Þjóðviljinn - 27.11.1990, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 27.11.1990, Qupperneq 5
BÆKUR Málið snýst um að halda andlitinu Um þessar mundir er að koma út mikið rannsóknarverk um fé- lagsleg áhrif herstöðvarinnar á næsta nágrenni sitt eftir Friðrik Hauk Hallsson félagsfræðing. Friðrik býr í þýskalandi en hefur notið styrkja frá Öruggismála- nefnd og Vísindasjóði til rann- sóknarinnar sem staðið hefur i 10 ár. „Ég fjalla ekki um herstöðina eða umhverfi hennar á hefðbund- inn hátt en spyr um fólk og kynni þess af herstöðinni og sambýlinu við herinn,“ segir Friðrik Flaukur í viðtali við Þjóðviljann. „Eg tók mörg mjög löng viðtöl við fólk sem uppfyllir ákveðin skilyrði svo sem að hafa búið í nágrenni herstöðvarinnar, hefur unnið þar í lengri eða styttri tíma, hefur stundað skemmtanalífið með her- mönnum eða hefur viðskiptaleg tengsl við herinn. Þetta er í raun fleiri en ein rannsókn, t.d. sérstök rannsókn um konur og hermenn, önnur um viðhorfín til Banda- ríkjamanna og svo ffamvegis. Að hvaða leyti eru viðhorf þeirra sem eru í nánasta sam- býii við herstöðina öðru vísi en hinna sem ijær búa? „Keflvíkingar, þegar ég tala um Keflvíkinga á ég líka við þá sem búa í Njarðvíkum, vilja í rauninni ekkert hafa með Kanann að gera og nota orðið Kani í niðr- andi merkingu. Það má kannski orða það svo, að í þeirra augum væru aukin umsvif, aukið dollara- streymi, en færri og helst engir hermenn, eða bara herstöð án her- tóla væri það sem menn gætu helst óskað sér. Annars er eftir- tektarvert að bera saman atvinnu- þróunina i nágrannabyggðunum Keflavík og Njarðvík annars veg- ar og Grindavík hins vegar. Keflavík er löngu hætt að vera dæmigerður sjávarútvegsbær, en allt öðru máli gegnir um Grinda- vík sem er virkilegt sjávarpláss og hefúr einangrað sig ffá her- stöðinni. Það eru stundum ekki nema 10 manns eða kannski eng- inn úr Grindavík í vinnu í her- stöðinni. Keflavík og Njarðvík hafa í rauninni sömu einkenni sem her- stöðvabæir og sjá má í Bandarikj- unum, Þýskalandi og víðar þar sem fólk býr í svipuðu nábýli við herinn. Allt mannlíf dregur dám af herstöðinni, hún er hluti af dag- legu lífi fólks. Samt sem áður taka menn margt upp eftir Kanan- um, en með vissri andúð eða háði, og herstöðin hefur breytt málfari Suðumesjamanna. Þeir tala eigin- lega tvö mál, flugvallarmál, sem þá er talað á flugvellinum, en heima hjá sér eða þegar þeir vilja vanda málfar sitt tala þeir ósköp venjulega íslensku. Skoðaðir þú muninn á af- stöðu þeirra sem hafa efnahags- lega afkomu af herstöðinni í samanburði við hinna? Já, ég gerði það. Það er at- hyglisvert að þeir sem eru komnir lengst á vellinum, hafa hæstu stöðumar og best launuðu störfin, þeir flytja ffá Keflavík. Það er augljóst mál, þeir búa í Garða- bænum eða Reykjavík eða ein- hversstaðar. Því efnaðari sem menn em þeim mun lengra fara menn frá stöðinni. Menn vilja ekki hafa nein samskipti, sérstak- lega ekki við hermennina, kann- ski við yfirmenn, em gjaman í golfklúbbi eða því um líkt. Hvernig birtast áhrif stöðv- arinnar á flokkspólitík á svæð- inu? í því sambandi mætti nefha athyglisverða hluti, sem raunar koma ekki allir ffam í bókinni. T.d. hafa Alþýðuflokksmenn ffá upphafi haft vissa lykilaðstöðu í ráðningakerfinu. A vissum vinnu- stöðum var hlutfallslega mikið af mönnum sem á einhvem hátt vom Alþýðufiokksmenn. Það kom mér á óvart að afstöðu sjálf- stæðismanna svipar mjög til af- stöðu framsóknarmanna sem vilja aðskilnað herlífs og þjóðlífs og Ný sögubók á léttu máli Hjá Námsgagnastofnun er komin út ný sögubók á léttu máli, svokölluð léttlestrarbók. Saga sú sem hér um ræðir, Ugla sat á kvisti..., er einkum ætl- uð bömum og unglingum á aldr- inum 11- 14 ára sem eiga erfitt með að lesa langan samfelldan texta; að sjálfsögðu geta aðrir haft ánægju af lestri hennar. I umræð- um sem tengjast ári læsis og lestri KRISTÍN STEINSDÓTTIR Ugla sat ákvisti... Teikningar ]ean Posocco Einar Már Sigurðsson, bæjarfull- trúi f Neskaupstað, formaður Sambands sveitarfélaga (Austur- landskjördæmi. Athugasemd Við vinnslu fimmtudagsblaðs- ins 22. nóv. féll niður mynd af Ein- ari Má Sigurðssyni, höfundi grein- arinnar „Barátta byggðanna". Eru hann og lesendur beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Ritstj. NAMSGAGNASTOFNUN vilja fyrst og ffemst hafa hreinar linur, hreinleg viðskipti, ekki þetta hálfólöglega og allt það, sem er allt önnur afstaða en sjálf- stæðismenn í Reykjavík hafa. Sjálfstæðismenn syðra tóku það einmitt fram að ffamsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafa haft lyk- iltökin i vamarmáladeild ráðu- neytisins, en i mannaráðningum og starfsmannahaldi vamarliðsins hafa Alþýðuflokksmenn lagt miklu meiri áherslu á að koma sínum mönnum að. Alþýðubandalagsmenn syðra hugsa öðm vísi um herstöðina en flokksbræður þeirra hér í Reykja- vík. Þeir em praktískari í afstöðu sinni. Þeir hafa að vísu sömu grundvallarafstöðuna, en vilja fara allt aðrar leiðir, og fer greini- lega í taugamar á þeim hvemig forystan hefúr stundum verið óhagstæð fýrir byggðarlagið. T.d. afstaða þeirra til flugstöðvar- byggingarinnar. Mönnum fannst það einmitt til bóta að skilja þjóð- lífið og herlífið að með nýrri flug- stöð, þrátt fyrir það hvemig að þessu var staðið. Framsóknar- menn á suðumesjum em senni- lega sáttastir við sína forystu. Fékkstu aðgang að ðllum gögnum sem þú taldir þig þurfa? Ég komst í gögn um starfs- mannahald og atvinnumál og fékk nokkrar aðrar möppur sem þar em geymdar. í þeim reyndist þá vera allur fjandinn annar, sem mér fannst ekki merkilegur. Öll leyndin um þessi mál er í rauninni ósköp fáránleg. Herinn, jafnvel í lýðræðisþjóðfélögum, er alltaf einræðislegur og segir allt sem hann varðar vera hemaðar- leyndarmál. Það er t.d. mjög erfitt að fá að rannsaka bandaríska her- inn, líka fyrir Bandaríkjamenn. Menn þurfa helst að vera foringj- ar i hemum til að fá að rannsaka ■ herlífið, ég byggði á slíkum rann- sóknum. Herinn segir alltaf: Borgaramir eiga ekkert að skipta sér af okkur. Það em tveir heimar, heimur hersins og hinn borgara- legi heimur. Vamarmálaskrifstofan tekur þessi vinnubrögð upp eftir hem- um, það má helst ekki segja neitt um herinn. Svo þegar ég fer að skoða þetta í vamarmáladeild- inni, þá er þetta bara ósköp ómerkilegt. En ég rakst á skondin bréf um það, að til stóð að setja niður herstöð fyrir ofan Rauða- vatn, það var 1943 að mig minnir. Mér fannst það mjög fýndið að það eina sem menn settu fýrir sig í ráðuneytinu var að þeir vildu að byggingamar yrðu úr varanlegu efni. Hverju ráða innlend stjóm- völd í málefnum hersins þegar allt kemur til alls? Sára litlu. Leikurinn snýst í rauninni um að týna ekki andlit- inu, að láta líta svo út sem þau hafi einhver völd gagnvart Bandaríkjamönnum, þetta á líka við um Þjóðveija og önnur lönd þar sem erlendar herstöðvar eru, eins og sést af því að þegar til hef- ur staðið að banna lágflug banda- rískra herflugvéla í Þýskalandi kemur strax á daginn að Banda- ríkjamenn fara sínu fram. Hér á Islandi hafa allar stjómir ein- hvemtíma á ferli sínum sannfærst um það að þannig sé málum þannig háttað, hafi þær ekki verið klárar á því fýrir. Ég efast reyndar ekki um einlægni einstakra stjómmálamanna, þeir ætluðu að breyta samkomulaginu eða jafn- vel að koma hemum úr landi að einhverju leyti. Sérstaklega hefúr Einar Agústsson vaxið í áliti hjá mér eftir rannsóknina. Ég hafði álitið að hermálið hefði farið svona á tímabilinu 1971 - 1974 fýrir handvömm, en ég sé að hann hefur látið vinna skynsamlega að málinu. hágé. almennt hefúr verið lögð mikil áhersla á nauðsyn þess að þessi lesendahópur eigi völ á lestrarefni við sitt hæfi. Sagan fjallar um Heiðu og Bám sem em að byija í 8. bekk. Heiða er flutt úr sveitinni og er ný í bekknum. Hún þarf að takast á við ýmis vandamál semn fýlgja því að kynnast nýjum félögum. Ugla sat á kvisti... er skrifúð á léttu og ljósu máli, letur er greini- legt og línur stuttar. Öll fjögur heflin em ríkulega myndskreytt og þess gætt að myndir styðji ávallt við textann. Sögunni er skipt í fjögur hefti, 27-40 bls. hvert. Sagan kemur einnig út á hljómböndum til lestrarþjálfúnar. Auk þess er fáanleg vinnubók með hveiju hefti. Höfundur vinnubóka er Guðfinna Guð- mundsdóttir. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Aðeins byrði af myrkri Geirlaugur Magnússon Sannstæður Mál og menning 1990 „Sennilega er engin strönd“ segir í lok kvæðis í þessari bók sem „Dmkknun" heitir. Ljósin á ströndinni em altént ekki annað en „minnispunktar marklausra skilaboða“. Þetta er fýrsta kvæðið í bálki sem kallast einu nafni „Jarðtengsl“ og þar er strax sleg- inn sá bölsýni tónn sem ríkir í þessum ljóðheimi, þar sem „höfúðið er þér fimaþungt / að- eins byrði af myrkri" og í stað þess að standa við „Upphaf hins nýja heims" eins og eitt kvæðið heitir komumst við að því að veröldin enn þessi stöðugi fúkyrðaflaumur að Jylla upp i tómið sem glyttir alltaf í , logandi auga fullt af hatri og heift Þessi bölmóður er hressandi á sinn hátt. Hann er ekki vælulegur, það er í honum tilgerðarleysi og einlægni. Sem svo tengist því að höfundurinn er án undanbragða að skoða sína kynslóð sem sá „pólitiskar fúrðusýnir“: i leitinni að óskasteininum draumhnoðinu hamingjubrosinu áður en liðið sundraðist og hver og einn hvarf inn í sinn skáp. Og það er ekki oft spurt um það, hvort menn þessarar kynslóðar (kenndrar við árið 68) komist út úr sínum skáp aftur, sínu hólfi. I mesta lagi að spurt sé einu sinni, hvort þú orkir að leita „svifmjúkra drauma / svansvængja svartra / úr ljóði“. Eins gott kannski: það hafa svo margir ort sér til hita og látið sem þeir gætu bjargast I skáld- skap. Þetta er náttúrlega elskuleg óskhyggja, en hún getur oftar en ekki snúist í klisju, einnig hún. Fyrsti hluti bókarinnar ber samheitið „Sannstæður“. Þar er formið knappara, útsmognara en í Jarðtengslum, en um leið ívið kaldara. Oftar en ekki er í þessum bálki tekið mið af því, að í ljóðum getur allt gerst. Ekki endilega víst samt að lesandinn sætti sig við Geirlaugur Magnússon það. Stundum finnst honum að hann hafi nauman áhuga á „hrað- fleygum einhymingum“ sem sitja í djúpum leðurstólum og „setja vökunni umgengnisreglur". Eða þá að eitt orð eins og dregur niður heillega mynd („litaskynið“ í lok kvæðisins „innan um veigamar“, svo rétt sé nefnt það sem við er átt). En þegar á allt er litið er einn- ig sterkur keimur af þessum ljóð- um, vegna þess hve vel skáldið sneiðir hjá bæði hvunndagsleika í máli og svo þokukenndri óráðsíu, sem er alltof algeng hjá þeim sem em að leika sér með tungumálið eins og það heitir. Hér skal til dæmis nefnt lítið kvæði sem geymir Biblíuminni og er prýði- lega heillegt í sinni sparsemi. Það heitir „Utan af akrinum“: más uxans söngur sigðarinnar óttablik deyjandi sólar þungstíg leiðin heim hver gœti bróður sins. Fyrir nú utan það að margt lofsamlegt mætti segja um ein- stakar myndir Geirlaugs skálds sem reynast ágætlega sterkar og rúmgóðar eins og þessi hér: hugsunin öll ein netadrœsa sundurskotin krabbadós AB

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.