Þjóðviljinn - 27.11.1990, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 27.11.1990, Qupperneq 2
FRETTIR Suðurland Konur í efstu sætum Margrét Frímannsdóttir: Listinn er mjög sterkur. Fimm konur eru í sjö efstu sætunum Margrét Frímannsdóttir al- þingismaður varð efst í seinni umferð forvals Alþýðu- bandalagsins á Suðurlandi um helgina. í sjö efstu sætum flokksins við næstu kosningar verða flmm konur. Ragnar Óskarsson Vestmannaeyjum varð í öðru sæti. „Ég er mjög ánægð með úr- slitin og listann sem er mjög sterkur,“ sagði Margrét. „Konur hafa verið áberandi i störfúm Al- þýðubandalagsins á Suðurlandi og kosningin sýnir að þær njóta trausts. Það er ekki verið að stilla upp konum á listann vegna þess að þær eru konur," sagði hún. En fjöldi kvenna á listanum hefúr vakið athygli og sagði Margrét að það yrði erfitt að rökstyðja sér- ffamboð kvenna í kjördæminu. Margrét sagði flokksfélagana einnig vera stolta yfir því hve margt ungt fólk væri á listanum þó þar ættu eldri og reyndari fé- lagar einnig sína fúlltrúa. „Það er búið að ganga frá öllum listanum án nokkura átaka sem sýnir sam- stöðuna sem hefúr verið í kjör- dæminu í Iangan tíma og við er- um ákveðin í að vinna mjög vel í kosningunum," sagði Margrét. Anna Kristín Sigurðardóttir Selfossi varð í þriðja sæti, síðan Margrét Guðmundsdóttir Vatns- garðshólum, og þá Elínborg Jóns- dóttir Þorlákshöfn í fimmta.-gpm Birting Vilja sam- eiginlegan vettvang Félagsfundur Birtingar sam- þykkti á laugardaginn að hefja undirbúning að kosningunum í vor með þvi að tilnefna fimm Birtingarmenn í nefnd sem starfsháttanefnd miðstjórnar Al- þýðubandalagsins hafði lagt til að yrði komið á laggirnar. Starfsháttanefndin lagði til að félögin þijú í Reykjavík tilnefndu hvert fimm menn í nefnd er stæði að framboðsmálum í kjördæminu. ABR hafði áður samþykkt að standa að forvali sem væri opið öll- um flokksmönnum í Reykjavík. Þriðja félagið er Æskulýðsfylking- in. „Fundurinn ítrekar þá afstöðu miðstjómar flokksins að ein af helstu forsendum fyrir trúverðugu framboði Alþýðubandalagsmanna í Reykjavík er að það verði undirbú- ið á sameiginlegum vettvangi þar sem félögin í Reykjavík starfa sam- an á jafnrétttisgrundvelli," segir í ályktun Birtingar. -gpm Mikill fjöldi gesta heimsótti Landspltalann á sunnudag og kynnti sér þá starfsemi sem þar fer fram. Landspft- alinn er 60 ára um þessar mundir og I tilefni þess var opið hús á spltalanum á sunnudag. Mynd R.Ben. Hollusta Geislaðir gosdrykkir Vatnið í drykkjum Vífdfells fer í gegnum útfjólublátt Ijós. Halldór Run- ólfsson hjá Hollustuvernd: Þetta er skaðlaust. Drykkjarvatn þúsunda Is- lendinga fær sömu meðferð Vatn sem notað er í drykki frá Vífllfelli hf. fer í gegn- um útfjólublátt Ijós til þess að drepa bakteríur sem kunna að vera í því. Þessi meðferð á mat- vælum er bönnuð sums staðar erlendis, en leyfð annars staðar, að því tilskildu að geislunarinn- ar sé getið á umbúðum. Halldór Runólfsson hjá Hollustuvernd ríkisins segir geislunina með öllu skaðlausa. Páll G. Jónsson, forstjóri San- itas, vakti athygli á þessu í viðtali við DV um helgina. Hann heldur því þar fram að vatn sem fyrirtæki hans notar sé aðeins hreinsað með síum og slíkt hið sama segir Dav- íð Scheving Thorsteinsson hjá Sól hf. um fyrirtæki sitt. Lýður Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Vífílfells, segir við Þjóðviljann að Vífilfell hafi beitt þessari meðferð á vatn undanfarin ár. Auk þessa fer vatnið í gegnum síur. - Þetta er í raun og veru bara háfjallasól. Við gerum þetta í ör- yggisskyni og þessi meðferð er alls ekki skaðleg nema því lífi sem kann að vera I vatninu. Það kemur því miður fyrir að vatnið hér er ekki nógu gott, segir Lýður við Þjóðviljann. Hann segir ekki hafa komið til tals að geta þess á umbúðum drykkjarvaranna að vatnið í þeim hafí farið í gegnum útfjólublátt ljós, enda gilda engar reglur um slíkt hérlendis. Halldór Runólfsson, deildar- dýralæknir hjá Hollustuvemd rík- isins, segir að þessi geislameðferð sé almennt talin ömgg og ekki skaðleg heilsu manna. Hann bendir á að drykkjarvatn íbúa þriggja kaupstaða á landinu fái sömu meðferð. Það á við Akra- nes, Seyðisfjörð og Bolungarvík. Þar sem geislun er bönnuð er það að sögn Halldórs ekki vegna þess að aðferðin sé talin skaðleg, heldur vegna þess að ekki sé hægt að sannreyna að varan hafi verið geisluð. - Alþjóðastofnanir hafa við- urkennt að geislun af þessu tagi er skaðlaus, enda hafa verið gerðar dýratilraunir með þetta í áratugi. En það hefúr reynst erfltt að koma fólki í skilning um að geisluð matvæli em ekki geislavirk á eft- ir, segir Halldór. -gg Framsókn Steingrímur villnýtt prófkjör Framboðsmál Gmðmundar G. Þórarinssonar, Frfl., em enn í óvissu en hann ræddi í gær við formann flokksins Steingrimi Hermannssyni. „Það kom ffam í samtali mínu við Steingrím Her- mannsson að hann hefur lagt til að prófkjörið verði endurtekið og þá meðal allra flokksmanna í Reykjavík," sagði Guðmundur. Honum fmnst þetta merkileg tillaga og getur fallist á hana fyrir sitt leyti enda sé það það sem hann fari ffarn á í sinni kæm, en Guðmundur kærði skoðanakönn- un flokksins þar sem fúlltrúaráðs- fólk greiddi atkvæði og hann lenti í öðm sæti á eftir Finni Ingólfs- syni. _ „Ég lýsti því endanlega yfir við Steingrím að ég myndi ekki taka annað sætið á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík," sagði Guðmundur og bætti við að málið væri enn til umfjöllunar hjá stjóm fúlltrúaráðsins og ekki tímabært að gefa yfirlýsingar því hann bæri enn þá von í brjósti sér að stjóm fúlltrúaráðsins ógilti skoðanakönnunina. „Ég hef hins- vegar lýst yfir því að það sé ofar- lega í mínum huga að bjóða fram BB í Reykjavík,“ sagði Guð- mundur en hann vildi ekki tjá sig um hvort ekki væri líklegt að fúll- trúaráðið færi eflir því sem for- maður flokksins legði til. -gpm Handbolti Ágætt gegn Tékkum Einn íslenskur sigur og tvö jaffitefli gegn landsliði Tékkó- slóvakíu verður að teljast ágætur árangur hjá íslenska landsliðinu, enda vantaði nokkra af leikreynd- ustu mönnum liðsins. Fyrsta leiknum lauk með ís- lenskum sigri 26 mörkum gegn 22. Leikjunum á laugardag og sunnudag lauk hinsvegar með jafntefli, 21-21 og 22-22. Júlíus Jónasson var marka- hæstur íslendinganna í leikjunum með 18 mörk. Konráð Olavsson kom næstur með 14 mörk og þá Sigurður Bjamason með 13 mörk. -Sáf Dýraverndunarfélög gegn háhyrningaveiðum Samband dýravemdunarfé- laga íslands hefur sent Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra, Halldóri Asgrímssyni sjávarút- vegsráðherra og Júlíusi Sólnes umhverfisráðherra ályktun sem var samþykkt einróma á ársfúndj Norræna dýravemdunarráðsins. I ályktuninni er lýst vanþóknun á veiðum Islendinga á lifandi há- hymingum, geymslu þeirra í Sæ- dýrasafninu í Hafnarfirði og væntanlegum útflutningi. Dýra- vemdunarsamtökin em ekki að mótmæla þessu vegna þess að þáu haldi að háhymingar séu í útrým- ingarhættu, heldur vegna dýra- vemdunarsjónamiða. „Það er sið- leysi að stuðla að því að villt dýr séu veidd í þeim tilgangi að gera úr þeim sirkustrúða,“ segir í bréfi frá Sambandi dýravemdunarfé- laga Islands. Aðalfundur Reykjavík- urdeildar Norræna félagsins Aðalfúndur Reykjavikur- deildar Norræna félagsins verður Carl J. Eiríksson náði glæsilegum árangri I Islandsmeistaramóti I riffil- skotfimi (enskri keppni), sem fram fór 11. nóvember. Hann náði 596 stig- um af 600 mögulegum, sem er nýtt Islandsmet. Aðeins 4 keppendur náðu betri árangri í greininni á HM I Moskvu í ágúst sl. Á myndinni eru þátttakendur í fslandsmeistaramótinu og er Carl fyrstur frá vinstri. í Norræna húsinu fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17. Venjuleg að- alfundarstörf. Stofnfundur Oddafélags Laugardaginn 1. desember, fullveldisdaginn, verður Oddafé- Iag stofnað í Odda á Rangárvöll- um og hefst fundurinn kl. 14. Það var í ágúst að Héraðsnefnd Rang- árvallasýslu ákvað að stefna að því af alefli að hefja hið foma fræðasetur Odda á Rangárvöllum til vegs og virðingar á ný með því að efla þar smám saman miðstöð fræða og fræðslu á sviði náttúm- vísinda og sögu. 28. ágúst komu svo tveir tugir áhugamanna sam- an til skrafs og ráðagerða um framtíð Odda og ákváðu að stofna Oddafélag, samtaka áhugamanna um endurreisn fræðaseturs í Odda. I undirbúningsnefnd em Ami Bjömsson, Drífa Hjartar- dóttir, Frank Friðrik Friðriksson, Jón Þorgilsson, sr. Sváfnir Svein- bjamarson og Þór Jakbsson, sem er formaður nefndarinnar. Er vænst stuðnings margra einstak- linga og félagasamtaka við hug- myndina og hefúr Hið íslenska náttúmfræðifélag ákveðið að leggja málinu lið og eiga sam- vinnu við hið verðandi Oddafé- lag. Birting og velferðarkefið Er velferðarríkið á krossgöt- um? - til hvers er velferðarkerfið og fýrir hveija? er yfirskrift opins fundar sem Birting stendur fyrir annað kvöld. Málshefjendur verða Bragi Guðbrandsspn, Hörð- ur Bergmann, Kristín Á. Ólafs- dóttir, Einar Karl Haraldsson og Svanfríður Jónasdóttir. Fundurinn verður á Komhlöðuloftinu í Bankastræti og hefst kl. 20.30. Að loknum inngangserindum máls- heflenda gefst færi fyrir fyrir- spumir og skoðanaskipti. Fundur- inn er öllum opinn. Karlar og konur íLaxdælu Robert Cook, , prófessor í ensku við Háskóla íslands, flytur opinberan fyrirlestur í boði Stofú- unar Sigurðar Nordals, sem nefn- isat „Men and Women in Laxdæla saga.“ Fyrirlesturinn er á ensku, en Cook hefúr skrifað mikið um íslenskar fombókmenntir og vinnur nú m.a. að rannsóknum á íslendingasögum. Fyrirlesturinn verður á morgun kl. 17.15 í stofú 101 í Odda. Einfalt varð tvöfalt! í viðtali við Vigfús Geirdal i umfjöllun um herstöðvamálið í síðasta laugardagsblaði urðu þau hvimleiðu mistök að hluti viðtals- ins var tvítekinn svo að samhengi viðtalsins raskaðist. Em lesendur og Vigfús beðnir afsökunar á þessu óviljaverki sem henti vegna tæknilegra mistaka við vinnslu blaðsins. Ritstjórn 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.