Þjóðviljinn - 27.11.1990, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 27. nóvember 1990 — 224. tölublað 55. árgangur
Skuldir yfir hættumörkum
Skuldir Hveragerðis 157prósent af árstekjum. Bœjarstjórn leitar aðstoðar Lánasjóðs sveitarfélaga og boðar harðar
aðgerðir ífjármálum. Bœrinn borgar 22 þúsund krónur á íbúa ífjármagnskostnað árlega
Skuldir Hveragerðis nema
220 miljónum króna, en
árstekjur sveitarfélagsins á
þessu ári eru áætlaðar 140 milj-
ónir. Þannig eru skuldirnar 157
prósent árstekna, en talið er
óæskilegt ef skuldir sveitarfé-
lags fara yfir 50 af hundraði
árstekna. Fjármagnskostnaður
sveitarfélagsins er með þvi
hæsta sem þekkist.
- Okkur er engin launung á
þvi að fjárhagsstaða bæjarins er
mjög alvarleg. Það á að skýrast á
næstu dögum hvort við fáum fyr-
irgreiðslu úr Lánasjóði sveitarfé-
laga, en jafnffamt er ljóst að við
verðum að grípa til mjög harðra
aðgerða á næstu tveimur til þrem-
ur árum til þess að ná skuldunum
niður, segir Ingibjörg Sigmunds-
dóttir, forseti bæjarstjómar í
Hveragerði, í samtali við Þjóð-
viljann.
Greiðslustaða Hveragerðis er
mjög slæm og hefúr verið auglýst
nauðungaruppboð á bæjarskrif-
stofunum og íþróttahúsinu í bæn-
um.
Harðar aðgerðir í íjármálum
bæjarins fela það fyrst og fremst í
sér að framkvæmdir verða litlar
eða engar. Þá verður að draga
saman í rekstri, en að sögn Ingi-
bjargar hefur hann verið í lág-
marki. Skattlagning í Hveragerði
er með því hæsta sem gerist í
sveitarfélögum og greiða Hver-
gerðingar 7,5 prósent í útsvar.
Samkvæmt Árbók sveitarfé-
laga 1990 vom rekstrargjöld
Kjarasamningar
Þjððarsátt áfram
Sérstök skoðun á viðskiptakjörum í febrúar
og maí n.k. til að taka afstöðu tilþess á hvern
veg launafólki verður veitt hlutdeild í bata
sem verða kann
A laugardaginn var rann út
" frestur til að segja upp
kjarasamningum atvinnurek-
enda og stærstu samtaka launa-
fólks. Samkomulag varð, bæði
milli Alþýðusambandsins og
Vinnuveitendasambandsins
annars vegar og BSRB og ríkis-
ins hins vegar um að samning-
unum yrði ekki sagt upp, og
gilda þeir því til 15. september
1991. Laun hækka 1. desember,
1. mars 1991 og 1. júní til að
mæta verðhækkunum.
Þjóðhagsstofnun áætlar að
verðbólga á næsta ári verði rúm-
Húnaflói
Tveggja sjó-
manna saknað
Leit að tveimur trillusjó-
mönnum var hætt síðdegis í gær
eftir að brak, sem talið var full-
víst að væri úr trillu þeirra, hafði
fundist norður af Vatnsnesi í
Húnaþingi.
Um hádegisbil á sunnudag
barst neyðarkall ffá Jóhannesi HU
127, 4,5 tonna plastbát frá
Hvammstanga. í kallinu kom ffam
að báturinn væri að sökkva og
náðu mennimir ekki að gefa upp
staðsetningu bátsins.
Leit hófst strax á sunnudag og
var ffamhaldið í gær. Þyrla Land-
helgisgæslunnar og Fokker flugvél
gæslunnar auk 25 báta tóku þátt í
leitinni. Þá vom fjörur gengnar á
Vatnsnesi, en veður var gott á
þessum slóðum.
-Sáf
lega 7% og reiknar stofnunin með
óbreyttu verði á bensíni og því að
búvömverð hækki minna en al-
mennt verðlag.
Þjóðviljinn spurði Asmund
Stefánsson hvort rætt hefði verið
um á hvaða hátt batnandi við-
skiptakjör kynnu að koma launa-
fólki til góða. Ásmundur svaraði
þvi til að óvissa væri um við-
skiptakjörin. Ef olíuverð lækkaði
ffá því sem nú er mætti reikna
með batnandi viðskiptakjömm
þar sem allt benti til þess að fisk-
verð færi ekki lækkandi. Menn
hefðu hins vegar ekki rætt um
hvemig batnandi kjör ættu að
koma launafólki til góða, en til
þess væru margar leiðir færar.
Ásmundur sagðist telja að
innan Alþýðusambandsins væri
mjög góð samstaða um þessa nið-
urstöðu.
Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB, sagðist telja samkomu-
lagið ásættanlegt.
„Við áttum þátt í að skapa
þjóðarsáttina og ætlum ekki að
ganga ffá henni nú. Við lögðum
áherslu á að laga samninginn að
breyttum forsendum við þá end-
urskoðun sem ffam fór og ég á þá
sérstaklega við að horfur í verð-
lagsmálum em aðrar og lakari en
þegar samningamir vom undirrit-
aðir i febrúar. Þess vegna vildum
við íjölga rauðum strikum til að
veija kaupmáttinn og skapa aðild
gagnvart þeim sem stýra verðlagi.
Sú áherslubreyting sem gerð
var á samningnum, að tvívegis á
samningstímanum skuli fara ffam
sérstök athugun með tilliti til
kaupmáttar og viðskiptakjara,
gæti reynst nokkurs virði.“ hágé.
Hveragerðisbæjar talsvert um-
ffam rekstrartekjur á síðasta ári.
Mismunurinn var rúmlega sjö
þúsund krónur á íbúa. Til saman-
burðar má geta þess að nágranna-
sveitarfélagið Selfoss hafði
22.500 krónur á hvem íbúa í
rekstrartekjur umfram rekstrar-
gjöld.
Nettó fjármagnskostnaður er
um 22 þúsund krónur á hvem
íbúa, sem er með því hæsta sem
þekkist.
Samkvæmt upplýsingum sem
komu fram á fjármálaráðstefnu
sveitarfélaga fyrir helgi er Hvera-
gerði í þeim stærðarflokki sveit-
arfélaga sem eiga erfiðast upp-
dráttar Ijárhagslega. Sveitarfélög
með 1000-2500 íbúa hafa minni
rekstrarafgang en önnur sveitarfé-
lög. Skuldir þeirra em jafnffamt
hærri sem hlutfall af tekjum og
fjármagnskostnaður þeirra er
hærri en annarra sveitarfélaga.
-gg
Rebbinn I Húsdýragarðinum brást hinn Ijúfasti við þegar Jim Smart Ijósmyndari bað hann að sitja fyrir mynda-
töku af vetrartlskunni ( ár.