Þjóðviljinn - 28.11.1990, Page 11

Þjóðviljinn - 28.11.1990, Page 11
LESANDI VIKUNNAR I DAG Guömundur Davíösson vélsmiöur Varið í landið Hvað ertu að gera núna? Eg rek eigin vélsmiðju hér í Mosfellsbæ, þar sem við smíðum mikið íyrir byggingaverktaka. Hér fer fram alls konar stálsmíði, hitaveitulagnir til dæmis. Ég hef haft töluverð afskipti af bæjar- málum í Mosfellsbæ undanfarin tvö kjörtímabil, er formaður Veitunefndar og 1. varamaður í bæjarstjóm. Mest af frítíma mín- um fer þó í að sinna Leikfélagi Mosfellssveitar, en ég er formað- ur þess. Nafninu hefur ekki verið breytt þó svo byggðin heiti nú Mosfellssbær. Mosfellssveit er svo fallegt orð og við viljum ekki þurrka það út úr sögunni. Eins og er sýnir Leikfélagið Elsku Míó minn eftir Astrid Lindgren, en þetta er frumsýning á þessu leik- riti á íslandi. Það er þýtt af Jóni Sævari Baldvinssyni og hann vann leikgerðina ásamt Andrési Sigurvinssyni sem leikstýrir. Búninga og sviðsmynd gerir þús- undþjalasmiðurinn Rósberg hatt- ari Snædal og eru búningamir sérlega fallegir. í apríl s.l. frum- sýndum við Þið munið hann Jör- und og sýndum fyrir fullu húsi fram á sumar. Siðan vomm við með dagskrá 17. júní, tríóið okk- ar frá Jömndi tók þátt í Listahát- ið, við vorum með atriði á lands- móti UMFÍ í sumar og í ágústlok hófust æfingar á Míó. Það er hefð hjá okkur að dansa út jólin á þrettándanum, sem er líka ljár- mögnunarball, en í þetta sinn verður það tólftadagsball, það hittist þannig á dögum. Við tök- um einnig þátt í árvissri jólavöku sem Láms Sveinsson trompet- leikari og stjómandi Karlakórs- ins Stefnis ásamt Sigríði Þor- valdsdóttur leikkonu vom fmm- kvöðlar að fyrir fimmtán ámm og haldin hefur verið ár hvert. Þar er leikfélagið með ljóðalestur og fleira. Og svona prívat þá er ég að bíða eftir fæðingu fyrsta bama- bams okkar hjónanna, það er óneitanlega spennandi. Hvernig fjármagnið þið leikstarfsemina? Við höfúm sjálf lagt út mik- ið, svo em kökubasarar, fisksala, fiskflökun, kartöflurækt, dans- leikir o.fl. Við lögðum mikla vinnu í breytingar á Hlégarði núna, t.d. vom lagðir 9 kílómetr- ar af nýjum raflögnum. Þetta er allt gert í sjálfboðavinnu, einnig það sem unnið er af fagmönnum, sem em félagar í leikfélaginu. Ekkert af þessu væri mögulegt ef ekki væri fyrir liðsfyrk alls þessa fómfúsa fólks. Ganga ijármálin þá upp? Varla. Við forum af stað með Jömnd aftur milli jóla og nýárs til að afla fjár. Aðkeypt vinna í Míó er komin upp fýrir eina og hálfa milljón, en kostnaður í allt er áætlaður u.þ.b. tvær og hálf milljón. Við fáum 160 þúsund króna styrk ffá bænum, en enn sem komið er höfum við aðeins fengið helminginn af honum. Skilningur embættismanna á svona menningarstarfsemi er ekki mikill. Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? Við vomm að byggja húsið okkar hér í Bjargartanganum og fluttum inn rétt fyrir jól ári seinna. Sama ár fór Leikfélagið á vinabæjamót til Svíðþjóðar með Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson. Þetta var 40 manna hópur og svakalega vel heppnuð ferð. Hvaða bók ertu að lesa núna? Ég var rétt að klára Grasið syngur eRir Doris Lessing, en hún var ein af bókunum í síðasta pakka sem ég fékk hjá hinum ágæta Ugluklúbbi. Þetta er góð bók sem fær mann til að velta fyrir sér ýmsu í sambandi við hvítu fmmbyggjana í Suður-Afr- íku. Hvers minnistu helst úr Biblíunni? Það er nú ekkert sérstakt. Ég hef allt gott um þá bók að segja, hún hefur a.m.k. ekki skaðað mig, eða það sem ég hef gripið í hana. Hver er uppáhaldsbarna- bókin þín? Palli var einn í heiminum. Alveg rosalega skemmtileg bók sem ég hef lesið óhemju oft t.d. fyrir elstu dóttur mina. Ég kunni hana orðið utan að, en hún þó enn betur, a.m.k. leiðrétti hún mig ef ég fór rangt með. Áttu þér uppáhaldsmat? Já, það er svo margt sem mér fmnst gott. Indverskur og annar austurlenskur matur finnst mér alveg sérlega spennandi. Hvað hefurðu séð í leikhúsi í haust? Undirbúningur að Míó hefur tekið mestallan fritíma minn, en þó er ég búinn að sjá Hættur, far- inn í Borgarleikhúsinu. Það var mjög sérstök sýning og skemmti- leg. En í kvikmyndahúsunum? Ég fer afar sjaldan á bíó, það er örugglega heilt ár síðan ég fór síðast. Hvert langar þig helst til að ferðast? Meginland Evrópu finnst mér alltaf ákaflega gaman að ferðast um. Skoða gamlar borgir, söfn og haliir. Evrópa er spenn- andi með allar sínar miðalda- byggingar. Hvaða ferðamáti á best við Þ'g? Að vera sjálfs míns herra, ég þoli helst ekki skipulagðar ferðir. Flug og bíll er mitt uppáhald. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Að þurfa alltaf að vera að taka þátt í öllu. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Hvað ég er ofsalega fyndinn. Er landið okkar varið land eða hernumið? Það er mikið varið í það, það veit ég. Hverjir eru helstu kostir landa þinna? Þeir eru duglegir, vinnusam- ir og fremur jákvæðir. En helstu brestir þeirra eða gallar? Við erum algjörlega galla- laus þjóð. Hvað á ég að spyrja þig um að lokum? Spurðu hundinn minn hvort það sé eitthvert hundalíf í Mos- fellsbæ. Guðrún ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Flugvélasmlöi I Stálhúsgögn. Þeir Björn Olsen og Gunnar Jónasson byrjuöu 1932 að smlða flugvél I kjallara á Lauga- vegi og hafa nú lokið smiðinni. Breskir hermenn særa Islending með skoti upp á Brúarlandi. Til- kynning frá Máli og menningu: Mál og menning heldur kvöld- skemmtun (Oddfellowhúsinu föstudaginn 29. nóvember kl. 8.30. Skemmtiatriði: Þórbergur Þórðarson les upp úr Ofvitan- um, næstu bók sinni. Einsöngur: Pétur Jónsson óperusöngvari. Við hljóðfærið Páll Isólfsson. Halldór Kiljan Laxness ies upp 28. nóvember miðvikudagur. 332. dagur árs- ins. Sólarupprás ( Reykjavlk kl. 10.36-sólariag kl. 15.55. úr Skipum heiðríkjunnar eftir Gunnar Gunnarsson, og Kveðju til vopnanna eftir Hemingway. Einsöngur: Guðrún Þorsteins- dóttir. Við hljóðfærið Páll Isólfs- son. Dans. Viðburðir Þjóðhátiðardagur Mauritanlu. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfiabúða vikuna 23. til 29. nóvember er I Árbæjar Apóteki og Laugamess Apóteki Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fridögum). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-22 samhliða hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavik...................« 1 11 66 Kópavogur.................. « 4 12 00 Seltjamames.................» 1 84 55 Hafnarfjörður............. « 5 11 66 Garðabær....................« 5 11 66 Akureyri....................» 2 32 22 Slökkvðið og sjúkrabðar Reykjavik.....................» 1 11 00 Kópavogur.....................» 1 11 00 Seltjamames...................« 1 11 00 Hafnarfjöröur.................« 5 11 00 Garðabær......................rr 5 u 00 Akureyri......................» 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er i Heilsuvemdar- stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á íaugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, slmaráöleggingar og timapantanir i « 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar í slmsvara 18888. Borgarspitalinn: Vaktvirka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspít- alans er opin allan sólarhringinn, o 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, tr 53722. Næturvakt lækna, w 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt, « 656066, upplýsingar um vaktlækni »51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstöðinni,» 22311, hjá Akureyrar Apóteki, » 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsími). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I » 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, » 11966. SJUKRAHUS Heimsóknartímar: Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæöingardeild Land- spitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feöra- tími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimili Reykjavikur v/Eiriksgötu: Al- mennur timi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldi’unariækningadeild Landspltal- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstöðin við Barónsstlg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim- sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spitali Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsiö: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, » 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svaraö er I upplýsinga- og ráögjafarslma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum timum. » 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráögjöf i sálfræöi- legum efnum, » 91-687075. Logfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt i sima 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Alandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17, « 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þelrra i Skóg- arhlíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra i« 91- 22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýslngar um eyðni: » 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræðing á miðvikudögum ki. 18 til 19, annars slmsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91- 21205, húsaskjól og aöstoö við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráögjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 91-21500, slmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: » 91-21500, sfmsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miöstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráögjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, » 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: » 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt i « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ 27. nóvember 1990 Sala Bandarikjadollar...........54,53000 Sterlingspund..............107,50900 Kanadadollar................46,88500 Dönsk króna..................9,55580 Norsk króna..................9,38470 Sænsk króna..................9,79170 Finnskt mark.................15,31530 Franskur franki..............10,86090 Belgiskurfranki.............. 1,77420 Svissneskur franki..........43,14250 Hollenskt gyllini............32,47090 Vesturþýskt mark.............36,61820 Itölsk lira..................0,04881 Austurrlskur sch..............5,20570 Portúgalskur escudo.......... 0,41740 Spánskur peseti...............0,57810 Japanskt jen.................0,42436 KROSSGÁTA Lárétt: 1 áfall 4 harmur 6 orka 7 kött 9 úr- gangsefni 12 gust 14 vex 15 blóm 16fiskur 19 drupu 20 þjálfaöl 21 gramri Lóörétt: 2 fljóti 3 nagll 4 léleg 5 rispa 7 kjúkur 8 vaxa 10 riti 11 annir 13 málmur 17 leðja 18 öðlast Lausn á siöustu krossgátu Lárétt: 1 glóp 4 gróp 6 úir 7 vist 9 óvit 12 tarfi 14 nái 15 nói 16látún 19 kall 20 rusl 21 tifi Lóðrétt: 2 lúi 3 púta 4 gróf 5 óri 7 vonska 8 stillt 10 vinnur 11 trilla 13 rót 17 áli 18 úri Miðvikudagur 28. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.