið að lesa. Stjómmálaályktunin skiptist að efni til í tvennt. Annars vegar em lofsyrði um árangur ríkis- stjómarinnar þar sem vandlega er sneitt framhjá hlutum sem miður hafa farið, t.d. að kaupmáttur hef- ur stórminnkað, að láglauna- stefnu nkisins er haldið áfram og samningsfrelsi verkalýðsfélaga skert. Hins vegar em taldar upp ýmis konar klisjur um umbótamál sem enginn þarf að vera neitt sér- staklega á móti. Þar má neftta að „opinber þjónusta gagnist sem best þeim sem eiga að njóta henn- ar“, að lagfæra eigi lífeyrissjóða- kerfið og húsnæðislánakerfið, að styrkja þurfí Neytendasamtökin o.s.frv. Sumt af þessu markast raunar af öfugmælum, eins og það að tryggja beri sjálfstæði Há- skólans þegar {jármálaráðherra hefur margsinnis reynt að rýra fjárhagslegt sjálfstæði hans, eða að leggja beri áherslu á umhverf- isvemd um leið og fiokkurinn samþykkir að láta reisa álver án fullkomnasta hreinsibúnaðar sem mun stórauka mengun á landinu. Stíllega einkennist ályktunin af næmri tilfmningu fyrir tíma. Mikið er um orð eins og nútíma- eitthvað, nýr, framtíðar, söguleg- Jón Torfason skrifar sviði.“ Þetta merkir að nú hafi að- stæður breyst á þann veg að óhætt sé að láta herinn fara. Þær hafi breyst við það að Sovétríkin eru nú orðin ófær um að ráðast á hafa um þúsundir herstöðva viðs vegar um heiminn og bandaríska herstöðin hér sé aðeins liður í þeirri herstöðvakeðju þeirra; að herstöðin sé framvarðarstöð Bandarikjanna í hugsanlegum ff Með þessum orðum er opnað fyrir hugmyndir um einhvers konar „ eftirlitsstöð “ sem yrði aldrei neitt annað en dulbúin herstöð, sum sé eins konar afbrigði af jakkafatalausninni frá 1973. Felst í „nýju öryggisstefnunni “ að Is- land verði áfram í Nató? “ ur tími o.s.frv. Virðist sem höf- undunum hafi verið í mun að klæða þessa merkingarlitlu frasa í aðlaðandi búning með þessu móti, með það líklega i huga að landsfólkið er gjamt til nýjungar- innar. Af gömlum vana las ég fyrst kaflann um utanríkismál til að sjá hvað sagt væri um hersetuna og Nató. Um það segir: „Hemaðar- bandalög í okkar heimshluta og herliðið á Miðnesheiði og víðar er nú orðið fáránleg tímaskekkja. Brýnt er að ná víðtækri samstöðu meðal þjóðarinnar um nýja ör- yggisstefiiu friðar og alþjóðlegs samráðs. Brottfor erlends herliðs af landinu er óhjákvæmileg af- leiðing breyttrar stöðu á þessu Vestur-Evrópu - óvinurinn sé horfinn. En í því felst óbein við- urkenning á þeim staðhæfingum Nató-sinna að Sovétríkin væru óvinurinn mikli. Samkvæmt þessu mun Alþýðubandalagið væntanlega óska eftir erlendri hersetu ef Sovétrikin eflast á nýj- an leik eða ef afvopnunarviðræð- ur sigla í strand og/eða ný stjóm kæmi til valda austur þar. Að nota þetta litla orð nú er lærdómsrík villa því herstöðvamar hér hafa alla tíð verið fáránleg tíma- skekkja. Andstæðingar hemáms- ins hafa jafnan haldið því ffarn að íslendingum stafi ekki hætta af Sovétmönnum og að friður verði best tryggður með samningum. Þeir hafa bent á að Bandaríkin átökum við Sovétríkin,að her- stöðin gæti orðið skotmark í kjamorkustyrjöld og að umferð kjamorkukafbáta um íslandshöf stafi m.a. af því að herstöðin er hér. í gömlu stefnuskránni, sem felld hefur verið úr gildi, segir: „A sjálfsákvörðunarrétti okkar hljótum við að standa af fullri reisn og einurð og veija hann með ffiðsamlegum hætti af þeim styrk sem felst í vopnleysi og hlutleysi í stórveldaátökum. í samræmi við þetta berst Alþýðubandalagið fyr- ir því að ísland standi utan allra hemaðarbandalaga og leyfi engu ríki hér neins konar hemaðarað- stöðu eða gefi kost á að farið sé héðan með rangsleitni gegn öðr- um þjóðum. Því er það stefna flokksins að bandaríkjaher hverfi sem fyrst með allt sitt af islenskri gmnd og ísland segi sig úr Atl- antshafsbandalaginu.“ I nýju stjómmálaályktuninni er ekki orð um að Island segi sig úr Nató. Þar er talað um „nýja ör- yggisstefnu ffiðar og alþjóðlegs samráðs." Á það samráð að fara ffam á vettvangi Nató, EB eða Sameinuðu þjóðanna? Það er ekki ljóst. í hveiju á „nýja öryggis- stefnan“ að felast? Því er ekki svarað. Orðalagið um brottför hersins er loðið, aðeins sagt að er- lent herlið skuli hverfa af landinu, en á að skilja búnað þess eftir? Með þessum orðum er opnað fyr- ir hugmyndir um einhvers konar „effirlitsstöð“ sem yrði aldrei neitt annað en dulbúin herstöð, sum sé eins konar afbrigði af jakkafatalausninni ffá 1973. Fejst í „nýju öryggisstefnunni“ að ís- land verði áfram í Nató? Það er hvergi tekið ffam. Það er að vísu rétt að Alþýðu- bandalagið hefur margbmgðist þeirri gömlu stefnu sinni að láta leggja niður herstöðvamar og lík- lega er orðalagið í nýju stjóm- málaályktuninni í samræmi við hentistefnu flokksins undanfarin ár. Líklega hefur það þótt skaða hina nýju ímynd flokksins að hafa í stefnu sinni jafn afdráttarlaust orðalag og áður var: „að banda- ríkjaher hverfi sem fyrst af ís- lenskri gmnd og ísland segi sig úr Atlanlshafsbandalaginu.“ Jón Torfason Herinn burt Óskar L. Arnfinnsson skrifar „ Jafnvel sjálfstæðismaður eins og Þorvaldur Garðar telur að herinn eigi að fara af landi brott. En eitt er víst, meðan krat- ar, íhald og Framsókn hafa meirihluta á al- þingi þá verður herinn hér áfram. “ Formaður Alþýðubandalags- ins hefir viðrað þá hugmynd á al- þingi, að herinn verði látinn fara af landi burt. Það er náttúrlega fagnaðarefhi fyrir okkur hemámsandstæðinga, að þessu máli skuli hreyft á al- þingi. Eftir er að sjá hvort hugur fylgir í þessu máli. í herstöðvasamningnum er ákvæði sem segir, að her skuli ekki vera hér á ffiðartímum. Hve- nær er ekki stríð í þessum heimi? Ég held að það sé aldrei algjör ffiður í heiminum, þessvegna er þetta ákvæði heimskulegt, og hefði átt að miðast við ffið í Evr- ópu. Sú stjóm, sem hér sat 1956 og hafði á stefhu sinni að láta herinn fara í áfongum héðan, notaði upp- reisnina í Ungveijalandi sem át- yllu til að svíkja það loforð. Af þeirri reynslu sem fengin er, þá er engin von til þess að alþingi ákveði að segja upp herstöðva- samningnum. Núverandi utanrik- isráðherra telur meiri þörf fyrir að hafa herinn hér en nokkm sinni, þrátt fyrir það sem gerst hefir í Evrópu nú á síðustu mánuðum. Aldrei ffá styijaldarlokum hefir verið friðsamlegra. Jafnvel sjálf- stæðismaður eins og Þorvaldur Garðar telur að herinn eigi að fara af landi brott. En eitt er víst, með- an kratar, íhald og Framsókn hafa meirihluta á alþingi þá verður herinn hér áffam. og noti það í samningum um stjómarsamstarf, er eftir að sjá. Því miður hefir ekki verið staðið við neitt í þeim efnum og ég geri mér litlar vonir um að svo verði. Allra síst með þá forystu sem Alþýðubandalagið hefir í dag. Og það er rétt að minnast þess, að andstaðan við herinn hef- ir áður verið notuð sem baráttu- mál í þingkosningum, en síðan gleymst. Það er því engin furða þótt herstöðvaandstæðingar taki slíku með varúð. Óskar L. Arnfinnsson Leiðrétting í grein effir Guðmund Georgs- son lækni í Þjóðviljanum sl. fimmtudag hafði fallið niður í handriti höfundar eitt orð í klausu sem birtist efst til hægri á bls. 5 og raskaði það nokkuð merkingu hennar. Rétt er málsgreinin svona: „Það væri þarft mál ef ríkisstjómin bæri gæfu til að fylgja eftir þeim hugmyndum sem Olafur Ragnar Grímsson kveðst hafa hreyft í stjóm, að setja upp áætlun um við- brögð við brottfor hersins". Þama hafði fallið niður orðið viðbrögð. Ritstj. Nýtt félag Orðmennt - fyrir orðabókamenn í byijun nóvember var stofhað félagið Orðmennt, en tilgangur þess er að efla hagnýta og fræði- lega orðabókastarfsemi, auka skilning á gildi orðabóka í samfé- laginu og stuðla að ffamforum í gerð íslenskra orðabóka. Félagið er opið öllu áhugafólki um orðabókastarf og hyggst gang- ast fyrir fræðslufundum og miðla upplýsingum um orðabækur og orðabókagerð. Því fólki hefur fjölgað jafnt og þétt sem vinnur að orðabókagerð á ýmsa vegu. Orða- bókarstarf Háskóla Islands hefur eflst verulega og útgáfufyrirtæki sýnt vaxandi áhuga á gerð og út- gáfu orðabóka. Áhugi hefur einnig vaknað á víðtæku samstarfi norrænna orða- bókamanna, unnið að stofnun fé- lags þeirra og í maí á næsta ári heldur orðabókadeild norrænu- stofnunar háskólans í Osló fyrstu ráðstefhuna um orðabókagerð á Norðurlöndum. Stjóm Orðmenntar skipa Jón Hilmar Jónsson hjá orðabók Há- skóla Islands, formaður, Jónína Margrét Guðnadóttir, Sigurður Jónsson, Kristín Bjamadóttir og Sigríður Harðardóttir. ÓHT Gamalt félag Þjóðvinafélagið eflist Á aðalfundi Hins íslenska þjóðvinafélags, sem haldinn var í Alþingishúsinu 5. nóv., minnti Guðrún Helgadóttir, formaður sameinaðs Alþingis, á að forsetar þingsins hafa flutt tillögur um breytingar á fjárlagafrumvarpi fyrir 1991 um aukið framlag til félags- ins. Þjóðvinafélagið er með elstu félögum landsmanna, stofhað 1871. Ársrit þess, Almanak 1991 með Árbók íslands 1989 er komið út og hitt ársritið, Andvari, er vænt- anlegt innan skamms. I stjóm félagsins sitja; Jóhann- es Halldórsson cand.mag., forseti, dr. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Áma Magnús- sonar, varaforseti, dr. Guðrún Kvaran, orðabókarritstjóri, Heimir Þorleifsson menntaskólakennari og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörð- ur. ÓHT ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.