Þjóðviljinn - 21.11.1990, Page 6

Þjóðviljinn - 21.11.1990, Page 6
ERLENDAR FRETTIR ROSE Hætta á velferðarmúr Austur-Evrópuleiðtogar segja slæm lífskjör og illindi milli þjóðerna ógna nýfengnu lýðræði; vara við valdaránum herforingja Þungur tónn var í ræðum leiðtoga sumra Austur-Evr- ópuríkja á RÖSE í París í gær og stakk í stúf við ræður sumra vesturlandaleiðtoga, sem ein- kenndust af iognuði og bjart- sýni. Sagði Jozsef Antall, for- sætisráðherra Ungverjalands, að hætta væri á því að í stað járntjaldsins risi „velferðar- múr“ á milli Austur- og Vestur- Evrópu. Með því er átt við líkur á því að Evrópa framtíðarinnar verði sundurskipt í annarsvegar tiltölu- lega auðugan og farsælan vestur- hluta og fátækan og eirðarlausan austurhluta. Antall og fleiri sögðu að Austur- Evrópuríkjum væri ekki einungis þörf á efnahagsaðstoð að vestan, heldur eínahagslegri að- lögun að Vestur-Evrópu og pólit- ísku samráði við vestræn ríki. II- lindi milli þjóðema hefðu komið upp á yfirborðið og óánægja með slæm lífskjör hellti olíu á þann eld. Borisav Jovic, forseti Júgó- slaviu, sagði að reynsla sýndi að lýðræði væri alltaf hætt ef óstöð- ugleiki í stjóm- og efnahagsmál- um og þjóðemisofstæki yrðu ofan Aðstandendur gráta yfir manni, sem drepinn var ( skærum milli þjóða ( Moldovu (Sovét-Moldavíu) - líkur em á að þau átök færist ( aukana ef Kfskjör batna ekki. á í þjóðfélögum. Tadeusz Mazowiecki, forsæt- isráðherra Póllands, sagði að gmndvallaratriði til að tryggja einingu Evrópu væri að koma í veg fyrir að hún skiptist í rikt Vestur og fátækt Austur, í „fyrsta“ og „annars“ farrýmis Evrópu. Austur-Evrópuríkin em, eins og einn fréttamaður orðar það, að segja vesturlandamönnum að þau geti ekki lifað á fijálsum kosning- um einum saman. En þau hafa til þessa orðið fyrir vonbrigðum með undirtektir Vestursins. Aust- ur-Evrópuríki sum hafa látið í ljós vilja til að ganga í Evrópubanda- lagið, en þar hafa menn ákveðið að fara varlega í það að hleypa nýjum ríkjum inn. Austur- Evr- ópuríki vilja einnig sameiginlegt öryggiskerfi fyrir álfúna alla, en Nató stendur þar á móti með því að tregðast við að víkja úr vegi fyrir slíku kerfi. I rúmenska landshlutanum Transsylvaníu er ástandið eldfimt í skiptum ungverska þjóðemism- innihlutans þar og Rúmena og ungverskir þjóðemisminnihlutar í Júgóslavíu og Tékkóslóvakiu ugga um sinn hag. Margra hald er að átök milli þjóða Júgóslavíu muni tæta hana í sundur og efna- hagsvandræði og þjóðemadeilur í Sovétríkjunum gætu leitt til hins sama þar. í RÖSE-ræðu sinni var- aði Antall við hugsanlegum valdaránum herforingja og í Sov- étríkjunum telja margir að hætta sé á slíku valdaráni þar. Reuter/-dþ. Bretland Eistum og Böltum vísaö frá ísland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Páfagarður og Tékkó- slóvakia mæltu eindregið með því að Eistland, Lettland og Lit- háen fengju aðild að RÖSE í París sem gestir og tóku einnig undir kröfur þeirra um að sjálf- stæðisbarátta þeirra yrði tekin til umræðu á ráðstefnunni. Þeim tilmælum var vísað á bug að kröfu Sovétríkjanna. Þess sáust merki að mál þetta kæmi illa við fulltrúa þeirra á ráðstefnunni og einnig fulltrúa sumra vestrænna ríkja. Margir vestrænir leiðtogar hreyfðu ekki þessu máli, þeirra á meðal Bush Bandaríkjaforseti, sennilega vegna þess að hann vill hafa fullan stuðning Sovétmanna í Persaflóadeilu og er því frábitinn að auka vandræði Gorbatsjovs heimafyrir. Thatcher vann f fyrstu umferð Hafði þó ekki úrslitasigur. Niðurstaðan staðfestir að um djúpan klofning er að ræða í Ihaldsflokki Margaret Thatcher vann fyrstu umferð kosningar- innar um forustu fyrir Ihalds- flokknum breska og þar með forsætisráðherraembættið í gær. Fékk hún 204 atkvæði, keppinautur hennar Michael Heseltine, fyrrum varnarmála- ráðherra, 152 og 16 sátu hjá. Þeir sem greiða atkvæði í kosn- ingum sem þessari eru fulltrúar íhaldsflokksins i neðri deild þingsins. Þeir eru nú 372. Þar með hefur Margaret þó ekki unnið lokasigur i viðureign þessari um ffamtíð sína í stjóm- málum, því að reglur segja svo fyrir um að frambjóðandi teljist ekki sigurvegari efiir fyrstu um- ferð nema hann fái 15 af hundraði atkvæða framyfir meirihluta. En í það vantaði Thatcher 10 atkvæði. Verður þvi að greiða atkvæði öðra sinni og vinnur þá sá sem flest atkvæði fær, án tillits til þess hvort meirihlutinn verður meiri eða minni. Þau Thatcher og He- seltine hafa þegar lýst því yfír að þau muni halda áfram keppninni í þeirri umferð, sem fer fram 27. þ.m. Thatcher ætti að eiga þar sig- ur vísan ef fleiri ffambjóðendur blanda sér ekki í leikinn. Douglas Thatcher - björninn ekki unninn enn. Hurd utanríkisráðherra hefur ver- ið nefndur sem líklegur til þess, en á ummælum hans í gær var ekki að heyra að hann hefði það í hyggju. Urslit fyrstu umferðar eru hvað sem því liður talin vera áfall fyrir Thatcher, stjóm hennar og íhaldsflokkinn, þar eð hið mikla fylgi sem Heseltine fékk er stað- festing þess að um alvarlegan klofhing í flokknum er að ræða. Roy Hattersley, varaformaður Verkamannaflokksins, sagði að eftir úrslitin væri Bretland í raun leiðtogalaust. Hann hefúr lagt fram tillögu til vantrausts á stjóm- ina, sem ólíklegt er að vísu að samþykkt verði, en sennilegt er að verði stjóminni og Thatcher til enn ffekari álitshnekkis. Reuter/-dþ. Líbanon Sýrland hótar Geagea Stjórn Sýrlands hét í gær Líbanonsstjórn Eliasar forseta Hrawi fullum stuðningi við að ná öllum völdum í Beirút og víkja þaðan „einkaherjum“ þeim sem haft hafa borgina sundurskipta á milli sín í stríðinu þarlendis, sem staðið hefur í 15 ár. Stjóm Hrawis er mjög háð Sýr- lendingum og sigraðist með þeirra hjálp í s.l. mánuði á aðalandstæð- ingi sínum, kristna herstjóranum Michel Aoun, sem hafði mestan hluta kristnu austurborgarinnar í Beirút á sínu valdi. Sýrland hefúr um 40.000 manna her í Líbanon og má ætla að með áðumefndu fyrirheiti um að- stoð sé Sýrlandsstjóm að gefa til kynna að hún muni halda áfram að beita her sínum gegn hveijum þeim, sem leitist við að koma í veg fyrir að stjóm Hrawis nái völdum yfir Líbanon öllu. Samir Geagea, foringi Líbanonsliðsafla, öflugasta kristna „einkahersins“ sem eftir er að Aoun sigruðum, hefúr nokkum hluta austurborgarinnar á sínu valdi og hefúr neitað að víkja þaðan, af ótta við að kristnir liðsflokkar háð- ir Sýrlendingum taki þar við. Ge- agea var Sýrlendinga og Hrawis megin í stríðinu við Aoun, en er því eigi að síður andvígur að valdhafar Sýrlands verði alráðir í Líbanon. Sjítaflokkamir Amal og Hiz- bollah, sem og Drúsar, hafa þegar orðið við þeim kröfúm Sýrlendinga og Hrawis að kveðja lið sitt frá Beirút. Reuter/-dþ. Breskir kenn- arar reknir Stjórn Súdans tilkynnti í gær að öllum breskum kennurum þarlendis, um 40 að tölu, yrði sagt upp störfum. Á mánudag gaf stjómin til kynna að enska yrði ekki lengur opinbert tungumál þarlendis ásamt arabísku. Ahrif íslamskra bókstafs- trúarmanna munu valda miklu um þetta og við bætist þykkja út af hungursneyðinni í Súdan, sem Sú- dansstjóm sakar Breta þarlendis um að gera of mikið úr, og Persa- flóadeilu, en í henni hefúr Súdans- stjóm látið í ljós samúð með írak. Bresk menningaráhrif eru mikil í Súdan, frá því að landið var breskt yfirráðasvæði frá níunda áratug s.l. aldar til 1955. -dþ Írak-Þvskaland GEÐHJALP Félag fólks með geðræn vandamál, aðstandenda þeirra og velunnara, gengst fyrir mánaðarlegum fyrirlestrum um geðheilbrigðismál í vetur. Dóra S. Bjarnason, lektor heldur fyrsta fyrirlestur vetrarins. Erindi hennar nefnist: Aðstandendur og fagfólk. Fyrirlestramir verða haldnir á Geðdeild Landspítalans í kennslustofu á 3. hæð. Þeir verða allir á fimmtudögum og hefjast kl. 20.30. Fyrirlestramir em bæði fyrir félagsmenn Geðhjálpar svo og alla þá er áhuga kynnu að hafa. Aðgangur er ókeypis. Fyrirspumir og umræður verða eftir fyrirlestrana. Allir þýskir gíslar lausir Saddam launar Kohl ummæli sem skoðuð eru sem óbein gagnrýni á af- stöðu Bandaríkjanna og Bretlands Saddam Hussein íraksforseti gaf til kynna í gær að hann hefði ákveðið að láta lausa alla þá Þjóðverja, sem hann heidur í gíslingu, en þeir eru um 170 talsins. Kveðst Saddam gera þetta í þakklætisskyni við Helmut Kohl, sambandskansl- ara Þýskalands, og þýsku þjóð- ina yfirleitt, enda vitnaði sagan að Þjóðverjar hefðu aldrei gert aröbum neitt til miska. Lausn þýsku gislanna er að visu að formi til komin undir samþykki íraska þingsins, en eng- um dettur í hug að það geri annað en Saddam segir því. Kohl sambandskanslari lagði á sunnudag áherslu á að einskis yrði látið ófreistað til að leysa Persaflóadeilu með friðsamlegu móti og þóttust sumir sjá í um- mælum hans óbeina gagnrýni á herskárri afstöðu Bandaríkjanna og Bretlands í málinu. „Hver sá, sem leysa vill deiluna með vopna- valdi, verður að hugsa um enda- lok slíkra aðgerða, en ekki upphaf þeirra. Hveijar yrðu afleiðingam- ar, hve mörg yrðu fómarlömbin og yrði ekki að finna pólitíska lausn á eftir, hvort sem er?“ sagði Kohl. Hældi Saddam honum á hvert reipi fyiir ummæli þessi, kallaði hann hugrakkan mann og kvað írökum skylt að gera ráð- stafanir, sem yrðu Þýskalandi hvatning til að halda áfram að skiljast í deilu þessari „frá þeim sem sækjast eftir stríði og yfir- drottnun (Bandaríkjunum og Bretlandi).“ Ennfremur sagði Saddam er hann tilkynnti áðumefnda ákvörðun sína að skrár arabasögu sýndu að Þjóðveijar hefðu aldrei gert neitt á hlut araba, ekki verið með í samsærum gegn fúllveldi þeirra eða viðleimi til einingar. Hefðu yfirlýsing Kohls og við- ræður Willys Brandt, fyrrum sam- bandskanslara Vestur- Þýska- lands, endurvakið vonir um hlýja vináttu ekki aðeins Þýskalands og íraks, heldur með Þjóðveijum og aröbum öllum. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.