Þjóðviljinn - 27.11.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 27.11.1990, Side 6
ERLENDAR FRETTIR Persaflóadeila Urslitakostir á döf inni Sovéska stjórnin sakar Irak um svik. Saddam tilkynnir dauðsföll vegna skorts á mat og lyjjum Ir gær var upplýst að Banda- ríkjastjórn vildi að Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna setti írak þá úrsiitakosti, að það yrði á brott með her sinn frá Kúvæt fyrir áramót. Að öðrum kosti yrði íraksher rekinn frá emírs- dæminu með vopnum. Bandarikjamenn eru sagðir vilja fá tillögu þessa efnis sam- þykkta í ráðinu fyrir laugardag, en þá tekur Jemen, sem að nokkru dregur taum Iraks í Persaflóa- deilu, við formennsku í því af Bandaríkjunum. Bandaríkin, Sovétríkin, Bret- land, Frakkland og Kína, sem eru fastaaðilar í Öryggisráði og með neitunarvald þar, munu vera kom- in langt í land með að ná sam- komulagi um, að ráðið skuli heimila hemaðaraðgerðir gegn ír- ak, en eitthvert hik í því efni kvað þó enn vera á Kínveijum. Minni eining er um að Irökum skuli gert að fara frá Kúvæt fyrir áramót. Bretar og Kanadamenn eru sagðir efms um að heppilegt sé að nefna nokkra dagsetningu í þessu sam- bandi og sovéska stjómin kvað vilja gefa lrökum frest til 15. jan. Til að fá tillöguna samþykkta í ráðinu þarf ekki nema níu at- kvæði af 15, að því tilskildu að neitunarvaldi verði ekki beitt. En Bandaríkjamenn vilja fá sem flest aðildarríki ráðsins til stuðnings við tillöguna, til að svo líti út að á bakvið hana sé alþjóðasamstaða. Búist er við að Jemen og Kúba, sem hingað til hafa oft greitt at- kvæði á móti ályktunum gegn ír- ak eða setið hjá, muni einnig verða á móti í þetta sinn, og tals- verðar líkur eru á að Kólombía og Malajsía taki afstöðu með þeim, þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Bandaríkjunum. Gorbatsjov Sovétríkjaforseti ræddi í gær við Tareq Aziz, utan- ríkisráðherra Iraks sem er í heim- sókn í Moskvu, og lagði fast að íraksstjóm að kalla án tafar her sinn frá Kúvæt og sleppa öllum gíslum, annars yrði búið með langlundargeð S.þ. gagnvart írak. Áður hafði sovéska stjómin sakað þá írösku um að banna Sovét- mönnum í Irak för úr landi, þrátt fyrir loforð um að leyfa þeim að fara heim. Um 3000 Sovétmenn eru sagðir vera í Irak. Saddam íraksforseti sagði t gær að margir írakar hefðu þegar látist af völdum skorts á mat og lyfjum, sem stafaði af viðskipta- banni S.þ. Bendir þetta til þess að viðskiptabannið sé farið að þrengja verulega að Irökum. Reuter/-dþ. Póllandskosninvqr Tyminski sló Mazowiecki út Walesa ófús til einvígis við Tyminski Sænskum gíslum sleppt Sænska utanríkisráðuneytið til- kynnti í gær að þing íraks hefði ákveðið að allir sænskir gíslar þar- lendis, 58 að tölu, yrðu látnir lausir. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, skrifaði Saddam Iraks- forseta í fyrri viku og lét hann vita að sænska stjómin ætti erfitt með að halda áfram málamiðlunum milli Iraks og Irans, ef gíslunum Uppnám er í pólskum stjórn- málum eftir að úrslit for- setakosninganna á sunnudag- inn eru kunn í öllum stjórnar- umdæmum landsins nema Var- sjá. Samkvæmt bráðabirgðatöl- um síðdegis í gær fékk Lech Walesa að vísu flest atkvæði, rúmlega 39 af hundraði, en Ijóst er að kjósa verður á ný, reglum samkvæmt, þar eð enginn frambjóðenda náði því að fá helming greiddra atkvæða. Uppnámið er þó mest út af ár- angri Stanislaws Tyminski, kaup- sýslumanns sem mestan hluta föllorðinsævi sinnar hefúr átt heima í Kanada og Perú og var til skamms tíma óþekktur í ættlandi sínu. Hann varð annar í röðinni með rúmlega 23 af hundraði greiddra atkvæða, en Tadeusz Mazowiecki forsætisráðherra þriðji með rúmlega 18 af hundr- aði, miðað við niðurstöður sem kunnar voru í gær. Fjórði varð Wlodzimierz Cimoszewicz, fyrr- um í kommúnistaflokknum, með rúmlega níu af hundraði og fimmti Roman Bartoszcze, sem beitir sér einkum fyrir hagsmun- um bænda, með rúmlega sjö af hundraði. Urslitin þykja mikil niðurlæg- ing fyrir Mazowiecki, þar eð hann Walesa - Tyminski hefur um hann háð og spott. og flestir aðrir þarlendir stjóm- málamenn hafa kallað Tyminski ábyrgðarlausan lýðskrumara sem ekírí sé hægt að taka alvarlega. Var búist við því í gær að Mazo- wiecki segði af sér forsætisráð- herraembætti. Samkvæmt reglum eiga þeir Walesa og Tyminski að keppa um forsetatitilinn í annarri umferð. Walesa lét í ljós í gær að sér væri þvert um geð að heyja slíkt einvígi við mann eins og Tyminski. Sá síðamefndi telur sig hafa góðar sigurvonir í annarri umferð, hefur háð og spott um Walesa, sem hann segir hræddan við sig og ráðleggur honum að gefa forsetatignina upp á bátinn. Reuter/-dþ. Hættur eftir 31 ár Lee Kuan Yew, forsætisráð- herra Singapore, lætur af því emb- ætti á miðvikudag. Við af honum tekur Goh Chok Tong, fyrsti að- stoðarforsætisráðherra, sem Lee valdi sjálfúr sem eftirmann sinn. Lee er nú 67 ára, hefúr verið for- sætisráðherra í 31 ár og þar með samfleytt síðan borgríki þetta varð fúllsjálfstætt 1965. Hefur enginn af núverandi forsætisráðherrum heims verið lengur í embætti. Lee hefur verið duglegur stjómandi en um leið allráðríkur, svo mörgum hefúr þótt meira en nóg um. Sumra ætlan er að hann muni áfram ráða miklu eða mestu, þótt hann fram- vegis haldi sig bakvið tjöldin. Færeyjar hafa biskup Á sunnudag var vígður í Þórs- hafnarkirkju biskup yfir Færeyjum og em eyjamar þar með orðnar á ný sérstakt biskupsdæmi, en það hafa þær ekki verið í 433 ár. Hinn nýi Færeyjabiskup heitir Hans Jacob Joensen. Síðan 1963 hafa eyjamar heyrt undir Kaupmanna- hafnarbiskup. Tékkóslóvakía Óvæntur sigur kommúnista Eru annar fylgismesti flokkur í Tékkalöndum. Mikið tap Borgaravett- vangs, kristilegir sigra í Slóvakíu || elstu atriði úrslita borgar- * * og sveitarstjórnakosninga í Tékkóslóvakíu, sem fóru fram um helgina, eru þau að Borg- aravettvangur tapaði miklu fylgi, miðað við úrslit þingkosn- inganna í júní, kommúnistar RIKISSKA TTSTJORI FLYTURAÐ LAUGAVEGI166 Fró og með miðvikudeginum 28. nóvember verður öll starfsemi embœttis ríkisskcrttsijóra til húsa að Laugavegi 166, Reykjavík. Vegna flutninganna verða skrifstofur embœttisins lokaðar dagana 26. og 27. nóvember nk. Nýtt símanúmer frá 28. nóvember verðun 91-631100 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI stóðu sig miklum mun betur en búist hafði verið við og kristi- legir demókratar unnu mikið á í Slóvakíu. Kosningar þessar em fyrstu frjálsu borgar- og sveitarstjóma- kosningamar þarlendis frá því al- ræðisstjóm kommúnista var steypt. Samkvæmt bráðabirgða- tölum síðdegis í gær fékk Borg- aravettvangur rúmlega 35 af hundraði greiddra atkvæða í Tékkalöndum, Bæheimi og Mór- avíu, og er þar áfram langfylgis- mestur flokka, en í þingkosning- unum í júní fékk flokkurinn 49,5 af hundraði atkvæða. Enn meiri athygli en tap Borg- aravettvangs vakti þó árangur kommúnistafiokksins, sem varð annar í röðinni t Bæheimi og Móravíu með rúmlega 17 af hundraði greiddra atkvæða. I Sló- vakíu fékk fiokkurinn tæplega 14 af hundraði. Úrslitin þar urðu líka alvarlegt áfall fyrir Borgaravett- vang, sem er í forustu í stjóm Tékkóslóvakíu, þar eð bróður- fiokkur hans í Slóvakíu, Almenn- ingur gegn ofbeldi, fór þar hall- oka fyrir kristilegum demókröt- um, sem em fremur hægrisinnað- ir og fengu þar rúmlega 27 af hundraði atkvæða, fleiri en nokk- ur fiokkur annar. Þar vekur at- hygli mikill ósigur Þjóðemis- fiokksins, sem ekki fékk nema rúmlega þtjá af hundraði greiddra atkvæða. Höföu flestir spáð þeim flokki meiri árangri, þar eð svo hefur virst að kröfur hans um sjálfstæði Slóvakíu til handa hefðu verulegt fylgi. Talsmenn Borgaravettvangs leyna því ekki að þeir hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum með úr- slitin og þá sérstaklega árangur kommúnista, en vettvangsmenn létu í veðri vaka í kosningabarátt- unni að þeir gerðu sér góðar vonir um að í kosningum þessum yrðu kommúnistar að mestu upprættir úr borgar- og sveitarstjómum. Ótti við vaxandi atvinnuleysi næsta ár mun hafa átt dijúgan þátt í sigri kommúnista. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Togari dreginn í kaf Skoskir fiskimenn kröföust þess í gær að heræfingum með kaf- báta yrði hætt á miðum þeirra. Á fimmtudag flækti breski kaíbátur- inn Trenchant sig í netum togara í Firth of Clyde og dró hann í kaf. Fórst öll áhöfn togarans, ljórir menn. Fiskimenn hafa við orð að setjast um kafbátastöðina Faslane í Skotlandi og banna umferð þangað og þaðan. 300 féllu Talið er að um 300 manns hafi fallið í grimmri orrustu ffá fimmtudegi til sunnudags milli stjómarhers Sri Lanka og ta- mílskra uppreisnarmanna um her- stöð við Mankulam á norðurhluta eyjarinnar. Réðust uppreisnarmenn á stöðina og náðu henni um síðir á sitt vald.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.